Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 --- --- MORGUNBLAÐIÐ LISTIR . DAVÍÐ Bjarnason sem hannaði bæklinginn og Bryndís Schram framkvæmdasljóri Kvikmyndasjóðs. Fyrsta bókin um ís- lenskar kvikmyndir Kertalog á Hvolsvelli LEIKFÉLAG Rangæinga er nú að setja upp annað leikverkið á þessu leikári, leikrit Jökuls Jak- obssonar, Kertalog, og verður frumsýning í kvöld 4. maí kl. 20.30. Sýnt er í húsi saumastof- unnar Sunnu á Hvolsvelli. Ellefu leikarar taka þátt í sýningunni, en með aðstoðar- fólki taka um tuttugu manns þátt í uppsetningunni. Leik- stjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikritið gerist aðallega á geðveikrahæli og segir þar frá hinu daglega lífi fólksins. Nýr vistmaður kemur á hælið og þá fara hlutimir að breytast. Næstu sýningar verða á föstudag og sunnudag, báðar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Söngfélag Skaftfellinga og Húnakór- inn SÖNGFÉLAG Skaftfellinga og Húnakórinn halda tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardag- inn 6. maí kl. 16. Stjómandi Söngféiagsins er Violeta Smid, en stjórnandi Húnakórsins Sesselja Guð- mundsdóttir. Undirleikari kór- anna er Pavel Smid. Á efnisskrá kóranna era inn- lend og erlend kórlög ásamt dægurlögum. Kórarnir syngja bæði hvor í sínu lagi og saman. Einnig syngur tvöfaldur kvartett, sem skipaður er félög- um úr báðum kórum, nokkur lög. Tónleikar barna- og stúlknakórs Seljakirkju BARNA- og stúlknakór Selja- kirkju er nú að ljúka 3. starfs- árinu, en kórinn var stofnaður í september 1992. Kórinn held- ur lokatónleika föstudaginn 5. maí kl. 20 í Seljakirkju. Fram koma bæði yngri og eldri deild. Yngri deild er skipuð börnum á aldrinum 6-9 ára, en eldri deild stúlkum á aldrinum 10-14 ára. Yngri kórinn flytur lítinn friðarsöngleik eftir sænska höf- undinn Max Widell í þýðingu Margrétar Gunnarsdóttur, en eldri kórinn býður upp á bland- aða efnisskrá. Kórstjóri er Margrét Gunn- arsdóttir, en undirleikarar Kjartan Siguijónsson og Kristfn Sigfúsdóttir. Á ÞESSU ári eru hundrað ár frá því að fyrsta kvikmyndin var sýnd í heiminum. Þess er minnst víða um heim með alls konar uppákom- um og hér á iandi verður mikið um að vera, þegar líða tekur á árið. I undirbúningi er farandsýning gamalla íslenskra kvikmynda, bæði heimildarmynda og leikinna kvikmynda. Þar á meðal er mynd eftir sögu Indriða G. Þorsteinsson- ar „79 á stöðinni", sem kvik- myndasafnið fékk styrk fra Unesco tii að endurgera. Verður lagt upp í hringferð um landið um miðjan september, sem síðan lýk- ur með kvjkmyndaveisiu í Reykja- vík. Eftir íslandsmyndirnar taka svo við klassískar erlendar mynd- ir, sem sendiráð í Reykjavík hafa tekið að sér að útvega frá heima- löndum sinum. í dag kemur út fyrsta bókin, sem rituð er um íslenskrar kvik- myndir. Hún er á ensku og nefn- ist Icelandic Films. Höfundurinn er Peter Cowie. Peter Cowie er TONLIST ---....... — .. ■ — — ■ Islenska ópcran LA TRAVIATA Óperan La traviata eftir Verdi. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Kolbeinn Ketilsson og Berg- þór Pálsson. Hljómsveitarstjóri: Garðars Cortes. Sunnudaginn. 30. apríl, 1995. ÓPERUSÝNING er margbrotið fyrirbæri er byggist á góðri tónlist, góðum söng, góðum leik, góðri sviðsumgjörð og góðum tónflutningi hljómsveit- ar en hraði sýningarinn- ar og þrunginn flutn- ingur er að miklu leyti verk hljómsveitarstjór- ans. Nú um helgina stjórnaði Garðar Cortes sýningunni og var því forvitnilegt að heyra hversu honum tækist til um framgang hennar. Sýningin í heild var að þessu sinni mun hraðari en oft áður, t.d. eins og á grímudans- leiknum hjá Flóru og það gaf einsöngvurunum einnig tækifæri til að ná fram áhrifameiri samleik, t.d. í samskiptum feðg- anna, sem kom og fram í ástríðu- þrungnari túlkun í einsöngsatriðun- um hjá Kolbeini og Bergþóri. Kol- beinn hefur bætt miklu við söng ritstjóri alþjóðadeildar kvik- myndablaðsins Variety. Hann hef- ur sérhæft sig í norrænum kvik- myndum, hefur m.a. skrifað bæk- ur um sænskar og finnskar kvik- myndir, sem og ævisögu Orsons Wells, Ingmars Bergmans og Francis Coppola. Þessi bók er yfirlit um kvik- myndir, sem gerðar hafa verið eftir 1979, en þá var Kvikmynda- sjóður íslands stofnaður og þar með kominn grundvöllur að sam- felldri framleiðslu hér heima. Síðan hafa um fimmtíu íslensk- ar kvikmyndir séð dagsins ljós. Flestar þeirra eiga rætur að rekja til lífsbaráttu venjulegs fólks við venjulegar kringumstæður, en eins og Cowie segir sjálfur: „Á Islandi er venjulegt fólk afskap- lega óvenjulegt." Utgefandi er Kvikmyndasjóður. Bókin er áttatíu síður, mynd- skreytt og aftast er æviskrá allra íslenskra leikstjóra fram á þennan dag. Jafnframt kemur út sam- nefndur upplýsingabæklingur. sinn og féll mjög vel inn í sýning- una. Bergþór sýndi nú sterkari and- stæður í túlkun sinni, fyrst með hrokafullri framkomu gagnvart Violettu og síðar samúð og aðdáun og einnig í biðjandi samskiptum sínum við Alfredo. Sigrún Hjálm- týsdóttur var mjög góð, sérstaklega í lokaþættinum sem var sérlega trú- verðugur. Garðar stýrði sýningunni mjög vel og átti sinn þátt í áhrifaríkri túlkun söngvaranna, einkum er á leið og gaf það sýningunni mun sterkari svip, en gat að heyra og sjá í þeim þremur sýning- um sem undirritaður hefur séð af þessari óperu. Hljómsveitin var í heild góð, þó básúnurnar væru á köflum einum of sterkar, er átti þátt í hljómrænu ójafnvægi gagnvart strengj- unum í nokkrum „tutti“ köflum og þrátt fyrir smá fiðlu- tónslys í millispilinu, fylgdi hljómsveitin tilfinninga- þrunginni stjórn Garðars af öryggi. Kórinn, einsöngvarar í minni hlutverkum og dansarar voru góðir, svo að töluverð spenna einkenndi helstu átaksþætti óperunnar. Jón Ásgeirsson Astríðuþrunginn flutningur Garðar Cortes A Sinfóníuhljómsveit Islands Pólskur hljómsveit- arstjóri og japansk- ur einleikari TÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitarinnar verða í Háskólabíói í kvöld, 4. maí, kl. 20. Hljóm- sveitarstjóri er Jerzy Maksymiuk, einleikari Izumi Tateno. Á efnisskrá eru Benj- amin Britten: Prelúdía og fúga. Aram Khat- sjatúrjan: Píanókonsert. Ludvig van Beethoven: Sinfónía nr. 4. Hljómsveitarstjórinn Jarzy Maksymiuk er fæddur í Póllandi. Hann hóf tónlistarferil sinn sem píanóleikari og vann til verðlauna sem slíkur. Jafnhliða píanó- náminu lagði hann stund á fíðluleik, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn sem er nú hans aðalstarf. Árið 1984 var hann ráð- inn aðalhljómsveitar- stjóri BBC Scottish Symphony Orchestra og fyrir störf með þeirri hljómsveit var hann heiðraður með titlinum Conductor Laureate. Þetta er í annað sinn sem Maksymiuk stjómar S.I. Einleikari í pínanó- konsert eftir Khatsat- úrjan er japanski píanóleikarinn Iz- umi Tateno. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Tókíóborgar og um leið hlaut hann viðurkenningu sem efni- legasti píanóleikari Japans. Ungur drengur var Tateno mikill lestrar- hestur og las m.a. bækur eftir sænska rithöfundinn Selmu Lagerlöf. Hann heiliaðist mjög af öllu sem norrænt var og þráði það heitast að komast á þær slóðir. Þegar hann árið 1962 fékk styrk til hálfs árs dvalar í Evrópu ferðað- ist hann um Norður- löndin, m.a. til Finn- lands þar sem hann settist að og hefur búið síðan. Tateno kenndi um nokkurra ára skeið við Tónlistarháskólann í Helsinki en sneri sér síðan einvörðungu að tónleikahaldi. Tónleikarnir hefjst á Prelúdíu og fúgu fyrir strengjasveit eftir breska tónskáldið Benj- amin Britten. Tónverkið var skrifað fyrir Boyd Neel og átján manna strengjasveit hans en hver hinna átján stren- gjaleikara fær í verkinu sinn einleikskafla. Aram Khatsatúijan fæddist í Tblisi í Arme- níu. Hann lagði fyrst stund á líffræði en sneri sér að tónlistarnámi 19 ára gamall er hann inn- ritaðist í Gnessin-tón- listarskólann í Moskvu. Á unga aldri hreifst Khatsatúijan af þeirri tónlist sem var hluti af götumynd Tblisiborg- ar, en þar hljómuðu gjarnan lög frá Arme- níu, Georgíu og Aserbajdan. Síðar sótti hann margar hugmyndir í þenn- an menningararf Svartahafsþjóð- anna. Tónleikunum lýkur á flutningi fjórðu sinfóníu Beethovens en hún er samin sumarið 1806. Tónskáldið Robert Schumann kallaði sinfóníuna „Gríska og grannvaxna meyju milli tveggja norrænna risa“, en með nor- rænu risunum á hann að sjálfsögðu annars vegar við 5. sinfóníuna og hins vegar þá 7. Izumi Tateno einleikari Jerzy Maksymiuk hljómsveitarsljóri JOSTEIN Garder er sagður eiga möguleika á að vinna til nýrra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna. Ný alþjóðleg bókaverðlaun ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma á fót nýjum alþjóðlegum bók- menntaverðlaunum, sem verða afhent í fyrsta sinn á næsta ári. Það eru írskir bókasafnsfræð- ingar í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Impac, sem standa að verðlaununum, sem nema um 10 milljónum fsl. kr. Fráþessu var sagt í norska blaðinu Aftenpost- en. Bókasafnsfræðingar um heim allan munu gera tillögu um bæk- ur, sem verður að hafa komið út á ensku árið 1990 eða síðar. Verðlaun verða veitt á hverju ári. Ekki hefur enn verið skipað í dómnefnd en fimm manns munu sitja í henni. Fyrsta árið verða verðlaun veitt fyrir skáld- sögur og eiga höfundar barna- bóka því möguleika. Eftir nokk- ur ár verða verðlaun væntanlega einnig veitt fyrir ljóðabækur, leikrit ofl. Þar sem verðlaunin eru veitt fyrir eina ákveðna bók, en ekki fyrir ritstörf ákveðinna höfunda, eru möguleikarnir meiri fyrir til- tölulega óþekkta höfunda að vinna til verðlaunanna. Meðal þeirra sem talinn er eiga mögu- leika á verðlaununum er Norð- maðurinn Jostein Garder, höf- undur bókarinnar „Veröld Soff- íu“ sem nýverið kom út hérlendis. ' I l I » l b l; I ! I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.