Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
--- --- MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
.
DAVÍÐ Bjarnason sem hannaði bæklinginn og Bryndís Schram framkvæmdasljóri Kvikmyndasjóðs.
Fyrsta bókin um ís-
lenskar kvikmyndir
Kertalog á
Hvolsvelli
LEIKFÉLAG Rangæinga er nú
að setja upp annað leikverkið á
þessu leikári, leikrit Jökuls Jak-
obssonar, Kertalog, og verður
frumsýning í kvöld 4. maí kl.
20.30. Sýnt er í húsi saumastof-
unnar Sunnu á Hvolsvelli.
Ellefu leikarar taka þátt í
sýningunni, en með aðstoðar-
fólki taka um tuttugu manns
þátt í uppsetningunni. Leik-
stjóri er Ingunn Jensdóttir.
Leikritið gerist aðallega á
geðveikrahæli og segir þar frá
hinu daglega lífi fólksins. Nýr
vistmaður kemur á hælið og þá
fara hlutimir að breytast.
Næstu sýningar verða á
föstudag og sunnudag, báðar
sýningarnar hefjast kl. 20.30.
Söngfélag
Skaftfellinga
og Húnakór-
inn
SÖNGFÉLAG Skaftfellinga og
Húnakórinn halda tónleika í
Seltjarnarneskirkju laugardag-
inn 6. maí kl. 16.
Stjómandi Söngféiagsins er
Violeta Smid, en stjórnandi
Húnakórsins Sesselja Guð-
mundsdóttir. Undirleikari kór-
anna er Pavel Smid.
Á efnisskrá kóranna era inn-
lend og erlend kórlög ásamt
dægurlögum. Kórarnir syngja
bæði hvor í sínu lagi og saman.
Einnig syngur tvöfaldur
kvartett, sem skipaður er félög-
um úr báðum kórum, nokkur
lög.
Tónleikar
barna- og
stúlknakórs
Seljakirkju
BARNA- og stúlknakór Selja-
kirkju er nú að ljúka 3. starfs-
árinu, en kórinn var stofnaður
í september 1992. Kórinn held-
ur lokatónleika föstudaginn 5.
maí kl. 20 í Seljakirkju.
Fram koma bæði yngri og
eldri deild. Yngri deild er skipuð
börnum á aldrinum 6-9 ára, en
eldri deild stúlkum á aldrinum
10-14 ára.
Yngri kórinn flytur lítinn
friðarsöngleik eftir sænska höf-
undinn Max Widell í þýðingu
Margrétar Gunnarsdóttur, en
eldri kórinn býður upp á bland-
aða efnisskrá.
Kórstjóri er Margrét Gunn-
arsdóttir, en undirleikarar
Kjartan Siguijónsson og Kristfn
Sigfúsdóttir.
Á ÞESSU ári eru hundrað ár frá
því að fyrsta kvikmyndin var sýnd
í heiminum. Þess er minnst víða
um heim með alls konar uppákom-
um og hér á iandi verður mikið
um að vera, þegar líða tekur á
árið.
I undirbúningi er farandsýning
gamalla íslenskra kvikmynda,
bæði heimildarmynda og leikinna
kvikmynda. Þar á meðal er mynd
eftir sögu Indriða G. Þorsteinsson-
ar „79 á stöðinni", sem kvik-
myndasafnið fékk styrk fra
Unesco tii að endurgera. Verður
lagt upp í hringferð um landið um
miðjan september, sem síðan lýk-
ur með kvjkmyndaveisiu í Reykja-
vík. Eftir íslandsmyndirnar taka
svo við klassískar erlendar mynd-
ir, sem sendiráð í Reykjavík hafa
tekið að sér að útvega frá heima-
löndum sinum.
í dag kemur út fyrsta bókin,
sem rituð er um íslenskrar kvik-
myndir. Hún er á ensku og nefn-
ist Icelandic Films. Höfundurinn
er Peter Cowie. Peter Cowie er
TONLIST
---....... — .. ■ — — ■
Islenska ópcran
LA TRAVIATA
Óperan La traviata eftir Verdi.
Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýs-
dóttir. Kolbeinn Ketilsson og Berg-
þór Pálsson. Hljómsveitarstjóri:
Garðars Cortes. Sunnudaginn. 30.
apríl, 1995.
ÓPERUSÝNING er margbrotið
fyrirbæri er byggist á
góðri tónlist, góðum
söng, góðum leik, góðri
sviðsumgjörð og góðum
tónflutningi hljómsveit-
ar en hraði sýningarinn-
ar og þrunginn flutn-
ingur er að miklu leyti
verk hljómsveitarstjór-
ans. Nú um helgina
stjórnaði Garðar Cortes
sýningunni og var því
forvitnilegt að heyra
hversu honum tækist til
um framgang hennar.
Sýningin í heild var
að þessu sinni mun
hraðari en oft áður, t.d.
eins og á grímudans-
leiknum hjá Flóru og
það gaf einsöngvurunum einnig
tækifæri til að ná fram áhrifameiri
samleik, t.d. í samskiptum feðg-
anna, sem kom og fram í ástríðu-
þrungnari túlkun í einsöngsatriðun-
um hjá Kolbeini og Bergþóri. Kol-
beinn hefur bætt miklu við söng
ritstjóri alþjóðadeildar kvik-
myndablaðsins Variety. Hann hef-
ur sérhæft sig í norrænum kvik-
myndum, hefur m.a. skrifað bæk-
ur um sænskar og finnskar kvik-
myndir, sem og ævisögu Orsons
Wells, Ingmars Bergmans og
Francis Coppola.
Þessi bók er yfirlit um kvik-
myndir, sem gerðar hafa verið
eftir 1979, en þá var Kvikmynda-
sjóður íslands stofnaður og þar
með kominn grundvöllur að sam-
felldri framleiðslu hér heima.
Síðan hafa um fimmtíu íslensk-
ar kvikmyndir séð dagsins ljós.
Flestar þeirra eiga rætur að rekja
til lífsbaráttu venjulegs fólks við
venjulegar kringumstæður, en
eins og Cowie segir sjálfur: „Á
Islandi er venjulegt fólk afskap-
lega óvenjulegt."
Utgefandi er Kvikmyndasjóður.
Bókin er áttatíu síður, mynd-
skreytt og aftast er æviskrá allra
íslenskra leikstjóra fram á þennan
dag. Jafnframt kemur út sam-
nefndur upplýsingabæklingur.
sinn og féll mjög vel inn í sýning-
una.
Bergþór sýndi nú sterkari and-
stæður í túlkun sinni, fyrst með
hrokafullri framkomu gagnvart
Violettu og síðar samúð og aðdáun
og einnig í biðjandi samskiptum
sínum við Alfredo. Sigrún Hjálm-
týsdóttur var mjög góð, sérstaklega
í lokaþættinum sem var sérlega trú-
verðugur.
Garðar stýrði sýningunni mjög
vel og átti sinn þátt í áhrifaríkri
túlkun söngvaranna,
einkum er á leið og
gaf það sýningunni
mun sterkari svip, en
gat að heyra og sjá í
þeim þremur sýning-
um sem undirritaður
hefur séð af þessari
óperu. Hljómsveitin
var í heild góð, þó
básúnurnar væru á
köflum einum of
sterkar, er átti þátt í
hljómrænu ójafnvægi
gagnvart strengj-
unum í nokkrum
„tutti“ köflum og
þrátt fyrir smá fiðlu-
tónslys í millispilinu,
fylgdi hljómsveitin tilfinninga-
þrunginni stjórn Garðars af öryggi.
Kórinn, einsöngvarar í minni
hlutverkum og dansarar voru góðir,
svo að töluverð spenna einkenndi
helstu átaksþætti óperunnar.
Jón Ásgeirsson
Astríðuþrunginn
flutningur
Garðar Cortes
A
Sinfóníuhljómsveit Islands
Pólskur hljómsveit-
arstjóri og japansk-
ur einleikari
TÓNLEIKAR Sinfóníu-
hljómsveitarinnar verða
í Háskólabíói í kvöld,
4. maí, kl. 20. Hljóm-
sveitarstjóri er Jerzy
Maksymiuk, einleikari
Izumi Tateno.
Á efnisskrá eru Benj-
amin Britten: Prelúdía
og fúga. Aram Khat-
sjatúrjan: Píanókonsert.
Ludvig van Beethoven:
Sinfónía nr. 4.
Hljómsveitarstjórinn
Jarzy Maksymiuk er
fæddur í Póllandi. Hann
hóf tónlistarferil sinn
sem píanóleikari og
vann til verðlauna sem
slíkur. Jafnhliða píanó-
náminu lagði hann stund
á fíðluleik, tónsmíðar og
hljómsveitarstjórn sem
er nú hans aðalstarf.
Árið 1984 var hann ráð-
inn aðalhljómsveitar-
stjóri BBC Scottish
Symphony Orchestra og
fyrir störf með þeirri
hljómsveit var hann
heiðraður með titlinum
Conductor Laureate.
Þetta er í annað sinn sem
Maksymiuk stjómar S.I.
Einleikari í pínanó-
konsert eftir Khatsat-
úrjan er japanski píanóleikarinn Iz-
umi Tateno. Hann útskrifaðist frá
Listaháskóla Tókíóborgar og um leið
hlaut hann viðurkenningu sem efni-
legasti píanóleikari Japans. Ungur
drengur var Tateno mikill lestrar-
hestur og las m.a. bækur eftir
sænska rithöfundinn Selmu Lagerlöf.
Hann heiliaðist mjög af öllu sem
norrænt var og þráði það heitast að
komast á þær slóðir. Þegar hann
árið 1962 fékk styrk til hálfs árs
dvalar í Evrópu ferðað-
ist hann um Norður-
löndin, m.a. til Finn-
lands þar sem hann
settist að og hefur búið
síðan. Tateno kenndi
um nokkurra ára skeið
við Tónlistarháskólann
í Helsinki en sneri sér
síðan einvörðungu að
tónleikahaldi.
Tónleikarnir hefjst á
Prelúdíu og fúgu fyrir
strengjasveit eftir
breska tónskáldið Benj-
amin Britten. Tónverkið
var skrifað fyrir Boyd
Neel og átján manna
strengjasveit hans en
hver hinna átján stren-
gjaleikara fær í verkinu
sinn einleikskafla.
Aram Khatsatúijan
fæddist í Tblisi í Arme-
níu. Hann lagði fyrst
stund á líffræði en sneri
sér að tónlistarnámi 19
ára gamall er hann inn-
ritaðist í Gnessin-tón-
listarskólann í Moskvu.
Á unga aldri hreifst
Khatsatúijan af þeirri
tónlist sem var hluti af
götumynd Tblisiborg-
ar, en þar hljómuðu
gjarnan lög frá Arme-
níu, Georgíu og Aserbajdan. Síðar
sótti hann margar hugmyndir í þenn-
an menningararf Svartahafsþjóð-
anna. Tónleikunum lýkur á flutningi
fjórðu sinfóníu Beethovens en hún
er samin sumarið 1806. Tónskáldið
Robert Schumann kallaði sinfóníuna
„Gríska og grannvaxna meyju milli
tveggja norrænna risa“, en með nor-
rænu risunum á hann að sjálfsögðu
annars vegar við 5. sinfóníuna og
hins vegar þá 7.
Izumi Tateno
einleikari
Jerzy Maksymiuk
hljómsveitarsljóri
JOSTEIN Garder er sagður eiga möguleika á að vinna
til nýrra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna.
Ný alþjóðleg
bókaverðlaun
ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma
á fót nýjum alþjóðlegum bók-
menntaverðlaunum, sem verða
afhent í fyrsta sinn á næsta ári.
Það eru írskir bókasafnsfræð-
ingar í samvinnu við bandaríska
fyrirtækið Impac, sem standa að
verðlaununum, sem nema um 10
milljónum fsl. kr. Fráþessu var
sagt í norska blaðinu Aftenpost-
en.
Bókasafnsfræðingar um heim
allan munu gera tillögu um bæk-
ur, sem verður að hafa komið
út á ensku árið 1990 eða síðar.
Verðlaun verða veitt á hverju
ári. Ekki hefur enn verið skipað
í dómnefnd en fimm manns
munu sitja í henni. Fyrsta árið
verða verðlaun veitt fyrir skáld-
sögur og eiga höfundar barna-
bóka því möguleika. Eftir nokk-
ur ár verða verðlaun væntanlega
einnig veitt fyrir ljóðabækur,
leikrit ofl.
Þar sem verðlaunin eru veitt
fyrir eina ákveðna bók, en ekki
fyrir ritstörf ákveðinna höfunda,
eru möguleikarnir meiri fyrir til-
tölulega óþekkta höfunda að
vinna til verðlaunanna. Meðal
þeirra sem talinn er eiga mögu-
leika á verðlaununum er Norð-
maðurinn Jostein Garder, höf-
undur bókarinnar „Veröld Soff-
íu“ sem nýverið kom út hérlendis.
'
I
l
I
»
l
b
l;
I
!
I
I
I
I
I