Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
JÓNAS
JÓHANNSSON
+ Jónas fæddist
að Skógum á
Fellsströnd 18. des.
1899. Hann lést 25.
febrúar sl. Jónas
var næstelsta barn
hjónanna Jóhanns
Jónssonar og Júlí-
önu Sigmundsdótt-
ur, sem bjuggu í
Skógum allan sinn
búskap. Jónas ólst
upp í Skógum í
stórum systkina-
hópi. Börn þeirra
Jóhanns og Júlíönu
urðu tíu, þar af eru
sex á lífí.
Útför Jónasar var gerð frá
Staðarfelli á Fellsströnd 4.
mars sl.
SKÓGAR eru falleg jörð. Það sem
mætti augum lítils drengs þegar
hann fór að virða fyrir sér veröldina
voru grasi — og víða kjarrivaxnar
brekkur og ásar. Göltinn, ávalt gró-
ið fjall bar við himin í norðri, mynni
Helludals og Helluá sem liðaðist
kliðmjúk milli bakka, 'í fjarska
Hvammsfjörður með eyjum sínum
og hólmum og Skógar-
strandarfjöllin hinum
megin íjarðar. Nú
drúpa höfði í grænum
túnbletti gamli bærinn
í Skógum og grónar
rústir til minningar um
það sem einu sinni var.
Nú er fokið í spor
lítils drengs sem lék sér
í túninu í Skógum.
Skógrækt ríkisins á
jörðina núna. í blá-
móðu framtíðar sé ég
hávaxin, laufmikil tré
í Skógum, greinar
þeirra bærast í golunni
og hvísla sögu genginna kynslóða.
Jónas hreifst ungur af hugsjón-
um ungmennafélagshreyfingarinn-
ar, sem þá var að vakna á Islandi.
„íslandi allt!“ var kjörorð unga
fólksins, sem af eldlegum ákafa
trúði á bjarta framtíð landsins. Þá
var sungið:
Vormenn íslands, yðar bíða
eyðiflákar heiðalönd.
Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar sendna strönd.
Huldar landsins vemdarvættir
vonarglaðar stíga dans,
t
Útför eiginkonu minnar,
BJÖRNEYJAR HALLGRÍMSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1 b,
áöurtil heimilis
á Öldugötu 12, Hafnarfiröi,
ferfram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 4. maí, kl. 13.30.
Fyrir hönd afkomenda,
Jón Jónsson.
Eiginmaöur minn,
SIGURJÓN BJÖRNSSON,
Vík f Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laug-
ardaginn 6. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd ástvina.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
t
Elskulegi sonur okkar, bróðir, dóttur-
sonur og unnusti,
HANS ERNIR VIÐARSSON,
Eyjahrauni 3,
Þorlákshöfn,
sem lést af slysförum 28. apríl, verður
jarðsunginn frá Þorlákskirkju í Þorláks-
höfn laugardaginn 6. maí kl. 11.00.
Guörún í. Johansen, Ingi Þ. Þórarinsson,
Viðar E. Axelsson, Sigríður L. Gestsdóttir,
Hrafnhildur Tómasdóttir, Þóra G. Briem
og systkini.
t
Ástkeer sonur okkar, bróðir, mágur og
sonarsonur,
GUNNAR ÖRN WILLIAMSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 5. maf kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Flugbjörgunarsveitirnar í Reykjavík og
á Akureyri.
Kristfn Guömundsdóttir, William Þór Dison,
Eðvarð Þór Williamsson, Margrét Sigrún Þorsteinsdóttir,
Stefanfa Sif Williamsdóttir,
Þórunn Ingimarsdóttir.
eins og mjúkir hrynji hættir
heilsa bömum vorhugans.
(Guðm. Guðm.)
Ég vil elska mitt land
ég vil auðga mitt land
ég vil efla þess dáð, ég vil styrkja þess hag.
Eg vil leita’ að þess þörf
ég vil létta þess störf
ég vil láta það sjá margan hamingjudag.
(Guðm. Magn.)
Ungmennafélög voru stofnuð vítt
og breitt um landið. Ungmennafé-
lagið á Fellsströndinni var nefnt
Dögun. Jónas var þar stofnfélagi,
virkur og góður félagi og vann þar
mikið og gott starf. Mér er það
minnisstætt hvað umf. Dögun og
kvenfél. Hvöt stóðu vel saman og
unnu að framgangi margra góðra
mála í sveitinni. Jónas var síðar
gerður að heiðursfélaga umf. Dög-
unar. Hann vann einnig mikið að
ýmsum öðrum félagsmálum, m.a. í
búnaðarfélagi hreppsins þar sem
hann var gjaldkeri í tíu ár, einnig
sat hann í hreppsnefnd um árabil,
var stofnfélagi bæði í nautgripa-
ræktarfélagi og sauðfjárræktarfé-
lagi og sá um bókasafn Lestrarfé-
lagsins í mörg ár. Jónas var búfræð-
ingur frá bændaskólanum á Hvann-
eyri og vann að námi loknu tals-
vert við plægingar hjá Bún.samb.
Dala og Snæfellsness.
Árið 1952 kvæntist Jónas eftirlif-
andi konu sinni, Guðbjörgu Andrés-
dóttur frá Þrúðardal í Strandasýslu.
Þau keyptu jörðina Valþúfu á Fells-
strönd og hófu þar búskap. Sámbúð
þeirra var farsæl og góð, byggð á
gagnkvæmu trausti og væntum-
þykju. Þau eignuðust tvo mannvæn-
leg syni, Andra lyfjafræðing í
Reykjavík og Rúnar sem tók við
búi af foreldrum sínum og býr nú
á Valþúfu.
Eitt var það hugðarefni Jónasar
sem var honum mikils virði og gaf
honum mikla lífsfyllingu, einkum
síðari hluta ævinnar, en það var
ljóðagerð, hann hafði svo gaman
af að yrkja. Lionsklúbbur Búðar-
dals gaf svo.út kver með ljóðum
Jónasar, sem var þarft framtak.
Valþúfa er næsti bær við Breiða-
bólsstað, æskuheimili mitt. Ná-
grennið var alltaf gott. Jónas kom
oft í heimsókn til Steinunnar móður
minnar og þau ræddu m.a. um
skáldskap, kváðust á og rifjuðu upp
gamlar endurminningar, þar var
margs að minnast á langri ævi.
Jónas og Guðbjörg fluttu frá
Valþúfu síðsumars 1984 og dvöld-
ust síðan á dvalarheimili aldraðra,
Silfurtúni í Búðardal. Móðir mín
saknaði vina í stað og kvaddi þau
með þessari vísu:
Lífið heil við heiðríkt sólarlag
horfið yfir liðinn starfadag
er ykkur léði dugnað, frelsi, frið
og fógnuð þann að veita mörgum lið.
(St. Þorgilsdóttir.)
„Undir Dalanna sól“ stóð vagga
Jónasar, þar átti hann sínar hug-
sjónir, vonir og drauma. Þar vann
hann af trúmennsku meðan dagur
entist. „Undir Dalanna sól“ stendur
hans gröf.
Blessuð sé minning Jónasar Jó-
hannssonar.
Sigurbjörg Jóh.
Þórðardóttir.
Erfídrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og nijög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síma 22322
FLUGLEIDIR
IIÓTEL LOFTLeiBIR
ODDUR
SIG URÐSSON
+ Oddur var fæddur í
Reykjavík 1. ágúst 1914.
Hann lést á Landspítalanum
25. apríl sl. Oddur var jarðs-
unginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 2. maí sl.
ÞAÐ VAR fyrir 35 árum að ég
kynntist Oddi. Ég var 15 ára og
vann hjá honum í verksmiðjunni.
Ég minnist þess, þegar þessi virðu-
legi teinrétti og vel til hafði maður
renndi i hlaðið á R39, gekk síðan
um verksmiðjuna og rabbaði við
okkur. Virðing okkar starfsfólksins
var takmarkalaus fyrir þessum
manni. Ég vissi það ekki þá, að
hann yrði tengdafaðir minn fimm
árum seinna.
Með árunum gerði ég mér smám
saman betur grein fyrir því hvílík-
ur maður Oddur var. Ég man ekki
eftir einu einasta skipti, að hann
hefði ekki tíma til að gera það sem
hann var beðinn um, hvort heldur
var fyrir heimilið, drengina sína
tvo eða fyrirtækið. Arið sem
yngsta barnið okkar Sigurðar
fæddist stofnaði Oddur Plastos, þá
60 ára gamall. Það var ótrúlegt,
en hann skorti hvorki vilja, kjark
né reynslu. Þrátt fyrir harða sam-
keppni og að heilsan væri ekki
alltaf góð óx og dafnaði fyrirtækið
með mikilli vinnu hans sjálfs og
góðs starfsfólks. Eftir því sem ég
eldist sé ég enn betur hversu djarf-
ur hann var.
Ég var svo lánsöm að eiga hann
ekki bara fyrir tengdaföður, heldur
fékk ég líka að starfa með honum
þessi ár. Síðustu árin var .hann
mikið á spítala, en alltaf þegar
hann var sóttur lá leiðin upp í
Plastos. Hann naut þess að ganga
um, sjá hvað væri í framleiðslu og
rabba við fólkið sitt.
í byijun febrúar spurðist út að
umbúðadeildin yrði kannski seld.
Ég mun aldrei gleyma svipnum og
hversu glaður hann var, þegar
hann kom inn á skrifstofuna til
mín og sagði: „Það er bara tekið
á móti manni eins og þjóðhöfð-
ingja.“ Daginn áður hafði starfs-
fólkinu verið tilkynnt að plastpoka-
framleiðslan yrði ekki seld, því að
hann vildi beijast áfram.
Ég bið Guð að styrkja tengda-
móður mína í hennar miklu sorg.
Hún stóð við hlið hans í nær 55
ár. Næstum hvern einasta dag sem
hann var á spítala heimsótti hún
hann, þar til yfir lauk, þrátt fyrir
háan aldur og heilsuleysi síðustu
árin. Missir hennar er mestur.
Erla Aðalsteinsdóttir.
Ég vil i fáum orðum minnast
mágs míns, Odds Sigurðssonar, er
andaðist 25. apríl. Kynni okkar og
vinátta hafði varað hálfa öld, frá
þjóðhátíðarárinu 1944 og til hinstu
stundar. Oddur kom mér strax
fyrir sjónir, sem sérstakt ljúfmenni
í allri framkomu og samskiptum í
hvívetna. Það var gott að koma á
heimili þeirra hjóna. Þar var ávallt
hlýlegt og gott andrúmsloft. Við
áttum alla tíð mjög gott samstarf,
bæði í starfi og á mörgum ferða-
lögum um landið og erjendis, þar
bar engan skugga á. Ég minnist
þess að við fórum á hveijum að-
fangadegi, svo framarlega að báð-
ir væru við sæmilega heilsu, tveir
saman í Fossvogskirkjugarð og
kveiktum á kertum og lögðum
greinar á leiði sameiginlegra ætt-
ingja okkar. Síðasta ferðin var
farin síðustu jól. Ég gerðist fram-
kvæmdastjóri fyrir hans beiðni
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
1968, þegar hann var forstjóri fyr-
ir Plastprent hf. Þá hefði fyrirtæk-
ið fært út starfsemina og keypti
eina af elstu plastverksmiðjum í
pokagerð, sem Plastpokar hf. hét
á Laugavegi 71, og starfaði ég þar
í þijú ár. Þá varð breyting á rekstri
Plastprents hf., sem skiptist í tvö
fyrirtæki og Odds hlutur varð síðar
Plastos hf. og ég starfaði þar sem
framkvæmdastjóri yfir tuttugu ár.
Oddur átti í mörg ár við sjúkleika
að stríða, einkum síðustu árin, en
aldrei bilaði lífsþróttur hans og
áhugi fyrir lífinu og starfinu. Ég
vil að lokum senda eftirlifandi eig-
inkonu hans, Guðfinnu Bjömsdótt-
ur, hugheilar samúðarkveðjur og
Drottinn styrki hana í þeim erfið-
leikum sem nú fara í hönd. Einnig
votta ég samúð mína sonum þeirra
hjóna, bamabömum og eiginkon-
um þeirra.
Hjálmar Hafliðason.
Fallinn er í valin eftir langvar-
andi veikindi Oddur Sigurðsson
forstjóri og stjórnarformaður
Plastos hf.
Oddur hóf snemma ýmis
verslunarstörf á árunum 1932-
1941, var skrifstofustjóri hjá Eld-
ing Trading 1941-1958, stofnaði
Plastprent 1958, var forstjóri þess
til 1973. Var framkvæmdastjóri
Etnu á þessu tímbili. Stofnaði
Plastos hf. 1974 og var stjórnar-
formaður og forstjóri þess til
dauðadags. Rak hann Plastos með
Sigurði syni sínum sem nú er for-
stjóri fyrirtækisins. Oddur var einn
af brautryðjendum og framkvöðl-
um í iðnaði og plastumbúðum,
hann var mjög framsýnn og harð-
duglegur þrátt fyrir sín miklu veik-
indi.
Oddur tók virkan þátt í félags-
málum og var félagi innan Odd-
fellow-reglunnar í mörg ár og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
innan hennar og í öðram félögum.
Þau hjónin byggðu sér glæsilegt
hús á Flókagötu 59 í Reykjavík
sem var prýtt fallegum munum og
hlýleika. Dúa ræktaði fallegan
verðlaunagarð í mörg ár og alltaf
var jafn ánægjulegt að heimsækja
þau á heimili þeirra. Á Flókagöt-
unni bjuggu þau í hartnær 40 ár
þar til þau fluttu að Bólstaðarhlíð
41 í þjónustuíbúð.
Ég vil fyrir mína hönd og eigin-
konu minnar þakka Oddi og Dúu
fyrir allar góðu samverustundirnar
og vottum við eftirlifandi eigin-
konu og börnum og barnabömum
okkar innilegustu samúð með
kveðju frá Hallveigarbræðrum.
Sæberg Þórðarson,
Áshamri.
Skilafrest-
ur vegna
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.