Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Félögin vilja ekki gefa
umbeðnar upplýsingar
SVO sem athugulum lesendum
Morgunblaðsins er kunnugt hafa
fyrirsvarsmenn vátryggingafélaga
átt erfiða daga hér á síðum blaðsins
eftir að Hæstiréttur staðfesti með
dómi 30. mars sl., að svonefndar
verklagsreglur þeirra frá nóvember
1991 um fjártjón slasaðra manna
ættu enga stoð í lögum. Grein minni
þann 22. apríl sl. um þetta efni
treystu forstjórar stóru félaganna
Sjóvár-Almennra trygginga hf. og
Vátryggingafélags íslands hf. sér
ekki til að svara með öðru en aumk-
unarverðum skætingi, þegar blaðið
leitaði eftir svörum þeirra. Var ég
sakaður um dylgjur, róg og rang-
færslur án þess að hin minnsta til-
raun væri gerð til að skýra efnislega
í hveiju þessar ávirðingar mínar
fælust. Var greinilegt að þessir for-
stjórar aðalkeppendanna á markað-
inum höfðu borið sig saman um svör-
in og komist sameiginlega að þeirri
niðurstöðu að þeir vildu engu svara.
í samkomulagi þeirra hefur áreiðan-
lega líka falist að ekki væri þorandi
að veita opinberlega upplýsingar um
það efni sem ég hafði skorað á þá
að upplýsa, þ.e. hversu mörg mál
hefðu verið gerð upp skv. verklags-
reglunum.
Þótt undarlegt megi virðast tók
það forstjórana nokkra daga að veita
Morgunblaðinu svör sín við grein
minni. Yfirleitt er það þannig, að
menn sem treysta sér ekki til að
fjalla efnislega um mál og beita
skætingi til varnar fákunnáttu sinni
geta verið fljótir til verka. Bók-
menntir þeirra eru ekki þess háttar
að langan tíma taki að semja. Sl.
laugardag birtist ástæðan fyrir töf-
inni. Framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra tryggingafélaga, Sigmar
Ármannsson, hafði verið settur í að
semja svargrein. Sigmar var einn
af höfundum verklagsreglanna.
Grein framkvæmdastjórans
Sá er helstur annmarki á grein
framkvæmdastjórans, að í henni er
lítið sem ekkert vikið að gagnrýn-
inni á verklagsreglur tryggingafé-
laganna. Ekki birtir
hann neinar upplýs-
ingar um fjölda upp-
gjöra né bótafjárhæðir
til þeirra tjónþola sem
hafa þegið bætur und-
anfarin 3 'h ár eftir
þessum reglum. Grein
hans íjallar um nokkur
almenn atriði varðandi
slysamálin og hefur
fæst af því sem hann
víkur að í grein sinni
valdið ágreiningi.
Ekki er á því nokkur
vafi, að vátryggingar-
félögunum bar á árinu
1991, og raunar miklu
fyrr, að huga betur en
gert hafði verið að
hagsmunum félaganna í þessum
málaflokki. Fram til þess tíma höfðu
félögin hreinlega vanrækt að gæta
hagsmuna sinna. Þau höfðu þá um
margra ára skeið meira og minna
gagnrýnislaust gert upp tjón á
grundvelli örorkumats, sem lögmenn
tjónþolanna höfðu aflað. Auðvitað
er ekkert sjálfsagðara en að félögin
leitist við að fjalla málefnalega og
út frá sínum hagsmunum um alla
þætti kröfugerðar á hendur þeim.
Þau hefðu fyrir löngu átt að vera
búin að ráða í þjónustu sína lækna,
sem hefðu það eina verkefni að yfir-
fara örorkumat í öllum bótamálum
í því skyni að velja úr þau mál sem
félögin töldu þurfa frekari skoðunar
við. Þessir læknar hefðu átt að vera
sérstakir trúnaðarmenn félaganna,
sem alls ekki tækju að sér störf fyr-
ir tjónþolana. Gildir auðvitað það
sama á þessu sviði sem öðrum, þar
sem hagmunir takast á, að rétt nið-
urstaða fæst ekki nema hvor aðila
gæti sinna hagsmuna með málefna-
legum hætti.
Fjölgnn á slysum
Framkvæmdastjórinn víkur að því
í grein sinni, að árin á undan verk-
lagsreglunum hafi orðið mikil fjölg-
un á skráðum slysum í umferðinni.
Einkum hafi þetta átt við um slys,
Jón Steinar
Gunnlaugsson
þar sem áverkar voru
litlir. Ekki veit ég betur
en aðrir, hvemig á
þessu hefur staðið. Má
vel vera að eitthvað af
skýringum trygging-
arfélaganna á þessu séu
réttar. Mig grunar þó
að helsta skýringin sé
sú, sem félögin hafa
aldrei nefnt, að fólk
hafi orðið sér betur
meðvitað um bótarétt
sinn en áður var. Ef
þetta er rétt er ljóst að
einhver umtalsverður
hluti svona slysa hefur
áður verið óbættur. Það
er einnig líklegt, að
lagabreyting á árinu
1988 um bættan bótarétt ökumanna
hafi haft sín áhrif.
Verklag um flótta
frá verkefninu
í stað þess að axla þá ábyrgð að
skoða hvert mál fyrir sig og veita
því „einstaklingabundna" meðferð í
samræmi við þær reglur sem dóm-
stólar höfðu beitt á þessu sviði ára-
tugum saman gripu félögin til þess
ráðs að setja sér verklagsreglur.
Þetta var flótti frá verkefninu. Öll
mál voru sett undir sama hatt, svona
eins og til að komast hjá því að fjalla
sérstaklega um hvert mál fyrir sig.
Það sem helst hefur verið gagnrýnt
um efni þessara reglna er í stuttu
máli þetta:
1. Ekki átti að gera upp mál, þar
sem örorka var 15% eða lægri, fyrr
en að liðnum 3 árum frá slysdegi.
Skipti engu máli um þetta þó að
læknar teldu að frambúðarástand
væri komið á, þannig að tímabært
væri að meta örorkuna. Var svo að
sjá sem félögin teldu að ekki leiddi
varanlegt tjón af varanlegum lík-
amsmeiðslum ef þess væri ekki farið
að gæta í beinum tekjumissi fyrstu
3 árin eftir slys. Þetta er vitaskuld
rangt. Margs konar varanleg meiðsli
eru þannig að áhrifa þeirra á tekju-
öflun tjónþolans fer ekki að gæta
fyrr en síðar á starfsævi hans. Ör-
orkumat er mat á líklegum heildar-
áhrifum tjónsins en ekki mæling á
tjóni frá degi til dags. Félögin höfðu
enga stoð frá réttarframkvæmdinni
fyrir þessari afstöðu sinni.
2. Ef tjónþolar vildu ekki bíða í
3 ár skyldu þeim boðnar bætur með
ákveðinni fjárhæð fyrir hvert ör-
orkustig. Skyldi fjárhæðin vera hin
sama fyrir alla tjónþola. Þessi regla
var algerlega ný uppfinning. Tjón
manna vegna örorku hefur í ís-
lenskri réttarframkvæmd jafnan
verið reiknað út frá tekjuöflun þeirra
sjálfra fyrir slys. Er það augljós af-
leiðing af því meginviðhorfi að verið
er að bæta það fjártjón sem þessi
tiltekni einstaklingur hefur orðið
fyrir. Fjárhæðin sem félögin buðu
með þessum hætti var að auki svo
lág, að öllu vinnandi fólki báru miklu
hærri bætur. Það er athyglisvert að
þessi bótatilboð tryggingarfélag-
anna byggðust gagngert á þeim ör-
Ég skora á fram-
kvæmdastjóra Sam-
bands tryggingafélaga,
segir Jón Steinar
Gunnlaugsson, að birta
opinberlega umbeðnar
upplýsingar.
orkumötum, sem framkvæmdastjór-
inn segir í grein sinni að verklags-
reglunum hafi verið stefnt gegn.
3. Um bætur skv. 2. tl. að ofan
var sagt svo í verklagsreglunum:
„Þær standa því aðeins til boða að
þeim sé veitt viðtaka án fyrirvara."
Þessi regla var fyrir neðan öll vel-
sæmismörk. Með henni var verið að
þvinga þá tjónþola sem höfðu verstu
fjárhagsstöðuna, og þurftu því mest
á bótum sínum að halda strax, til
að gefa fullnaðarkvittun fyrir þessu
sjálfdæmi félaganna en fá enga
greiðslu ella fyrr en eftir langvar-
andi málaferli,
4. Ýmislegt fleira var athugavert
við þessar reglur félaganna. Má þar
nefna lækkun bóta vegna svonefnds
hagræðis af skattfrelsi þeirra og ein-
greiðslu, meðferð tapaðra lífeyris-
réttinda, meðferð bóta vegna heimil-
isstarfa og ákvörðun miskabóta.
Tjónþolar fá
mismunandi úrlausn
Framkvæmdastjóri Sambands
tryggingafélaga kýs að leiða öll þessi
gagnrýnisatriði hjá sér. Þess í stað
birtir hann tölulega samantekt, sem
hann hefur gert um árangur sem
félögin hafi náð í dómsmálum í þá
veru að fá læknisfræðilegt örorku-
mat lækkað. Þetta er þáttur sem
ekki hefur vaidið nokkrum ágrein-
ingi. Það er ekkert athugavert við
viðleitni félaganna til að verjast
bótakröfum á grundvelli gildandi
réttar. Árangur þeirra í dómsmálum
við að fá fram lægra örorkumat er,
eins og áður sagði, ekki annað en
vísbending um að þau hafi ekki
gætt réttar síns nægilega að þessu
leyti á liðnum árum. Það er hins
vegar ámælisvert, að þau skuli fyrst
reyna að þvinga tjónþola til að taka
við of lágum bótagreiðslum áður en
þau snúa sér að því að fjalla um
málin á lagagrundvelli. Þau hafa
nefnilega ekki beðið um dómkvaðn-
ingar matsmanna nema í þeim tilvik-
um að málum sé stefnt fyrir dómstól-
ana. Með þessu eru félögin að veita
málunum mismunandi úrlausn. Hitt
er svo líka ljóst, að félögin hafa
gert mistök með því að biðja um
mat dómkvaddra manna á svo-
nefndri fjárhagslegri örorku. Þau
möt hafa að mínum dómi enga efnis-
lega þýðingu í dómsmálunum. Hefur
það verið staðfest í allmörgum dóm-
um héraðsdóms.
Þeir vilja ekki
gefa upplýsingar
Fyrst Sigmar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands trygginga-
félaga, vill fjalla opinberlega um
framgöngu félaganna í þessum
málaflokki skora ég á hann að birta
opinberlega umbeðnar upplýsingar
um fjölda þeirra mála sem íslensku
vátryggingafélögin hafa gert upp
skv. veklagsreglum sínum og hversu
háar bætur hafi verið greiddar í
þeim málum. Hann mun ekki verða
við þessari áskorun. Ástæðan fyrir
því er sú, að hvorki hann né aðrir
fyrirsvarsmenn vátryggingafélaga
vilja að unnt verði að draga ályktan-
ir af þessum tölum um hversu mikið
fé félögin hafi haft af tjónþolunum
með þessum dæmalausu aðferðum.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
STJÓRNARMYND-
UN er lokið undir for-
ystu hins farsæla
stjórnmálamanns Dav-
íðs Oddssonar for-
manns Sjálfstæðis-
flokksins. Flokkurinn
vann stóran varnarsig-
ur í kosningunum eftir
ríkisstjórnarþátttöku sl.
íjögur ár með 25 þing-
menn, þar af fjórar kon-
ur. Ráðherrastólum
hefur verið úthlutað, en
enginn stóllinn kom í
hlut kvenna í þingliði
flokksins. Staðan var
þröng og að niðurstöðu
fenginni mátti lesa og
heyra í fjölmiðlum um
álit hinna ýmsu úr forystusveit sjálf-
stæðismanna.
Það verður ekki sagt að árangur
sé viðunandi í jafnréttismálum innan
flokksins og erfitt fyrir þær konur
sem kjósa flokkinn að horfast í augu
við blákaldar staðreyndir á því herr-
ans ári 1995. Staða kvenna innan
flokksins er lakari nú en eftir ríkis-
stjórnarmyndunina 1991. Oft var
þörf en nú er nauðsyn fyrir konur
í Sjálfstæðisflokknum að taka virki-
lega til hendinni. Konur eru í pólitík
til að hafa áhrif en til þess að það
sé mögulegt þurfa konur að vera í
forystuhlutverkum innan flokksins.
Vert er að benda á að þó konur
hafi ekki raðast í efstu sæti fram-
boðslistanna segir það ekkert til um
verðleika þeirra til að gegna ráð-
herraembætti. Þau rök halda ekki.
Það vita allir hvemig
prófkjör fara fram. Það
á sér stað gífurleg
smölun og þeir fram-
bjóðendur sem dugleg-
astir eru við þá iðju
lenda að sjálfsögðu of-
arlega á lista. Þetta
segir ekkert til um
hæfileika viðkorpandi
einstaklinga.
Það væri sjónarsvipt-
ir í hinu pólitíska litrófi
ef Samtaka um
kvennalista nyti ekki
við í íslenskum stjórn-
málum. Kvennalistinn
veitir öðrum stjórn-
málaflokkum aðhald.
Eins og staðan er í dag
er Kvennalistinn nauðsynlegt afl í
íslenskum stjórnmálum.
Konur og
Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki
kjölfestan í íslenskum stjórnmálum
ef hann nyti ekki stuðnings kvenna
á öllum aldri í hinum ýmsu stéttum
þjóðfélagsins.
Það er staðreynd að við konur
getum haft ótrúlega mikil áhrif þeg-
ar við beitum okkur og nauðsynlegt
að hafa það að meginmarkmiði
næstu árin. Sjálfstæðiskonur eiga
að vinna ötullega að því að næsti
formaður eða varaformaður flokks-
ins komi úr röðum kvenna. Áður en
gengið verður eftir nokkur ár inn í
21. öldina krefjast konur að staða
þeirra verði betri með aukinni
ábyrgð innan flokksins. Fortíðin sýn-
ir að konur eiga erfitt uppdráttar
innan flokksins og eru eflaust marg-
ar ástæður þar að baki. Við karlana
er ekki einungis að sakast því konur
geta kennt sjálfum sér um að hluta.
Mun fleiri konur verða að gefa kost
á sér til þátttöku í prófkjörum
flokksins með öflugum hætti, en þar
hefur skort verulega á. Þær konur
sem hyggjast gefa kost á sér í próf-
kjörum flokksins fyrir kosningarnar
til borgar og sveitastjórnar 1998 og
til Alþingis árið 1999 ættu að vinna
með skipulegum hætti þau ár sem
framundan eru til að árangur verði
sem bestur, sem aftur skilar fleiri
konum í örugg sæti. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur á að skipa fjöldan-
um öllum af vel menntuðum, hæfi-
leikaríkum og reynslumiklum konum
innan sinna vébanda sem starfað
hafa vel og lengi fyrir flokkinn og
eru þingkonur flokksins í farar-
broddi. Það er vel að hópurinn sem
nefnir sig sjálfstæðar konur innan
Sjálfstæðisflokksins eru ánægðar
með stöðu kvenna þar á bæ en ljóst
er að ekki verður horft framhjá hin-
um miklum meirihluta kvenna innan
flokksins sem er ósáttur með stöðu
mála. Nýlega sendi Landssamband
Sjálfstæðiskvenna frá sér ályktun
þar sem sjálfstæðiskonur mótmæla
harðlega stöðu kvenna innan flokks-
ins og krefjast úrbóta.
Kvennaflokkur
Þegar þessi staða er komin upp
þá er ekki óeðlilegt að konur fari
að velta því fyrir sér hvort aðrar
leiðir séu færar til úrbóta í jafnréttis-
baráttunni innan flokksins. Sérfram-
boð hafa komið fram af minna til-
efni en við blasir nú. Með stofnun
kvennaflokks Sjálfstæðisflokksins
yrði til sterkt pólitískt afl undir for-
ystu kvenna með sjálfstæðisstefn-
una í öndvegi. Slíkt pólitískt afl
gæti hugsanlega boðið fram sér lista
An stuðninffs kvenna
úr öllum starfsstéttum,
*
segir Asgerður Jóna
Flosadóttir, væri Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki
sú kjölfesta samfélags-
ins sem hann er.
samhliða lista flokksins í næstu
kosningum. Þar gæfist kjósendum
kostur á að velja frambjóðendur á
listum þar sem sjálfstæðisstefnan
væri í hávegum höfð. Ljóst er að
stór hópur kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins er ekki ánægður með hlut
kvenna. Áðurnefndur kvennaflokkur
gæti haft það að markmiði sínu
m.a. að kynna sjálfstæðisstefnuna
enn betur og ná með þeim hætti til
fleiri kvenna til fylgis við stefnu
flokksins. Margoft hefur komið fram
að færri konur kjósa flokkinn en
karlar. Aukið fylgi við flokkinn yrði
hugsanlega konum til framdráttar.
Vill forysta flokksins virkilega kalla
yfir sig slíkan klofning en eins og
sagan sýnir er slíkur klofningur ekki
happasæll fyrir stjórnmálaflokk.
Pólitísk markaðssetning
kvenna
Pólitík fer fram á hinum pólitíska
markaði þar sem konur og karlar
keppa um völd og áhrif. Konur þurfa
að markaðssetja sig sem stjórnmála-
menn á þessum markaði til að há-
marka árangur. Karlar hafa náð
góðum árangri við pólitíska mark-
aðssetningu enda hefst markaðsferli
þeirra strax á unga aldri þar sem
konur jafnt 0 g karlar hafa veitt þeim
brautargengi. Konum gengur verr
en körlum í prófkjörum sem er um-
hugsunarefni fyrir konur. Hugsan-
lega er meira um karlrembur í hópi
þeirra sem kjósa í prófkjörum hjá
Sjálfstæðisflokknum en hjá öðrum
flokkum. Hafa ber í huga að próf-
kjör eru einu lýðræðislegu aðferðirn-
ar við val einstaklinga á lista stjóm-
málaflokkanna. Hvort sem fólki líkar
það belur eða verr þá er staðreynd-
in sú að á meðan áhrifa kvenna
gætir ekki í jafn miklum mæli og
karla I þjóðfélaginu þarf það ekki
að koma á óvart hversu mikið vant-
ar á að jafnrétti meðal kynjanna sé
jafnt í orði og á borði. Konur hafa
unnið sína heimavinnu, um það verð-
ur ekki deilt. Konur sækja fast í að
mennta sig en uppskera ekki í sam-
ræmi við aukna menntun. Konur
fara fram á þau sjálfsögðu mann-
réttindi að fá sömu laun og karlar
fyrir sambærileg störf. Málið er að
margra mati einfalt. Konur eru
helmingur þjóðarinnar og þeim ber
að axla ábyrgð við stjórn landsins
til jafns við karla.
Höfundur er stjórnmálafræðingvr
að mennt og rekur cigið fyrirtæki.
Sérframboð sjálfstæðiskvenna?
Ásgerður Jóna
Flosadóttir