Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 27
MQRGlINBLlAÐIÐ.
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 - 27
AÐSEIMPAR GREIIMAR
Karlar eru
ekki óvinurinn
í KJÖLFAR myndunar nýrrar
ríkisstjórnar hafa orðið miklar um-
ræður um jafnréttismál og stöðu
kvenna innan stjórnmálaflokkanna.
Það er- út af fyrir sig ánægjulegt,
hve fjölmiðlar hafa sýnt þessu máli
mikinn áhuga þó forsendurnar fyrir
málflutningi flestra þeirra séu ansi
hæpnar.
Gömul viðhorf og ný
I þessum umræðum hafa ekki
tekist á karlar og kon-
ur, hægri og vinstri eða
aðrir hefðbundnir
„andstæðingar“, held-
ur hafa tekist á gömul
viðhorf og ný, án tillits
til kynferðis eða stjóm-
málaskoðana viðkom-
andi. Hið gamla og rót-
gróna viðhorf að konur
séu máttvana minni-
hlutahópur sem ekki
geti staðið fyrir sínu
hjálparlaust er þraut-
seigt, og ekki að furða
þar sem það viðhorf
hefur einkennt kven-
réttindabaráttu und-
anfarinna ára og ára-
tuga. Konum og körl-
um er stillt upp sem andstæðingum,
þar sem framganga kvenna er þó
háð undanþágum og leyfí frá körl-
unum með sérstökum aðgerðum til
að bæta stöðu kvenna. Hið nýja
viðhorf segir okkur að konur eru
orðnar þreyttar á að líta á sjálfar
sig sem hjálparvana fórnarlömb
kringumstæðna. Við gerum þá
kröfu að litið sé á okkur sem sjálf-
stæða einstaklinga, en við ekki skil-
greindar út frá líffræðilegu hlut-
verki í náttúrunni eða tengslum við
annað fólk.
Misskilin jafnréttisbarátta
Öllu alvarlegri er þó sú gjá sem
mynduð hefur verið milli karla og
kvenna með þessum málflutningi.
Jafnréttisbarátta er ekki barátta
kvenna gegn körlum, það er stóri
misskilningurinn. Jafnréttisbarátt-
an er baráttan gegn þeim viðhorfum
í þjóðfélaginu sem gera lítið úr fólki
og draga það í dilka, sama á hvaða
forsendum það er gert. Þessum við-
horfum þarf að breyta og þeim
verður ekki breytt nema með sam-
vinnu karla og kvenna. Því er fátt
skaðlegra en að ala á óvild milli
kynjanna og stilla þeim upp sem
andstæðum. Hið breytta viðhorf
segir að við verðum að vinna sam-
an, til góðs fyrir bæði konur og
karla, og ekki síst þær kynslóðir
sem eru að vaxa úr grasi undir
okkar leiðsögn.
Hveijum er gerður greiði?
Þeir sem mæla ákafast með
kynjakvótum og að konur séu tekn-
ar fram yfír karla til að leiðrétta
kynjahlutföllin gera það að sjálf-
sögðu í þeirri góðu trú að með slík-
um aðgerðum sé verið að vinna að
málstað jafnréttisins. Því miður er
sú ekki raunin. Skammtímasjón-
armið gætu sýnt annað, en þegar
til Iengri tíma er litið hafa slíkar
aðgerðir niðurbijótandi áhrif á
sjálfsmynd kvenna. Hvað konu er
gerður greiði með því að allir viti
að hún skipar embætti eða starf
einungis vegna þess að hún er kona?
Hvað áhrif hefur það
á hennar sjálfsálit? Við
konur erum fyllilega í
stakk búnar til að taka
þátt í hinni hörðu sam-
keppni sem ríkir á öll-
um sviðum þjóðfélags-
ins, en þá verðum við
líka að trúa á mátt
okkar og megin og
beijast á okkar eigin
forsendum; þeim for-
sendum að við erum
sjálfstæðir einstakl-
ingar sem höfum frelsi
til að gera það sem
hugur okkar stendur
til meðan við göngum
ekki á réttindi ann-
arra.
Okkar starf er rétt að hefjast
Þegar þetta er skrifað hefur ný
ríkisstjórn setið í eina viku. Stjórn-
arflokkarnir hafa komið sér saman
um sáttmála þar sem skýrt er frá
meginmarkmiðum sem unnið skal
að á næstu fjórum árum. Eitt þeirra
Við gerum þá kröfu
að litið sé á okkur sem
sjálfstæða einstaklinga,
segir Elsa B. Vals-
dóttir, en við ekki
skilgreindar út frá líf-
fræðilegu hlutverki í
náttúrunni.
meginmarkmiða er að vinna gegn
launamisrétti af völdum kynferðis
og stuðla að jöfnum möguleikum
kvenna og karla til að njóta eigin
atorku og þroska hæfileika sína. í
sumar verður unnin verkefaskrá
fyrir einstök ráðuneyti. Þá mun
liggja fyrir hvemig þessu markmiði
eigi að ná. Sjálfstæðar konur munu
leggja sínar hugmyndir í því máli
fyrir ráðherra og þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins á næstu dögum og
vikum — okkar starf er rétt að
hefjast.
Höfundur starfar með
Sjálfstæðum konum.
Elsa B. Valsdóttir
GARÐ-
VINNUDAGAR
4.-6. maí
Þessa daga helgum við vorverkum í görðum, bjóðum ráðgjöf
sérfræáinga og gó& tilboð á margvíslegum vörum þessu tengdu.
Safnhaugakassar 300 I 7.950 kr.
Greinakvarnir 1400 w 19.980 kr.
I Gróburkalk 10 kg. 390 kr., 25 kg. 750 kr.
Allir pakkar af vorlaukum á 95 kr.
Greina- og limgeróisklippur meó 20% afslætti.
Papriku-, gúrku-, og tómataplöntur 145 kr.
Opið laugardag kl.10-18
Sérstök ráðgjöf um trjáklippingar.
Steinn Kárason, garðyrkjufræáingur
kynnir bók sína og gefur
góá ráó milli kl. 1 3-1 8
á laugardag.
Rá&gjöf sérfræðinga um garð- og gróðurrækt
GRÓÐURVÖRUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100
I
IBM RS/6000 Unix tölvurnar keyra
vinsælustu vióskiptaforritin og gagnagrunnana.
DÆMI: Concorde - Fjölnir - Informix - Ingres - Oracle
^|v
RISC System / 6000
Þú færð nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 588 8070 eða
með fyrirspurn á Internetinu í netfang unix@nyherji.is
NÝHERJI
SKIPHOLTI 37 - SlMI: 588 8070
NETFANG: unix@ibm.is
Alltaf skrefi ú undan
ARGUS & ÖRKIN /StA GV009