Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
L
VIKAN 23/4 - 29/4
JMéKinnlent
►GERÐUR hefur verið
kaupsamningur um kaup
ráðandi meirihluti i ís-
lenska útvarpsfélaginu á
nær öllu hlutafé minni-
hlutans fyrir rúmlega
milljarð króna. Meirihlut-
inn ræður nú yfir um 95%
hlutafjár. Bandaríska fyr;
irtækið Oppenheimer Inc.
annast fjármögnun samn-
ingsins. Framhaldsaðal-
fundi ÍÚ var frestað á
föstudag til 27. maí þar
sem ekki var unnt að af-
greiða ársreikninga
vegna athugasemda
minnihlutans.
►BOÐUÐU verkfalli
Flugfreyja, sem standa
átti frá 2.-5. maí og óttast
var að raskaði samgöng-
um til landsins vegna HM
í handknattleik, var aflýst
eftir að samninganefndir
flugfreyja og Flugleiða
samþykktu innanhússtil-
lögu sáttasemjara aðfara-
nótt fimmtudags. Flug-
freyjur samþykktu samn-
inginn á félagsfundi á
fimmtudag. Samkvæmt
honum hækka laun þeirra
um 3.500 krónur og um
3% um áramót. Meginatr-
iði samningsins er hins
vegar að ábata af hagræð-
ingu í störfum flugfreyja
verður að hluta varið til
að auka lífeyrisréttindi
þeirra og lækka eftir-
launaaldur í 63 ár.
► VERÐTRY GGÐIR útl-
ánsvextir banka og spari-
sjóða hækka á mánudag
um 0,35-0,70% í kjölfar
þeirrar liækkunar sem
orðið hefur á ávöxtun-
arkröfu spariskírteina í
útboði í vikunni og á eftir-
markaði. Viðskiptaráð-
herra gagnrýnir vaxta-
hækkunina en Sverrir
Hermannsson bankasljóri
Landsbanka segir ráð-
herra tala eins og flón um
vaxtamál.
Slitnaði upp úr
Smuguviðræðum
FUNDI Noregs, Rússlands og Islands
í Ósló um þorskveiðar íslenskra skipa
í Smugunni í Barentshafi var slitið
síðdegis á miðvikudag. Norðmenn og
Rússar buðu Islendingum um það bil
10.000 tonna aflaheimildir á fundin-
um og var langt á milli hugmynda
þeirra annars vegar og íslendinga
hins vegar. Jan Henry T. Olsen sjáv-
arútvegsráðherra Noregs segir að
auk þess að bjóða umtalsverðan kvóta
hafi Norðmenn og Rússar viljað koma
á fullri fiskveiðistjórnun á svæðinu
með aðild íslands. Olsen segist ekki
skilja ákvörðun íslendinga um við-
ræðuslit. íslendingar og Norðmenn
hafa einnig átt fundi um Síldarsmug-
.una svonefndu. íslensk skip hafa
fundið síld í Síldarsmugunni en ís-
lensk stjómvöld mælast til þess að
flotinn haldi sig í höfn fyrr en eftir
fund- íslands, Noregs, Rússlands og
Færeyja um stjóm veiða á svæðinu,
sem haldinn verður í Reykjavík á
þriðjudag.
IS og SH bítast
um Fiskiðjusamlagið
STÓRU fisksölufyrirtækin tvö bítast
um viðskipti við Fiskiðjusamlag
Húsavíkur. Sölumiðstöð Hraðfrysti-
húsanna hefur boðist til að kaupa
hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði
100 milljónir króna á genginu 1,25.
íslenskar sjávarafurðir, sem nú selja
afurðir Fiskiðjusamlagsins, hafa áður
boðist til að kaupa 75 milljónir króna
á genginu 1. Deilt er um málið innan
bæjarstjómar Húsavíkur, en bærinn
á 55% hlut í fyrirtækinu. Talið er að
það ráðist á þriðjudag, á fundi stjóm-
enda ÍS og Fiskiðjusamlagsins, hvort
fyrirtækið verði áfram í viðskiptum
við ÍS eða hvort SH verði falið að
sjá um sölumálin. Talið er að meiri-
hlutasamstarf framsóknar- og al-
þýðubandalagsmanna í bæjarstjór-
inni sé í hættu verði sölumálum fyrir-
tækisins breytt.
0
Ovæntur sigur
Jospins
Jospin
LIONEL Jospin,
frambjóðandi sós-
íalista, sigraði
óvænt í fyrri um-
ferð frönsku for-
setakosninganna
og hlaut 23,3%
atkvæða. Næstur
kom gaullistinn
Jacques Chirac,
borgarstjóri í Par-
ís og fyrrverandi
forsætisráðherra, með 20,8%. Munu
þeir tveir keppa um embættið í seinni
umferðinni sem verður á sunnudag.
Flokksbróðir Chiracs, Edouard
Balladur forsætisráðherra, sem varð
þriðji, lýsti yfir stuðningi við Chirac
er úrslitin voru ljós en um hríð virtist
þó sem Chirac myndi ekki takast að
tryggja sér fullan stuðning flokksins.
Kannanir gefa tii kynna að Chirac
sigri á sunnudag.
Ottast frekari
átök í Bosníu
VOPNAHLE, sem samið var um í
desember, rennur út í Bosníu um
mánaðamótin og óttast talsmenn
Sameinuðu þjóðanna að allsherjar-
stríð hefjist á ný þar sem deiluaðilar
eru sannfærðir um að andstæðing-
amir notfæri sér hléð til að styrkja
stöðu sína. Margir telja að ásakanir
stríðsglæpadómstólsins í Haag á
hendur Radovan Karadzic, leiðtoga
Bosníu-Serba, og fleiri serbneskum
leiðtogum um aðild að stríðsglæpum
muni draga úr friðarlíkum.
► LEITARMENN í Okla-
homaborg höfðu fundið
um 117 Hk í rústum stjórn-
sýsluhússins í gær en ótt-
ast er að um 200 hafí far-
ist í sprengjutilræðinu.
Timothy McVeigh, sem er
I haldi grunaður um aðild
að tilræðinu, neitar enn
að tjá sig við lögreglu.
►MOSKVUSTJORNIN
boðaði á fímmtudag ein-
hliða vopnahlé í
Tsjetsjníju fram til 12. maí
vegna hátíðarhaldanna í
tilefni þess að 50 ár eru
liðin frá sigrinum yfir nas-
istum.
►FULLTRÚAR SÞ for-
dæmdu á mánudag fjölda-
morð hermanna Rúanda-
stjórnar á fíóttafólki af
hútú-þjóðerni fyrir helg-
ina. Óljóst er hve margir
létu lífið í flóttamanna-
búðunum.
►TYRKIR ákváðu á
þriðjudag að kalla heim
20.000 afalls 33.000
manna liði sínu í norður-
hluta íraks en aðgerðir
Tyrkja gegn kúrdískum
skæruliðum sæta vaxandi
gagnrýni.
►ÞESS var minnst í
Úkraínu á miðvikudag að
níu ár voru liðin frá
Tsjernobýl-slysinu. Talið
er að rekja megi þúsundir
dauðsfalla beint til slyss-
ins, milljónir manna að
auki urðu fyrir geislun og
um 160.000 urðu að flytja
búferlum.
FRETTIR
Vídalínskirkja vígð í Garðabæ
VÍDALÍNSKIRKJA í Garðabæ
verður vígð við hátíðlega athöfn
í dag, sunnudag, klukkan 14.
Ólafur Skúlason, biskup íslands,
vigir kirkjuna, en auk hans þjóna
við athöfnina séra Bragi Frið-
riksson, sóknarprestur, séra
Bjarni Þór Bjarnason, héraðs-
prestur, og séra Orn Bárður
Jónsson, fræðslustjóri. Kór kirkj-
unnar og skólakór Garðabæjar
syngja við athöfnina. Skúli H.
Norðdahl er arkitekt kirkjunnar.
Framkvæmdir við byggingu
hennar hófust árið 1991.
Beinþynning er vaxandi
heilbrigðisvandamál
BEINÞYNNING er vaxandi heil-
brigðisvandamál, m.a. vegna ijolg-
unar aldraðra, en afleiðingar bein-
þynningar koma einkum fram í
beinbrotum hjá fullorðnu fólki,
aðallega konum. Nokkrir læknar
hafa tekið saman rit um beinþynn-
ingu, um orsakir hennar, grein-
ingu og meðferð. Efnt var til fund-
ar með fulltrúum fjölmiðla hjá
Landlæknisembættinu á föstudag
þar sem fjallað var um beinþynn-
ingu.
Við beinþynningu verður rýrnun
á beinvef. Við það minnkar styrk-
ur beinsins og hætta á brotum
eykst. Bein gisna með aldrinum,
bein kvenna mun meira en karla.
Brot af völdum beinþynningar
verða því einkum á efri árum og
mun oftar meðal kvenna en karla.
Áætla má að árlega verði hériend-
is 1.200-1.500 brot vegna bein-
þynningar, þar af um 200 mjaðm-
arbrot. Sextug kona hefur um
25-40% líkur á að hljóta beinbrot
síðar á ævinni (þar af 15% líkur
á mjaðmarbroti) og stuðlar bein-
þynning að meirihluta brotanna,
sem mörg hver verða við óveruleg-
an áverka.
tíðahvörf kemur í veg fyrir þá
hröðu gisnun sem hér hefur verið
lýst. Þessu til viðbótar eru nokkrir
aðrir áhættuþættir sem geta stuðl-
að að beinþynningu.
Á síðari árum hafa rutt sér til
rúms nákvæmar mælingar á bein-
þéttni. Mest reynsla er komin á
mælingar á framhandleggsbeinum
og reynast þær hafa allgott for-
spárgildi um áhættu beinbrota á
hefðbundnum brotsstöðum.
Hreyfing og mataræði
hafa áhrif
Meðferð við beinþynningu á
brotastigi er árangurslítil og beina
menn því sjónum sínum aðallega
að forvörnum. Annars vegar er
þar um að ræða almennar aðgerð-
ir sem miða að því að hafa áhrif
á lífsvenjur, hins vegar sértæka
lyfjameðferð, fyrst og fremst
hormónameðferð eftir tíðahvörf til
þess að draga úr líkum á beinþynn-
ingu.
Hreyfmg og mataræði skipta
miklu máli til að draga úr líkum
á beinþynningu. Almenn þjálfun
styrkir og þéttir bein, bætir jafn-
vægi og dregur úr dettni. Nauð-
synlegt er að tryggja næga kalk-
neyslu og D-vítamín er nauðsyn-
legt fyrir eðlilega nýtingu kalks
úr fæðu. Þá er mikilvægt að huga
að slysagildrum í heimahúsum,
vömum gegn hálkuslysum og
draga úr notkun svefnlyfja, áfeng-
is og annarra sljóvgandi efna.
Höfundar ritsins um beinþynn-
ingu eru Ari Jóhannesson, dr. Jens
A. Guðmundsson og Katrín
Fjeldsted í samvinnu við dr. Gunn-
ar Sigurðsson, dr. Brynjólf Mog-
ensen, Jón Þ. Hallgrímsson, Þór
Halldórsson og dr. Ingvar Teits-
son.
Beinþynning hefst um
miðjan aldur
Beinstyrkur er að miklu leyti
erfðabundinn, en aðrir áhrifaþætt-
ir eru aldur við fyrstu tíðir hjá
konum, kalkneysla og iðkun
íþrótta. Um eða rétt fyrir miðjan
aldur hefst síðan gisnun á beinvef
sem heldur áfram til æviloka.
Samkvæmt íslenskum rann-
sóknum á beinþéttni í framhand-
legg og hryggjarliðbolum kvenna,
verður hratt beintap á fyrsta ára-
tug eftir tíðahvörf (15-20%) og
síðan hægara línulegt beintap (um
1% á ári). Þannig hafa íslenskar
konur um sjötugt að meðaltali tap-
að um 30% af þeim beinmassa sem
þær höfðu um tíðahvörf. Karlar
tapa hins vegar um 0,5% á ári
eftir miðjan aldur.
Kvenhormón vernda beinvef
Ljóst er að kvenhormón vernda
beinvef gegn niðurbroti beint eða
óbeint og gjöf þeirra við og eftir
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Félagsmenn sæki
hátíðahöld í öðrum
bæjarfélögum
STJÓRN Starfsmannafélags
Hafnarfjarðar, STH, hefur hvatt
félagsmenn sína til að taka þátt í
1. maí-hátíðahöldum í öðrum bæj-
arfélögum þar sem félaginu hafí
„fyrirvaralaust verið hent út úr
samstarfi verkalýðsfélaganna'1 í
Hafnarfirði, eins og segir í yfirlýs-
ingu frá félaginu.
I yfirlýsingunni segir að á um-
liðnum árum hafi STH ásamt full-
trúaráði verkalýðsfélaganna í
Hafnarfirði staðið sameiginlega að
skipulagningu og framkvæmd 1.
maí-hátíðahaldanna í bænum. Nú
sé greinilegt að STH-fólk sé ekki
æskilegir þátttakendur í hátíða-
höldum ASÍ-fólks á þessum degi,
þar sem STH hafi fyrirvaralaust
verið hent út úr þessu samstarfi
verkalýðsfélaganna.
Vegna skamms fyrirvara hafi
STH ekki tekist að skipuleggja
sérstök hátíðahöld, og þess í stað
hvetji stjórn STH til að taka þátt
í hátíðahöldum dagsins í öðrum
bæjarfélögum.
Aðspurður sagði Sigurður T.
Sigurðsson, formaður Verkamann-
afélagsins Hlífar i Hafnarfirði, að
ástæðan fyrir því að STH væri
ekki með í hátíðahöldunum að
þessu sinni væri sú að félagið hefði
ekki staðið skil á greiðslum vegna
þátttöku sinnar í hátíðahöldunum
undanfarin ár. Að öðru leyti sagð-
ist hann ekki vilja tjá sig um þetta
mál.