Morgunblaðið - 04.05.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 17
Bam í bíl
UMFERÐARRAÐ hefur gefið út
bækling í samvinnu við Bifreiða-
skoðun Islands. í máli og myndum
er greint frá helstu atriðum sem
þarf að huga að þegar börn ferð-
ast í bílum, en allmörg ár eru nú
liðin frá því lög þess efnis tóku
gildi.
I bæklingnum, sem ber heitið
Öryggi mitt er í þínum höndum,
segir að 9 af hverjum 10 foreldr-
um virði iögin og sjái til þess að
börn þeirra noti öryggisbúnað.
„En það er ekki nóg að eiga örygg-
isbúnað ef hann hentar ekki aldri
og stærð barnsins og er auk þess
ekki rétt festur í bílinn. Rannsókn-
ir í Svíþjóð sýna að um helmingur
alls öryggisbúnaðar fyrir börn í
bílum er ranglega notaður og
sterkar líkur eru á að ástandið sé
svipað hér á landi.“
Dýrkeypt kæruleysi
Vitnað er í nýlega rannsókn á
umferðarslysum í Svíþjóð, þar
sem fram kemur að orsök 8 dauða-
slysa af 11 var hægt að rekja til
kæruleysis fullorðinna. Sex af
börnunum
sem dóu voru
án öryggis-
búnaðar, en tvö sátu í barnabílstól
sem var svo ranglega notaður að
hann gerði ekkert gagn. „í um-
ræddum tilvikum voru umferðar-
slys þess eðlis að með réttum ör-
yggisbúnaði hefðu börnin lifað af.
011 börnin sem dóu köstuðust út
úr bílunum," segir í bæklingnum.
Ymsar aðrar upplýsingar eru
þar, meðal annars þær að ætla
má að í hörðum framaná-árekstri
gangi mælaborð inn í bílinn. „Þá
er barn, sem situr í barnabílstól í
framsæti og snýr.fram, í meiri
hættu en barn í stól sem snýr baki
í akstursstefnu. Af sömu ástæðu
er ekki æskilegt að börn yngri en
10 ára silji í framsæti."
Einnig er bent á að ungbarna-
bílstóll sem snýr öfugt í framsæti
á að vera í að minnsta kosti 20
sentímetra fjarlægð frá mæla-
borði, og að bílbelti sem sett er
undir handlegg getur verkað eins
og hnífur ef bíll lendir í árekstri.
„Sumir eru hræddir um að ská-
bandið skaði barnið liggi það of
nærri hálsi. Sérfræðingar gera
ekki mikið úr þeirri hættu en
leggja til að bílstóll sé fluttur nær
miðju sætis, því þá leggist beltið
betur að öxl barnsins."
Domestication-
pöntunarlisti
PÖNTUNARFÉLAGIÐ hefur hafið söiu á
varningi frá bandaríska verslunarfélaginu
Hanover house, sem gefur út marga vöru-
lista í Bandaríkjunum. Sá fyrsti sem
kemur á markað hér á landi er Do-
mestications með rúmteppum, glugga-
tjöldum og öðrum varningi fyrir svefn-
herbergi og stofur.
„Þessi listi er í mikilli sókn S Banda-
ríkjunum," segir meðal annars í fréttatil-
kynningu frá Pöntunarfélaginu. Þar kemur
fram að væntanlegir eru fleiri vörulistar frá
Hanover House, til dæmis International Male
og Safety Zone, þar sem kynntur er öryggis-
varningur til heimilisnota. Afgreíðslutími á
vörum úr Domestications-listanum er 4-6 vik-
Pöntunarfélagið annast einnig afgreiðslu
fyrir Sears-listann og Ellos, og í fréttatilkynn-
ingu kemur fram að
hagstætt gengi
sænsku krónunnar
geri kaupmátt á
sænskum vörum meiri
en áður. Ennfremur
er vörulistinn Mot-
hercare á vegum fé-
lagsins, en þar er
kynntur ungbarna-
varningur.
RÚMTEPPI, 50%
bómull og 50%
pólýester, kostar
um 6.500 krónur
ásamt púðum.
RÖNDÓTTUR bómullarkjóll kosts
3.600 kr. í Ellos-pöntunarlista.
Til að þinglýsa afsali á íbúð þarf
að vera til eignaskiptasamningur
OTAL íbúar fjölbýlishúsa hafa þurft að fá sérfræðinga
til að útbúa eignaskiptasamninga fyrir sig að undan-
förnu þar sem ekki er hægt að þinglýsa afsali hjá
sýslumannsembættum nema slíkur samningur liggi
fyrir. Virðist vera algengt að ekki hafi verið gerðir
eignaskiptasamningar og á það sérstaklega við um fjöl-
býlishús sem komin eru til ára sinna.
Sérstakt ákvæði er í nýju fjölbýlishúsalögunum um
að óheimilt sé að þinglýsa eignayfirfærslu nema eigna-
skiptayfirlýsing liggi fyrir og eignayfirfærsla sé í sam-
ræmi við hana.
Þar sem það er mjög algengt að eignaskiptasamning-
ar hafi ekki verið gerðir hefur starfsfólk þinglýsinga-
deildar sýslumannsins í Reykjavík gert undantekningar
og þinglýst kaupsamningum með athugasemd um að
eignaskiptayfirlýsing sé ekki fyrir hendi. Ef kaupsamn-
ingum í fjölbýlishúsi er þinglýst á þessu ári er afsölum
um sömu eign vísað frá þinglýsingu hafi eignaskiptayf-
irlýsingu ekki verið þinglýst.
Að sögn Birnu S. Björnsdóttur deildarstjóra í þinglýs-
ingadeild Sýslumannsembættisins í Reykjavík hvílir
þessi lagaskylda á eigendum fjölbýlishúsa og verða
þeir allir að standa að gerð slíkrar eignaskiptayfirlýs-
ingar og undirrita hana ásamt mökum.
Hún segir að í eldri lögum um fjölbýlishús hafi ver-
ið hliðstætt ákvæði en þá var því ekki fylgt eftir sem
skyldi hjá sýslumannsembættum landsins.
Hún segir að starfsfólki þinglýsinga við sýslumanns-
embættin beri hinsvegar að framfylgja þessu ákvæði
nýju laganna.
Enn á ný bjóðast handhöfum Far- og Gullkorta VISA
sérferðir með Úrvali-Útsýn á einstökum kjörum.
Prag, Dresden, Berlín og Varsjá
2. - 15.júní
Einstök ferð um Austur-Evrópu þar sem heimsóttar eru nokkrar
af fegurstu borgum álfunnar. Stórfenglegar byggingar, leiftrandi
saga, heillandi menning - feró sem þú gleymir aldrei.
Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir.
Sérkjör fyrir Far- og Gullkorthafa
130.805 kr.
á mann í tvíbýli
Barcelona, Franska Rivieran og Torino
29. júní - 15. júlí
Þú fellur í stafi yfir töfrum Barcelona, nýtur ljúfa lífsins í
Cannes, Nice og Monaco og verður ástfangin(n) upp fyrir haus
afítalska matnum, mannlíflnu og menningunni.
Ögleymanleg munaðarferð um Suður-Evrópu.
| Fararstjóri Hólmfríður Matthíasdóttir, blaðamaóur.
I Sérkjör fyrir Far- og Gullkorthafa
j 126.845 kr.
1 á mann í tvíbýli
ÚRVAL ÚTSÝN
Ldgmúla 4: sími 569 9300.
Hafnarfirði: st'mi 565 23 66. Keflavik: sfmi 11353.
Selfossi: stmi 21666. Akureyri: simi 2 50 00 f
- og bjd umbQðsmötinum um larnl allt. |