Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D 99. TBL. 83. ÁRG. . FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Keðjugengi end- urreist í Alabama Búist við að fleiri ríki taki upp refsinguna sem er umdeild meðal fangelsisstjóra Elkmont, Alabama, New York. Daily Telegraph, Reuter. KEÐJUGENGI, refsifangar hlekkjaðir saman til vinnu utan fangelsismúra, birtust á ný í gær í Alabama, í fyrsta sinn í þrjá ára- tugi. Þykir það til marks um herta stefnu bandarískra ráðamanna gagnvart glæpastarfsemi og ásetn- ing þeirra að sýna skattgreiðend- um í verki, að ekki er dekrað við glæpamenn. Fjögur hundruð fangar voru hlekkjaðir á fótum, fimm í hverri keðju, og látnir hreinsa illgresi og tína rusl meðfram ríkishraðbraut 65, umferðarþyngsta vegi Alab- ama-ríkis. Vonar Fob James ríkis- stjóri að senn verði þúsund fangar við störf af þessu tagi. Fangarnir voru í áberandi ein- kennisklæðum sém á var prentað „keðjugengið“. Búist er við að fleiri ríki fylgi fordæmi Alabama. Fulltrúi bandarískra fangels- isyfirvalda sagði að um vísvitandi niðurlægingu á föngunum væri að ræða og sagðist hann óttast að hún ætti eftir að valda bakslagi í fangelsum. Aðferðin væri mjög umdeild meðal stjórnenda þeirra. Keðjugengin voru aflögð á sjötta áratugnum þar sem meðferðin á föngunum, jafnvel í suðurríkjun- um, þótti ekki mönnum sæmandi. Mannréttindasamtök Bandaríkj- anna hófu í gær aðgerðir til þess að fá meðferðina bannaða. Sveitarstjórnarkosningar 1 Bretlandi * Ihaldsmenn hart gagnrýndir London. Reuter. ÁÆTLANIR bresku ríkisstjórnar- innar um að skattleggja atvinnu- lausa húseigendur vöktu hörð viðbrögð í gær, dag- inn fyrir sveitarstjómar- kosningar þar í landi. Kemur það sér einkar illa fyrir John Major forsæt- isráðherra þar sem kosn- ingarnar kunna að ráða úrslitum um pólitíska framtíð hans. Skoðanakannanir benda til þess að íhalds- menn muni tapa miklu fylgi í kosn- ingunum. Ofan á það bættust í gær ásakanir í breskum blöðum um að stjórnin hygðist skattleggja at- vinnuleysisbætur til þeirra sem fá húsnæðislán. Kenneth Clarke fjár- málaráðherra sagði að ekki yrði af þeirri skatt- heimtu en stjórnarand- stæðingar hentu fréttirn- ar engu að síður á lofti. Þá sökuðu þingmenn Verkamannaflokksins stjórnina um að reyna að seinka vaxtahækkun til að koma í veg fyrir frekara fylgishrun. Clarke sagði andstæð- inga sína hins vegar reyna að þyrla upp pólitísku moldviðri til að beina athyglinni frá málefnum einstakra sveitarfélaga. Major Reuter KRÓATÍSKAR hjúkrunarkonur huga að kornabörnum í neðanjarðarbyrgi barnaspítalans í Zagreb í gær. Þrjár eldflaugar, sem Serbar skutu á borgina til að hefna árásar Króata inn á yfirráðasvæði þeirra, hæfðu sjúkrahúsið í gær. Serbar í Króatíu fallast á vopnahlé Zagreb, Genf, París. Reuter. LEIÐTOGAR Serba í Króatíu féll- ust á vopnahlé í gær eftir að hafa haldið áfram eldflaugaárásum á Zagreb til að hefna árásar Króata inn á yfirráðasvæði þeirra. Yasushi Akashi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, samdi drög að vopnahléssamkomulaginu og sagði að tryggja ætti að serbneskir hermenn og óbreyttir borgarar fengju að fara frá Vestur-Slavoníu undir vernd friðargæsluliða til Bosníu. Króatíuher náði Vestur- Slavoníu á sitt vald í tveggja daga sókn fyrr í vikunni. Samkomulagið dregur úr líkun- um á því að allsheijarstríð blossi upp í Króatíu og hugsanlega víðar á Balkanskaga. Lögreglumaður beið bana og 43 særðust í eldflaugaárásum Serba á Zagreb í gær. Eldflaugarnar sem Serbar beita eru með klasasprengj- ur |em dreifa málmkúlum yfír stórt svæði. Lögreglumaðurinn sem beið bana var að reyna að gera sprengju óvirka eftir að hún lenti á tré við helsta barnasjúkrahúsið í borginni. 400 böm höfðust við í kjallara sjúkrahússins eftir árásina. Eldflaug lenti einnig á þaki leik- húss í borginni og féll niður í sal þar sem balletdansarar voru á æf- ingu. Á meðal þeirra sem særðust voru 20 Úkraínumenn, Rússi, Rúm- eni og Breti. Serbar afvopnaðir Eldflaugunum var skotið af hreyf- anlegum skotpöllum á yfirráða- svæði Serba um 50 km suðvestur af Zagreb. Serbneskir hermenn, sem voru yfirbugaðir í Vestur-Slavoníu, af- hentu friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna þungavopn sín. Yasushi Akashi hvatti Króata til að flytja hersveitir sínar af svæðinu og íáta friðargæsluliðið um að halda uppi eftirliti þar. Sendiherra Króatíu hjá Sameinuðu þjóðunum hafði þegar hafnað þeirri hugmynd og sagt að Króatar hefðu rétt til að hafa her- menn á svæðinu þar sem það væri innan landamæra Króatíu. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að Evr- ópusambandið væri að íhuga að slíta viðræðum um samstarfssamn- ing við Króatíu til að mótmæla hernaðaraðgerðunum í Vestur- Slavoníu en hygðist halda þeim áfram um sinn. ■ Allsheijarstríð ólíklegt/ 20 Signr blasir við Chirac eftir jafntefli í kappræðu París. Reuter. FRANSKIR stjórnmálaskýrendur voru á einu máli í gær, um að jafn- tefli hefði orðið í sjónvarpskapp- ræðum forsetaframbjóðendanna, Jacques Chiracs borgarstjóri í París og sósíalistans Lionels Jospins, í fyrrakvöld. Það væri sama og ósig- ur fyrir Jospin sem verið hefði 8-10% prósentustigum fylgisminni en Chirac fyrir einvígið. Ur þessu ætti því ekkert að koma í veg fyr- ir að Chirac færi með sigur af hólmi næstkomandi sunnudag. Frambjóðendurnir sátu allan tímann á honum stóra sínum og sýndu hvor öðrum mikla kurteisi með þeim afleiðingum að áhorfend- ur voru að meðaltali aðeins 17 milljónir eða mun færri en búist var við og talsvert færri en fyrir bæði kosningarnar 1981 og 1988. Alain Duhamel, einn kunnasti stjórnmálaskýrandi landsins, lýsti jafntefli í einvíginu og sagði að það myndi litlu sem engu breyta um fylgi frambjóðendanna. Nái Jacques Chirac kjöri sem Frakklandsforseti eru miklar líkur taldar á, að Alain Juppe utanríkis- ráðherra taki við starfi forsætisráð- herra. I ráðherratíð sinni hefur orðstír hans eflst heima fyrir sem erlendis en hann þykir skarpur í hugsun, úrræðagóður og skýr. Francois Mitterrand Frakklands- forseti stjórnaði síðasta ríkisstjórn- arfundi sínum í gær. Að því loknu varpaði hann blómvendi í Signu á þeim stað þar sem skallabullur drekktu innflytjanda frá Marokkó á mánudag. Vottaði hann hinum látna virðingu sína með einnar mínútu þögn á staðnum. Fulltrúar Chiracs og Jospins vörpuðu sömu- leiðis blómvendi í ána. Morðið átti sér stað við Caroussel-brúna í þann mund er útifundi Þjóðfylkingarinn- ar, flokks hægriöfgamannsins Je- an-Marie Le Pens, lauk. Le Pen sagðist í gær ætla að skila auðu í kosningum á sunnu- dag. Hann hlaut 15,1% atkvæða i fyrri umferðinni og benda kannanir til, að helmingur stuðningsmanna hans muni kjósa Chirac, fjórðungur Jospin og um fjórðungur muni fara að dæmi foringja síns og skila auðu. ■ Hlutverkaskipti/28-29 Reuter FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti varpar blómvendi í Signu við Caroussel-brúna, á þeim stað þar sem skallabullur drekktu innflytjanda frá Marokkó á máuudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.