Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Gallerí Borg
Teppa- og
málverka-
uppboð
GALLERÍ Borg - antík heldur
teppauppboð, þriðjudaginn 2. maí.
Uppboðið fer fram í húsnæði versl-
unarinnar í Faxafeni 5 kl. 20.30.
Um 60 handofin teppi og mottur
verða á uppboðinu af ýmsum stærð-
um og gerðum og er verðmatið allt
frá 15.000 uppí 350.000.
Teppauppboð eru þekkt víða er-
lendis, en þetta er í fyrsta sinn sem
slíkt uppboð fer fram hérlendis. Á
uppboðinu verða einnig nokkrir
antíkmunir, notuð húsögn, postulín
og kristall.
Uppboðsmunirnir verða sýndir í
dag, sunnudag, á morgun og á
þriðjudag frá kl. 12-18.
Um 80 verk á uppboðinu
Gallerí Borg heldur málverka-
uppboð á fimmtudag kl. 20.30. Um
80 verk verða á uppboðinu, flest
eftir gömlu meistaranna. Þar má
nefna nokkur verk eftir Jóhannes
S. Kjarval, Þingvallamynd eftir Jón
Stefánsson, Húsafellsmynd eftir
Ásgrím Jónsson og einnig eldri
uppstillingu frá því um 1910 eftir
Ásgrím Jónsson. Þá eru myndir
eftir Svavar Guðnason, Þorvald
Skúlason, Gunnlaug Scheving,
Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggva-
dóttur, Jón Engilberts og fleiri.
Einnig verður boðin upp stór
mynd eftir Freymóð Jóhannsson,
sem er máluð eftir Kristlíkneski
Torvaldsen.
Uppboðsverkin verða sýnd í dag,
sunnudag, á morgun, þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag kl.
12-18 í Gallerí Borg við Austurvöll.
„Bær í byrjun
aldaru
BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar opn-
ar sýninguna „Bær í byijun aldar“
i Smiðjunni, Strandgötu 50, í dag,
sunnudag kl. 16.
Á sýningunni er fjöldi muna er
voru notaðir við dagleg störf fólks-
ins í Firðinum um aldamótin síðustu
og er leitast við að varpa ljósi á
hvernig lífi þetta fólk lifði. Á sýn-
ingunni eru einnig ljósmyndir frá
Hafnarfirði er teknar voru í lok síð-
ustu aldar og á fyrrihluta þessarar
og sýna þær glöggt þá breytingu
sem orðið hefur á bænum, frá því
að vera 374 manna sjávarpláss árið
1900, til þess sem hann er í dag.
Sýningin stendur til 26. júní.
Dúettar í Vest-
mannaeyjum
TVÆR söngkonur, þær Ágústa
Sigrún Ágústsdóttir og Harpa
Harðardóttir, halda tónleika í Safn-
aðarheimilinu í Vestmannaeyjum á
morgun, mánudag 1. maí, kl. 20.30.
Þær luku söngkennaraprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík sl. vor.
Meðleikari þeirra á tónleikunum er
Kolbrún Sæmundsdóttir.
Efnisskráin samanstendur að
mestu leyti af dúettum. Á fyrri
hluta tónleikanna eru dúettar eftir
Purcell, Brahms, Schumann og
ljóðaflokkur fyrir tvær raddir eftir
Britten. Á síðari hlutanum eru svo
dúettar og einsöngslög í léttari
kantinum eftir t.a.m. Satie, Delib-
es, Karl O. Runólfsson, Pál ísólfs-
son, Ágúst Pétursson og Oddgeir
Kristjánsson.
Haipa hefur á síðustu árum
sungið í Kór Langholtskirkju og
Kór íslensku óperunnar ásamt því
að koma fram sem einsöngvari.
Ágústa Sigrún hefur sungið með
Mótettukór Hallgrímskirkju og Kór
íslensku óperunnar ásamt því að
taka þátt í tveimur uppfærslum
óperusmiðjunnar.
LISTIR
„Hin þríeina
gyðja“
MYNPLIST
Nýlistasafnið
BLEIUGAS OG STRIGI
INGIBJÖRG
HAUKSDÓTTIR
Opið alla daga frá 14-18. Til 7. maí.
Aðgangur ókeypis.
FYRIR ári héldu tvær listakonur
sjálfstæðar og aðgreindar sýningar
í sölum Listmunahússins í Hafnar-
húsinu, sem báðar höfðu sitthvað
til síns ágætis.
Þó vöktu myndverk gerð í bleiu-
gas sérstaka athygli mína, einkum
við sérstakt skuggaspil og reyndist
höfundurinn vera Ingibjörg Hauks-
dóttir. Eftir aðfaranám í Banda-
ríkjunum 1984-1987 hóf hún nám
í MHÍ 1988 og útskrifaðist 1992,
auk þess að hafa verið gestanemi
við listaháskólann í Þrándheimi
1991. Voru fíngerð verkin í List-
munahúsinu svo áleitin, að ég gerði
mér endurteknar ferðir á staðinn
og reyndist það farsælt ráp því þau
unnu stöðugt á.
Og nú er Ingibjörg á ferðinni
aftur með sjálfstæða sýningu á
Palli og í svonefndum SÚM-sal
Nýlistasafnsins.
Sýningin er hugsuð sem óður
til Gyðjunnar, sem í fornum skáld-
skap var gerð að listagyðju, upp-
sprettu andagiftar skálda og
söngvara og vísar á upphaf í me-
sópótamískri menningu. „Gyðjan
er enn til staðar í vestrænni nú-
tímamenningu, ekki lengur sem
guðdómlegur kraftur sem ræður
lífí okkar frá vöggu til grafar,
heldur sem dularfullt afl sem við
þekkjum ekki og þorum mjög sjald-
an að treysta. Tilvist hennar, hjúp-
uð dulúð, hefur frá alda öðli verið
einn stærsti leyndardómur lífsins."
Á pallinum er einungis eitt stórt
og nafnlaust málverk, sem er olía
á dúk og afar flókin gerð og hug-
vitsamleg. Dökkleitt gróðurformið
í miðbik myndarinnar getur minnt
á bakhlutann á sitjandi gyðju opna
og upptendraða af fijósemi. Skír-
skotunin er afar sterk og marg-
ræð, og myndverkið kemur sömu-
leiðis betur til skila við endurtekna
skoðun. Þetta málverk, sem er lík-
ast innsetningu í rýmið nýtur sín
mjög vel og er með því ánægju-
legra sem ég hef lengi séð í sýning-
arsölum borgarinnar fyrir fersk og
jarðbundin vinnubrögð. Og einmitt
fyrir þá sök að ekki er verið að
rembast við frumleikann, eða vera
„in og sammó“ í nýlistinni, virkar
myndin fersk og ný, sem er vita-
skuld eðli frumleikans, sem er svo
aftur tímalaus afrakstur rann-
sókna á myndfleti.
Á efri hæðinni ber mest á olíu-
myndum, sem eru máluð á striga,
sem er svo aftur á þrívíðu kodda-
formi á vegg og gólfi og má það
vera sýn listakonunnar á fjórðu
víddinna. Myndefnið er svo fóstur,
sem telst grunnþema sýningarinn-
ar, og er áréttað með röð endurtek-
inna rýmisforma eftir rúmlega
hálfum endilöngum langvegg, sem
vísa til frjósemi og þungunar. Hér
er bleiugasið komið aftur, að vísu
oflýst í salnum, en afar hreint og
athyglisvert í framsetningu eins
og sýningin öll. Án þess að verða
endilega var við það strax, reynist
öll framkvæmdin vera ein allsherj-
ar innsetning með mjög sterka
skírskotun til lífsins og lífgjafans.
Minnir á meint hugsanaferli Ge-
orgíu OKeeffe (1882-1986), sem
málaði blóm er afhjúpuðu ríka þrá
náttúrubamsins eftir afkvæmi og
minntu sum á sköp kvenna. Kynlíf
blómanna er eitt af undrum heims-
ins, og þessi eðlisbundna kennd
að búlka veiðarfærin eins og það
er stundum orðað, fínnst jafnríku-
lega í mannheimi sem gróandan-
um.
Að öllu samanlögðu skynjar
maður djúpa þrá til lífsins, upp-
runans og kraftbirtingar sköpun-
arinnar í þessum verkum og fram-
kvæmdinni allri. Á endavegg er
svo aflangt málverk, og myndefnið
er fl’æði hvítra blóma á djúpbláum
grunni, líkast til áherslu og undir-
strikunar á boðskap sýningarinnar,
að tendra líf.
BRÓDERAÐ bleiugas.
EDWARD MANSFIELD
í SETUSTOFU Nýlistasafnsins
sýnir Fulbright styrkþeginn Edw-
ard Mansfield nokkur verka sinna,
sem hann nefnir samheitinu, „Fá-
einar hugleiðingar á íslandi" (A
few thoughts in Iceland).
Er hér um nokkra smíðisgripi
að ræða með mjög sterkri hug-
myndafræðilegri skírskotun, en
ekki veit ég hvernig listamaðurinn
tengir hana landinu, því engar út-
skýringar varð ég var við í ná-
grenninu. Jafnframt er um ferli
að ræða, sem er afar algengt í
núlistum, en hins vegar eru for-
sendurnar sem gerendurnir gefa
sér frábrugðnar frá einu verki til
annars. það er hins vegar mjög
séríslenzkt að útskýra ekki í rituðu
máli torráðin verk á myndlistar-
sýningum og kann það að vera
kjami hugmyndarinnar, og ef rétt
er til getið hittir hún í mark. En
þá eru framkvæmdirnar einungis
lágvært hvísl á milli innvígðra.
Það hlýtur þó að vera algjört
frumskilyrði ef skoðandinn á að
vera með á nótunum, að upplýsa
hann um hugsunarferlið að baki
verkunum og táknmerkingar ein-
stakra smíðisgripa, en mér komu
þeir svo fyrir sjónir í gerð sinni
og uppsetningu, að vera hagleiksf-
öndur og að veigurinn væri jafnvel
að hafa þrátt fyrir allt sýnt á staðn-
um.
Með hliðsjón af því, að rýmið
er nú notað til kynningar á ein-
staka listamönnum, er væntanlega
ekki til of mikils mælst að fram-
kvæmdirnar séu skilvirkari og að
komið sé á móts við sýningar-
gesti, að öðrum kosti er afar hæp-
ið að þær gefi tilefni til umfjöllun-
ar- Bragi Ásgeirsson
NEMENDUR skólalúðrasveitarinnar.
PATRICK Huse við eitt verka sinna.
Patrick Huse
í Hafnarborg
ÞAU LEIÐU mistök urðu við
vinnslu menningarblaðs Morgun-
blaðsins í gær, að röng mynd var
birt með grein Jóhanns Hjálmars-
sonar Lifandi og mennsk auðn
um norska listmálarann Patrick
Huse, sem nú sýnir landslagsmál-
verk sín í Hafnarborg. Morgunblað-
ið biðst velvirðingar á þessum mis-
tökum og birtir hér rétta mynd af
listmálaranum við eitt verka hans
í Hafnarborg.
Skólalúðrasveit og djass
TVENNIR tónleikar verða haldnir
í Hafnarborg á morgun mánudag
1. maí. Djasstónleikar verða
haldnir á vegum Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar kl. 17 og vortón-
leikar skólalúðrasveitar Tónlistar-
skólans verða kl. 20.
Á djasstónleikunum koma fram
nokkrir kennarar við skólann og
leika djass. Fyrstan skal nefna
Carl Möller sem er hljómsveitar-
stjóri bandsins og á tónleikunum
verða flutt nokkur lög eftir hann.
Aðrir hljóðfæraleikarar sem koma
við sögu eru þeir Birgir Bragason
bassaleikari, Guðmundur Stein-
grímsson trommuleikari, Stefán
Ömar Jakobsson básúnuleikari,
Gunnar Gunnarsson flautuleikari,
Einar Jónsson trompetleikari,
Þórður Árnason gítarleikari og
nokkrir strengjaleikarar. Tónleik-
arnir standa yfir í um hálfa
klukkustund og er aðgangur
ókeypis.
Seinni tónleikarnir hefjast eins
og fyrr segir kl. 20. Á þeim tón-
leikum koma fram bæði yngi og
eldri sveitir skólans. AIls koma
fram um 60 nemendur sem æft
hafa ötullega í allan vetur. Stjórn-
andi er Stefán Ómar Jakobsson.
Að tónleikunum Ioknum mun
foreldrafélag skólalúðrasveitar-
innar halda lokapróf fyrir meðlimi
sveitarinnar og velunnara hennar
í Álfafelli, íþróttahúsinu við
Strandgötu.