Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 23
LISTIR
Hið ólgandi
flæði
MYNPLIST
Listasafn íslands
LIST NÍNU TRYGGVA-
DÓTTUR
Opið alla daga frá 12-18.
Sýningunni lýkur 7. mai.
ÞAÐ eru ýmsar
spumingar sem vakna
við skoðun málverka
Nínu Tryggvadóttur í
Listasafni íslands.
Spurningar sem koma
ekki almennri umfjöll-
un og listrýni við heldur
vísa til fortíðar og
þeirrar þróunar sem
átti sér stað á fimmta
og sjötta áratugnum og
nefnt hefur verið tíma-
bil abstrakt málverks-
ins.
Við andlát Nínu
hafði það mnnið sitt
skeið sem leiðandi
stefna, og nýjar hrær-
ingar teknar við sem ýttu því út í
kuldann um stund að segja má. Það
var svo með ólíkindum hve lítið bar
á jöfmm eftirstríðsáranna um
tveggja áratuga skeið og sumir virt-
ust alveg gleymdir utan Parísar er
endurreisn þeirra átti sér stað í lok
níunda áratugarins.
Það þarf þó naumast að taka fram,
að áhangendur óhlutbundna mál-
verksins létu ekki deigan síga allt
tímabilið og höfnuðu flestir hinum
nýju straumum, og ofsafengið mál-
verk níunda áratugarins hlaut ekki
náð fyrir augum margra þeirra, þótt
það ætti sinn þátt í endurreisn ab-
straktmálverksins.
Nú em þeir aftur í sviðsljósinu og
verk þeirra verðmætari en nokkra
sinni fyrr og ömggari fjárfesting á
listamarkaði en flest annað, einkum
hvað snertir þá sem vora virkir og
mikið bar á í París á ámnum eftir
stríð, svo sem Poliakoff, Atlan, Hart-
ung o.fl.
Ungir í dag geta trauðla sett sig
í spor abstraktmálara eftirstríðsár-
anna, því slíkar hafa breytingarnar
orðið, og það fijálslyndi sem listheim-
urinn býður nú upp á var óhugsandi
á þeim árum. Það vom líka örfáir
sem skám sig úr um framsækin við-
horf og það var enn langt í það að
listaháskólar almennt fæm að kenna
nemendum meira en akademísk
grunnatriði sjónlista. Og einnig að
„frumleg" hugsun yrði að matreiddri
hópvæðingu, en fyrir vikið gat
menntun þeirra verið mun traustari
og jarðbundnari. Margur abstrakt-
málarinn var sér mjög vel meðvitað-
ur um list fortíðarinnar og jafnvel
hámenntaður í henni, þótt sú mennt-
un væri ekki alltaf sótt inn fyrir
veggi skólastofnana. Fram komu
rökfræðingar meðal málara sem voru
að mestu sjálfmenntaðir og nutu
mikillar virðingar í París, eins og
t.d. Jean Jaques Deyrolle, sem var
félagi Nicolas de Staél. Saman fóru
þeir í langt ferðalag til
Norður-Afríku 1938,
og árið eftir opinberaði
Deyrolle fyrir de Stael
heim kúbismans. Báðir
þessir málarar urðu
nokkrir áhrifavaldar í
list ýmissa íslenzkra
málara er sóttu París
heim eftir stríð og á
sjötta áratugnum og
þar á meðal Nínu
Tryggvadóttur.
Elsta málverkið á
sýningunni „Abstrakt"
(1955) getur þannig
leitt hugann að lita-
skala og óhlutbundnum
myndlíkamningum
Deyrolles, þótt hún beri
jafnframt sterk og ótvíræð einkenni
skapara síns.
Nína sór af sér áhrif frá de Staél,
og það má rétt vera að hún hafi til-
einkað sér hröð og sjálfsprottin
vinnubrögð mun fyrr en hann, og
þau vom raunar til í norrænu mál-
verki sé litið til mynda Danans Ed-
vards Weie og raunar margra fleiri.
Lengi býr að fyrstu gerð, eins og
sagt er, og þannig má ekki líta fram-
hjá að Nína var í návígi við meistara
danskrar málaralistar á námsámm
sínum í Kaupmannahöfn, svo sem
Harald Giersing, Vilhelm Lundström
og nefndan Weie, sem allir einföld-
uðu formin og máluðu í stómm flöt-
um, fijálst og sjálfsprottið, en hver
á sinn hátt. Að auki bar mikið á
Svíanum Karli Isakson á þessum
ámm. Nínu mun hafa verið líkt farið
og fleiram næmum og hrifgjömum
íslenzkum námsmanninum hjá pró-
fessor Kræsten Iversen á Listaka-
demíunni, að laðast meira af því sem
hún sá á söfnum og sýningum en
lærimeistaranum.
Nína var með afbrigðum þroskuð
og vel menntuð listakona, sem var
opin fyrir áhrifum hvar sem hún kom
og það skal mun frekar talið henni
til tekna en hitt, því annað telst nor-
ræn minnimáttarkend og ósjálfstæði.
Hins vegar var og er afar erfítt fyr-
ir útlendinga að hasla sér völl á er-
lendum listavettvangi og einkum ef
þeir koma frá smáþjóðum, og það
eitt hafði allt að segja varðandi
minna gengi hennar í New York síð-
ustu æviárin. Hún var þó heimskona,
sem átti auðvelt með að blanda geði
við aðra listamenn og eignaðist vini
meðal þeirra framsæknustu í París
og New York. En í raun viðurkenna
Bandaríkjamenn svo til ekkert annað
en sínar eigin núlistir, góðar sem
slæmar, og að sögn margra er það
eins og að reka höfðinu við vegg að
ætla sér að komast inn á amerískan
listamarkað. Listheimurinn er harður
og óvæginn og einkum eftir að ríkir
listhöndlarar og spákaupmenn tóku
að einoka markaðinn. Hér em Amer-
íkumenn í sérflokki, líkir Frökkum
sem hneigjast til að líta niður á nú-
listir annarra þjóða, og hafa enda
sótt þetta viðhorf oflætis til þeirra.
í Ijósi þessa er spursmál hvort það
sé ekki mikilvægast að rækta eigin
garð í ríkara mæli og stuðla að heil-
brigðum jarðvegi í samtímalist í stað
þess aðláta útlend viðhorf nær alfar-
ið varða veginn, það er nefnilega til
fleira en fískilögsaga í fjölþjóðlegum
samskiptum, og menningarlögsaga
er mörgum þjóðum mikið atriði.
Þannig skal öðru frekar lyft undir
íslenzka myndlistarmenn og alís-
lenzk viðhorf.
Nína Tryggvadóttir er einn verð-
mætasti fulltrúi þeirra málara, sem
hafa unnið út frá hughrifum sem
þeir sækja til íslenzkrar náttúm, en
standa þó traustum fótum í alþjóð-
legri og þá helst franskri og evr-
ópskri listhefð. Upplag hennar og
menntun var af evrópskum toga,
þrátt fyrir að hún yrði eðlilega einn-
ig fyrir áhrifum í Ameríku, en læri-
meistarar hennar þar vom vel að
merkja öðru fremur tengdir evrópsk-
um viðhorfum og hugsunarhætti.
Hans Hoffmann var þannig þýskur
ameríkumaður, Hans Richter land-
flótta Þjóðveiji og Fernand Léger
sem hún sótti ráð til landflótta
Frakki. Það er líka aðall góðra lista-
manna að aðlagast nýju umhverfi
og ólíkum menningarheimum, en
missa þó ekki sjónar af uppmna sín-
um og þannig eru myndverk Nínu
öðm fremur íslenzkur vettvangur,
og hún varð sem fleiri markverðir
norrænir listamenn að klífa þrítugan
hamarinn til að marka list sinni al-
þjóðlegan farveg.
Málverk Nínu sem fylla tvo efri
sali Listasafns íslands, eru langflest
í eigu dóttur hennar Unu Dóra Cop-
ley. Án vafa teljast þau heildstætt
dæmi um vinnubrögð listakonunnar
síðasta áratuginn sem hún lifði. í
fyrstu virkar samsafnið frekar ein-
hæft, en við endurteknar heimsóknir
styrkjast sérkenni einstakra mál-
verka og skoðandinn uppgötvar að
hvert og eitt er sérstakur heimur út
af fyrir sig, þmnginn eigin lífsmögn-
um. Sýningin gefur þó ekki rétta
mynd af fjölhæfni listakonunnar, en
hún haslaði sér völt í fleiri miðlum
en flestir hérlendir starfsbræður
hennar.
Athygli skal vakin á að sýning-
unni mun ljúka um næstu helgi verði
henni ekki framlengt, og kann að
líða langur tími þar til viðlíka tæki-
færi gefst til að kynnast þessum
ákveðna þætti á ferli hinnar óviðjafn-
legu og skapheitu listakonu Nínu
Tryggvadóttur.
Bragi Ásgeirsson
Deilt um
safn Schön-
bergs
Los Angeles. Reuter.
ERFINGJAR tónskáldsins Arn-
olds Schönbergs hyggjast flytja
safn skjala hans, nótnablaða og
húsgagna frá háskóla Suður-Kali-
forníu, USC, vegna mikilla deilna
sem staðið hafa á milli erfingjanna
og háskólans, að sögn The Los
Angeles Times.
Mikið safn
muna Schön-
bergs, ritsmíða
hans, tónleika-
skráa, upptaka,
húsgagna og
hljóðfæra hefur
verið geymt í sér-
stakri byggingu á
lóð háskólans og
hefur dregið að
fræðimenn frá
öllum heimshornum.
Langvarandi deilur hafa hins
vegar staðið um yfirumsjón með
byggingunni og útgáfurétt á skrif-
um Schönbergs. Sagði sonur tón-
skáldsins, Lawrence, ekki hafa
nokkra ástæðu til að ætla að sætt-
ir gætu náðst. Rektor háskólans,
Lloyd Armstrong, kvaðst ekki sjá
glaður á bak munum Schönbergs
en að það væri liklega óhjákvæmi-
legt vegna ágreiningsins.
Schönberg var höfundur tólf-
tónatækninnar og einn mesti
áhrifavaldur í þróun vestrænnar
tónlistar á 20. öld. Hann flúði
heimaborg sína, Vín, árið 1933
undan nasistum og settist að í Los
Angeles, þar sem hann lést árið
1951, 76 ára. Hann kenndi við USC
og hélt jafnframt áfram tónsmíð-
um sinum.
VERK eftir Þóru Sigurþórs-
dóttur leirlistarkonu.
Bollar og- bagall
ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlistarkona
opnar sýningu í verslun Jens Guð-
jónssonar gullsmiðs á Skólavörðustíg
20 í Reykjavík laugardaginn 6. maí.
Þóra útskrifaðist úr leirlistardeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
árið 1990 og hefur undanfarin ár
rekið eigin vinnustofu á Álafossi í
Mosfellsbæ.
Sýningin verður opin á verslunar-
tíma til 28. maí.
Sjálfsmynd, um 1961
jmi jím
Veitum viðskiptavinum okkar
20% af nýjum sumarvörum
Opið frá
kl. 13-18.