Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 19P5 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Heiti sígauna breytt RÚMENSKA stjórnin hefur breytt opinbera heitinu á sí- gaunum. Kallast þeir nú „Tig- an“, sem er bein þýðing á orð- inu sígauni í stað „Romani" til að koma í veg fyrir að þeim verði ruglað við Rúmena. Sí- gaunaleiðtogar hafa sagt þessa breytingu ætlaða til að ýta undir mismunun og sé nið- urlægjandi fyrir sígauna. Carignon úr fangelsi FRANSKUR áfrýjunardóm- stóll veitti í gær fyrrum sam- gönguráðherra landsins, Alain Carignon, lausn úr fangelsi. Hann hefur verið í haldi í sjö mánuði þar sem hann bíður þess að réttarhöld hefjist yfir honum, en hann er ákærður fyrir spillingu. Er nú efast um að hann komi fyrir rétt þann 15. maí eins og áætlað var. Yfirburðir Nazarbajevs NURSULTAN Nazarbajev, forseti Kazakhstans, vann yf- irburðasigur í þjóðartkvæða- greiðslu um helgina. Greiddu 95,46% kjósenda því atkvæði að framlengja setu hans á for- setastóli fram til ársins 2000. Voru lokatölur kosninganna staðfestar í gær. Yiðskipta- bann til bóta ALI Khamenei, leiðtogi írans, sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseta „einfelding“ í gær og sagði að fyrirhugað viðskipta- bann Bandaríkjamanna á Iran myndi koma landinu til góða, þar sem þrýstingur kallaði það besta fram í fólki. Pýramídi fundinn HÓPUR frahskra fornleifa- fræðinga hefur fundið leifar 4.000 ára gamals pýramída nærri Kaíró í Egyptalandi. Seg- ir yfirmaður fornleifa í Giza að pýramídinn hafi tilheyrt dóttur eða eiginkonu faraósins Pepi I, sem var þriðji konungur sjöttu konungsættarinnar. Hunsa vopnahlé TSJETSJENSKIR uppreisnar- menn gerðu í gær árásir á stöðvar Rússa í Tsjetsjníju þrátt fyrir einhliða vopahlé Rússa, sem undirbúa mikil há- tíðahöld í tilefni loka heims- styrjaldarinnar síðari í Evrópu. Voru framin að minnsta kosti 35 vopnahlésbrot á einum sól- arhring. Murayama íKína TOMIICHI Murayama, forsæt- isráðherra Japans, sem er í opinberri heimsókn í Kína, baðst ekki afsökunar á blóð- ugri innrás Japana inn í Kína á fjórða áratugnum er hann ræddi við Li Peng, forsætisráð- herra Kína. Þá greindi leiðtog- ana á um kjarnorkutilraunir, Tævan og efnahagsleg tengsl landanna. Allsherjar- stríð ólík- legt í Króatíu Zagreb. Reuter. ÞRÁTT fyrir eldflaugaárásirnar á Zagreb telja stjórnarerindrekar í króatísku höfuðborginni ólíklegt að Serbar hætti á allsherjarstríð gegn stjórnarhernum í Króatíu. Króatar hafa stóreflt her sinn frá stríðinu árið 1991 þegar Serbar náðu þriðjungi landsins á sitt vald og stjórnarerindrekarnir sögðu ólík- legt að serbnesku hersveitirnar treystu sér til að heyja stríð gegn honum. Her Króatíu vann sinn fyrsta mikilvæga sigur gegn Serbum frá 1991 þegar hann endurheimti Vest- ur-Slavoníu í tveggja daga sókn inn á yfirráðasvæði Serba fyrr í vik- unni. Þessi sigur veikir þó ekki varnir yfirráðasvæðis Serba í Kraj- ina. Vestur-Slavonía hefur tak- markaða þýðingu fyrir Serba og aðeins um 15.000 Serbar hafa búið þar. Milosevic vill ekki stríð Stjómvöld í Króatíu búast við að eldflaugaárásunum á króatískar borgir linni fljótlega og að fall Vest- ur-Slavoníu verði til þess að styrkja Reuter HJÚKRUNARKONA hlynnir að sextugum manni sem særð- ist alvarlega í eldflaugaárás Serba á miðborg Zagreb á þriðjudag. SOKN KROATIUHERS Her Króatíu náði mikilvægu svæði á sitt vald í tveggja daga sókn inn á yfirráðasvæði Serba. Um 600 serbneskir hermenn voru um- ^ kringdir og gáfust upp E-70 þjóövegurinn Stækkaö svæöl BOSNÍA- HERZEGOVINA Sarajevo E SKVRINGAR yyi Yfirráöasvæöi iis Serba í Króatíu Svæöi Bosníu-Serba Króatar hafa náð á sitt vald þjóðvegi og járnbraut sem tengir Zagrebog \ austurhluta landsins Stara Gradiska brúin Króatískum sprengiflugvélum tókst ekki að granda brúnni hófsama Serba sem vilja leita sátta við Króata. Peter Galbraith, sendi- herra Bandaríkjanna, segir að for- sætisráðherra Krajina, sem er tal- inn til hófsamra Serba, hafi verið á leið til Zagreb þegar eldflaugaá- rásirnar hófust, líklega að undirlagi þjóðernissinnans Milans Martics forseta. Galbraith telur að Slobodan Miio- sevic, forseti Serbíu, geti haft taum- hald á serbnesku þjóðernissinnun- um i Króatíu, en honum er mjög í mun að refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Serbíu verði aflétt. „Við teljum að Milosevic forseti vilji ekki allsherjarstríð í Króatíu,“ sagði Galbraith. Mario Nobilo, sendiherra Króatíu hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að markmið árásarinnar á Vestur- Slavoníu hefði aðeins verið að ná E-70 þjóðveginum, sem tengir Zagreb og austurhluta landsins, og fleiri árásir væru ekki ráðgerðar. Hann sagði að Króatar myndu ekki hefna eldflaugaárásanna en ef þær héldu áfram kæmi til greina að freista þess að skjóta eldflaugum á skotpalla Serba. Baráttan gegn leghálskrabba Stökkbreyt- ingar í veirum London. Reuter. BRESKIR vísindamenn sem rann- saka krabbamein segjast hafa fundið eina af ástæðum þess að legháls- krabbamein vex hratt í sumum kon- um. Að sögn þeirra nær varnarkerfi líkama sumra kvenna ekki að snúast gegn krabbameinsveirunni vegna þess að í stökkbreyttri gerð hennar er prótín sem svonefndar t-frumur þekkja ekki sem óvin og ráðast því ekki gegn. Ymsar orsakir eru sagðar vera fyrir leghálskrabba en algengast að á ferðinni sé veira er veldur vörtum á fólki og smitast hún við kynmök. Ákveðin stökkbreytt gerð hennar er einkum hættuleg konum með ákveðna vefjagerð, að sögn vísinda- manna bresku krabbameinstofnun- arinnar. Niðurstöður rannsókna þeirra eru kynntar í tímaritinu Nat- ure Medicine. Rabin segir Sýrland vilja frið Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær, að Sýrlands- stjóm hefði fallist á þær meginkröf- ur ísraela, að með friðarsamningum milli landanna yrðu landamærin opnuð og stjórnmálaleg samskipti tekin upp. Kom þetta fram í viðtali, sem dagblaðið Yedioth Ahronoth hafði við Rabin en hann vitnaði aftur í fulltrúa Bandaríkjastjórnar, sem reynt hafa að miðla málum milli ísraela og Sýrlendinga. Rabin full- yrti, að Sýrlendingar hefðu í raun samþykkt að semja um frið við ísra- ela en gat ekki sagt hvenær af því yrði. Deilan um Gólanhæðirnar er helsti þröskuldurinn í vegi friðar- samninga en Sýrlendingar krefjast þess, að ísraelar dragi allan sinn her þaðan. Rabin hefur áður sagt, að brottflutninginn frá Gólanhæð- um verði að bera undir þjóðarat- kvæði í ísrael eða að tekist verði sérstaklega á um það mál í kosning- um. Reuter Kaldir hverir í RÚMENÍU finnast mjög sér- stæð, jarðfræðileg fyrirbæri, sem kölluð eru „eldfjöll“ þótt þau séu ekki nema frá einum metra og upp í tíu metra há. Upp úr þeim vellur eðjan en hún er ekki heit eins á hverasvæðum, heldur köld. Ekki er vitað um neitt þessu líkt annars staðar í Evrópu. Hryðjuverkið í Oklahoma Lögreglan leitar enn að félaga McVeighs Oklahomaborg. Rcuter. TVEIR menn, sem handteknir voru í Missouri í fyrradag og yfírheyrðir vegna vitneskju eða aðildar að hryðjuverkinu í Oklahomaborg, voru látnir Iausir í gær. Bandaríska lögreglan leitar enn hugsanlegs samverkamanns Timothy McVeighs en hann er ennþá sá eini, sem grun- aður er um ódæðið. Mönnunum tveimur, Gary Land og Robert Jacks, var sleppt í fyrra- kvöld án þess að þeim væru birtar ákærur og að sögn sjónvarpsstöðv- anna CNN og ABC virðist sem lög- reglan hafí ekki haft neitt í höndun- um gegn þeim. Hugsanlegt er, að þeir tengist McVeigh með einhverj- um hætti en lýsingin á samverka- manni hans á ekki við þá. Enn er meira en 10 manna sakn- að í rústum stjórnsýsluhússins í Oklahomaborg en vonast er til, að lík allra verði fundin á föstudag. Verða þá notuð stórvirk tæki til að jafna húsið við jörðu. Formleg rétt- arrannsókn á sprengingunni hófst á þriðjudag en ekki verður skýrt frá framvindu hennar til að bytja með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.