Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
OGJAFNRÉTTIÐ
ÞEGAR NÝ ríkisstjórn var
mynduð var engin kona í
ráðherrahópi Sjálfstæð-
isflokks, fremur en á síð-
asta kjörtímabili, og karl sest í emb-
ætti forseta Alþingis sem Salome
Þorkelsdóttir gegndi á síðasta kjör-
tímabili.
Margar sjálfstæðiskonur hafa lýst
áhyggjum sínum yfír þeirri ímynd
sem þetta skapi af flokknum meðan
aðrir stjórnmálaflokkar Ieggi áherslu
á að fá konur til forustustarfa.
Fjórar konur eru í hópi þingmanna
Sjálfstæðisflokksins. Ein þeirra, Sól-
veig Pétursdóttir, segir að stjómar-
andstaðan sé að reyna að gera sér
mat úr þessu máli. „Það eru auðvitað
vonbrigði að konur í Sjálfstæðis-
flokknum skuli ekki hafa fengið fleiri
tækifæri í þetta sinn, en á það ber
þó að líta að staðan var þröng. Það
er hins vegar athyglisvert hvemig
sumir hafa tjáð sig um þessi mál og
ég tel að sú umræða hafi verið á
villigötum, enda er ljóst að stjómar-
andstaðan er að reyna að gera sér
mat úr stöðunni. Það verkefni sem
nú biasir við er að sjálfstæðismenn,
bæði karlar og konur, taki höndum
saman og vinni að þeim málum sem
áhersla var lögð á í kosningabarátt-
unni, þar á meðal jafnréttismálum.
Eins og staðan er í dag þá mun ekki
af veita,“ sagði Sóiveig.
Önnur þingkona, Sigríður Anna
Þórðardóttir, tekur undir að í þetta
skipti hafi staða kvenna verið mjög
þröng varðandi ráðherraskipan. „En
mér finnst dapurlegt að í þeirri um-
ræðu skyldu sjálfstæðiskonur ekki
koma til greina. Hins vegar er ekk-
ert annað úrræði en að beijast áfram
til að auka hlut og áhrif kvenna inn-
an flokksins og fjölga þeim á þingi
og í sveitarstjómum," sagði Sigríður
Anna.
Katrín Fjeldsted, fyrsti varaþing-
maður í Reykjavík, benti á að engin
kona hefði verið ráðherra á liðnu
kjörtímabili og lengst af hefði heldur
engin kona verið aðstoðarmaður ráð-
herra, þó það hefði gerst undir lok
kjörtímabilsins að kona hefði orðið
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herrá. Kona hefði ekki orðið útvarps-
stjóri þegar það embætti losnaði, né
heldur hefði kona orðið borgarstjóri.
„Ég segi það að prófkjörin í sjálfu
sér skili ekki þeirri breidd á lista sem
nauðsynlegt er. Þá er annars vegar
á það að líta að það þarf að vera
viss skipting milli kynja, stétta og
aldurs. Listi flokks eins og Sjálfstæð-
isflokksins þarf náttúrlega að endur-
spegla allt þetta til þess að vera sig-
urstranglegur,“ sagði Katrín.
Kona verði
þingflokksformaður
Katrín sagði að prófkjörið í haust
hefði skilað mjög óeðlilegu hlutfalli
milli karla og kvenna á listanum.
Ástæðurnar væri erfítt að skýra, en
það væri ljóst að flokkurinn stæði
mjög höllum fæti f jafnréttislegu til-
liti og það þyrfti mjög mikið átak til
þess að leiðrétta það. Staða kvenna
væri lakari nú en á fyrra kjörtíma-
bili. „Mér fínnst að það væri alveg
lágmark að kona yrði formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins og ég
myndi vænta þess að greindur maður
eins og Geir Haarde myndi sjá það,
orðinn forseti Norðurlandaráðs,"
sagði Katrín.
Hún sagði að það mætti ekki taka '
sem gagnrýni á Geir. Forsetaemb-
ætti Norðurlandaráðs væri krefjandi
starf og það hlyti að vera hægt að
skipta um formann í þingflokki án
þess að litið værí á það sem van-
traust á fyrri formann. „Spurningin
er sú hvort þær vegtyllur sem falla
mönnum í skaut í pólitísku starfi
falli eingöngu karimönnum í skaut í
Sjálfstæðisflokknum eða hvort menn
horfa á þann veruleika að kjósendur
Sjálfstæðisflokksins séu karlar og
konur og frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins séu karlar og konur og það
Konur í Sjálfstæðis-
flokki báru skarðan
hlut frá borði við nýaf-
staðna stjómarmyndun
en þær eru ekki sam-
mála um hvaða afleið-
ingar það geti haft og
stöðu jafnréttismála
í flokknum. Guðmund-
ur Sv. Hermannsson
og Hjálmar Jónsson
kynntu sér afstöðu
sjálfstæðiskvenna og
mismunandi sjónarmið
þeirra til leiða til að
auka hlut kvenna í
flokknum.
Sólveig Sigríður Anna Katrín
Pétursdóttir Þórðardóttir Fjeldsted
Arndís Hrefna Elsa B.
Jónsdóttir Ingólfsdóttir Valsdóttir
sé eðlilegt að það sé viss verkaskipti
þar á milli,“ sagði Katrín ennfremur.
Hún sagðist velta því fyrir sér
hversu mikið konur þyrftu að skará
framúr körlum til þess að standa til
jafns við þá þegar embættaveitingar
væru annars vegar.
Mikil óánægja
Amdís Jónsdóttir formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna
segir að konur innan flokksins séu
mjög óánægðar með það hvemig
þeirra hlutur hafi verið borinn fyrir
borð við myndun ríkisstjórnarinnar.
„Það er undarlegt að horfa á að
staðan skuli vera þessi í okkar flokki
sem varð fyrstur til að gera konu
að ráðherra á sínum tíma. Það er
ekki hægt að una við þá ímynd og
ég held að flokkurinn muni tapa
verulegu fylgi vegna þessa," sagði
Amdís.
Hún segir að konurnar í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins skorti
hvorki menntun né reynslu til að
gegna þessum trúnaðarstörfum. Og
þótt konur hafi ekki orðið ofarlega
í prófkjörum fyrir kosningamar nú
hafi Ragnhildur Helgadóttir orðið
ráðherra árið 1983 þótt hún væri í
5. sæti á lista flokksins í Reykjavík.
Nú virðist karlamir hins vegar vera
stífari á að farið verði eftir sætum
á listum.
Skrítin regla
í sama streng tekur Hrefna Ing-
ólfsdóttir formaður Hvatar, félags
sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, og
segir það skrítna reglu að eingöngu
efstu menn á framboðslistum geti
orðið ráðherrar; sú regla sé sett af
karlmönnum.
„Venjulega gengur konum ver en
körlum í prófkjörum og síðan segja
karlarnir að konur fái ekki ráðherra-
embætti fyrr en þeim fari að ganga
betur. Við teljum að við eigum hæfar
konur inni á þingi og þær komi full-
komlega til greina vegna eigin verð-
leika í ráðherraembætti og önnur
embætti sem losna en þessar leik-
reglur vinna gegn þeim. Það er tekið
tillit til kjördæma og ýmissa annarra
atriða, svo sem aldurs. Því skyldi þá
ekki vera tekið tillit til kyns?“ segir
Hrefna.
Hvöt og Landssamband sjálfstæð-
iskvenna hafa sent formanni Sjálf-
stæðisflokksins bréf þar sem þær
benda á, að fyrst engin kona fékk
ráðherrasæti sé ráðlegt að hafa kon-
ur í huga í embætti sem ætti eftir
að velja í á næstu dögum.
Þar er átt við embætti formanns
þingflokks Sjálfstæðisflokks, for-
manns utanríkismálanefndar ef það
embætti kemur í hlut flokksins, og
formennsku í öðrum málefnanefnd-
um Alþingis.
Verðleikar en ekki kynferði
En talsmenn hreyfingar, sem
nefnir sig Sjálfstæðar konur og var
talsvert áberandi í kosningabaráttu
Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki tekið
undir þetta. Þær segja þvert á móti
að embættaveitingar flokksins eigi
ekki að fara eftir kynferði heldur
verðleikum einstaklinga.
„Konur eru orðnar þreyttar á því
að líta á sjálfar sig sem undirokaðan
minnihlutahóp í þjóðfélaginu," segir
Elsa B. Valsdóttir háskólanemi og
einn talsmanna Sjálfstæðra kvenna.
„Grundvallarsjónarmiðið hlýtur að
vera, að ef við konur ætlum að vera
með í pólitík á einhveijum öðrum
forsendum en karlar og eigum að
njóta sérréttinda umfram karla
vegna þess eins að við erum konur
þá séum við að stinga okkur sjálfar
í bakið með því að viðurkenna að við
getum ekki náð árangri á eigin verð-
leikum.
Okkar sjónarmið er að það eigi
að virða konur og karla jafnt sem
sjálfstæða einstaklinga og með því
að ívilna öðrum hópnum er verið að
gefa í skyn að hann geti ekki staðið
á eigin fótum. Það er þetta sjónar-
mið í jafnréttisbaráttunni sem við
höfum barist fyrir,“ sagði Elsa.
Hún sagði að það hefði aldrei ver-
ið í spilunum að kona yrði ráðherra
Sjálfstæðisflokks að þessu sinni. „Ef
konur hefðu verið ofar á framboðs-
listum í Reykjavík og Reykjanesi þá
hefði málið horft öðru vísi við. En
það voru flokksmenn í Sjálfstæðis-
flokknum sem röðuðu frambjóðend-
um í lýðræðislegum prófkjörum og
okkar sjónarmið er að það sé ekki
hægt að ganga gegn meirihlutavilja
flokksmanna til að þjóna sérhags-
munahópum, hvort sem það eru kon-
ur eða einhveijir aðrir," sagði Elsa.
Illskiljanlegur málflutningur
Þessi málflutningur Sjálfstæðra
kvenna virðist hins vegar mælast
misjafnlega fyrir meðal almennra
sjálfstæðiskvenna. Bent er á að sam-
tökin hafi verið stofnuð til að beijast
fyrir hagsmunum kvenna og kvenna-
málum og í kosningabaráttunni hafi
þau lagt áherslu á jafna stöðu kynj-
anna. Út á við hafi því virst sem
talsverð kvennavakning hafí orðið í
flokknum og það hafí skilað honum
auknu fylgi meðal kvenna. Því sé
erfítt að skilja þegar talsmenn sam-
takanna segist sætta sig við hlut
kvenna í Sjálfstæðisflokknum eftir
myndun ríkisstjórnarinnar.
Stjórnarandstaðan hefur hent
þetta á lofti undanfarið og bent á
að starf Sjálfstæðra kvenna hafi
ekki skilað neinum árangri þegar til
kom. Talsmenn Sjálfstæðra kvenna
segja á móti að þótt þær séu alls
ekki sáttar við stöðu kvenna í póli-
tík, hvort sem er í Sjálfstæðisflokkn-
um eða annarstaðar þá hafi starf
þeirra þegar skilað árangri.
„Ég held að það hafí verið stigið
mjög stórt skref í þá átt að viður-
kenna að hægt sé að nota sjálfstæð-
isstefnuna til að leggja áherslu á
jafnréttismál," sagði Elsa B. Vals-
dóttir. Hún segir að samtökunum sé
full alvara og muni þau beita sér
fyrir því að ráðherrar og þingmenn
flokksins haldi vel á þessum málum
innan ríkisstjórnarinnar. „Ég er
sannfærð um að ímynd flokksins
verður ekki neikvæð meðal kvenna
að kjörtímabilinu Ioknu,“ sagði hún.
Konur fráhverfar flokknum
Hrefna Ingólfsdóttir segir hins
vegar Ijóst að flokkurinn muni eiga
í vök að veijast gagnvart kvenkjós-
endum.
„Konur gætu orðið fráhverfar
Sjálfstæðisflokknum ef allt tal um
jafnrétti innan hans reynist orðin
tóm. Og ég er hrædd um að sjónar-
mið Sjálfstæðra kvenna, sem eru á
vissari hátt góð og gild, geti í raun
unnið gegn okkur því karlar taki upp
þeirra sjónarmið og segi: Þið eruð
ekki eins hæfar og við og því gengur
ykkur svona illa.“
Róttækar aðgerðir?
Landssamband sjálfstæðiskvenna
hélt fund í gær í Borgarnesi og þar
var búist við að þessi mál yrðu mjög
til umræðu. Arndís Jónsdóttir segir
það sína skoðun, að ræða verði hvort
grípa eigi til róttækra ráðstafana
fyrir næstu kosningar, svo sem að
hvetja konur í flokknum til að standa
saman og kjósa ekki karlmenn í próf-
kjörum.
„Mér finnst að karlmenn í flokkn-
um, jafnvel í forustunni, séu ekki
meðvitaðir um nauðsyn þess að hafa
konur í forustuverkum sem öðrum.
Það er ekki nóg að láta þær vinna
endalaust undirverkin, vera til staðar
og fara þegjandi á kjörstað til að
kjósa blandaða lista. Konur hafa
kannski verið of hlýðnar fram að
þessu.“