Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hamrahlíðarkórinn Frumflutt verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson HAMRAHLÍÐARKÓRINN syngnr í Kristskirkju í Landa- koti sunnudaginn 26. mars kl. 17. Kórinn frumflytur Missa brevis eftir Þorkel Sigurbjömsson, en messan er samin við hinn hefðbundna messutexta á latínu og er til- einkuð Þorgerði Ingólfsdóttur stjómanda Hamrahlíðarkórs- ins. Þá syngur kórinn Maríu- söngva frá ýmsum tímum m.a. eftir Atla Heimi Sveins- son, Benjamin Britten, Hróðmar I. Sigurbjömsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Stravinsky. Á þessum sunnu- degi er boðunar Maríu minnst og Gunnar Eyjólfsson leikari les Maríubænir og Maríuljóð milli söngvanna. 52 kórfélagar skipa nú Hamrahlíðarkórinn. Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn syng- ur opinberlega í Kristskirkju í Landakoti. Maríustundin hefst kl. 17 og allir era vel- komnir. Sýning Sigtryggs Bjarna LAUGARDAGINN 25. mars kl. 16 opnar Sigtryggur Bjami Baldvinsson málverkasýningu í sýningarsalnum „Við Hamar- inn“, Strandgötu 50, Hafnar- firði. Á sýningunni eru olíumál- verk frá síðastliðnum þremur áram. Sigtryggur nam við málara- deild Myndlista- og handíða- skóla ísiands og Fjöltækni- deild École des Arts Decoratifs í Strasbourg í Frakklandi þar sem hann lauk prófi 1994. Sýningin er opin frá kl. 16-20 virka daga en 14-20 um helgar. Lokað er mánu- daga. Síðasti sýningardagur er 9. apríl. Aðgangseyrir er enginn og allir velkomnir. Fyrsta sinn í Is- lensku óperunni Kolbeinn Ketilsson syngnr Alfredo í La Traviata í kvöld tekur Kolbeinn Ketilsson við hlutverki Ólafs Árna Ólafsson- ar, Alfredo, í óperanni „La Tra- viata“. Kolbeinn lauk námi frá „Hochschule fur Musik und dar- stellende Kunst" í Vínarborg fyrir rúmu ári. Hann hefur verið lausráð- inn síðan, en byijar á samning í vor. „Ég er kominn með eins árs samning við óperahúsið í Hildes- heim í Þýskalandi,“ segir Kolbeinn, „mér leist vel á hlutverkin sem þeir buðu mér, ég hef æfingar þar í byijun maí í „Ævintýri Hoff- manns". Svo er hlutverk í „Töfra- flautunni“ næsta verkefnið. — Hvemig líst þér á að vera kominn út í þennan harða heim söngsins eftir að hafa verið í lengi í skóla? „Síðan ég útskrifaðist hef ég fengið ýmis verkefni; ég söng hlut- verk í Ríkisóperanni í Prag og svo söng ég Rostock í Þýskalandi. Mað- ur þarf að passa sig á að láta ekki ýta sér útí neitt sem ekki hentar manni. Það er nóg af slíkum tilboð- um, og þá sérstaklega fyrir tenóra. Einnig er gott að hafa í huga að taka ekki of stór verkefni að sér snemma, menn geta farið flatt á því. Þannig fínnst mér gott að fara til Hildesheim, húsið er lítið, tekur aðeins um 700 manns. Ég tel það vera gott að fá að prófa mig áfram í minni húsum.“ Kolbeinn segir það leggjast vel í sig að sjmgja með óperanni. „Ég æfði með hópnum í tvær vikur í janúar og nú er ég að rifja hlutverk- ið upp og svo dembi ég mér bara út í þetta. Ég hef sungið hlutverkið áður, í Prag. Og það er bæði krefj- andi og gefandi. Ég tek auðvitað öðravísi á honum en Ólafur. Hver söngvari hefur ólíkar forsendur fyr- ir því hvernig hann nálgast hlut- verk. Þannig kemur persónuleiki hvers og eins í gegn.“ Kolbeinn tók þátt í íslenska ein- söngslaginu í Borgarleikhúsinu í fyrra og söng með Sinfóníuhljóm- sveit íslands þegar hún flutti 9undu sinfóníu Beethovens í júní í fyrra. „Þetta er því í fyrsta skiptið sem ég kemur fram í óperu á Islandi.“ — Og ertu kvíðinn? „Nei, en auðvitað er ég spenntur að heyra viðtökurnar. Eg hlakka einkar mikið til að kynna mig ís- lenskum óperagestum." Kolbeinn syngur næstu þijár helgar í íslensku óperunni og segir að framhaldið sé óákveðið, en fari eftir því hvernig sýningar gangi. Þ.J. FRÁ tónleikum strengjasveita í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar sl. þriðjudag, 21. mars, Strengjaveisla á Norðurlandi HELGINA 24.-26. mars verður haldið mót strengjasveita á Norðurlandi. Alls taka 7 strengjasveitir þátt í mótinu sem haldið er í samvinnu Tónlistar- skólans á Akureyri, Tónlistar- skóla Húsavíkur, Tónskóla Eg- ilsstaða og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík. Þátttakendur verða nær 100 tón- listarnemar þessara tónlistar- skóla. Hljómsveitirnar munu koma fram á tónleikum í Akur- eyrarkirlgu á laugardag kl. 17 og í Tónlistarskólanum á Húsa- vík á sunnudag kl. 15 og leika hver fyrir sig auk þess að flytja sameiginleg verkefni. Allir eru velkomnir á tónleika strengja- sveitanna. //////1 J V lí Airbitar á Venjulegir bitar, barbecue bitar og kryddvængir Kentucky Fried Chlcken Faxafeni 2 • S: 680588 Hjallahrauni 15 • S: 50828 Shellskálanum Selfossi • S: 98-23466 Opið fra 11-22 ifíi ars 6 daga kjúklingaveisla Kentucky Frled Chlcken Kentucky Frled Chlcken Kentucky Frled Chlcken Kentucky Frled Chlcken Kentucky Frled Chlcken

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.