Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 34

Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 34
.34 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ iU AÐSEIMDAR GREIIMAR Röddin og reykingar Reyklaus dagur - 4. maí í ÞEIM áróðri sem við notum gegn reyk- ingum hættir okkur til að gleyma því að einn versti óvinur raddarinn- ar er reykingar. Þeir unglingar sem ætla að velja lífsstarf eða áhugamál þar sem starfið krefst þess að röddin sé í lagi, ættu að hafa þetta í huga. Góð rödd og reykingar eiga ekki saman. Ungl- ingar sem hyggjast velja sér leiklist, Ijölm- iðlun, kennslu eða söng þurfa að gera sér grein fyrir að reykingar eru áreiti sem þeir leggja á raddböndin. Fólk sem er í raddfreku starfí á gjam- an við raddvandamál að stríða, sér- staklega eftir kvef. Álagið á röddina er oft gífurlegt og má lítið út af bera til að viðkomandi einstaklingur fái stöðugt hæsi sem hann losnar ekki við. Slímhúðin sem þekur raddböndin ertist mikið er reykurinn fer á milli raddbandanna áfram niður í lungu og raddvandamálið verður viðvar- andi. Eftir reykingar í langan tíma verður röddin oft grófari og ekki eins áheyrileg. Hver rödd hefur sín sérkenni sem þarf að varðveita með skynsamlegum hætti. Að vera með hása eða ráma „whisky“ rödd telja sumir vera mjög „töff“ en staðreyndin er sú að þann- ig rödd veldur eigandanum oft mikl- um erfíðleikum og slík rödd brestur oft og gefur sig þegar síst skyldi. í umræðunni um reykingar er mikilvægt að muna þetta. Flestir unglingar vita af hættunni sem reyk- ingar geta haft í för með sér en þegar fólk velur sér starf sem grund- vallast á röddinni skiptir miklu máli að vita hvernig maður verndar hana. Það er ekkert grín að vera alltaf með hæsi og finna til í hálsinum í vinnunni. Röddin er viðkvæmt hljóðfæri Við eigum mikið af listamönnum á öllum sviðum tónlistar.s.s. vísna-, popp- og klassískri tónlist. Eitt hið versta sem við bjóðum þessum söngvurum okkar er að syngja í reykfylltum salarkynn- um. Jafnvel þó þeir hafí einhvern tíma ánetjast tóbaksgyðj- unni á lífsleiðinni fínna þeir eftir sem áður fyr- ir því að það fer illa með röddina að anda beint inn tóbaksreyk, jafnvel heila kvöld- stund. Sýnum þeim til- litssemi og minnkum reykingar í kringum li- Bryndís_ _ stafólkið okkar. Við Guðmundsdóttir höfum gert margt gott eitt versta í því að aðskilja sérstök reyksvæði og yfirleitt eru reykingamenn mjög tillitssamir hvað þetta snertir. Ég heyrði af skemmtistað sem bauð upp á reykingar öðrum megin í salnum og reyklaust í hinum hlutanum. Söngvarinn, sem í þessu tilfelli var jazzsöngkona átti erfitt og ræskti sig látlaust á milli laga. Auðvitað skipti litlu máli fyrir hennar rödd hvort reykurinn var hægra megin eða vinstra megin. Hún fann fyrir honum samt. Síðar komu tilmæli til gesta um að reykja aftast í salnum. Stór- Góð rödd og reykingar, segir Bryndís Guð- mundsdóttir, eiga ekki saman. breyting varð á umhverfínu fyrir þá listamenn sem þar komu fram. Reyk- urinn minnkaði við sviðið og radd- heilsa söngvaranna stórbatnaði. Rödd og reykur á sviði í sumar verða margir söngleikir á Ijölunum hér heima. Leikarar þurfa bæði að hafa góða framsögn, syngja og dansa, allt í senn. Við raddbeitingu á sviði þarf öndun að vera í lagi og er mjög erfítt fyrir þann sem dansar að halda réttum þrýstingi kviðarvöðva í öndun, um leið og hann syngur. Hér þurfa listamennimir á mikilli samhæfíngu að halda til að röddin komist vel til skila. Leikhúsfólkið okk- ar er farið að nota reyk á sviði sem „sviðseffect" á mjög áhrifaríkan hátt. Ég fæ reyndar alltaf í hálsinn, þegar ég sé reykinn en held að það tengist mínu starfí frekar en að vera raun- verulegt. Ég vil þó koma þeirri ábend- ingu á framfæri að listafólkið okkar sé ekki látið syngja eða tala mikið í reykmekki. Reyndar er ég viss um að vel er gætt að heilbrigði raddarinn- ar hjá flestum leikhópum. Reynslan sýnir þó að reynslulitlir leikarar og söngvarar enda oft með raddvanda- mál ef ekki er að gætt. Góð vísa er því aldrei of oft kveðin. Höfundur er talmeinafræðingur á háls-, nef- og eymadeild Borgarspítaians. Hvað er snuff eða snus? Nokkur orð um reyklaust tóbak # LOWARA JARÐVATNS- DÆLUR Á SAMA tíma og dregið hefur úr reyking- um fullorðinna og reyk- lausum heimilum hefur ijölgað þá hefur tóbak- snotkun unglinga aukist og þá sérstaklega reyk- ingar 15-16 ára stráka. Ástæðumar eru eflaust margar og sem dæmi má nefna tilkomu bjórs- ins, auknar reykingar í kvikmyndum og snuff- neyslu. Snuff eða snus er inn- flutt fínkornótt munn- og neftóbak sem er til- tölulega nýtt á mark- Þuríður Backman lútur (ph=8—9,5) og verkar því ætandi á slímhúðina bæði í nefi og munni. Slímhúðin þykknar, bólgnar og dregst saman. f fyrstu verður æðanetið áber- andi og sprungur koma í slímhúðina. Á þessu stigi þegar sviðinn verður of mikill þá „bjarga“ margir ungir neytendur sér með því að reykja. Eftir lengri neyslu kemur hvít skán, sem gulnar og verður brún með tímanum. Við notkun á munntóbaki Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HEÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 91-624260 aðnum hér á landi. Árið 1987 voru flutt inn 45 kg af efninu og á síð- asta ári var magnið komið í tæp tvö tonn og að mestu neftóbak. Neytend- ur eru að stærstum hluta drengir og ungir karlmenn og fyrir 2-3 árum mátti sjá töluverða snuffnotkun hjá strákum á fermingaraldri og er lík- legt að sú neysla skili sér nú m.a. í auknum reykingum eldri strákanna. Hættulegt er það viðhorf að neysla þessa tóbaks sé öðru vísi eða hættu- minni en reykingar. Sérstaklega á það við um foreldra, sem þakka fyr- ir að bamið þeirra sé þó ekki farið að reykja. Foreldrar ættu að bregð- ast eins við litlu dósinni og sígarettu- pakkanum því snuff eins og annað tóbak veldur fíkn, sjúkdómum og dauða. Hvers vegna er þetta fínkomótta neftóbak og nýja munntóbak svo varasamt? í fyrsta lagi vegna þess að það höfðar til ungs fólks og þar með nýrra nikotínista. Rannsóknir sýna að þeir sem nota reyklaust tóbak byrja frekar að reykja og öfugt. I þetta tóbak eru notaðar dökkar og sterkar tóbakstegundir. í það er blandað salti, pottösku og bragðefni og í munntóbakið er auk þess bland- aðvatni. í tóbakinu eru ýmis sterk krabba- meinsvaldandi efni og þegar er farið að bera á aukinni tíðni krabbameina í munnholi í þeim löndum þar sem neyslan hefur aukist mest. Snuff er sterkt alkalískt efni eða dregst tannholdið frá tönnunum og þær losna með tímanum en auk þess eykst munnvatnsframleiðslan svo mikið að hrækingar verða algengar. Nikotínmagnið er hátt því í einum skammti af snuff-munntóbaki sem vegur 2,5 g er 32-61 mg nikotín. I íslenska „garnla" neftóbakinu er ni- kotínmagnið í sama skammti 25,2 mg. Fínkoma tóbakið frásogast í fínkorna munn- og neftóbaki eru, segir Þuríður Backman, sterk krabbameins- valdandi efni. gegnum slímhúðina mun betur en það grófkomótta og er meðalfrásog nikotíns úr fínkorna munntóbakinu 4,5 mg og neftóbakinu 3,6 mg. Til samanburðar er meðalfrásog nikot- íns úr reyk einnar sígarettu um 1 mg. Áhrif nikotíns á líkamann er margþætt og sama í hvaða formi það er tekið. Snuff er nýtt neysluform nikotíns, sem auðvelt ætti að vera að stemma stigu við og draga þar með úr fjölda þeirra, sem ánetjast fíkniefninu. Tóbaksvarnir - allra mál Höfundur er fræðslufulltrúi Krabbameinsfél. íslands á Austurlandi. Sveinn Magnússon 4. MAÍ er reyklaus dagur. Hvað merkir það í raun? Jú, með honum er viðurkennt mikilvægi reykleysis fyrir heilsufar og vell- íðan. Alvarlegar af- leiðingar tóbaksfíkn- innar réttlæta þennan baráttudag um allan heim. Faraldur Reykingar líkjast faraldri, þær eru mesta hótun heilbrigð- is meðal vestrænna þjóða, 30-50% reyk- ingafólks deyr vegna neyslunnar, ijöldi þjáist mikið og lengi vegna reykingatengdra sjúkdóma, áhrif eru einnig þekkt á fóstur, börn geta borið merki reykinga móður- innar strax við fæðingu, enginn reykingamaður kemst hjá einhveij- um líkamlegum skemmdum vegna neyslunnar. Skaðsemi tóbaksins Flestir þekkja vel til skaðsemi tóbaksins, en hún er að sjálfsögðu aðalástæða þess, að um allan heim er barist harðri baráttu gegn notk- un tóbaks. Hveijar eru hinar líkamlegu skemmdir, sem tóbaks- neyslan veldur? Bráð einkenni geta verið sviði í augum, öndunarfæra- erting ofl. en varanlegar líkamleg- ar breytingar, sem koma vegna langtíma reykinga eiga eitt sam- eiginlegt: Það eru breytingar ell- innar. Séu hinir ýmsu vefir líkamans athugaðir hjá þeim sem reykja, svo sem æðar, lungu, heili o.fl., þá sjást engar breytingar sem eru sérkenn- andi fyrir tóbaksneysluna, hins vegar eru þær allar þekktar sem hluti öldrunar, æðaþrengsli, lungnaþemba, krabbamein svo dæmi séu nefnd. Skaðsemi reykinganna felst í því að flýta ellinni. Styttir ævina hjá helmingi reykingaifólks Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að af 1.000 tvítugum reyk- ingamönnum mun fjórðungur eða 250 deyja um miðjan aldur vegna reykinga og aðrir 250 deyja um aldur fram á efri árum. Annar hver reykingamaður styttir því ævi sína mikið. Talið er að þijár millj- ónir manna deyi árlega vegna reykinga! Að meðaltali munu um tveir íslendingar byija að reykja á degi hveijum, um 15 á viku og annar hver þeirra mun stytta ævi sína verulega eða að hluta vegna þessa illa ávana. Því miður byija flestir að reykja á unglingsárum. Tóbaksvarnir — ábyrgð hverra? Foreldrar — systkini. Margsann- að er að fordæmi og afstaða for- eldra og systkina til reykinga ræð- ur einna mestu um það, hvort ein- staklingur byijar að reykja. For- eldrar skyldu aldrei Iáta börn sín sjá sig reykja, aldrei láta þau heyra talað jákvætt um þá fíkn heldur hvetja þau til þess að hefja aldrei reykingar. Skólar — leikskólar. Öll böm ganga í skóla. Fjöldi dvelur mikið á leikskólum. Frá þessum mikil- vægu uppeldisstöðum mega aldrei koma önnur skilaboð en að tóbaks- fíknina beri að forðast. Því miður er töluvert um reykingar meðal kennara og starfsfólks leikskóla. Foreldrar sem ala börn sín upp í reykleysi eiga heimtingu á að kennari eða starfsmaður leikskóla gefi ekki hið ilia fordæmi. Allar þessar stofnanir eiga að vera reyk- lausar. Vinnustaðir — vinnufélagar. Æ fleiri vinnustaðir hafa orðið reyklausir. Afstaða vinnufélaga hefur hjálpað mörgum til að hætta að reykja. Eng- inn á að láta bjóða sér að vinna í reykmett- uðu lofti, það er óþægilegt en einnig sánnanlega hættulegt. Frumkvæði margra fyrirtækja til reyk- leysis er til fyrirmynd- ar. Heilbrigðisstarfs- fólk. Þekking þess á skaðsemi tóbaks er mikil, bæði reyktóbaks og reyklausa tóbaks- ins. Það reykir minnst allra starfs- stétta. Hins vegar gæti heilbrigðis- starfsfólk beitt sér af meira a.fli gegn þessum stærsta vágesti heil- brigðis okkar. Mikilvægt er, að það láti í sér heyra hvar sem er og hvenær sem er. Fjöimiðlar. Áhrifamáttur þeirra er óumdeilanlegur og fer vaxandi. Fjölmiðlar ættu að forðast að sýna reykjandi fólk. Oft er reynt að koma beinum eða óbeinum tóbaks- auglýsingum fyrir augu lesenda eða áhorfenda. Því er mikilvægt að fjölmiðlar haldi vöku sinni, beiti áhrifamætti sínum á jákvæðan hátt og forðist að láta tóbaksfram- leiðendur koma duldum auglýsing- um á framfæri. Löggjafinn. Hann hefur á marg- an hátt áhrif á neyslu tóbaks. Rannsóknir sýna, segir Sveinn Magnússon, að fjórðungur tvítugra reykingamanna deyr um miðjan aldur vegna reykinga. Áhrif verðlagningar er vel þekkt um allan heim, löggjöf skiptir miklu hvað varðar , aðgengiieika, auglýsingar og aðra óbein áhrifa- þætti, sem óþreytandi söluaðilar beita óspart og geta verið afger- andi í því að leiða fólk inn á braut tóbaksneyslu. íslendingar vöktu mikla athygli á alþjóðlegum vett- vangi, þegar síðustu tóbaksvama- lög voru sett. Aðrar þjóðir fylgdu á eftir og nú hafa margar þeirra náð lengra í tóbaksvörnum. Sorg- legt var að nýtt framvarp til tóbak- svarnalaga dagaði uppi á Alþingi fyrir skömmu, þrátt fyrir að fylgi við það virtist mjög mikið. Ábyrgð þeirra er stóðu í vegi fyrir sam- þykkt frumvarpsins er mikil. Von- andi verður framvarpið lagt fyrir þing á ný og samþykkt. Mikið hefur áunnist Þekking á skaðsemi tóbaks hefur aukist mikið meðal almennings. Dregið hefur úr reykingum fullorð- inna. Æ fleiri vinnustaðir verða reyklausir. Gististaðir bjóða reyk- laus herbergi. Flugvélar era orðnar reyklausar. Kvikmyndahús og hóp- ferðabifreiðir era reyklaus. Reyk- lausum heimilum fjölgar. Þeir sem hafa beitt sér gegn notkun tóbaks geta því séð talsverðan árangur af starfí sínu, þótt baráttunni sé ekki lokið. Þrátt fyrir mikla fræðslu byija margir unglingar að reykja, hjálpum þeim til að trúa nægilega á sjálf sig svo þeir sandist freisting- una, hjálpum þeim sem reykja til Aað hætta og látum engan þurfa að anda að sér reykmenguðu lofti. Höfundur er héraðslæknir Reykjaneshéraðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.