Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 4

Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUll 4. MAÍ 1995 FRÉTTIR Heldur hænsni í garði sínum í Hafnarfirði Aldrei kvartað undan hanagali fyrr Tryggingastofnun Tólf sækja um stöðu læknis TÓLF umsóknir bárust um stöðu tryggingayfirlæknis en umsókn- arfresturinn rann út 30. apríl síðastliðinn. Umsækjendur eru Gauti Am- þórsson, Gunnar Ingi Gunnars- son, Halldór Baldursson, Hrafn V. Friðriksson, Kristján Bald- vinsson, Ólafur Hergill Oddsson, Sigurður Thorlacius, Vigfús Magnússon, Þorsteinn Njálsson og Þórarinn Ólason. Tveir um- sælq'enda óska nafnleyndar. „ÉG FÉKK hænurnar og hanana í kaupbæti með húsinu. Hérna hafa verið hænsni í mörg ár og ég ætla mér að hafa þau áfram. Það hefur aldrei verið kvartað fyrr en nú, en þá heyrðist gal í öðrum hananum, þar sem gleymst hafði að loka hlera, svo hann komst út í netgirðingu," segir Hafþór Kristjánsson, íbúi við Hverfisgötu 8 í Hafnarfirði. Hafþór heldur átta hænur og tvo hana í garðinum við hús sitt og búa hænsnin í sátt og sam- lyndi við köttinn Rósmund og tíkina Trýnu. Fyrir skömmu barst kvörtun til lögreglunnar í Hafnarfirði, um að annar haninn héldi vöku fyrir fólki með gali kl. 4 á nóttunni. Lögreglan segir að lengfi hafi verið vitað af litla hænsnabúinu, en menn hafi ekki verið að fetta fingur út í það þótt leyfi hafi vantað, þar sem aldrei hafi verið kvartað. Hafþór segir að hann telji 99% af nágrönnum sínum ánægða með hænsnin. „Ég hef sjálfur aidrei orðið var við gal í hanan- um, en um daginn komst hann út að nóttu til, svo einhverjir heyrðu í honum. Mér finnst ha- nagal nú ekkert til að gera veð- ur út af miðað við drunur í stór- um diselbílum, sem aka Reykja- víkurveginn á nóttunni, en fólk þekkir það hljóð víst betur og kippir sér því síður upp við það. Heilbrigðiseftirlitið kom í heim- sókn til mín eftir kvörtunina, en bæjaryfirvöld munu víst fjalla um málið.“ Heimilislegt Nágrannakona Hafþórs, sem Morgunblaðið ræddi við, segir að hani hafi verið í garðinum í mörg ár. „Mér finnst heimilislegt og gaman að heyra hanagal af og til og sé ekki neina ástæðu til að kvarta.“ Morgunblaðið/RAX HANINN, sá ljósi, hreykir sér á öðrum fæti í hænuhópnum og kærir sig kollóttan um kærur vegna morgunsöngs. Eigandinn, Hafþór Kristjánsson, fylgist stoltur með hópnum. Mjólkurfræðingar fylgja verkfallsboðun sinni eftir með yfirvinnubanni Gæti komið til mjólkur- skorts í lok næstu viku KOMI verkfall mjólkurfræðinga til fram- kvæmda eru horfur á að skortur verði á mjólk- urvörum í versiunum á höfuðborgarsvæðinu í lok næstu viku. Möguleikar Mjólkur-samsöl- unnar í Reykjavík og Mjólkursamlags KEA til að bregðast við verkfallinu eru takmarkaðir því að mjólkurfræðingar hafa boðað yfirvinnu- bann frá og með næsta föstudegi. Mjólkurfræðingar hafa boðað verkfall hjá KEA 8.-10. maí og hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 10.-12. maí. Yfirvinnubann hjáöllum mjólkurbúum á landinu kemur til framkvæmda á miðnætti 5. maí. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkurs- amsölunnar í Reykjavík, sagðist gera ráð fyrir að verkfallið myndi leiða til skorts á mjólkur- vörum í verslunum í Reykjavík í lok næstu viku. Guðlaugur sagði að sala á mjólk væri mun meiri í síðari hluta vikunnar en í upphafi vik- unnar. Að jafnaði seldist helmingi meira af mjólkurvörum á fimmtudegi og föstudegi en á mánudegi og þriðjudegi. Guðlaugur sagði að yfírvinnubannið gerði það að verkum að Mjólk- ursamsalan ætti erfitt með að auka fram- leiðslu dagana fyrir verkfall. Guðlaugur sagð- ist þó gera ráð fyrir að reynt yrði að auka framleiðslu nk. föstudag. Með því móti yrði væntanlega hægt að bjarga málum í upphafí vikunnar. Guðlaugur sagði að yfirvinnubannið gerði það að verkum að framleiðslutíminn yrði styttri en ella. Á mánudagsmorgnum væru öll tæki sótthreinsuð og og það tæki um tvo tíma. Mjólkurfræðingar sinntu einnig þvottum í lok vinnudags, sem tæki yfír einn klukkutíma. Framsleiðslutíminn á mánudaginn yrði því vart meiri en fímm klukkutímar. Yfirvinnubann mjólkurfræðinga gildir um allt land Hugsanlegt er talið að ef tii verkfalls komi í Reykjavík leiti verslanir eftir því að fá mjólkurvörur frá mjólkursamlögum sem ekki verða í verkfalli. Framleiðslugeta þeirra er hins vegar takmörkuð. Ljóst er að þau geta alls ekki annað þörfum markaðarins á höfuðborg- arsvæðinu í verkfallinu. Yfirvinnubannið gerir það auk þess að verkum að samlögin eiga erf- itt með að auka framleiðslu til að mæta auk- inni eftirspurn. Hólmgeir Karlsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlagi KEA, sagði að verkfall myndi raska verulega framleiðslu í samlaginu. Hann sagði að stjórnendur samlagsins væru ekki búnir að ræða hvernig brugðist yrði við, en reynt yrði að haga framleiðslunni á þann veg að neytendur yrðu fyrir sem minnstri röskun. Hólmgeir sagði að ákvörðun hefði ekki ver- ið tekin um hvort mjólk yrði sótt til bænda í Eyjafirði ef til verkfalls kæmi. Hann sagði að samráð yrði haft um það við bændur. Rútuferðir suðvestanlands leggjast af Komi boðað verkfall Bifreiðafélagsins Sleipnis til framkvæmda 11. maí falla strætis- vagnaferðir niður í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Áætlanaferðir út frá Reykjavík falla líka niður. Þannig verða t.d. engar rútuferðir til Keflavíkur, Selfoss, Borgar- ness, Snæfellsness eða til Akureyrar. Verkfall- ið raskar hins vegar ekki strætisvagnaferðum í Reykjavík. Gera má einnig ráð fyrir að verkfallið leiði til erfíðleika við flutning keppenda á heims- meistaramótið í handknattleik. Forráðamenn mótsins ræða nú leiðir til að bregðast við verk- fallinu. í Sleipni eru rúmlega 150 félagsmenn. Fé- lagssvæðið er allt Reykjanes, Gullbringusýsla, Borgarfjarðarsýsla og Snæfellsnessýsla. Samningafundi Sleipnis og viðsemjenda þeirra lauk í gær án þess að samningar tæk- just. Eitthvað mun þó hafa miðað í samkomu- lagsátt. Annar fundur hefur verið boðaður í dag. Enginn fundur hefur hins vegar verið boðaður í kjaradeilu mjólkurfræðinga. :( aJttTJDH3M MORGUNBLAÐIÐ Þungur fótur í léttri færð LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur haft í nógu að snúast und- anfarna daga, enda segin saga að bensínfótur ökumanna þyngist eftir því sem færðin léttist. Frá þriðjudagsmorgni fram á miðvikudagsmorgun voru yfir 100 ökumenn stöðvaðir fyrir umferðarlagabrot og höfðu flestir farið of geyst. Af þessum hópi ökumanna sá lögreglan ástæðu til að áminna 67, en 16 að auki fóru svo hratt að lögreglan kærði þá fyrir athæfið. Þá hefur lögreglan einnig haft klippurnar á lofti undan- farna daga og fjarlægt númer af bílum ef eigendurnir hafa trassað að greiða bifreiðagjöld, svokallaðan þungaskatt. 255 millj. tap á gjaldþroti Saltfélagsins SKIPTUM er lokið í þrotabúi íslenska saltfélagsins hf., sem varð gjaldþrota 4. maí í fyrra. Alls var lýst 267 millj. kr. kröf- um í búið en rúmum 12 millj- ónum króna var úthlutað til kröfuhafa. 12 milljónirnar runnu allar til forgangskröfuhafa og nægðu fyrir 37% höfuðstóls þeirra krafna, sem samkvæmt því námu alls um 32 milljónum króna. Ekkert kom hins vegar í hlut almennra kröfuhafa en kröfur þeirra námu alls um 235 milljónum króna, auk vaxta og kostnaðar. Reiðhjól hverfa REIÐHJÓL eru farin að hverfa frá réttmætum eigendum sin- um, en á vori hveiju fara reið- hjólaþjófar á kreik um leið og sést til hjólanna á ný eftir ófærð vetrarins. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að fingra- langir hjólreiðamenn séu aug- Ijóslega komnir á stjá í um- dæmi Iögreglunnar í Reykja- vík, því ekki sé óalgengt að daglega berist fimm tilkynn- ingar um reiðhjólaþjófnaði. Með vopn úr plasti LÖGREGLAN í Reykjavík af- vopnaði mann í gær, eftir að henni bárust ábendingar um að hann væri gyrtur skamm- byssu. Byssan sú reyndist vera ieikfang úr plasti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan tekur leikföng af fullorðnum mönnum. Þess er skemmst að minnast að um síðustu helgi tók lögreglan eft- irlíkingu af haglabyssu af mönnum, sem höfðu ógnað fólki með henni í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan segir erfitt að skilja leikfangaað- dáun fullorðinna manna, en telur víst að mikil löngun til að líkjast byssubófum kvik- myndanna ráði ferðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.