Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1905 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon INGI Hans að störfum á verkstæði sínu. Handverk í Grundarfirði Grundarfirði - Þrátt fyrir allt er lífið í Grundarfirði ekki eintómur fiskur. Ef grannt er skoðað leynist hérna fram- leiðslustarfsemi sem ekki heyrir undir fisk. Fyrirtækið „Ingi Hans Handverk“ er dæmi um þetta, en þar eru smíðaðir verðlaunagripir og sérsmíðuð gjafavara. Eigandinn, Ingi Hans, hóf þessa starfsemi fyrir tveimur árum og hefur eftirspurn eftir gripum hans aukist jafnt og þétt. Við smíði gripanna notar Ingi Hans m. a. grjót sem hann sækir í fjöllin í nágrenninu. Efni sótt á hafsbotn Jarðfræði fjallanna í kringum Grundarfjörð er óvenjulega fjölbreytt. Hægt er.að finna margar bergteg- undir á tiltölulega litlu svæði, m. a. hvítan marmara, sem er mjög sjaldséður á ís- landi. Ingi Hans hefur jafn- vel leitað fanga niður á hafs- botn. Við dýpkun Grundar- fjarðarhafnar í fyrra komu upp álitlegir jaspis-steinar og fallegar holufyllingar. Þessa steina notar Ingi Hans í smíðisgripi sína, sker þá og slípar og verða þeir þá æg- ifagrir útlits. Helstu verkefni fyrirtæk- isins hingað til hafa verið verðlaunagripir fyrir íþróttamót og gjafir á stóraf- mælum og við önnur hátíðleg tækifæri. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STEFÁN Jóhannsson, skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum. Byggingar skólans í baksýn. Alþýðuskóliim á Eiðum sameinast Mennta- skólanum á Egilsstöðum Egilsstöðum - Alþýðuskólinn á Eiðum hefur sameinast Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Nokkur fækkun hefur orðið á aðsókn nem- enda í Alþýðuskólann á síðustu árum, en á meðan hafa ekki allir komist að hjá Mennstaskólanum á Egilsstöðum, sem sótt hafa um skólavist. Meðal annars hefur skort pláss á heimavist skólans, en með sameiningunni eykst heimavistarpláss Menntaskólans til mikilla muna. Á næsta vetri tekur Menntaskólinn því til starfa með aðsetur á tveimur stöðum, Egilsstöðum og Eiðum, með 13 km fjarlægð á milli bygginga. Fjölbreytt nám Að sögn Stefáns Jóhannssonar, núverandi skólastjóra Alþýðuskól- ans, verða gerðar nokkrar breyt- ingar í námsframboði Menntaskól- ans. Námið mun skiptast upp í stúdentsbrautir sem verða kennd- ar á Egilsstöðum og starfsnáms- brautir sem verða kenndar á Eið- um. Meðal þessara, starfsnáms- brauta verða ferðaþjónustubraut og markaðs- og hönnunarnám. Skólastarf í rúma öld Skóli hefur verið á Eiðum frá síðustu öld, því Búnaðarskóli var starfræktur frá 1883-1919 og Alþýðuskóli frá 1919 til dagsins í dag. Alþýðuskólinn hafði kennslu með 10. bekk og tveim bekkjum í almennu framhaldsnámi. 10. bekkjar kennsla grunnskóla verð- ur þar áfram, það er hjá Mennta- skólanum. K#iLIL¥IEIIÍIILA <® Á KAFFI keykjavík ig fimmtudag, föstudag, faugardag og sunnudag -/míKBANO BJO'ý . vawr»*sw — OG Kaíft S leetarata gestu®0- Hinn ókrýndi konungur bresks pubbrokks, hinn hvíti Chuck Berry,| verflur í banastuði hjá okkur. Láttu þig ekki vanta. AVÍK Glæsilegur rokkmatseðill öll hvöldin. Ókeypis lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. m* ríTn NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI NorFA býður vísindamönnum á Nordurlöndum ad sœkja um styrk til undirbúnings norrœnna vísindanámskeióa 1996 UMSOKNARFRESTUR ER TIL 1. JÚNÍ 1995 Fresturinn gildir einnig um styrki fyrir vísindanámskeið innan norræna umhverfisrannsóknaverkefnisins fyrir eftirfarandi svið: • Rannsóknir verðandi loftslagsbreytinga. • Umhverfisrannsóknasamvinna á Eystrasaltssvæðinu. • Samfélagsforsendur umhverfisstefnunnar. NÁNARI UPPLÝSINGAR færðu í bæklingi NorFa, „Gránslös forskarutbildning 1995“ Pantaðu hann hjá þínum háskóla/menntastofnun (upplýsingadeild) eða hjá skrifstofu NorFa: NORDISK FORSKÉRUTDANNINGSAKADEMI Postboks 2714 St. Hanshaugen, N-0131 Oslo. Sími +47 22 03 75 20 / Símbréf + 47 22 03 75 31. Finnsku gœðatcekin Lf kI í baðið, handlaugina, sturtuna og eldhúsið. Sölustaðir: IBaðstofaNI Smiöjuvegi 4a ALFAÐORG F Knarrarvogi 4 Pöulsen Suöurlandsbr. 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.