Morgunblaðið - 04.05.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.05.1995, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Af innri glóð TONLIST Norra;na húsiö EINLEIKSTÓNLEIKAR Verk eftir J.S. Bach, Paganini, Mozart, Ysaye og Sarasate. Sigur- björn Bernharðsson, fiðla; Kristinn Orn Kristinsson, píanó. Laugardag- inn 29. apríl. SIGURBJÖRN Bern- harðsson er ekki virtúós. Enn þá. En með sama áframhaldi fer að stytt- ast í það. Ef það er þá markmiðið. Framfarirnar frá því er maður heyrði til hans síðast, fyrir þetta 3-4 árum, hafa verið stór- stígar, og auðheyrt, að mikil og markviss vinna hefur verið lögð í bætta fiðlutækni, án hverrar menn leggja ekki í flug- eldasýningar á við Ka- prísur Paganinis opinber- lega án þess að krambúle- rast á sál og líkama. Og líklega er það bara tím- anna tákn, að fíðluleikar- ar þurfa orðið að hrista þvílíkum fingurbijótum út úr erminni, til þess eins að tekið sé mark á þeim. Kröfur hljómplötu- markaðarins vaxa mis- kunnarlaust, jafnt og þétt, og smita út frá sér á öðrum vettvangi, eins og heyrist t.d. á Sinfóníu- hljómsveit íslands, sem er óþekkjanleg frá því sem var fyr- ir 20 árum. En list hljóðfærasnillingsins hættir til að upphefja hið ytra og jafnvel hið yfirborðslega. Þó að Sig- urbjörn hafi sloppið ótrúlega vel frá tónahríð 17. Kaprísu og tilbrigðum hinar 24., sem gefa n.k. heildaryfir- sýn af aðskiljanlegum tæknibreilum Paganinis, er skildu eftir agndofa áheyrendur á sínum tíma (og gera enn), hafði undirritaður enn meiri ánægju af túlkun Sigurbjarnar á Bach, þ.e. í Sónötu nr. 3 BWV 1016 í samleik við Kristinn Örn Kristinsson á píanó og í hinu mikla meistaraverki, Sónötu nr. 1 fyrir einleiksfiðlu. Bach er kröfuharður við flytjand- ann. En kröfurnar eru ekki síður inn á við en á ytra borði. Þar eru engar tæknibrellur brellnanna vegna. Þar er ekki heldur hægt að fela sig. Tónlist Bach kemur upp um erindi túlk- andans. Sigurbjöm sýndi ekki aðeins öruggan leik, heldur einnig þá innlifun og yfirvegun sem ein- kennir gegnmúsík.alskan mann á örri þroskabraut. Hann sýndi rytmíska ákveðni, en leyfði líka músíkinni að „anda“ með skýrri hendingarmótun, og dró fram íhygli hennar og dulúð með vel úthugs- a.ðri dýnamík. Kristinn Öm sýndi þar sem í hinum samleiksverkunum efitr Mozart (Rondó í C-dúr K 373), Ysaye (Ballade) og Sarasate (Habanera) ljómandi skýran og jafn- vægan meðleik. Hafi Bach-verkin borið af — og var þar ekki minnst afrek Sigurbjam- ar að ná góðu jafnvægi milli radda í hinum erfiða Fúgu-þætti í éinleikssó- nötunni — kom einnig hin sérkennilega . Sónata belgíska aldamótatón- skáldsins Ysayes vel út. Vérkið er samið af mik- illi þekkingu á möguleik- um hljóðfærisins og ber á köflum keim af „tvítæni" (bitónalíté). Mikið var af tvígripum, sem flest vom tandurhreint strokin. Einna sízt var Mozart-Rondóið, ekki vegna ónákvæmni, heldur var eins og þeim félögum tækist ekki að fínna áhugaverðan flöt á verk- inu. En kaffihúsabrilljansinn í Ha- banera Sarasates „small“, eins og sagt er, hjá áheyrendum á þéttskip- uðum bekkjum Norræna hússins. Ríkarður Ö. Pálsson SigurbjÖrn Bernharðsson Kristinn Orn Kristinsson Árnesingakórinn TONLIST Langholtskirkja SAMSÖNGUR Píanóleikari: Þóra Friða Sæmunds- dóttir. Stjómandi: Sigurður Braga- son. Langholtskirkja, sunnudagur- inn 30. apríl 1995. ÁRNESINGAKÓRINN er einn af mörgum átthagakóram sem starfa með miklum blóma í Reykja- vík og hefur um árabil haldið sína tónleika í vaxandi sólskini komandi sumars. Sigurður Bragason söngv- ari hefur stjómað kórnum og þar unnið upp vel syngjandi kór. Vor- boði heitir fyrsta lag tónleikanna , sem var ágætlega sungið en það var aðeins í næsta lagi, Burtu með bölsýni, eftir Bellman, þar sem heyra mátti slæma, þ.e. lága tón- stöðu í sópranröddunum. Önnur lög voru hreint sungin og næsta lag, Sönglistin, eftir söngstjórann, var að mörgu leyti besta lag tónleik- anna. Tvö ágæt lög, eftir Sigfús Hall- dórsson, Skúraskin, og það síunga lag, Við eigum samleið, voru vel flutt. Manvísa, eftir Sigurð Braga- son, stóð langt að baki fyrra lagi hans en það var þokkalega flutt af kór og einsöngvurunum, Sigursteini Hákonarsyni og Jensínu Waage. Sunnudagur selstúlkunnar, lag eftir Ole Bull, var helst til of hörkulega sungið af Ingvari Kristinssyni. Fyrri hluta efnisskrár lauk með tveimur negrasálmum og var sá fyrri, Swing low, ágætlega sunginn. Stefán Bjamason söng On the road to Mandalay og gerði það vel og þá tók við Oklahomakórinn, eft- ir Richard Rodgers, sem var hressi- lega og vel fluttur. Jensína Waage söng af þokka lag, sem nefnist Dögun og er eftir Balázs. Því er hljóðnuð þýða raustin, eftir Sibel- íus,var ekki nægilega vel mótað og Vernd, lag eftir Sigurð Bragason var of laust í reipunum og ekki vel flutt, hvorki af einsöngvara eða kór. Stjórnandinn leggur í lagavali sínu nokkuð mikla áherslu á alþýð- leg „dægurlög", eins t.d_. með ágætu lagi, Álfamey, eftir Ásbjöm Ó.Jónsson og Munarstund, eftir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, heldur svona litlausu lagi, en lauk svo tónleikunum með Hamraborg- inni, eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Þorgeir Andrésson söng af glæsi- brag. Eins og fyrr segir er kórinn nokk- uð góður að verða og söng hann margt vel, eins og t.d. Sönglistina, lag Sigurðar, Við eigum samleið, eftir Sigfús, Swing low og Okla- hómakórinn. Þegar valdir era ein- söngvarar þarf að hafa í huga, að nú eru gerðar kröfur til einsöngv- ara, nema þegar um sérleg radd- efni er að ræða og hefði t.d. mátt heyrast meira til Þorgeirs Andrés- sonar og jafnvel eitthvað annað en Hamraborgina. Árnesingakórinn söng margt ágætlega vel en efnis- skráin var helst til einlit og um of byggð á léttmeti, sem auðvitað er gott með öðru kjarnmeira. Jón Ásgeirsson NÍNA Tryggvadóttir. Gustur, 1962, Náttúru- stemmn- Fuglsins dæmi mgar Nínu NÚ líður að lokum sýningar á afstraktmyndum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni ís- lands. Á sýningunni má sjá margar helstu afstraktmyndir listakonunnar en kveikjan að þeim er íslensk náttúra. Mynd- irnar gerði hún á árunum 1957- 1967, síðasta áratuginn sem hún lifði, en hún lést árið 1968, að- eins 55 ára að aldri. Þessar myndir koma að mestu leyti úr safni dóttur hennar, Unu Dóru Copley, sem býr í New York og hafa fæstar þeirra verið sýndar áður á ís- landi. Þar á meðal er myndaröð sem fannst á vinnustofu Nínu eftir andlát hennar. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 7. maí, opið er frá 12-18. Fyrirlestur um Nínu Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur mun halda erindi um aðdraganda afstraktmálverka Nínu Tryggvadóttur fimmtu- daginn 4. maí. Erindið verður flutt í fyrir- lestrarsal Listasafns íslands kl. 17.30 og er haldið í tengslum við sýninguna. Frír aðgangur. TÓNLIST Öldusclskirkja KÓRTÓNLEIKAR Lög eftir Montani, Kaldalóns, Gunnar Þórðarson, Jóh. Strauss, Magnús Eiríksson, Atla Heimi Sveinsson, Reger, Schubert, Rodg- ers o.fl. Kvennakór Suðurnesja, undirleikari: Ragnheiður Skúla- dóttir. Stjórnandi: Sigvaldi Snær Kaldalóns. Sunnudaginn 30. april. HVATIR manna til tónlistariðkun- ar eru margvíslegar. Sem betur fer. Þögull yrði skógurinn, ef aðeins fæ- rasti fuglinn fengi að syngja. Og þó að við eigum enn ekki til atvinnu- mannakór (og þar af leiðandi lítið af nútíma kórverkum í hæsta kröfu- flokki), þá hafa nokkrir áhuga- mannakórar komizt furðulangt á grundvelli hreinnar sjálfboðavinnu, þegar listrænn metnaður fer sam- hliða almennri sönggleði. Aðrir kórar miða lægra. Fyrir þeim er ánægja hvers kórfélaga af sam- söng og samveru aðalatriðið. Við því er ekkert að segja. Margir mdrígalar endurreisnartímans voru samdir fyrir flytjendur, ekki áheyrendur, og enn í dag er það fullgilt markmið að músísera sér til gamans — og jafn- vel meira en fullgilt, þegar alis konar niðursoðin afþreying gjammar orðið á hveiju strái.. Þar með er ekki sagt, að fleiri hlust- endur en vinir og vandamenn þurfi endilega að hafa jafnmikla ánægju af uppskeru kórstarfsins og söngfólk- ið sjálft. Eða þannig varð manni alltj- ent hugsað, þegar Kvennakór Suður- nesja hélt vortónleika í Ölduselskirkju á sunnudaginn var. Látum vera, að efnisskráin saman- stóð að miklu leyti úr léttmeti, þ. á m. nokkrum íslenzkum dægurlögum. Sum þeirra lifa enn góðu lífi og gott lag er alltaf gott lag, sama hvaðan það kemur. Ekki var heldur hægt að setja út á ósvikna sönggleði þeirra Suðumesjakvenna. Jafnvægi milli radda var ágætt og hrynrænt séð var kórinn býsna samstígur. En eitt er það atriði sem flestu spillir, ef það er ekki í lagi, og það er hreinleiki í tónmyndun. Inntónun kórsins var ekki nógu góð og breytti litlu, þó að flestir kórfélagar legðu sig alla fram. Kvennakór er það viðkvæmt hljóð- færi, að jafnvel örfáir einstaklingar geta hleypt skjaðaki í mjöðinn. Þó vora nokkrir ljósir punktar, eins og fallegur einsöngur Önnu Margrétar Kaldalóns í Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Þórunnar Díu Steinþórsdóttur í Seligket Schu- berts, auk snoturrar tónsetningar stjórnandans á Elínu Helenu Steins Steinarr í anda Donizettis og Of- fenbachs. Og það er engin spuming, að Dagur er risinn (Morning Has Broken; sagt gelískt lag, sem vel kann að vera rétt) hefði risið enn hærra, ef kórinn hefði náð að stemma aðeins betur. RíkarðurÖ. Pálsson 1; | > |k: bÉj t' § ' li^ l i í í | í J SAMKÓR Oddakirkju á æfingu í vikunni Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Samkór Oddakirkju með tónleika Hellu. Morgunblaðið. SAMKÓR Oddakirkju var stofn- aður í janúar s.l. en hann skipa 46 manns víðs vcgar úr Rangár- vallasýslu, úr Fljótshlíð, V-Lan- deyjum, Hvolsvelli, Rangárvalla- hreppi og Holta- og Landsveit. Stjórnandi kórsins er Haildór Óskarsson. Kórinn stefnir á utanlandsferð í apríl á næsta ári og er ferðinni heitið til Edinborgar í Skotlandi. Ferðanefnd hefur yerið sett á laggirnar til að sjá um undirbún- ing ferðarinnar en fararstjóri verður Douglas Brotschie organ- isti Kristskirkju í Reykjavík, en hann er frá Edinborg. Fólki gefst kostur á að hlýða á söng kórsins, sem æft hefur öll sunnudagskvöld frá stofnun, en hann mun halda tónleika í Félags- heimilinu Hvoli á Hvolsvelli n.k. föstudagskvöld kl. 21. Á efnisskrá verða aðallega ætt- jarðar- og sálmalög. Samkór Oddakirkju mun einnig syngja á tónleikum ásamt Kvennakór Hafnarfjarðar og kór eldri Þrasta í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 12. maí kl. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.