Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 25 LISTIR Elías B. Hall- dórsson sýnir í Gerðasafni. LAUGARDAGINN 25. mars kl. 14 opnar Elías B. Halldórsson mál- verkasýningu í öllum þremur sölun- um í Listasafni Kópavogs. Elías er fæddur 1930 á Borgarfirði eystra. Hann stundaði nám í Handíða- og myndlistaskóla íslands á árunum 1955-58 og framhaldsnám í Lista- háskólanum í Kaupmannahöfn og Stuttgart. Elías hefur haldið fjöl- margar sýningar hér heima og er- lendis. Á sýningunni að þessu sinni eru kringum eitt hundrað myndir, bæði abstrakt og fígúratífar. Lang- mestur hluti þeirra er málaður á síðustu þremur árum. Sýning Elías- ar mun hanga uppi til 20. aprfl. Aðgangur er 200 kr. Aðalheiður í Greip AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir opn- ar myndlistarsýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82 (Vitastígsmegin), laugardaginn 25. mars kl. 14. Á sýningunni eru myndir unnar með blandaðri tækni á pappír. Þetta er þriðja einkasýning Aðalheiðar, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis eftir að hún lauk námi frá grafíkdeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1982. Sýningin stendur til 9. aprfl og er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. -----»■♦♦■■■ Sýningu Helga Þorgils að ljúka SUNNUDAGINN 26. mars lýkur sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Nýlistasafninu. Á sýningunni sýnir Helgi 40 olíumálverk, afrakstur vinnu sinnar á síðastliðnum árum. Ennfremur sýnir hann nokkra skúlp- túra. Verkin prýða alla sali hússins. Gestur Nýlistasafnsins í Setustofu að þessu sinni er þýski myndlistar- maðurinn Lothar Pöppel og lýkur sýningu hans á sama tíma. Safnið er opið daglega frá kl. 14 - 18 og er til húsa við Vatnsstíg 3b í Reykjavík. -----♦■■■♦■■♦- Textilsýning í Hafnarborg TEXTILFÉLAGIÐ er 20 ára um þessar mundir og sýnir af því tilefni verk félagsmanna í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. í Textilfélaginu eru 37 félagar sem vinna ýmist að hönnun nytja- hluta eða að ftjálsri myndlist. Kenn- ir því ýmissa grasa á sýningunni. Sýningin opnar laugardaginn 25. mars og stendur til 17. aprfl. Opn- unartími í Hafnarborg er frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. F Marmoleum MARMOLEUM gólfdúkur. Slitsterkt 100%' náttúruefni. Kynning, I ► Kynnist óendanlegum möguleikum Marmoleum í mynstrun og litasamspili. ► Laugardag kl.10-14 I Sunnudag kl.13-15 I I Falleg hönnun gólfefnis er mikilvægur þáttur í heildarútliti og andrúmi heimilisins. ► Guölaug Erna Jónsdóttir arkitekt verður í sýningarsal okkar að Síðumúla 14, laugardag kl. 10-14 og sunnudag kl. 13-15 og veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf og upplýsingar um lita- og mynsturmöguleika Marmoleum gólfdúksins. Komið með teikningar af húsaskipan, séu þær fyrir hendi. KJARAN GÓLFBÚNAÐUR SlÐUMÚLI 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022 NYTUM TIMANN TIL NAMS! Ef þið eruð á aldrinum 10-15 ára þá eigið þið kost á tölvunámskeiði í næstu viku. Gott tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt í mArgM*ði-0í4 verkfallinu. Námskeiðið verður haldið dagana 27. - 30. mars og verður kennt frá kl. 13:00-16:00. Hafið samband strax í stma 569 7769 eða 569 7770 KRAKKAR OG UNGLINGAR! TÖFLUREIKNIR r,tv»nnSu t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.