Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 9

Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 9 Umræða um breytt húsbréfakerfi skilar sér út á markaðinn Vaxandi bjartsýni í byggingariðnaði IUPPHAFI sumars er nokkur bjartsýni ríkjandi í verktaka- og byggingariðnaði, einkum meðal smærri verktaka, á að nú sé greinin á leið upp úr öldudal undanfarinna samdráttarára. Astæðan virðist ekki síst vera sú að vonir eru bundnar við að boðað- ar lagfæringar á húsnæðislánakerf- inu verði til þess að fasteignamark- aðurinn glæðist á ný og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði þokist úr því lágmarki sem verið hefur. Nokkuð verður um framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu en Samtök iðnaðarins segja að vaxandi kröfur verkkaupa um sem skemmstan framkvæmda- tíma valda því að hæpið sé að sú uppsveifla nægi til að tryggja stærri fyrirtækjum verkefni sem endist fram á vetrarmánuðina. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar hjá Samtökum iðnaðarins er áætlað að verkefni við byggingar og vegalagningu hér á landi nemi um það bil 48-50 milljörðum króna í ár og þar af má áætla að fram- kvæmdir á vegum ríkis og sveitarfé- laga nemi um 30 milljörðum króna. Jákvætt hljóð „Hljóðið í mönnum er að mörgu leyti jákvætt," sagði Guðmundur. Hann sagði að nokkur stórverkefni væru þegar farin eða að fara í gang á höfuðborgarsvæðinu og mundu þau bæta ástandið sem verið hefði fremur bágborið. Þar væri m.a. um að ræða Höfðabakkabrú og þijár skólabyggingar á vegum Reykja- víkurborgar, auk þess sem í augsýn væri upphaf framkvæmda við Hval- íjarðargöng. Einnig eru nefndar meðal stærri verkefna á bygginga- markaði á höfuðborgarsvæðinu nýtt hús íslenskra sjávarafurða og leik- skólabyggingar á vegum Reykja- víkurborgar. Guðmundur Guðmundsson sagði að frá því í haust hefði hljóðið ver- ið fremur gott í smærri verktökum en hihs vegar hefði ástandið verið óvisst og algengt væri að menn hefðu aðeins verkefni til fáeinna vikna í senn. Viðhald og endiirbætur Talsvert hefði m.a. verið að gera við breytingar og viðhaldsverkefni hjá opinberum aðilum og fyrirtækj- um, sem hefðu látið viðhald sitja á hakanum yfir mesta samdráttar- tímann en væru hins vegar að hugsa sér til hreyfings að nýju. Vöxturinn væri enn sem komið er á þessu sviði fremur en í fjölgun nýframkvæmda. Því væri staða stærri verktakafyrirtækjanna lítið betri en verið hefði og áfram byggi greinin við þann vanda að krafa væri gerð í opinberum útboðum um að framkvæmdum yrði lokið í haust. „Eftir það horfa menn upp á ekki neitt,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. Hann sagði að meðan opinberir aðilar gerðu ekki framkvæmda- áætlanir svipaðar vegaáætlun vegna byggingarframkvæmda á sínum vegum væri erfiðleikum háð fyrir fyrirtækin að spá í markaðinn og skipuleggja starfsemina eins og æskilegt væri. „Helsta vandamálið núna er sá stutti framkvæmdatími sem verk- kaupar eru farnir að gera kröfur um,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að framkvæmdum við skólana þijá sem Reykjavíkurborg ætlar að byggja og bjóða út í vor eigi að vera lokið í september og bæti því ekki verkefnastöðuna næsta haust og vetur. Það væru margvísleg tæknileg vandkvæði á því að reisa húsin og fullgera á svo skömmum tíma, auk vandkvæða við skipulagningu. Morgunblaðið/Kristinn Verktakar vona að samdráttarskeiðið í byggingariðnaði sé á undan- haldi. Að sögn viðmælenda Péturs Gunnarssonar hafa umræður um breytt húsbréfakerfi jafnvel þegar orðið til að örva byggingarframkvæmdir. Þetta kallaði á að yfir sumartím- ann, sem að öllu eðlilegu ættu að nýta til útiverka á byggingarstað þyrfti að binda mannskap við hefð- bundin vetrarverk innanhúss. Gallar húsbréfa- kerfisins Undanfarin ár hefur deyfð verið yfir fasteignamarkaðnum og frem- ur lítil eftirspurn eftir nýbygging- um. Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um að þetta skýrist af göllum húsnæðislánakerfisins og binda þeir vonir við að yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar verði til að auka eftirspurn og kalla á nýjar fram- kvæmdir. Gerður Ríkharðsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri í Húsasmiðjunni, sagði að lijá byggingarvöruverslun- um væri ríkjandi almenn bjartsýni á viðskipti sumarsins. Framundan virtist loksins endurskoðun á hús- bréfakerfinu sem gæti komið fast- eignamarkaðnum af stað að nýju eftir ládeyðu undanfarinna ára. „Ef yfirlýsingar stjórnvalda ganga eftir bendir allt til þess að það muni rætast verulega úr,“ sagði Gerður. Þörfin fyrir hendi en kaupgetan ekki „Ég vonast til að sumarið verði betra en síðastliðið sumar," sagði Grétar Þorsteinsson, formaður Tré- smiðafélags Reykjvíkur. „í því sam- bandi er grundvallaratriði að það verði varanleg breyting á efnahags- ástandi og að kaupmáttur fólks aukist. Viðhaldsvinna er í vaxandi mæli uppistaðan í verkefnunum og fólk sinnir ekki viðhaldi ef það á ekki nema rétt til hnífs og skeiðar." Guðmundur Guðmundsson sagði að markaðurinn fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis væri lífæð bygg- ingaiðnaðarins og mikilvægt væri að ná fram úrbótum í húsnæðis- lánakerfinu. Hann sagði að stjórn- völd virtust oft hafa vanmetið efna- hagslegt mikilvægi þessarar grein- ar þrátt fyrir að viðurkennt væri að umsvif í henni hefðu mikil marg- feldisáhrif og eitt starf í byggingar- iðnaði skapaði um það bil 2 störf í þjónustugreinum. Þær hugmyndii' sem heyrst hefðu frá stjórnvöldum síðustu vikur um úrbætur í húsnæðislánakerfinu væru í anda þess sem Samtök iðn- aðarins hefðu lagt til og væru lík- legar til að auka bjartsýni fyrir- tækja í greininni og einnig þess fjölda ungs fólks sem hefði veigrað sér við að fara út á markaðinn að óbreyttu. „Þörfin fyrir nýtt húsnæði er fyrir hendi en kaupgetan ekki og ef þessi mál verða leyst á næstunni má búast við því að heilmikil skriða fari af stað. Fólk fer sér varlegar en áður í þessum efnum og skilar sér síðar á markaðinn en áður.“ Framkvæmdir á helstu bygg- ingasvæðum á höfuðborgarsvæð- inu, þ.e. Víkurhverfí í Grafarvogi og í Suðurhlíðum Kópavogs eru farnar í gang. Gísli Hjartarson er verktaki í jarðvegsvinnu og önnum kafinn þessa dagana. Vaxandi eftirspurn eftir lóðuni Hann sagði að sér virðist þetta sumar fara mun betur af stað en undanfarin ár og tók undir það sem fram kom hjá Guðmundi Guð- mundssyni að fyrst og fremst virt- ist staðan betri hjá smærri verktök- um og byggingameisturum. Strax síðastliðið haust hafi farið að bera á bjartsýni og hafi margir verktakar notað veturinn til að búa sig undir betri tíma með því að ráðast í fjárfestingar og endurbæt- ur á tækjabúnaði. í kjölfar umræðu um þörf á úr- bótum í húsbréfakerfinu hafi eftir- spurn eftir lóðum strax farið vax- andi og stefnuyfirlýsing ríkisstjórn- arinnar virtist auka enn auka á bjartsýni. „Ef þessar breytingar á hús- bréfakerfinu ganga í gegn þá búast menn við því að nýir hópar fari að koma inn á fasteignamarkaðinn. Vegna ástandsins hafa safnast upp heilu árgangarnir af ungu fólk sem ekki hefur treyst sér i fasteigna- kaup og hefur beðið eftir að kerfið yrði lagfært.“ Gísli sagði að það yki einnig á bjartsýnina að mörgum virtist sem fólk hefði almennt meiri peninga á milli handanna en áður og kæmi það fram í því að mun betur gengi nú að innheimta útistandandi skuld- ir en undanfarin ár. Hins vegar mundi markaðurinn skýrast í maímánuði þegar flest stærstu verkefni sumarsins yrðu boðin út. Þá og ekki fyrr kæmu horfurnar raunverulega í ljós. Bitamunur en ekki fjár Grétar Þorsteinsson sagði að af 1.000-1.100 félagsmönnum Tré- smiðafélags Reykjavíkur væru nú um 100 á atvinnuleysisskrá, heldur færri en á sama tíma í fyrra. Að auki séu 10-20 undirverktakar verkefnalausir. Ástandið í bygging- ariðnaði er mun verra víða í dreif- býli og verst á Akureyri, að sögn Grétars þar sem 20-30% atvinnu- leysi er í greininni. Grétar sagði sagði enga sérstaka' bjartsýni ríkjandi á atvinnuástandið í greininni í sumar. „Við höfum nú vitneskju um meginpartinn af stærri viðfangsefnunum sem blasa við og mér sýnist að miðað við síð- asta ár sé þar bitamunur en ekki fjár,“ sagði Grétar. „En við von- umst til að sumarið verði heldur betra en í fyrra. Þá voru fæst 20-30 á atvinnuleysisskrá í ágúst og sept- ember.“ Um það hvaða vonir skólafólk geti gert sér um sumarvinnu við byggingarframkvæmdir í sumar sagði Guðmundur Guðmundsson hjá Samtökum iðnaðarins að senni- lega yrðu ekki verulegar breytingar á þeim möguleikum frá í fyrra. Sumarstarfsmenn með reynslu ættu ágæta möguleika en ekki væru líkur á að greinin bætti við sig verulegum fjölda skólafólks í vinnu frá því sem verið hefði. Rennsli frá jöklum eykst um 25-75% HLÝNA mun á Íslandi um 0,3 gráður á hveijum tíu árum næstu 100 ár, eða að meðaltali um 3 gráður fram til ársins 2090, að því er veðurfræðingar telja líklegast. Rennsli frá jökl- unum mun af þessum völdum aukast um 25-75%. Þetta eru niðurstöður í nor- ræna samstarfsverkefninu „Veðurfarsbreytingar og orku- framleiðsla". Verkefnið hófst árið 1990 og hefur notið styrks frá Norrænu ráðherranefndinni og lauk með námstefnu í Reykjavík í boði Orkustofnunar. Úrkomuaukning sem fylgir hlýnuninni á hverjum tíu árum er 1,7% á veturna og 1,25% á sumrin. Þetta eru þær undir- stöður sem Orkustofnun notar til að reikna út hvaða áhrif veðurfarsbreytingar hafa á orkuframleiðslu í Blöndu, Jök- ulsá í Skagafirði og Jökulsá í Fljótsdal. Aukið rennsli Blöndu Kristinn Einarsson hjá Orku- stofnun segir veðurfarsbreyt- ingarnar hafa meiri áhrif á jökl- um landsins en á láglendi. Kristinn reiknaði út ásapit Tómasi Jóhannessyni jökla- fræðingi hvaða áhrif veðurfars- breytingamar sem reiknað er með hafi á jökla á íslandi. Rennsli frá jöklunum mun auk- ast frá 25-75%, en á auðu landi 4-10%. „Það skiptir líka máli hvernig breytingamar dreifast yfir árið,“ segir Kristinn. Hann segir að m.a. niður- staðna varðandi Blöndu sé auk- ið rennsli allan ársins hring. Snjóalög minnka mikið og raki í jörðu minnkar á sumrin en eykst á veturna. Kristinn segir að ekki sé enn búið að bera saman niðurstöður við íslenska virkjunarkerfið og því ekki unnt að segja hvaða áhrif veðurfars- breytingamar hafa á orkufram- leiðslu hér á landi. Veður- fréttum í RÚV breytt BREYTINGAR verða gerðar á veðurfréttum Veðurstofu Ís- lands sem fluttar eru í Ríkisút- varpinu frá og með 2. maí nk. Breytingarnar felast að meg- ininntaki í því að veðurspá verð- ur skipt upp í þijá flokka. Flutt verður almenn stutt landveð- urspá, ítarleg landveðurspá eft- ir spásvæðum og sjóveðurspá. Þá verður lögð áhersla á að tengja veðurfréttir fréttatímum og auka samlestur á báðum rásum Ríkisútvarpsins. Veðurfregnir í Ríkisútvarp- inu verða sem hér segir: Stutt landveðurspá verður í lok frétta kl. 1, 2, 5, 6, 8, 12, 16, 19 og 24. ítarleg landveð- urspá verður kl. 6.45, 10.03, 12.45 og 22.10. Sjóðveðurspá verður kl. 1, 4.30, 6.45, 10.03, 12.45, 19.30 og 22.10. Auk ít- arlegrar landveðurspár fyrir næstu daga (allt að 6 daga) kl. 10.03 og 12.45 verður einnig sérstök sjóveðurspá fyrir annan og þriðja dag á þessum tímum. Veðurlagsspá fyrir næstu sex daga verður flutt til í lok frétta kl. 16 og 19. Veðurlýsing, þar sem lesnar verða veðurupplýsingar frá öll- um mönnuðum stöðvum og völdum sjálfvirkum stöðvum, verður í veðurfregnatímum kl. 1, 4.30, 6.45, 10.03 og 19.30. Veðurfregnatímar kl. 10.03, 12.45, 19.30 og 22.10 verða á rás 1 en annað verður á sam- tengdum rásum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.