Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRNEY
HALLGRÍMSDÓTTIR
+ Björney Jakob-
ína Hallgríms-
dóttir fæddist 26.
apríl 1904 að Bald-
ursheimi i Mývatns-
sveit. Hún lést á
Landspítalanum
laugardaginn 22.
apríl sl. Foreldrar
hennar voru Hall-
grímur Jónsson sjó-
maður í Holti í
Mjóafirði, f. 7. okt.
1875, d. 6. júní 1910
og Sigríður Björns-
dóttir, f. 11. nóv.
1881, d. í Hafnar-
firði 5. júlí 1959. Björney nam
við Kvennaskólann á Blönduósi
1920-’21 og 1922—’23, en tók
síðan kennarapróf frá Kenna-
raskólanum í Reykjavík 1925.
Hún stundaði heimiliskennslu á
Urriðaá á Mýrum 1925-’26,
kenndi í Nauteyrarhreppi N-
ísafjarðarsýslu 1926-’27 og
var við smábarnakennslu í
Reykjavík 1929-’30, og starf-
aði jafnframt við verslunar-
störf í Reykjavík 1927-’29.
Björney giftist 15. maí 1930
eftirlifandi manni sínum Jóni
Jónssyni (f. 25. sept. 1908) sem
lengi var kenndur við útgerðar-
fyrirtækið Akurgerði í Hafnar-
firði, síðar framkvæmdasljóri
Hraðfrystihússins í Innri-
Njarðvík. Faðir Jóns var Jón
ÉG KYNNTIST Björneyju ungur
drengur að sniglast í kringum litla
fallega húsið á Öldugötu 12 austur
undir Hamrinum í Hafnarfirði. Ég
bjó á Brekkugötu vestan í Hamrin-
um. í húsi hennar var fallegasta
stúlkan í Hafnarfírði!
„Komdu sæll og komdu innfyrir,
hún Steinunn er hjá Unnu. Fáðu
maltsopa og flatbrauð — já þú ert
sonur hennar Maríu Víðis!“ Ög svo
var spjallað og spurt. Frá þessari
stundu fyrir bráðum hálfri öld höf-
um við Björney oft setið saman og
spjallað. Það voru góðar og fræð-
andi stundir fyrir ungan dreng,
námsmann, ungan föður og fullorð-
inn embættismann. Hún var góður
viðmælandi og spyrill, sagði lítið,
hlustaði af athygli, skaut að nýjum
efniviði og sagði vel valin lokaorð.
„Heldurðu það, Þorvaldur? — Já það
þykir mér sennilegt, Þorvaldur, en
við getum ekki verið svona hand-
viss.“ Þetta voru fræðslustundir hjá
góðum kennara sem notaði fá orð
og skýrar áherslur. Það var hlýja
og bjart á Öldugötu, sérkennileg
ró, enda Björney íhugul, fróð og
víðlesin um lífið þessa heims og
annars. Hún var ekki bara tengda-
móðir mín heldur einnig trúnaðar-
vinur sem var ómetanlegt, vonandi
okkur báðum.
Björney missti föður sinn aðeins
6 ára gömul, en hann drukknaði
ásamt þremur öðrum með bátnum
Ingólfi undan Mjóafirði 1. júní
1910. Þann 10. nóvember sama ár
eignaðist Sigríður móðir hennar son
sem skírður var Hallgrímur Baldi,
en í apríl hafði látist óskírt bam
þeirra hjóna. Átta ára gömul fór
bóndi á Ekru á
Rangárvöllum, síð-
ar kaupmaður í
Versluninni Rangá
á Hverfisgötu í
Reykjavík, síðan
flutt í Skipasund 57
þar sem verslunin
er enn. Björney og
Jón bjuggu lengst
af á Oldugötu 12 í
Hafnarfirði eða
fram til 1991 er þau
keyptu sér íbúð í
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi. Þau eignuðust
þijú börn: Elstur er
Þórhallur, verkfræðingur,
fæddur 7. febr. 1931. Hann á
sex börn og fimmtán barna-
börn. Kona hans er Elín Guð-
jónsdóttir og búa þau í Kópa-
vogi. Þórhallur var bæjarverk-
fræðingur í Vestmannaeyjum
1960-’64. Þá Steinunn, fædd
6. nóvember 1933, á þijú börn
og tvö barnabörn. Maður henn-
ar er Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Þau búa í Reykjavík. Yngst er
Hallbera Kolbrún, fædd 14. maí
1944. Hún á eina dóttur og þijú
barnabörn. Hennar maður er
Pétur Axelsson og búa þau á
Álftanesi.
Útför Björneyjar fer fram
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Björney í Svartárkot í Bárðardal,
en þar bjuggu Jakobína móður-
amma hennar og síðari maður Þórð-
ur Flóventsson ásamt Snæbimi
Þórðarsyni hálfbróður Sigríðar og
frá 1914 konu hans Guðrúnu Árna-
dóttur. Þarna ólst Björney upp hjá
góðu fólki og ættingjum og var
styrkt til náms eins og að framan
er jgetið.
I Hafnarfirði átti Björney góðar
vinkonur sem hún starfaði með
m.a. í Kvenfélagi Hringsins, en þar
var hún í stjórn í mörg ár og gerð-
ur heiðursfélagi 1984. Hún kunni
að njóta fegurðarinnar og skjólsins
í hraununum við Hafnarfjörð og fór
í langar gönguferðir fram á síðustu
ár. Einnig stundaði hún sund dag-
lega um árabil með Jóni manni sín-
um á Seltjarnarnesi og í Vesturbæj-
arlaug. Veit ég að margir könnuð-
ust við þessa fallegu, brosandi,
dökkhærðu konu úr pottunum og
af bökkum sundlauganna. Hún átti
einig góða vini á stuttum tíma í
Sunnuhlíð en þar leið heni skínandi
vel í góðri umsjá Jóns. Björney var
hjálpsöm öllum sem á þurftu að
halda og aðstoðaði böm og barna-
börn hvenær sem þörf krafði. Það
er gott að minnast Bjömeyjar á
vordegi því hún var svo sannarlega
kona vors og blóma.
Ég kveð hana með ljóðlínum
Davíðs Stefánssonar úr „Nú finn
ég angan“ — (Svartar fjaðrir).
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jðrðu
Brosin þín mig að betri manni gjörðu...
Þorvaldur S. Þorvaldsson.
FIMMTUDAGUR 4. MAI1995
35
MINNINGAR
Elskuleg amma mín, ísafold Jón-
atansdóttir, lést 22. janúar síðastlið-
inn. Það er eins og ég hafi ekki
bara mist ömmu mína heldur besta
vin minn líka. Ég man fyrst eftir
ISAFOLD
JÓNA TANSDÓTTIR
+ ísafold Jónatansdóttir fædd-
ist í Hrísey 21. mars 1927.
Hún lést á Landspítalanum 22.
janúar síðastliðinn. Hún var
jarðsungin frá Akureyrarkirkju
31. janúar sl.
ELSKULEG amma mín, ísafold Jón-
atansdóttir, lést 22. janúar síðastlið-
inn eftir hetjulega baráttu gegn
veikindum sínum. Ég bjóst aldrei við
að þurfa skrifa minningargrein um
ömmu mína og hvað þá svona
snemma. Það er því stórt tómarúm
sem hún skilur eftir í hjarta mínu,
tómarúm sem aldrei hverfur. Amma
var hjartahlýjasta og heiðarlegasta
manneskja sem ég hef kynnst og
hún var gædd miklum mannkostum.
Ég man eftir því þegar ég gekk í
grunnskólann gisti ég hjá henni allar
helgar og oft á virkum dögum því
það var svo stutt í skólann frá henni
og ég hafði auk þess svo gaman af
því að vera hjá henni. Amma tók
alltaf mjög vel á móti mér, hún spil-
aði við mig, eldaði handa mér og
við horfðum saman á sjónvarpið. Ég
sakna samt mest þegar við sátum
saman tvö inni í eldhúsi og spjölluð-
um saman því ég gat sagt ömmu
allt og hún vildi alltaf vita hvað var
að gerast í kringum mig og oft sagði
hún mér sín leyndarmál því hún
sagðist treysta mér svo vel. Það
voru margar sögurnar sem amma
sagði mér frá því í „gamla daga“
og ég hafði mjög gaman af þeim
því hún var gædd miklum frásagnar-
hæfileikum. Amma var alltaf að
styrkja Rauða krossinn eða kaupa
happadrættismiða til styrktar þeim
sem minna máttu sín og vildi allt
fyrir alla gera, t.d. vildi hún alltaf
gefa mér peninga þó að hún ætti
ekki mikið sjálf og ég veit að hún
hefði gefið allt frá sér til að hjálpa
öðrum, því hún hugsaði fyrst og
fremst um aðra og alltof lítið um
sjálfa sig. Ég gæti talið endalaust
um það sem hún gerði fyrir mig og
aðra en þá þyrfti ég miklu fleiri
blaðsíður. Ég íofai alltaf ömmu að
ég skyldi borga henni allt sem hún
gerði fyrir mig aftur og að hún fengi
ða búa hjá mér þegar hún væri göm-
ui, en nú býr hún bara í hjarta mínu.
Ég hugsa oft um síðasta skiptið sem
ég sá ömmu mína, þá var hún í
Reykjavík að bíða eftir því að kom-
ast í uppskurð og var með bros á
vör og tók utan um mig og sagði,
við sjáumst. Ég veit að einn daginn
hittumst við amma aftur og þá get
ég borgað henni allt sem hún gerði
fyrir mig. ísafold Jónatansdóttir var
ekki bara amma min heldur minn
besti vinur.
Elsku amma mín, nú er komið að
leiðarlokum og ég vil þakka þér fyr-
ir allar þær yndislegu stundir sem
við áttum saman. Megi Guð umvefja
þig ástarörmum og leiða þig að ljós-
inu.
Þinn,
Jesse John Kelley.
ömmu þegar ég var pínulítill strákur
og átti heima í Norðurgötunni, það
var stutt að fara yfír til hennar því
hún bjó í Ægisgötu 11. Ég man allt-
af eftir þvi þegar ég labbaði til henn-
ar, þá sleit ég upp nokkur blóm í
húsagarði á leiðinni og færði henni.
Alltaf var hún jafn ánægð að fá
þessi ræfilslegu blóm. Tíminn var
fljótur að líða í Ægisgötu 11 því þar
var alltaf eitthvað um að vera, hjá
henni lærði ég að spila, hún gerði
mig að spilasjúklingi. Níu ára gam-
all fékk ég fyrst að smakka kaffi
hjá henni og hef verið háður því síð-
an. Ég man í eitt skipti að mér fannst
kaffið vont svo ég bætti meiri sykri
út í kaffið en það skánaði ekki og
amma fór að athuga sykurinn. Þá
komst hún að því að hún hafði lánað
sykurkarið í næsta hús og fengið
það til baka með salti í. Þessu
gleymdi hún aldrei og var alltaf að
minnast á það. Síðustu árin var
amma daglegur gestur í Reykjasíðu
2. Það var spilað næstum daglega
og oft fyrir kvöldmat gaf ég henni
merki með höndunum og þá sótti
hún spilin og svokölluð spilagleraugu
upp í skáp og það voru tekin eitt til
tvö spil fyrir kvöldmat. Um helgar
var þetta hálfgert spilavíti.
Þegar ég hugsa um hana þá verð
ég að segja að hún var hreint og
beint frábær kona sem vildi allt fyr-
ir alla gera og hafði alltaf tíma fyr-
ir alla nema sjálfa sig. Ég og allir
sem þekktum þessa konu, mömmu,
ömmu og langömmu, eigum eftir að
sakna hennar sárt.
Nú kveð ég þig amma en ég mun
aldrei gleyma þér og þú munt alltaf
lifa með mér í huga mínum.
Pétur J. Kelley.
Þann 22. janúar síðastliðinn lést
ástkær amma mín, ísafold Jónatans-
dóttir, eftir baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Þótt mér þyki það mjög sárt
að hafa misst hana svona fljótt þá
veit ég að vel hefur verið tekið á
móti henni og nú líður henni vel.
Meðan amma og afi bjuggu í -
Ægisgötu var ég mjög mikið þar
og á flestar mínar bernskuminningar
þaðan, þar var amma óþreytandi að
leika við mig og spjalla um heima
og geima. Þær sögur sem hún sagði
mér voru sagðar af mikilli innlifun
og flestar byggðar á eigin reynslu.
Það eru mikil forréttindi að hafa
átt svona yndislega ömmu og góðan
vin sem alltaf var hægt að leita til
með gott hjartalag og hlýju sem hún
var þekkt fyrir. Ég gæti talað heil-
lengi um hana, en það væri of mik-
ið að gera það hér, ég á þær minn-
ingar með mér. Gaman var að fylgj-
ast með dóttur minni leika við
langömmu sína, þær sungu oft og
dönsuðu saman. <
Elsku amma mín, ég kveð þig nú
en ég veit að við munum hittast á ný.
Hvíl í friði.
Þór Kelley.
Sparisjóðimir bjóða hæstu innlánsvextína
Verðtrygging + 5,6%
SPARISJOÐIRNIR
-fyrir þig og þína
í