Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 29 JltargiiiiÞIjifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TIMAMOTARÆÐA ÁRNA VILHJÁLMS- SONAR Ræða Árna Vilhjálmssonar, prófessors og stjórnarfor- manns Granda hf., á aðalfundi fyrirtækisins sl. föstudag, mark- ar tímamót í umræðum lands- manna um fiskveiðistefnuna. í ræðu sinni sagði Árni Vilhjálms- son m.a.: „Segja má, að við upp- haf vísis að núverandi kvótakerfi hafi það verið óhæfa að ekki skyldi hafa verið tekið á gjald- tökumálinu af festu og framsýni. Höfundum kerfisins var þó mikil vorkunn, þar sem verið var að fara út á algerlega framandi braut.“ Þetta er mikilsverð yfir- lýsing stjórnarformanns eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins um það ranglæti, sem meiri hluti þjóðarinnar var beittur við upptöku kvótakerfisins. Árni Vilhjálmsson gerði síðan grein fyrir sínum hugmyndum um, hvernig hægt væri að koma við gjaldtöku og lýsti því á þann hátt, að „núverandi handhöfum veiðiréttar, sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti verði gert að greiða einsinnis- gjald, sem gæti t.d. verið á bilinu 50-80 kr. á hvert kg. þorskígildis og haldist aflamarkshlutdeildin óbreytt frá því, sem er í upphafi. Þennan veiðirétt yrði síðar unnt að taka eignarnámi með góðum fyrirvara, t.d. ef forsendur veiði- gjaldsins reyndust verulega rang- ar og kæmu fullar bætur fyrir, sem tækju mið af upphaflegu gjaldi. Þeir sem þess óskuðu ættu kost á láni til fjölmargra ára enda yrðu boðnar fram viðunandi tryggingar og yrði lánið með full- um vöxtum, hinum sömu fyrir alla. Tekjur samfélagsins yrðu þá fólgnar í vöxtum af lánunum og því fé, sem kynni að verða staðgreitt. Með slíku kerfi væri verið að færa framtíðararðinn af auðlindinni inn í nútíðina. Með slíku kerfi tækju báðir aðilar, þjóðin og útgerðin, talsverða áhættu og mér finnst svo sannar- lega, að sýna ætti útgerðinni nokkra mildi og um leið þeim, sem eiga afkomu sína undir henni.“ Það ber að lofa þann kjark, sem Árni Vilhjálmsson sýnir með því að hreyfa þessu máli á aðalfundi Granda hf. og Ieggja fram slíkar hugmyndir. í ljósi þeirra viðhorfa, sem ríkt hafa meðal forystu- manna útgerðarinnar og hat- rammrar andstöðu sumra þeirra við gjaldtöku er ekki auðvelt fyr- ir forsvarsmann sjávarútvegsfyr- irtækis að tala á þennan veg. Þess vegna ekki sízt hafa hér orðið tímamót. Það er líka athyglisvert, að forysta fyrir breyttum tón í þess- um umræðum skuli koma úr röð- um forsvarsmanna atvinnugrein- arinnar sjálfrar. Þá kröfu hefði verið hægt að gera til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og í ríkisstjórn en kjarkleysi þeirra hefur hins vegar verið slíkt að þeir hafa ekki þorað af ótta við reiði samtaka útgerðarmanna. Efnislega eru hugmyndir Árna Vilhjálmssonar alveg nýr þáttur í þessum umræðum og eiga eftir að hleypa nýju lífi í þær. Þær þarf að sjálfsögðu að skoða ofan í kjölinn en það er alls ekki óhugs- andi, að þær geti orðið grundvöll- ur að einhvers konar málamiðlun um þetta mesta hagsmunamál þjóðarinnar. Morgunblaðið hefur jafnan lýst þeirri skoðun, að niðurstaða muni ekki fást í þessu deilumáli nema í samkomulagi við sjávarútveginn í landinu. Við og við hafa komið fram raddir úr hópi stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja, sem hafa gefið vísbendingar um, að þeir væru til viðtals um gjaldtöku. Fyrir skömmu birtist t.d. hér í Morgunblaðinu grein eftir Gunn- ar Ragnars, forstjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa, þar sem hann reifaði möguleika á gjaldtöku. Fyrir nokkrum árum lýsti Brynj- ólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., áþekkum skoðunum. Nú hefur Árni Vilhjálmsson tekið merkilegt frumkvæði í þessu mikla máli. Innan sjávarút- vegsins eru til forystumenn með hófsamar og sanngjarnar skoðan- ir, sem eru til viðtals um að koma til móts við eindregnar kröfur þjóðarinnar um beina hlutdeild í auðlindinni. Nú eiga menn að taka í framrétta hönd þeirra og leita þeirrar niðurstöðu, sem þjóðin getur verið sátt við. Þá fær útgerðin þann frið, sem hún telur sig þurfa til að starfa við eðlileg- ar aðstæður. EG 141 • minntist á fornar sögur. Við getum að sjálf- sögðu notið þeirra án þess hafa hug- mynd um skoðanir höfundar eða umhverfí hans að öðru leyti. Og það skiptir okkur engu máli hvort Njáll, Gunnar, Skarphéðinn, Egill eða Gísli Súrsson voru til eða ekki. Það gerir ekkert til þótt þeir hafi ekki drýgt allar þær hetjudáðir sem lýst er, enda ofurmannlegar sumar hveijar. Við getum notið ævintýra án þess leggja ein- hveija dýpri merkingu í þau. Og það má vel njóta dæmisögu án þess vita allt um táknmál hennar og skírskotanir. En það er ekki verra að þekkja til þess. 0g það er ekki verra að gera sér einhveija grein fyrir höfund- um íslendinga sagna. Ég hef heldur meiri ánægju af Njálu en ella vegna þess ég er sann- færður um að mesta ljóðskáld og annar helzti sagnfræðingur 13. aldar, Sturla Þórðarson, er höfundur hennar, enda hef ég reynt að færa að því rök annars staðar hvaðsem tilgátum ann- arra líður. Það skrifar enginn Njálu nema þaulvanur rithöf- undur og yfirburðaljóðskáld. Það er allt og sumt. Ef Sturla hefur ekki skrifað Njálu þá er ígildi íslenzks Shakespeares gjörsamlega horfíð af sögusviði 13. aldar og hvergi til nema í þessu óviðjafnanlega höfundar- lausa listaverki. En það skiptir HELGI spjall að sjálfsögðu öllu máli að snilld hans skuli lifa hann þar. Ég sagði einnig við gætum notið fomrar ljóðlistar okkar án þess þekkja táknmálið eða persónur eða guði sem þar koma við sögu. Mikilvægi þess- ara ljóða felst í fegurð þeirra og skáldskapargildi. Þau segja okkur líka margt um þann jarð- veg sem nærir rætur okkar. Edith Hamilton segir í Mytho- logy að grisku goðin hafi notið einskonar friðhelgi, en æsir aft- urámóti þurft að eiga i sífelldum eijum við jötna og endalokin ófyrirsjáanleg í ragnarökum. En höfundur Völuspár sér þá nýja sól renna úr sortanum. Hamilton leggur áherzlu á vits- muni Oðins og löngun hans til þess að hugsa og muna og kem- ur það fram í nöfnum hrafn- anna, Hugins og Munins. Hann fómaði miklu fyrir vizkuna og rúnakonstina og lagði sig í hættu þegar hann náði skálda- miðinum. Hamilton segir þeir sem sköpuðu hugmyndaheim norrænna manna og þann skáldskap sem af honum spratt hafí, þrátt fyrir ógnvekjandi hetjudýrkun, verið uppfullir af ánægjulegri og uppörvandi heil- brigðri skynsemi, svoað notuð séu hennar eigin orð. Þessi sam- setning virðist að hennar dómi nánast óhugsandi, en ljóðin sanni hana. Kynstofn okkar, segir hún, tengist þessu nor- ræna fólki, en menningin á rætur í Grikklandi. Norræn og grísk goðafræði gefí góða hug- mynd um það fólk sem léþ okk- ur í té mestan hluta arfleifðar okkar. Hamilton bendir á að íslenzku hetjukvæðin séu einatt um sömu persónumar án þess þau séu tvinnuð saman. Efnivið- urinn sé jafnstórkostlegur og í Ilíónskviðu, jafnvel enn stór- kostlegri, en ekkert eitt skáld hafí tekið þessi ljóð og sett þau saman í einn mikinn bálk einsog Hómer gerði. Hún segir að við vissum nær ekkert um forn trú- arbrögð Norður-Evröpubúa ef íslenzku Edduhandritin væm ekki til. Margar hetjugoðsagn- irnar séu frábærar. Og grískar goðsagnir jafnist ekki á við þær nema í endursögn eða úrvinnslu harmleikjaskáldanna. Allar beztu sögumar í norrænni goða- fræði séu harmsögulegar og fjalli um persónur sem gangi einarðlega á hólm við dauðann, velji hann oft sjálfar, undirbúi hann jafnvel eða skipuleggi löngu fyrirfram. Eina ljósið í myrkrinu sé hetjulundin. Mað- urinn er borinn til sorgar. Að lifa er að þjást. Og eina lausn lífsins er að þjást með þreki sínu og hugrekki. Klytemnestra hefði bliknað við hliðina á Signýju móður Sinfjötla ef nor- rænn Æskylos hefði skrifað sögu hennar, segir Edith Hamil- ton. M (meira næsta sunnudag) M ARGT BENDIR TIL þess, að eins konar viðskiptastríð sé skollið á _í landinu. Þessa dagana standa yfir hörð átök um Fiskiðju- samlagið á Húsavík. Fyrirtækið, sem er að meirihluta til í eigu bæjarsjóðs Húsavíkur, hefur ákveðið að auka hlutafé um 100 milljónir króna. ís- lenzkar sjávarafurðir hf. hafa lýst sig reiðubúnar til að kaupa 75 milljónir af því á nafnverði með ákveðnum skilyrðum. Nú hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kom- ið til sögunnar og lýst vilja til að kaupa öll nýju hlutabréfin á genginu 1,25, einnig með ákveðnum skilyrðum. íslenzkar sjáv- arafurðir hf. sjá nú um sölu á afurðum Fiskiðjusamlags Húsavíkur en yrði niður- staðan sú, að SH keypti öll nýju hlutabréf- in, mundi afurðasalan færast til Sölumið- stöðvarinnar. Hér er því um að ræða framhald á þeim átökum, sem hófust á milli SH og IS á síðasta ári, þegar nýir hluthafar komu til sögunnar í Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum, þ.á.m. íslenzkar sjávaraf- urðir hf. í kjölfarið færðist sala á afurðum Vinnslustöðvarinnar til íslenzkra sjávaraf- urða hf. og Sölumiðstöðin_ missti einn stærsta viðskiptavin sinn. Á þeim tíma lýstu forráðamenn Sölumiðstöðvarinnar þeirri skoðun, að eins konar „heiðurs- mannasamkomulag“ hefði ríkt á þessum markaði í áratugi um að sölusamtökin létu viðskiptavini hvor annars í friði. Sú yfírlýs- ing Sölumiðstöðvarmanna mæltist ek^i vel fýrir á þeim tíma. íslenzkar sjávarafurðir hf. sátu ekki auðum höndum eftir sigurinn í Vest- mannaeyjum heldur sneru sér næst að Akureyri, þótt vel megi verá, að forráða- menn fyrirtækisins telji, að aðrir hafi haft þar frumkvæði. A.m.k. hófust mikil átök eins og menn muna um viðskipti Útgerðar- félags Akureyringa, sem SH hefur haft með höndum. Þeim átökum lyktaði með því, að Söluniiðstöðin hélt viðskiptunum með fyrirheitum um að flytja margvíslega starfsemi til Akureyrar og beita sér fyrir fjölgun starfa þar. Athygli vakti á þeim tíma, að í tilboði SH fólust ákveðnar að- gerðir af hálfu Eimskipafélags íslands hf., sem bentu til samstarfs fyrirtækjanna um að halda viðskiptum ÚA hjá SH. Senni- lega kostar sigur Sölumiðstöðvarinnar á Akureyri mikla fjármuni. Nú er dæminu snúið við á Húsavík. Nú er það Sölumiðstöðin, sem sækir hart að söluhagsmunum fslenzkra sjávarafurða hf. á Húsavík og raunar bendir ýmislegt til þess, að átök fyrirtækjanna færist til ann- arra staða á landinu, m.a. til Raufarhafn- ar, og að sumra mati er stutt í að þeirra fari einnig að gæta á Vestfjörðum. í áratugi voru til í stórum dráttum tvær viðskiptablokkir í landinu, þ.e. Samband ísl. samvinnufélaga og viðskiptaveldi þess og einkafyrirtækin, þar sem nokkur stór og sterk fyrirtæki voru burðarásar. Sam- bandið starfaði undir verndarvæng Fram- sóknarflokksins og fékk alltaf a.m.k. helm- ing af öllu, hvort sem um var að ræða innflutningsleyfi, fjárfestingarleyfi eða önnur gæði, sem stjórnmálamenn úthlut- uðu. Sambandið hrundi í lok síðasta ára- tugar, þegar ljóst var að viðskiptasam- steypan þoldi ekki að starfa við eðlilegar markaðsaðstæður. í kjölfarið á hruni Sambandsins jók Eim- skipafélag íslands hf. mjög umsvif sín í viðskiptalífinu. Fjárhagsstáða fyrirtækis- ins hafði gjörbreytzt í framhaldi af gjald- þroti Hafskips hf. vegna aukinna viðskipta en jafnframt og ekki síður vegna nútíma- legra stjórnunarhátta. Á skömmum tíma jók Eimskipafélagið hl'ut sinn svo mjög í Flugleiðum hf., að fyrirtækið hefur ráð- andi aðstöðu í Flugleiðum í krafti 34% eignaraðiidar. Jafnframt hóf fyrirtækið kaup á hlutabréfum í gamalgrónum fyrir- tækjum á borð við Skeljung hf. og Sjóvá- Almennar hf. Þessi hlutabréfakaup vöktu upp andstöðu vegna þess, hvernig að þeim var staðið og svo virtist sem fyrirtækið væri tilbúið til að greiða verð fyrir þessi hlutabréf, sem augljóslega var í sumum tilvikum Íangt fyrir ofan það sem kallast gat eðlilegt markaðsverð. Því var haldið fram, að Eimskipafélagið væri að kaupa sér völd í viðskiptalífinu en ekki ráðstafa fjármunum hluthafa sinna með arðbærum hætti. Eimskipafélagsmenn töldu hins vegar að kaup þeirra í t.d. Sjóvá-Almennum hf. væru andsvar við kaupum tryggingafé- lagsins á hlutabréfum í Eimskipafélaginu. Eftir sameiningu Sjóvátryggingafélags ís- lands hf. og Almennra trygginga hf. í Sjóvá-Almennar hf. efldist tryggingafélag- ið mjög og keypti m.a. hlutabréf, sem rík- ið átti í Eimskipafélaginu og er nú lang- stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Hinar svonefndu „kolkrabbaumræður" hófust í framhaldi af þessum sviptingum í viðskiptalífinu og hafa áreiðanlega haft þau áhrif, að þrátt fyrir mikinn ijárhags- legan styrk hefur Eimskipafélagið haft hægt um sig í nokkur ár. Áthyglin hefur hins vegar í minna mæli beinzt að Sjóvá- Almennum hf. sem hafa á sama tíma jafnt og þétt styrkt stöðu sína með hlutabréfa- kaupum m.a. í Olíufélaginu hf. og má ekki á milli sjá, hvor er sterkari aðili í hlutabréfaeign, Burðarás hf. sem er eign- arhaldsfélag Eimskipafélagsins eða Sjóvá- Almennar hf. og ýmsir aðilar sem tengjast því fyrirtæki. Þetta er bakgrunnur þess viðskipta- stríðs, sem augljóslega er skollið á í land- inu. ÞAU FYRIRTÆKI, sem áður voru hluti af viðskiptaveldi Sambands ísl. sam- vinnufélaga hafa smátt og smátt endurskipulagt sig og þótt því sé mót- mælt af hálfu forráðamanna þeirra verður ekki annað séð en þau vinni skipulega og sameiginlega að því að efla stöðu sína á ný í viðskipta- og atvinnulífí landsmanna. Með sameiningu Samvinnutrygginga, sem var gagnkvæmt tryggingafélag, stofnað af Sambandinu en í eigu viðskiptavina fyrirtækisins og Brunabótafélags Islands, sem er í eigu sveitarfélaganna í landinu varð til gífurlega öflugt tryggingafélag, sem ræður yfír miklum fjármunum. Olíufélagið hf. hefur alla tíð verið eitt sterkasta fyrirtæki landsmanna og kemst mjög nálægt Eimskipafélaginu að styrk- leika. Fyrr á þessu ári náði Olíufélagið hf. nýju frumkvæði á olíumarkaðnum með kaupum á stórum hlut í Olíuverzlun ís- lands, sem þýðir í raun að Olíufélagið hf. ræður um 70% af olíumarkaðnum. íslenzkar sjávarafurðir hf. eru hlutafé- lag, sem byggt er upp á grunni Sjávaraf- urðadeildar SIS og hefur augljóslega verið að eflast mjög á síðustu árum. A aðal- fundi Samskipa hf. sem byggt er á grunni skipadeildar SÍS kom í ljós, að gífurleg umskipti til hins betra hafa orðið í rekstri fyrirtækisins. Þessi íjögur fyrirtæki eru kjaminn í þeirri viðskiptablokk, sem er að rísa upp á rústum Sambands ísl. samvinnu- félaga. Þau sækja Qárhagslegt bolmagn sitt til Olíufélagsins hf. og Vátryggingafé- lags íslands hf. Ef marka má aðgerðir þeirra í viðskiptalífinu á undanfömum misserum eru forráðamenn þeirra stað- ráðnir í að rétta hlut sinn eftir þá auðmýk- ingu, sem þessi þáttur viðskiptalífsins varð fyrir við hrun Sambandsins. Sambands- fyrirtækin endurskipu- leggja sig- Fyrirtækja- net HIN GÖMLU OG grónu fyrirtæki einkageirans, sem í áratugi háðu harða baráttu við Sam- bandsveldið, hafa bmgðizt hart við. Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í Morgunblað- inu um, að Eimskipafélagið væri orðinn annar stærsti hluthafinn í Skagstrendingi hf. Fyrirtækið hefur fram að þessu ekki fjárfest mikið í útgerðarfyrirtækjum. Sig- hvatur Bjamason, stjórnarformaður SÍF, REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 29. apríl fullyrti í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að Eimskip hefði hafíð skipuleg kaup á hluta- bréfum í SÍF. Þessu mótmælti fram- kvæmdastjóri Hafnarbakka hf., eins dótt- urfyrirtækja Eimskipafélagsins, sem sagði að Hafnarbakki hefði einungis tekið hluta- bréf í SÍF upp í skuldir. Sjóvá-Almennar hf. era eins og fyrr ekki jafn sýnileg á þessum markaði og Eimskipafélagið en það fyrirtæki hefur ásamt tengdum aðilum náð nokkuð sterkri stöðu innan Olíufélagsins hf. þótt það dugi ekki til yfírráða í fyrirtækinu. Jafn- framt var Sjóvá-Almennar hf. lykilaðili í kaupum einkaaðila á SR-mjöli hf. Þegar horft er yfír landið allt er ljóst, að tvennt er að gerast í viðskipta- og at- vinnulífi: Gömlu Sambandsfyrirtækin hafa endurskipulagt sig og hafíð nýja útrás til þess að auka umsvif sín. Þau beita mikilli hörku í þessum viðskiptum og hafa náð umtalsverðum árangri. Þau hafa náð yfír- burðastöðu á olíumarkaðnum og náð við- skiptum af Sölumiðstöðinni en þar sem það hefur mistekizt eins og á Ákureyri hefur það orðið dýrt fyrir Sölumiðstöðina. Nú ætlar SH bersýnilega að sjá til þess, að ÍS fái hlutabréfin í Fiskiðjusamlaginu á Húsavík ekki á silfurfati. Hins vegar hafa fyrirtæki einkageirans hafíð gagnsókn og fjárfesta nú í hlutabréf- um hingað og þangað en_þó alveg sérstak- lega í sjávarútveginum. I báðum blokkum era fyrirtæki í flutningum, tryggingum og olíusölu auk físksölu. Fari fram sem horf- ir verður um að ræða víðtæk gagnkvæm eignatengsl á milli allra helztu fyrirtækja landsmanna, helztu burðarásanna í at- vinnulífínu. Hér era að verða til fyrirtækja- net, sem vekja upp margvíslegar spuming- ar. í fyrsta lagi er ljóst, að átökin um sjávar- útvegsfyrirtæki, sem era að veralegu leyti í eigu sveitarfélaga, hafa mikil áhrif á pólitíkina í sveitarfélögunum, eins og í ljós kom á Akureyri og nú á Húsavík. Yfirleitt standa Sjálfstæðismenn í sveitarstjómum með fyrirtækjum einkaframtaksins. Þann- ig stóðu þeir með SH í bæjarstjóm Akur- eyrar og hafa áhuga á að SH komi til skjalanna á Húsavík. Framsóknarmenn standa hins vegar fast með fyrirtækjunum, sem risu á rústum Sambandsveldisins og Alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalags- menn koma til sögunnar eftir atvikum og geta sums staðar ráðið úrslitum. í raun- inni hefur ekkert breytzt. Sviðsetningin er önnur en átökin byggja á sama granni og þau gerðu á árum áður að öðra leyti en því, að nú er valdabarátta í fyrirrúmi í stað baráttu um ólíkar hugsjónir eða rekstrarform. í öðrú lagi má spyija hversu hagstætt það sé fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið, að slík fyrirtækjanet verði til. Þótt niðurstað- an geti verið jákvæð fyrir fyrirtækin sjálf í góðæri er meiri spuming hvað gerist á krepputímum og hvaða keðjuverkandi áhrif þessi nettengda eignaraðild getur haft við slíkar aðstæður. Jafnframt má halda því fram með rökum, að fámennis- veldi í atvinnulífinu verði ennþá meira en það er í dag, ísland verði í raun eign ör- fárra fyrirtækja og stjórnendur þeirra margfalt áhrifameiri en kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi og í ríkisstjóm. í þriðja lagi vakna líka spumingar um áhrif á rekstur þessara fyrirtækja allra. Þegar flutningafyrirtæki, tryggingafyrir- tæki og olíufyrirtæki eru með einum eða öðram hætti eignaraðilar að sjávarútvegs- fyrirtæki, hefur sjávarútvegsfyrirtækið litla möguleika á að ná hagstæðustu við- skiptum í flutningum, tryggingum og olíu- kaupum. Það er á valdi eigenda sinna. Að lokum er það almenningur, sem borgar brúsann. Sennilega verður þessari þróun ekki snúið við með stjórnvaldsaðgerðum. Að vísu má benda á, að í Bandaríkjunum t.d. er mjög sterk löggjöf, sem á að hindra einokun og hringamyndun. Nýjasta dæmi um sterk áhrif þessarar löggjafar er við- leitni stjórnvalda til að koma í veg fyrir kaup hugbúnaðarrisans Microsoft á litlu Morgunblaðið/Ingólfur hugbúnaðarfyrirtæki á sérhæfðu sviði hugbúnaðar. Hins vegar er hugsanlegt að tvennt geti haft áhrif á þessa þróun á markaðnum sjálfum: Annars vegar að lífeyrissjóðir komi meira til sögunnar og blandi sér í þennan leik með stórauknum hlutabréfa- kaupum. Þeir hafa margfalt meira fjár- magn en viðskiptablokkimar tvær, sem hér hafa verið nefndar. Hins vegar er hugsanlegt að erlendir fjárfestar sjái sér leik á borði að komast til mikilla áhrifa í atvinnulífí okkar með tiltölulega einföldum hætti. Fyrirtæki á borð við Irving Oil gæti auðveldlega náð miklum áhrifum hér með því að bjóða svo hátt verð í hlutabréf í nokkram lykilfyrirtækjum á markaðnum að því tilboði yrði ekki hafnað. Hagnr hlut- hafanna í UMRÆÐUM Á vettvangi banda- rísks viðskiptalífs er spumingin um hag hluthafanna ráðandi þáttur í afstöðu manna til svipt- inga í einstökum fyrirtækjum. Fyrir skömmu gerði auðkýfíngur þar í landinu tilboð í öll hlutabréf í Chrysler-bílaverk- smiðjunum. Hann hélt því fram, að hag hluthafanna væri betur borgið með því að taka tilboði hans en að rekstrinum yrði haldið áfram í óbreyttu formi. Honum var sérstaklega umhugað um, að með því að taka tilboði hans væri hægt að dreifa til hluthafanna mikilli peningaeign, sem fyrir- tækið hefur safnað í sjóði til þess að eiga til mögru áranna. Nú er að vísu umdeilt í Bandaríkjunum, hvort tilboð þessa auðkýfíngs hafí í raun og vera verið hagstætt fyrir almenna hlut- hafa en þessi hugsunarháttur, að fyrirtæki eigi að haga öllum aðgerðum sínum með tilliti til hagsmuna hlutháfa, er mönnum enn framandi hér, þótt áreiðanlega verði breyting á. Er viðskiptastríðið, sem nú er skollið á, t.d. hagstætt fyrir- eigendur þeirra fyrir- tækja, sem hlut eiga að máli? Raunar er álitamál hveijir eiga sum þeirra en það er önnur saga. Er það í raun og veru hag- stætt fyrir eigendur íslenzkra sjávarafurða hf. og Sölumiðstöðvarinnar að verja svo miklum fjármunum til þess að efla stöðu sína í sjávarútvegsfyrirtækjum? Erlendir kaupsýslumenn, sem kæmu að stjórnarborði sumra þessara fyrirtækja, væru líklegir til að spyija spurninga á borð við þessar: Hvað eram við að gera í algerlega óskyldum rekstri, sem við höfum enga þekkingu á? Fyrir þijátíu árum tíðk aðist það í Bandaríkjunum að byggja upp viðskiptasamsteypur með fyrirtækjum í algerlega óskyldum rekstri. Þetta fyrir- komulag gafst ekki vel og meir og meir hafa menn horfið til þess að sinna því í viðskiptum, sem þeir kunna bezt — halda sig við sinn leista eins og sagt er. Aðalatriðið er þó, að eðlilegar leikreglur ríki á þessum orastuvelli og að þær séu virtar. Þar skiptir höfuðmáli, að hagur allra hluthafa sé tryggður. í því felst m.a„ að fyrirtæki, sem hefur náð ráðandi hlut í öðru fyrirtæki, verði skyldað til að bjóð- ast til að kaupa þau hlutabréf sem eftir eru á sama verði. í því felst líka, að þessi viðskipti verði sýnileg, þannig að almennir hluthafar geti fylgzt með þeim sviptingum, sem standa yfir í þeirra eigin fyrirtæki. Þess verður vart, að stjórnendur þeirra hlutafélaga, sem starfa á opnum markaði, telji að leikreglur séu ósanngjamar strax í byijun þar sem sum fyrirtæki era opin en önnur lokuð. En að vísu getur enginn knúið eigendur til þess að opna fyrirtæki og skrá hlutabréf í því á opnum markaði. Viðskiptastríðið á eftir að setja mark sitt á samfélagið næstu mánuði og miss- eri. Þátttakendur í því era nokkuð jafnir að styrkleika, þegar allt er skoðað. Úrslit þess era ekki ljós en það er fullkomið álita- mál, hvort það er nokkram til hagsbóta. ÍBRÉFITILMORG Stríðið í Ví- etnam unblaðsins, sem birtist hinn 23. apríl sl„ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, m.a.: „Nú era tveir áratugir liðnir frá ósigri Bandaríkjanna í Víetnam. Af því tilefni mætti spyija, hvort þess sé nokk- ur von, að íslenzkir stjómmálamenn og málgögn þeirra, ekki sízt Morgunblaðið, sem lengst af studdi stríðsrekstur Banda- ríkjanna, muni gera ærlega úttekt á af- stöðu sinni til Víetnamstríðsins og freista þess að bæta fyrir hana.“ Af þessu tilefni er ástæða til að vekja athygli á umfjöllun ritstjóra Morgunblaðs- ins hinn 21. október 1990. Þar sagði m.a.: „Víetnam var fórnardýr þeirra átaka, sem áttu sér stað milli stórveldanna undir yf- irskini lýðræðis eða kommúnisma. Það var mesta áfall þeirra, sem trúðu á frið og frelsi... Þeir, sem vora talsmenn stríðsins, höfðu einungis rétt fyrir sér í einu atriði: Að landið hyrfi undir alræði marxismans ef kaninn tapaði. Og enginn dregur í efa að raunin hafí orðið sú ... Þegar við lítum yfir sögu Víetnams, sem við hefðum mátt huga betur að á sínum tíma, sjáum við hvernig þjóðfrelsisöfl notuðu kommúnisma sem tæki í baráttu sinni og kaninn veðjaði á vitlausan hest. Hann veðjaði á spillta stjórnmálamenn í Sægon. Það er auðvelt að sjá þetta eftirá, en blasti ekki við á 7. áratugnum, þegar Kennedy forseti var að ganga í gildruna. Hann hefði náttúrlega átt að láta þetta lýðræðislausa land eiga sig og leyfa Frökkum einum að hafa áhyggjur af því.“ „Þegar horft er yfir landið allt er ljóst, að tvennt er að gerast í við- skipta- og at- vinnulífi: Gömlu Sambandsfyrir- tækin hafa eridur- skipulagt sig og hafið nýja útrás til þess að auka umsvif sín. Þau beita mikilli hörku í þessum viðskiptum og hafa náð umtals- verðum árangri. Hins vegar hafa fyrirtæki einka- geirans hafið gagnsókn og fjár- festa nú í hluta- bréfum hingað og þangað en þó al- veg sérstaklega í sjávarútvegin- um... Fari fram sem horfir verður um að ræða víð- tæk gagnkvæm eignatengsl á milli allra helztu fyrirtækja lands- manna, helztu burðarásanna í atvinnulífinu.“ -•v. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.