Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 10
Verð kr. 2.995 5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs 10 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Yfírleitt eru það hins vegar ein- staklingar sem kæra aðildarríki sáttmálans fyrir mannréttindabrot en ekki önnur ríki. Þann möguleika hefur Sophia auðvitað ennþá og reyndar hefur hún þegar kært hluta af málsmeðferð tyrkneskra stjórn- valda til mannréttindanefndar Evr- ópu. Að sögn Sigurðar Péturs Harð- arsonar, aðstoðarmanns Sophiu, hefur ítrekað verið framlengdur frestur Tyrklands til að svara kæru- atriðum. Hins vegar hefur verið beðið með að kæra í forsjármálinu sjálfu vegna þess að samkvæmt mannréttindasáttmálanum er skil- yrði að fullnaðarúrlausn hafi feng- ist fyrir dómstólum í ríki því sem borið er sökum um brot á sáttmál- anum. Það er svo annar handleggur að óvissa er um framtíð Tyrklands inn- an Evrópuráðsins vegna innrásar- innar í írak en þau úrræði sem hér hafa verið nefnd byggja á aðild Tyrkja að þeirra stofnun. Aftur á byrjunarreit? En hvernig er málið statt í Tyrk- landi? íslenskur almenningur sem fylgst hefur með framvindu málsins undrast mjög hvernig á því standi Vafaatriðin eru þessi: 1. Ríkis- borgararéttur aðila vegna þess að um skilnað skuli gilda lög þess lands þar sem bæði hjónin eru ríkisborg- arar. 2. Ef rétt sé hjá Sophiu að Halim hafi verið íslenskur ríkis- borgari þurfi að kanna hvort hann hafi fengið leyfi tyrkneskra yfir- valda til að öðlast íslenskan ríkis- borgararétt. 3. Upplýsingar vanti um ákvæði íslenskra laga um stöðu Sophiu eftir að hún gekk í hjúskap við tyrkneskan ríkisborgara. 4. Ekki sé leitt í ljós hvort börnin séu' skilgetin eða óskilgetin. Allt eru þetta atriði sem enginn ágreiningur er um í raun en dóm- stóllinn gat ekki horft framhjá af formlegum ástæðum. Ekki er að sjá að afstaða sé tek- in til þess í hæstaréttardómnum hvort þeirra eigi á endanum að fá forsjá dætranna eða hvort forsjár- ákvörðun frá íslandi eigi að gilda. Það er ekkert sem segir að tyrk- neskir dómstólar verði að viður- kenna íslenska forsjárákvörðun, ekki frekar en íslenskir dómstólar þegar þeir stóðu frammi fyrir bandarískri forsjárákvörðun í frægu dómsmáli fyrir skemmstu. Ekki er að sjá að það skipti sköp- Sophia Hansen með dætrum sínum í eitt af þeim fáu skiptum er hún fékk að hitta þær. að það virðist engan endi ætla að taka. Menn spyija hvort það sé nú virkilega komið aftur á byijunarreit. Til þess að skilja hvað er á seyði þarf í fyrsta lagi að skoða tyrknesk- ar lagareglur um forsjárdeilur og hjúskaparslit og þá dóma sem fallið hafa í máli þessu. Það er ekki sér- tyrkneskt vandamál að deilur á þessu sviði eru einhver vandasöm- ustu og erfiðustu mál sem koma til kasta dómstóla þar sem allir kostir virðast slæmir. Það flækir málið enn lögfræðilega að taka þarf tillit til bæði íslenskra og tyrkneskra laga. Þess vegna þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að málið vefjist fyrir tyrkneskum dómstólum. í öðru lagi hefur því svo verið haldið fram að ýmis önnur atriði sem eiga lítið skylt við lögfræði hafí hugsanlega haft áhrif á gang málsins. Halim A1 virðist óspart hafa beitt heittrúuðum múslimum fyrir sig. Minna má á að þegar honum var dæmd forsjáin í Istanb- ul 12. nóvember 1992 var þingmað- ur heittrúaðra múslima vopnaður í réttarsalnum og múgur og marg- menni fyrir utan. Dómarinn hefur því óumdeilanlega verið undir þrýst- ingi. Hver er hin lagalega staða? Héraðsdómur í Istanbul veitti lögskilnað og dæmdi Halim A1 for- sjá dætranna tveggja í nóvember 1992. Hæstiréttur Tyrklands ómerkti þann dóm í febrúar 1993. Héraðsdómarinn staðfesti fyrri nið- urstöðu í október 1993. Það kemur mjög spánskt fyrir sjónir að hann skuli ekki beygja sig fyrir niður- stöðu hins æðra dómsvalds, en þó mun þetta vera í samræmi við tyrk- nesk lög, að héraðsdómari megi einu sinni staðfesta fyrri niðurstöðu þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt hana úr gildi. Málið fór því aftur fyrir Hæstarétt og í marslok 1994 ómerkti Hæstiréttur aftur héraðs- dóminn. Ómerkingardómurinn er ítarlega rökstuddur og varpar nokkru ljósi á réttarstöðu Sophiu og Halims. Þar er fundið að því að lögskilnaður hafi verið veittur í héraði því skv. þjóðskrá Tyrkja sé Halim A1 ókvæntur. Ekki sé hægt að taka til greina óstaðfest íslensk skjöl um að aðilar hafi verið í hjúskap á ís- landi enda hafi kröfur um staðfest- ingu ekki verið felldar niður gagn- vart Islandi eins og sumum öðrum ríkjum. Ennfremur segir þar að þegar krafist sé hjúskaparslita þurfi ekki skilyrðislaust að beita tyrkneskum lögum heldur megi undir vissum kringumstæðum beita lögum ann- arra ríkja. En áður en hægt sé að taka ákvörðun um skilnaðinn og forsjá barnanna þurfi að skera úr ýmsum vafaatriðum. Vafaatriði Er forsjárdeila Sophiu Hansen og Halims A1 komin á byrjunarreit? Páll Þórhallsson velt- ir því fyrir sér hvernig á því standi að tyrk- neskir dómstólar kveði ekki upp lokadóm Litir: Ljósir. Stærðir: 36-41. STEINAR WAAGE jr SKOVERSLUN / EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 <P Ioppskórinn XvtLTUSUHOI ■ SÍMI: 21212 VIÐ INGÓLFSTORG Yfirleitt einvörðungu einstaklingar sem kæra STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 # STEINAR WAAGE ekki en ef svo reynist vera að hún fái ekki þá réttlátu og óvilhöllu málsmeðferð sem gert er ráð fyrir í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu getur verið full ástæða fyrir íslenska ríkið og skylda að taka málið upp fyrir hönd síns borgara á vettvangi Evrópuráðsins." Sáttmálinn getur varðað mál Sophiu með ýmsum hætti. í 6. gr er mælt fyrir um réttláta málsmeð- ferð innan hæfilegs tíma, en einnig verndar sáttmálinn samskipti for- eldra og barna. Því má halda fram að það bijóti gegn sáttmálanum ef ríkisvaldið tyrkneska sjái ekki til þess að móðirin fái að halda sam- bandi við börn sín eins og dómur hafi kveðið á um. Það er reyndar harla fátítt að eitt ríki kæri annað fyrir brot á sáttmálanum og hefur það þá eink- um verið í tilvikum þar sem um kerfisbundin mannréttindabrot er að ræða. Ragnar segir að til að byija með væri hægt að taka málið upp með öðrum og vægari hætti en bókstaflegri kæru. EINS OG kunnugt er hefur Sophia Hansen í fimm ár reynt að ná fram rétti sín- um í Tyrklandi eftir að eig- inmaður hennar fyrrver- andi, Halim Al, fór með dætur þeirra tvær, Rúnu og Dag- björtu, héðan frá Islandi. Ekki sér enn fyrir endann á þessari löngu og þrotlausu baráttu móðurinnar. Að sögn Þrastar Ólafssonar, sem var aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utan- ríkisráðherra og hefur fylgst náið með máli þessu, virðist svo sem Sophia fái ekki fullnaðarúrlausn sinna mála fyrir tyrkneskum dóm- stólum. Mál hennar hafi verið einkamál milli tveggja einstaklinga og það hafi bundið hendur íslenskra stjórnvalda að vissu marki. íslensk yfirvöld hafi samt gert hvað þau gátu til að aðstoða hana; ráðherrar í síðustu ríkisstjóm hafi tekið málið upp hvenær sem þeir hittu tyrkneska ráðherra, Sophia hafi fengið fyár- hagslegan stuðning og sjálfur hafí Þröstur farið tvisvar til Tyrklands og rætt við sjö ráðherra um málið. En allt komi fyrir ekki, það fáist ekki endanleg úrlausn fyrir dóm- stólum og það hljóti að fara að vera spurning hvort íslensk stjórn- völd láti ekki málið til sín taka með beinum hætti þannig að ekki sé lengur um einkamál tveggja ein- staklinga að ræða heldur varði það íslenska ríkið beint. Brot á Mannréttindasáttmála Evrópu? í framhaldi af orðum Þrastar liggur beinast við að spyija hvort aðild íslands og Tyrklands að Mannréttindasáttmála Evrópu skipti ekki máli í þessu sambandi. Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem þekkir vel til mannréttindasáttmál- ans segir: „Ég þekki mál Sophiu Biúin lanpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.