Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 19
LISTIR
Jörvagleði í Dölum
væntingu eftir að heyra í finnska
harmonikkusnillingnum Tatu Kan-
toma, sem var mættur til leiks. Og
áheyrendur urðu ekki fyrir von-
brigðum. Tatu spilaði alls 16 lög,
hvert öðru fallegra og lagavalið fjöl-
breytt. Þessi maður hefur náð ótrú-
legri leikni á harmonikkuna og svo
sannarlega rétt að kalla hann snill-
ing. Dagskrá kvöldsins lauk síðan
með því að félagar úr Nikkólínu
léku danstónlist til kl. 1.00.
Föstudaginn 21. apríl frumsýndi
Leikklúbbur Laxdæla leikritið
Stundarfrið eftir Guðmund Steins-
son í Dalabúð í leikstjórin Harðar
Torfasonar. Húsfyllir var á sýning-
unni, 250 áhorfendur. Sýningin
tókst mjög vel og leikendur, leik-
stjóri og höfundur ákaft hylltir í lok
sýningar.
Laugardaginn 22. apríl var
blönduð dagskrá kl. 20.30 í Dala-
búð. Dagskráin hófst með sveita-
kynningu þar sem kynntur var
Saurbæjarhreppur í umsjón Grétars
Sæmundssonar. Sagði hann frá
bæjum og staðháttum í hreppnum
fyrr og nú í myndum og máli. Að
því loknu sungu eldri félagar úr
Karlakór Reykjavíkur nokkur lög
undir stjórn Kjartans Sigurjónsson-
ar. Að síðustu fór fram skáldakynn-
ing, dagskrá í tali og tónum um
skáldið Stefán frá Hvítadal. Kynn-
inguna önnuðust sr. Ingiberg Jó-
hannesson, Björg St. Guðmundsson
og sönghópur úr Dalabyggð undir
stjórn Halldórs Þórðarsonar. Jörva-
gleði var þvínæst formlega slitið
og við tók stórdansleikur með
hljómsveit Geirmundar Valtýsson-
ar.
Skákmót voru haldin í tengslum
við Jörvagleði. Laugardaginn 22.
apríl var sveitakeppni þeirra sem
lauk með sigri gestanna með 37
vinningum gegn 23 vinningum.
*
Arnesinga-
kórinn
ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja-
vík heldur sína árlegu vortón-
leika í Langholtskirkju í dag,
sunnudag, kl. 16.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt, innlend lög og erlend,
kaflar úr söngleikjum o.fl.
Stjórnandi kórsins er Sigurður
Bragason, undirleikari Þóra
Fríða Sæmundsdóttir og á þver-
flautu leikur Jóhanna Þórisdótt-
ir. Einsöngvarar með kórnum
eru Þorgeir Andrésson, Jensína
Waage, Stefán Bjarnason og Sig-
ursteinn Hákonarson auk félaga
úr kórnum.
ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík.
Fjölbreytt dagskrá
var á Jörvagleði Dala-
manna eins og Mel-
korka Benediktsdóttir
lýsir menningar- og
listahátíðinni
JÖRVAGLEÐI", menningar-
og listahátíð Dalamanna,
var haldin dagana 19.-23.
apríl með ijölbreyttri dag-
skrá að vanda. Jörvagleði er annað
hvert ár og hefur svo verið síðan
1977.
Jörvagleði hin forna var aflögð
árið 1707 að skipun Jóns Magnús-
sonar sýslumanns, vegna lauslætis
og spillingar, en Jörvagleði okkar
daga er með öðrum hætti. Hátíðin
hófst með unglingadansleik síðasta
vetrardag. Þar lék fyrir dansi hljóm-
sveitin CAPÓ, skipuð ungu tónlist-
arfólki úr Dalabyggð. Sumardaginn
fyrsta var fjölmenn guðsþjónusta í
Stóra-Vatnshornskirkju þar sem sr.
Óskar Ingi Ingason messaði og
kirkjukór Hjarðarholtsprestakalls
söng og fermingarbörn og nemend-
ur Tónlistarskóla Dalasýslu aðstoð-
uðu með lestri og tónlistarflutningi.
Kl. 14.00 voru opnaðar sýningar
í Grunnskólanum í Búðardal. Við
opnunina fiutti Sigurður Þórólfsson
ávarp og nemendur í Tónlistarskól-
anum léku á klarinett, flautur og
píanó. Anna Flosadóttir sýndi
myndverk sín, en þetta er fysta
einkasýning hennar. Anna var bú-
sett í Búðardal í 18 ár, hefur stund-
að nám í myndlist og útskrifaðist
frá málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1991 og hefur
starfað sem myndlistarkennari síð-
an. Handverkshópur Dalasýslu
sýndi handunna muni, mjög fjöl-
breytta. Að lokum skal geta sýning-
ar á skjölum úr Héraðsskjalasafni
Dalasýslu í umsjá Einars Kristjáns-
sonar fv. skólastjóra. Einar hefur
unnið ómetanlegt starf í þágu Dala-
manna við söfnun og varðveislu
gamalla skjala og heimilda um fyrri
tíð í sýslunni. Við þetta tækifæri
afhenti Björg Ríkharðsdóttir, ekkja
Péturs Þorsteinssonar sýslumanns,
Héraðsskjalasafninu að gjöf
Skarðsbók, sem var í eigu Péturs
heitins. Einar Kristjánsson veitti
bókinni viðtöku fyrir hönd safnsins
og þakkaði Björgu þessa höfðing-
legu gjöf.
Þennan dag var einnig kvik-
myndasýning og glæsilegt kaffí-
hlaðborð í Dalabúð. Hátíðin var svo
formlega sett í félagsheimilinu Ár-
bliki kl. 20.30. Þar fó_r fram blönd-
uð tónlistardagskrá. Árbliki var við
þetta tækifæri afhent píanó að gjöf
til minningar um Jökul Sigurðsson,
bónda og kennara frá Vatni í
Haukadal, en hann lést í febrúar á
síðasta ári. Gefendur eru Hugrún
B. Þorkelsdóttir, ekkja Jökuls heit-
ins, börn þeirra, systkini hans og
fjölskyldur. Þá söng Fríður Sigurð-
ardóttir, systir Jökuls heitins, nokk-
ur lög við undirleik Guðmundar
Óskars Óskarssonar. Var þeim vel
fagnað og vel við hæfi að taka þetta
góða hljóðfæri í notkun með slíkum
glæsibrag.
Þetta kvöld léku nemendur og
kennarar úr Tónlistarskóla Dala-
sýslu nokkur lög á blásturshljóð-
færi og píanó, félagar úr harmon-
ikkuklúbbnum „Nikkólínu" léku
nokkur létt lög og Þorrakórinn söng
undir stjórn Halldórs Þórðarsonar,
skólastjóra Tónlistarskólans.
Margir höfðu beðið með' eftir-
Island Island! Eg vil syngja
TONLIST
l a n g h o 11 s k i r k j a
KARLAKÓR REYKJAVÍK-
UR MINNIST SIGURÐAR
ÞÓRÐARSONAR
Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir
Píanóleikari: Anna Guðný Guð-
mundsdóttir Stjórnandi: Friðrik S.
Kristinsson Langholtskirkja, mið-
vikudaginn 26. apríl, 1995.
ÞAÐ hefur ekki orðið mikil breyt-
ing á efnisvali Karlakóranna, síðan
Sigurður Þórðarson stofnaði Karla-
kór Reykjavíkur fyrir 69 árum. ís-
lensku lögin eru flest þau sömu svo
og nokkur erlend lög, sem hafa ver-
ið raddsett fyrir karlakór og karla-
kórsþættir úr óperum. Aðalsmerki
Karlakórs Reykjavíkur voru tónverk
Sigurðar Þórðarsonar, sem enn eru
þau iög sem best hljóma , lög eins
og ísland, Sjá dagar koma og Þér
landnemar og mörg fleiri ágæt lög,
sem vert hefði verið að taka til með-
ferðar þegar minnst er 100 ára fæð-
ingaræfmælis þessa ágæta tón-
skálds.
Karl O. Runólfssor og Ami Thor-
steinsson sömdu frábær karlakórs-
lög, og voru tvö eftir Karl, Nú sigla
svörtu skipin, Lullu.lullu bía og eitt
eftir Árna, Sumarnótt, flutt að þessu
sinni. Á Sprengisandi, eftir Sigvalda
Kaldalóns, var sungið í raddsetningu
sem venst illa og affærir þetta ágæta
lag að nokkru. Söngvamarsinn eftir
Julius Otto á ekki að syngja á al-
mennilegum tónleikum og óttalegt
að heyra þennan virðulega kór „burr-
um bumba“, eins og þeir séu að
syngja á „kabarett" skemmtun.
Þitt lof, ó, Drottinn, eftir Beethov-
en, Heyr, lúmnasmiður, eftir Þorkel
Sigurbjörnsson voru ágætlega flutt
og sömuleiðis þrír óperukórar, Her-
mannakórinn úr Faust, sunginn við
hræðilega leirburðarþýðingu, La
Vergine degli angeli, úr Valdi örlag-
anna og fangakórinn úr Nabucco.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng ein-
söng með kórnum í Sjá dagar koma
og Vonnorgun, sem bæði em eftir
Sigurð Þórðarson og var söngur
Sigrúnar í því fyrra aldeilis frábær.
Sigrún söng einnig með í Lullu.lullu
bía, eftir Karl O. Runólafsson og þar
brá svo við að 1. tenor söng „undir
tóni“ og virðist sem þeir eigi erfitt
með styðja við, þegar sungið er
„mezza voce“ á háu tónsviði. Þessa
gætti ekki er þeir sungu í falsettu
eða með fullum hljómi. Tónstaða er
vandamál, þegar sungið er án undir-
leiks, eins t.d. í Vorljóði eftir Dvor-
ák. Síðustu lögin sem Sigrún söng
vom La vergine degli angeli, eftir
Verdi og Vókalísan eftir Chenoweth,
er vom vel flutt af hálfu Sigrúnar.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lék á
píanóið og gerði það af smekkvísi
þó hún fengi fýrst að sýna leikni
sína í aukalaginu La dansa, sem þær
stöllur fluttu með „bravúr".
Jón Ásgeirsson
JÖRVAGLEÐINEFND 1995. Þorsteinn Jónsson, Steinunn H.
Halldórsdóttir, María H. Einarsdóttir, Melkorka Benediktsdótt-
ir, Ingveldur Guðmundsdóttir og Þorgrímur E. Guðbjartsson.
UNGIR hljóðfæraleikarar á Jörvagleði; Gróa B. Baldvinsdóttir,
Jenný Halla Lárusdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Auður Ingi-
marsdóttir. í baksýn sjást tvö verk á myndlistarsýningu Önnu
Flosadóttur.
Hraðskákmót var síðan sunnudag-
inn 23. apríl þar sem keppendur
vom 20 talsins. Sigurvegari var
Gísli Gunnlaugsson með 6 vinninga
af 7 mögulegum, í 2. sæti var Sig-
urður Áss Grétarsson, einnig með
6 vinninga og í 3. sæti var Bene-
dikt Egilsson með 5 vinninga.
Listi Schindlers
KVIKMYNPm
Stjörnubíó
ÓDAUÐLEGÁST
(„Immortal Beloved")
★ ★ ★
Leiksljóri og handritshöfundur
Beraard Rose. Framleiðandi Bruce
Davey. Tónlistarlegur ráðunautur
Sir George Solti. Aðalleikendur Gary
Oldman, Jeroen Krabbé, Isabella
Rosselini, Valeria Golinio, Johanna
Ter Steege. Bandarisk. Columbia
Pictures 1994.
í SKJÖLUM sem snillingurinn,
tónskáldið Ludwig van Beethoven,
skildi eftir sig, var eldheitt ástar-
bréf, An die unsterbliche Gejiebte
(Til hinnar ódauðlegu ástar), sem
engin vissi hverjum var ætlað. Leik-
stjórinn og handritshöfundurinn
Bernard Rose gerir þetta sögufræga
plagg að hornsteini myndar sinnar
um meistarann, lætur það koma í
hlut vinar og ritara hans, Antons
Schindlers (Jeroen Krabbé), að hafa
uppá hinum dularfulla viðtakanda -
sem jafnframt átti að verða aðalerf-
ingi Beethovens. Það er ekki fráleit
hugmynd, þar sem Schindler var
nánasti samstarfsmaður Beethovens
og samdi ævisögu hans. Schindler
gerir lista yfir hugsanlegar „ódauð-
legar ástir“ fyrrum húsbónda síns,
leitar þær uppi, m.a. greifynjurnar
Juliu Giucciardi (Valeria Golino) og
hina ungversku Önnu Maríu Erdödy
(Isabella Rosselini). Þær rija upp
kynnin af snillingnum.
Þannig rekur Rose lífshlaup Beet-
hovens og gengur þessi gamalkunni
frásagnarmáti ekkert of vel framan
af. Þá kemur tónskáldið furðu lítið
við sögu, einkar fráhrindandi manni,
fullum haturs og mannfyrirlitningar
bregður fyrir. En er á líður myndina
verður persóna Beethovens gleggri
og Rose getur í hinar sögulegu eyð-
ur, en hingað til hefur yfírleitt verið
talið að ódauðlega ástin hans Beetho-
vens hafí verið Erdödy greifynja.
Lausnin hans Rose er snjöll og
hádramatísk, því kjörið myndefni.
Annars er handritið ekkert ýkja
merkilegt, samtölin stuttaraleg, sem
og persónurnar. Oldman ieikur Beet-
hoven samkvæmt gömlu kenning-
unni að snillingar séu skrýtnir fugl-
ar, og víst er að Beethoven átti við
skapgerðargalla að stríða sem ágerð-
ust mjög síðustu árin - eftir að hann
missti heyrnina. Það er líka talið víst
að skáldinu hafí tekist að virkja sinn
ótemjuhátt með slíkum árangri að
þangað hafi hann sótt snilligáfuna.
Oldman er Oldman, ekki mikill mun-
ur á hvort hann er að fást við Beet-
hoven, dópþræl í New York eða
Drakúla greifa. Alltaf sami gassa-
gangurinn. Krabbé fer myndarlega
með heldur innantómt hlutverk
Schindlers en kvennablóminn heldur
slakur, enda síst kunnur af afrekum
á leiklistarsviðinu.
Enn er ógetið sjálfrar tónlistarinn-
ar, aðalstyrks myndarinnar, sálar og
merps. Stjórnun hennar og val er
unnið af fágaðri smekkvísi af Sir
George Solti sem sækir tónsmíðarnar
einkum til þriðja og síðasta tímabils
Beethovens. Brotin skapa unaðslegt
tónaflóð sem fær örugglega flesta
áheyrendur til að hungra í meira.
Búningar og sviðsetningar eru óað-
fmnanlegar, minnisstæðastur frum-
flutningurinn á Níundu sinfóníunni,
tónlistin fagra, Óðurinn til gleðinnar',
allur ramnúnn, skissan sem Oldman
dregur upp á þjáningum hins heyrn-
arlausa tónjöfurs á sviðinu. Fyrir
þessa þætti verður Ódauðleg ást eft-
irminnileg mynd sem oft rís af flatn-
eskju í upphæðir. Rose gerir margt
gott og metnaðarfullt úr frábæru
efni sem honum er greinilega hug-
stætt. Jafnframt dylst það ekki ailtaf
að hann á aðeins tvær, og það frem-
ur ómerkilegar myndir að baki.
Sæbjörn Valdimarsson