Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 22

Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 22
22 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÖRIN sem tóku þátt í rannsóknum Langthaler og Maiworm voru klædd í eins samfestinga, höfðu sama bakgrunn og stóðu í svipaðri stellingu, en samt tókst tilraunahópum prýðilega að finna út hvaða pör áttu saman. Svar sjá aftast. Kynin gera ólíkar kröfur þegar maka- val er annars vegar en eitast þó oft við aó finna sér maka sem líkist þeim sj( zalf- um . Rannsókn sem geró varí 37 lönd- um samtímis sýndi aó óskir kynjanna eru alls staóar eins. Kristin Marjg Baldursdóttir kynnti sér pararann- sóknir sem vakió hafa athygli erlendis KONUR vilja karla sem eru áreiðanlegir og skaffa vel, en karlar vilja konur sem ■ eru aðlaðandi og trúar, samkvæmt niðurstöðum pararann- sóknar sem gerð var í 37 löndum samtímis. Rannsóknir gefa einnig til kynna að kynin reyni að finna sér maka sem líkist þeim sjálfum að ein- hveiju leyti. Þróunarsálfræðingar og atferlissálfræðingar telja sig geta bent á ákveðin mynstur í sambandi við makaval og paramyndun, en það sem hefur komið þeim mest á óvart er hversu náttúran gegnir enn stóru hluverki í atferli nútímamannsins. Pararannsóknir hafa verið í sviðs- ljósinu erlendis að undanfömu og hafa birst forsíðugreinar í virtum bandarískum og þýskum tímaritum þar að lútandi. Astæðuna fyrir aukn- um áhuga á paramyndun og maka- vali má líklega rékja til tíðari hjóna- skilnaða á Vesturlöndum, en talið er að milii 30-40% hjónabanda endi með skilnaði. Einnig hefur það verið nefnt að fólki virðist ganga erfiðar en áður að ná sér í maka og fjölgar þeim sí- fellt í vestrænum þjóðfélögum sem búa einir. Margar skýringar hafa ver- ið nefndar í því sambandi og eru þær helstu raktar til breyttra lífshátta kvenna. Nú sé það algengara en áður að konur stundi langskólanám fram undir þrítugt og þegar þær loks hafí tíma til að líta í kringum sig eru álit- legustu mannsefnin ef til vill gengin út eða eru fráskilin með böm á fram- færi. Trúmennskan mikilvægust Viðamikil pararannsókn sem bandaríski þróunarsálfræðingurinn David Buss við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum gerði, hefur vakið athygli ytra. Undir stjórn hans gerðu fímmtíu vísindamenn í 37 löndum könnun meðal tíu þúsund karla og kvenna til að vita hvað það væri sem skipti máli við paramyndun og makaval. Könnunin, sem tók fímm ár, fór fram í öllum heimsálfum sam- tímis, jafnt í stórborgum sem í sveita- héruðum og voru hinir spurðu bæði úr hástéttum sem lágstéttum og komu úr mismundandi pólitísku og trúarlegu umhverfi. „Óskir kynjanna og aðferðir við paramyndun eru alls staðar eins,“ voru niðurstöður Buss, og skipti þá engu hvort um var að ræða þjóðflokk í Afríku eða stúdenta í Bandaríkjun- um. Þegar karlmenn voru spurðir hver draumakonan væri, gerðu þeir annars vegar greinarmun á væntanlegri eig- inkonu og hins vegar á ástkonu til einnar nætur. Þegar sú síðamefnda átti í hlut gerðu þeir engar kröfur til ■gáfna hennar menntunar, kímnigáfu eða ríkidæmis, en völdu þó síður kon- ur sem vonp ófríðar og eða með hár- vöxt á líkamanum, sem sýndu lítinn kynferðislegan áhuga og sýndu til- burði til að bindast þeim með einhveij- um hætti. Það kom og í Ijós að karl- menn eru fúsir til að sofa hjá konum strax eftir fyrstu kynni, en konur al- mennt sýndu þeim málum ekki mikinn áhuga fyrr en eftir tvo til þijá mánuði. Þegar kom hins vegar að maka- vali hjá körlum var trúmennska og aðlaðandi útlit konunnar sett í efsta sæti. Auk þess átti hún að vera gáfuð og yfirveguð og helst yngri en þeir sjálfír. Karlmenn virtust leggja mikla áherslu á að konan væri trú, því eflaust vilja þeir vera vissir um að þeir séu feður bamanna. David Buss setti til dæmis rafskaut á karla og konur tii að kanna viðbrögð þeirra. Þau voru beðin um að sjá fyrir sér maka sinn framkvæma hluti sem var þeim ekki að skapi. Þegar karlamir voru beðnir um að sjá fyrir sér k}m- ferðislegt samband konu sinnar við annan mann, tók hjarta þeirra kipp og sló með sama hraða og hjarta gerir þegar menn hafa dmkkið þijá bolla í einu af rótsterku kaffí. Þeir svitnuðu líka, en náðu aðeins að jafna sig, en þó ekki alveg, þegar þeir voru beðnir um að sjá fyrir sér konu sína í tilfínningalegu sambandi við annan mann, það er að segja án kynlífs. Hjá konunum var hið gagnstæða upp á teningnum, þær sýndu streitumerki ef þær sáu fyrir sér maka sinn í til- fínningalegu sambandi við aðra konu. Það fór eftir þjóðemi hvort karlar gerðu kröfur um að konur væru hrein- ar meyjar við upphaf hjúskapar. Þjóð- veijar og Svíar höfðu til dæmis engan sérstakan áhuga á jómfrúm, en Ind- veijar, Kínveijar og íranir þeim mun meiri. Þeir lögðu mikla áherslu á aðlað- andi útlit og tóku þá gjaman mið af þeirri konumynd sem hafði hrifíð þá í æsku, og einnig skipti tíska, trú og hugarfar þjóðar þeirrar miklu máli í því sambandi. Hvemig útlit drauma- konunnar átti að vera nákvæmlega var ekki tiltekið, en flestir vildu þó að konan hefði reglulega andlits- drætti og rétt hlutfall milli mittis og mjaðmar. Því má skjóta hér inn að Karl Grammar prófessor í Vínarborg, sem hefur unnið að skyldum rannsóknum, telur að hreyfingar og göngulag skipti líka miklu máli þegar paramyndun er annars vegar. Karlamir í þessum 37 löndum vildu allir að konurnar væru yngri en þeir sjálfír. Nígeríumenn vildu til dæmis að þær væm sex áram yngri, en Skandinavar kusu að hafa þær einu til tveimur áram yngri. Efnahagur skipfir öliu Hjá konurn var ekki gerður grein- armunur á ástmanni til einnar nætur og á væntanlegum eiginmanni. Svo virtist sem hver karlmaður væri veg- inn og metinn með langtíma sjónar- mið í huga. Hvort sem konur búa í stórborgum Brasilíu eða frumskógum Afríku skiptir það öllu máli fyrir þær að karlmenn séu áreiðanlegir og nær- gætnir, vel gefnir og duglegir að afla tekna. „Konur vilja ekki lata karl- menn,“ segir Buss. í þessari viðamiklu rannsókn voru flestar konur sammála um að ef karl- menn væra ekki áreiðanlegir og byggju ekki yfír tilfinningalegum þroska og stöðugleika, brotnuðu þeir saman þegar erfíðleika bæri að hönd- um, réðu ekki við streitu, hefðu til- hneigingu til að kenna öðram um ófarir sínar og væra afbrýðisamir af minnsta tilefni. Jafnframt kom fram að góður fjár- hagur skipti öllu máli fyrir konurnar þegar þær leita sér að maka. Glæsi- legur karlmaður á litla möguleika ef fjárhagur hans er þröngur og fátt sem gefur vísbendingu um að hann muni batna. Þegar stúlkur velja myndar- lega en auralausa námsmenn er það oftast vegna þess að þeir gefa vís- bendingu um trausta framtíð. Þessi þrá eftir fjárhagslegu öryggi virtist vera óháð því hvort konan sjálf var vel stæð eða ekki. Konur með háar tekjur velja sér oftar mann með enn hærri tekjur en þær sjálfar, held- ur en konur með lágar tekjur. íjóðfélagsstaða mannsins skipti einnig meira máli fyrir konuna en útlit hans, öfugt við það sem gerist hjá karlmanninum. Þegar að aldrinum kom kusu kon- umar af hafa karlana eldri en þær sjálfar voru, því að aldur þeirra gaf fyrirheit um góðan efnahag, þroska og áreiðanleika. Útlitió fyrsta visbending Þegar niðurstöður rannsóknar Buss eru skoðaðar, má ætla að garnla tuggan um að konur vilji karla sem skaffi vel, sé ekki út í hött. Fegranar- aðgerðir og megrunarkúrar verða og réttlætanleg þegar kröfur karla um aðlaðandi útlit kvenna era hafðar í huga. Þetta eru óskir karla og kvenna þegar þau vora spurð hvemig þau vildu hafa maka sinn, og þessar ósk- ir virðast þau einnig hafa til viðmið- unar þegar kemur að sjálfri para- mynduninni. Með atferlisrannsóknum hefur verið sýnt fram á að sjaldnast myndast tengsl milli konu og karls nema að konan hafí áhuga. Með öðr- um orðum, það er oftast konan sem velur sér karl, en ekki öfugt. En hvað er það sem vekur áhug- ann? Er eitthvað til sem heitir ást við fyrstu sýn eða er hugtakið aðeins blekking, verða menn ástfangnir af því að þeir sjá eitthvað af sjálfum sér í viðkomandi? Því að flest virðist benda til þess að líkur sæki líkan heim, eða að lík böm leiki best. Við Háskólann í Múnster í Þýska- landi hafa farið fram pararannsóknir síðan 1984, og hefur Wemer Langt- haler prófessor stjórnað þeim ásamt dr. Reginu Maiworm. Þau hafa meðal annars látið tilraunahópa raða saman réttum pöram. Það hefur til að mynda farið fram með þeim hætti að tii- raunahópi er boðið í samkvæmi þar sem tíu hjón eða pör era samankom- in, en hreyfa sig þannig og tala, að ekki er unnt að sjá hvort nokkur tengsl séu á milli einstakra para. Hlutverk tilraunahópsins er síðan að fínna út hvaða pör eigi saman og það sem þau hafa til viðmiðunar er fatnað- ur, hæð, hár, andlit, fas og fram- koma. Oft era líka dregnar ályktanir af sokkum og hárgreiðslu. Langthaler og Maiworm til undr- unar hefur tilraunahópunum tekist þrisvar sinnum betur að raða saman réttum pöram en tölfræðilega var áætlað að þau mundu geta. En það sem kom þeim mest á óvart var, að þegar tilraunahópum var sýnd Jjósmynd af körlum og konum sem vora öll klædd í eins samfestinga, höfðu sama bakgrann og stóðu í svip- uðum stellingum, gekk þeim ekki síð- ur vel að raða saman réttum pöram. Það sem gaf þeim vísbendingu að þeirra sögn var útlit paranna, einkum andlitsdrættir og hæð, og það hvem- ig snyrtimennsku þeirra var háttað. Tilraunahópamir og pörin vora flest á aldrinum 20-30 ára og því var dregin sú ályktun að það væri auð- veldara fyrir þennan aldurshóp að para fólk saman, en fyrir fólk á öðram aldri. Því var aldur tilraunahópanna lækkaður og nemendur á aldrinum 10-20 ára fengnir til að raða pöram saman. Sá hópur skilaði sama ár- angri og sá fyrri, og bendir því flest til að mati þýsku sérfræðinganna, að hér sé um náttúrulegt atferlismynstur að ræða. Það sé manninum eðlilegt að sjá hveijir eigi saman. Sjólfsmat hefur óhrif Kynin eru því mjög ólík þegar um paramyndun er að ræða, en reyna þó samt sem áður að fínna sér maka sem líkist þeim sjálfum. Það er því óhætt að segja að makaval sé hreint makalaust. Þótt það vefjist ekki fyrir kynjunum hvemig makinn eigi að vera má þó ekki gleyma einum afgerandi þætti við makaval, sem er eigið sjálfsmat. „Hveija þú færð fer eftir því hvað þú hefur sjálfur upp á að bjóða,“ segja þau Langthaler og Maiworm. „Kona eða maður eru fljót að sjá hvort þau eigi einhveija möguleika þegar hitt kynið er annars vegar. Innsæi þeirra segir þeim hversu hátt þau geti met- ið sig. Mjög óaðlaðandi kona til dæm- is veigrar sér við að nálgast glæsileg- an karlmann. Eigið verðleikamat hef- ur því ætíð áhrif á paramyndun." Það er því ýmislegt tekið með í reikninginn þegar maki er valinn. En hvemig skyldi svo tii takast eftir þetta nákvæma val? Annar sérfræðingur við Michigan- háskólann, Robert Zajonc, kom fram með þá kenningu fyrir nokkrum árum, að pör sem hafa búið saman í 25 ár fari að líkjast hvort öðru, og þau sem líkjast hvort öðru mest, eru hamingjusömustu pörin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.