Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 51 I I I i I I I I ÍÞRÓTTIR HESTAR Reiðhöll risin íGlaðheimum GUSTUR í Kópavogi vígði ný- lega myndarlega reiðskemmu eða öllu heldur reiðhöll á svæði félagsins Glaðheimum. Rramkvæmdir hófust fyrir um það bil ári síðan og var félag- inu skilað húsinu fokheldu um mitt síðasta ár og voru fram- kvæmdir eftir það f höndum þess. REIÐHÖLLIN er hin veglegasta að allri gerð. í henni er er reið- Valdimar Kristinsson skrifar völlur 20x40 metrar að stærð auk hesthúss og sam- komusalar. For- maður félagsins Hallgrímur Jónas- son bauð vígslu- gesti velkomna og gerði grein fyr- ir tilurð hússins og byggingasögu þess í máli sínu. Formaður Lands- sambands hestamannafélaga, Guðmundur Jónsson og forseti Í.S.Í. Ellert B. Schram tóku til máls og óskuðu Gustsmönnum til hamingju með mannvirkið sem þeir töldu báðir mikið framfaraspor fyrir hestamennskuna. Auk þeirra fluttu formenn nágrannafélaganna stutta tölu og færðu Gusti góðar gjafir. Ennfremur ávarpaði bæj- arsstjórinn Sigurður Geirdal og forseti bæjarstjórnar Gunnar Birg- isson gesti en Kópavogsbær fjár- magnaði bygginguna að stórum hluta. í tilefni vígslunnar höfðu Gusts menn sett upp stutta sýningu þar sem sjá mátti spræka hesta og snjalla knapa í ýmiskonar skraut- reið auk þess sem knapar og hest- ar spiluðu fótbolta með bolta sem var tæpur metri í þvermál. Ekki er að efa að reiðhöllin verður mikli lyftistöng fyrir félagsstarfið í Gusti bæði hvað varðar framþróun í þjálfun hrossa og manna auk þess sem aðstaða til funda og skemmtanahalds hefur stórbatnað með tilkomu hallarinnar. Fer vel á því að óska Gustsmönnum til hamingju með þessa veglegu stað- arbót. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson REIÐHÖLLIN, sem þykír hln veglegasta, mun vafalaust stuðla að skjótum framförum í relðmennsku hjá þelm Gustsfélögum. KNATTSPYRNA Þorvaldur bestur og Lárus Orri vinsæll ÞORVALDUR Örlygsson var á dögunum kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Stoke, annað árið í röð. Það er virt félag sem kallast City Vale sem stendur fyrir kjörinu en forseti þess er einn besti knattspyrnu- maður allra tíma, Sir Stanley Matthews, fyrrum leikmaður með Stoke. Hinn Akureyringurinn i liðinu, Lárus Orri Sigurðsson, hefur átt fast sæti í aðalliðinu að undanförnu og staðið sig mjög vel. Hann var kos- inn leikmaður marsmánaðar hjá félaginu, og skv. fréttum Stoke Cent- intel er hann í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Skv. blaðinu virðist hann öruggur með að verða kosinn besti ungi leikmaður- inn í liðinu í vetur og jafnvel koma sterklegá til greina í kjöri stuðnings- mannafélagsins á besta leikmanni keppnistímabilsins, þó svo hann hafí aðeins tekið þátt í 19 af 54 leikjum. -kjarni málsins! 141 ÚRVALÖTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafiiarfirði: sími 565 23 66, KeflavOt: sfmi 11353. Selfossi: sími 21666, Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboðsmöunum um land allt. » : 29. júní -15. júlí Þú fellur í stafi yfír töfrurn Barcelona, nýtur ljúfa lífsins í Cannes, Nice og Monaco og verður ástfangin(n) upp fyrir haus af ítalska matnum, mannlífinu og menningunni. Ógleymanleg munaðarferð um Suður-Evrópu. Fararstjóri Hólmfrfður Matthíasdóttir, blaðamaður. Sérkjör fyrir Far- og GuUkorthafa 126.845 kr. á mann í tvlbýli Enn á ný bjóðast handhöfum Far- og Gullkorta VISA sérferðir með Úrvali-Útsýn á einstökum kjörum. Prag. Dresden. Beriín og Varsjá 2. -15.júní Einstök ferð um Austur-Evrópu þar sem heimsóttar eru nokkrar af fegurstu borgum álfunnar. Stórfenglegar byggingar, leiftrandi saga, heillandi menning - ferð sem þú gleymir aldrei. Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir. Sérkjör fyrir Far- og Gullkorthafa 130.805 kr. á mann í tvíbýli Á°V Up^; SIIMABRimiD SI/ATA. III Pl lÓTSVATMI * ' 3 StimarbúAír skáta -Úlfljóbvalni Að Úlfljótsvatni verða í sumar tækifæri fyrir börn 8 - 12 ára til að öðlast mikilsverða reynslu: þau komast í snertingu við náttúruna, eignast félaga úr fjölbreyttum hópi og taka þátt í þroskandi starfi og leik. Ahersla er lögð á útiveru, jafnt gönguferðir og náttúruskoðun sem íþróttir og leiki. Auk þess má nefna sund- og bátsferðir, föndurvinnu úti og inni, íþróttir, fjársjóðsleit, gróðursetningu, kvöldvökur og varðelda. Dvalartímabil © os.júú- i i.júú O 08. JÚNÍ -14. JÚNÍ © 12. JÚLÍ -18. JÚLÍ © 20.JÚNÍ-26.JÚNÍ © 2I.JÚLÍ-27.JÚU © 27.JÚNÍ-03.JÚLÍ o 28.JÚLÍ-03.ÁGÚST Innritoð er ■ Skátahúsinu Snorrobraut 60 alla virka daga frá kl. 10:00-14:00. Símar: 562 1390 / 551 5484 SUMARBÚÐIR SKÁTA • ÚLFLJÓTSVATNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.