Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 56

Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 56
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 varða víðtæk fjármálaþjönusta Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLADIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR MEÐ VSK A Atök á aðalfundi Lyfjaverslunarinnar Rekstur hefst í Litháen í sumar STEFNT er að því að ný dreypilyfjaverksmiðja í Litháen í meirihluta- eigu íslenskra aðila hefji starfsemi í júlí í sumar. Stofnkostnaður verk- smiðjunnar er áætlaður 650 milljónir króna en hlutaféð er 208 milljón- ir. Þar af eiga Lyfjaverslun Íslands hf. og íslenska heilsufélagið hf. um tvo þriðju hluta en annað hlutafé er í eigu litháískra og sænskra aðila. annarsvegar um að ræða fjóra af fimm fulltrúum sem ríkið skipaði í stjórnina á síðasta ári ásamt ein- um starfsmanni og hinsvegar fimm manns undir forystu Jóns Þorsteins Gunnarssonar. Talningu atkvæða var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gær. Jón Þorsteinn gagnrýndi fráfar- andi stjóm harðlega í ávarpi sínu á fundinum og sagði hana vilja hindra það að nýir hluthafar fengju fulltrúa í stjórn félagsins. Þá sagði hann fráfarandi stjórn síður en svo hafa unnið nein afrek í þágu fé- lagsins. Hún hefði látið hjá líða að hefja skipulega vinnu við stefnumótun fyrirtækisins. Af hálfu stuðningsmanna fráfarandi stjórnar var m.a. lögð áhersla að ekki mætti raska stöðugleikanum í félaginu og góðu samstarfí stjórn- ar og starfsmanna. Hlutafjárframlag Lyfjaverslun- arinnar hefur að stórum hluta fal- ist í tækniaðstoð og hafa t.d. sex sérfræðingar frá Litháen dvalið hér á landi að undanförnu í starfsþjálf- un hjá fyrirtækinu. Einnig hafa verið ráðnir tveir íslenskir stjórn- endur til fyrirtækisins. Á árinu 1994 var unnið við að reisa vöruhús og þjónustubygg- ingu verksmiðjunnar í Litháen og hafa framkvæmdir gengið sam- kvæmt áætlun en þær eru í hönd- um íslenskra aðalverktaka. Þetta kom fram á aðalfundi Lyfjaversl- unar Islands í gær sem tæplega 300 hluthafar með 56,68% at- kvæðamagn sátu. Fylkingar hluthafa Ellefu manns buðu sig fram í stjórnarkjöri á fundinum og tókust á tvær fýlkingar hluthafa. Þar var Þjóðskjala- safn fær sal í Safnahúsi ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ mun á næstunni taka í notkun lestrarsal- inn í Safnahúsinu við Hverfísgötu fyrir gesti safnsins, og að sögn Olafs Asgeirssonar þjóðskjalavarð- ar er sennilegt að safnið hafí salinn til umráða næstu 3-5 ár. I safnahúsinu er auk annarrar aðstöðu þegar fyrir hendi lestrar- salur Þjóðskjalasafnsins sem tekur 17 manns í sæti, og í stóra lestrar- salnum er aðstaða fyrir 36 gesti. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Penninn víkur fyrir tölvunni HÓPI nemenda, sem eru að ljúka stúdentsprófi frá Verzlun- arskóla íslands, var í gærmorg- un leyft að taka ritgerðarpróf sín í íslensku á tölvur. Að sögn Guðrúnar Egilson, deildarstjóra í íslensku við Verzlunarskólann, er þetta í fyrsta skipti sem nemendur fá að skrifa prófritgerðir inn á tölvur, en forsenda þess var sú að nemendurnir væru vanir tölvum og gætu skrifað textann beint inn. „Það var 70-80 manna hópur sem nýtti sér þetta. Þarna er um algera tilraunastarfsemi að ræða sem gekk mjög vel. Upp- setningin var stöðluð og voru allar ritgerðimar prentaðar út í lokin þar sem kennarinn tók við þeim,“ sagði Guðrún. Lést í bílveltu TVÍTUGUR maður úr Þorlákshöfn beið bana í bílveltu á Þorlákshafnar- vegi á föstudagskvöld. Slysið varð um 200 metrum sunn- an við mót Þorlákshafnarvegar og Ölfusvegar. Maðurinn, sem var einn á ferð, missti bíl sinn út í kant og kastaðist út þegar bíllinn valt. Hann var talinn látinn þegar að var kom- ið örskömmu síðar. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -------------- Mokveiði krókabáta AFLABRÖGÐ krókabáta á Snæ- fellsnesi hafa verið góð undanfarna daga. Þrír bátar í Olafsvík komu í vikunni með 2,7 tonn eftir daginn sem er óvenjulega góð veiði. Grundfirskir bátar fengu mok- veiði í Kolgrafarfírði, stóran og góð- an þorsk. Trillur fengu þar allt upp í 2 tonn. Línubátar frá Ólafsvík hafa einn- ig verið í góðri veiði og komið með allt að fímm tonn af steinbít. Drag- nótarbátar hafa fengið minna. ♦ ♦ ♦---- A Ognaði með byssu MAÐUR var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt eftir að skot hafði hlaupið úr byssu sem hann ógnaði manni með. Lögregla var kvödd að húsi við Nökkvavog á fjórða tímanum um morguninn. Þar hafði tveimur mönn- um lent saman og annar að sögn ógnað hinum með byssu. Skot hljóp úr byssunni í sama mund og sá sem ógnað var bægði frá sér hlaupinu. Skotið lenti í vegg og hlaust ekki teljandi skaði að. Byssumaðurinn var færður í fangageymslur og til yfirheyrslu hjá RLR síðdegis í gær. Erfiðleikar gætu orðið á sjúkrahúsum á landsbyggðinni eftir mánuð Um 200 hjúkrunarfræðing- ar hóta að hætta störfum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hvítbláinn fannst íkjallara EINTAK af hvítblánum, gömlum íslenskum fána, fannst í kjallara Laufásvegar 43, húsnæði sem Reykjavíkurborg keypti með öllu innbúi af erfingjum Vigfúsar Guðmundssonar frá Engey. Hef- ur Árbæjarsafn í hyggju að gera húsið að safni. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur borgarminjavarðar er hér um merkilegan fund að ræða, þar •sem enginn hvítbláinn er til í eigu Árbæjarsafns. Einar Benediktsson vildi gera hann að þjóðfána og var hann fyrstur dreginn að húni 1897, en þríliti fáninn Ieysti hann af hólmi árið 1915, fyrst sem sérfáni en varð þjóðfáni 1918. B Nær óbreytt heimili/B34-35 UM 200 hjúkrunarfræðingar sem starfa við sjúkrahús á landsbyggð- inni hóta að hætta störfum 1. júní nk. Ástæðan er sú að sérsamningi við þá um staðaruppbót hefur verið sagt upp. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af stöðu mála. Hún segist ekki hafa haft tíma til að skoða alla þætti málsins. Það sé eitt af mörgum sem bíði ákvarðana- töku í heilbrigðisráðuneytinu, en verði tekið föstum tökum á næstu dögum og vikum. Óll sjúkrahús á landsbyggðinni sögðu upp sérsamningum við hjúkr- unarfræðinga nema sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi. Hjúkrunar- fræðingar, sem vinna hjá Sjúkra- húsi Isafjarðar, líta svo á að bréf um uppsögn á staðaruppbót hafi borist of seint og því taki það ekki gildi fyrr en 1. júlí. Uppsagnir sérsamninganna eru tilkomnar að frumkvæði heilbrigðis- ráðuneytisins. Með þeim fyrirhugar ráðuneytið að samræma staðarupp- bætur hjúkrunarfræðinga sem starfa á landsbyggðinni. Tillögur ráðuneytisins gera ráð fyrir að sjúkrahúsunum verði skipt í þrjá flokka. í einum flokknum verði eng- ar bætur greiddar, í öðrum verði hjúkrunarfræðingum í fullu starfi greiddar 12.000 krónur á mánuði og í þriðja fái hjúkrunarfræðingar 18.000 krónur. Málssókn ekki útilokuð Sigríður Jóhannsdóttir, trúnaðar- maður hjúkrunarfræðinga á Sjúkra- húsi Selfoss, sagði að hjúkrunar- fræðingar litu á uppsögn sérsamn- ings um staðaruppbót sem uppsögn úr starfi. Staðaruppbótin væri hluti af ráðningarkjörum hjúkrunarfræð- inga og ekki væri hægt að segja upp hluta af kjörum hjúkrunarfræð- inga. Hún sagði að hjúkrunarfræðingar hefðu sent sjúkrahússtjórninni bréf þar sem þessi afstaða væri ítrekuð. Sigríður sagði að sjúkrahússtjórnin hefði lýst því yfir að viðbrögð henn- ar myndu skýrast í byrjun maí. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur ekki komið að þessu máli með beinum hætti. Vigdís Jóns- dóttir, hagfræðingur félagsins, sagði að þar sem um væri að ræða ráðningarsamninga við hvern og einn hjúkrunarfræðing yrði viðkom- andi hjúkrunarfræðingur sjálfur að taka ákvörðun um hvort hann gengi út 1. júní. Félagið hefur Iátið vinna lög- fræðiálit um stöðu hjúkrunarfræð- inganna á landsbyggðinni og Vigdís sagði ekki útilokað að leitað yrði til dómstóla ef samkomulag tækist ekki um málið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.