Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 43
FRÉTTIR
Herðubreið
Morgunblaðið/Kári Kristjánsson
Myndakvöld um
Odáðahraun
EFNI myndakvölds Útivistar
fimmtudaginn 4. maí í Fóst-
bræðraheimilinu verður „Innviðir
Ódáðahrauns".
Kári Kristjánsson sem starfað
hefur sem landvörður í Herðu-
breiðarfriðlandi og Öskju sl. sumar
mun leiða gesti um Ódáðahraun
og gera grein fyrir helstu útgöngu-
leiðum ofanjarðar sem neðan.
Námskeið
í skyndi-
hjálp
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir tveimur námskeiðum
í skyndiKjálp. Fyrra námskeiðið
hefst sunnudaginn 7. maí kl. 11
og verður kennt til kl. 17. Einnig
verður kennt sunnudaginn 14.
maí. Námskeiðið verður haldið í
Fákafeni 11.
Síðara námskeiðið hefst mánu-
daginn 8. maí kl. 19 og verður
kennt til kl. 23. Kennsludagar
verða 8., 9. og 11. maí. Námskeið-
ið verður haldið í Ármúla 34.
Bæði námskeiðin teljast verða 16
kennslustundir. Skólafólki er bent
á að sækja námskeiðin tímanlega
ef á að láta meta þau. Þátttaka
er heimil öllum 15 ára og eldri.
Meðal þess sem kennt verður á
námskeiðunum er blásturmeðferð-
in og endurlífgun með hjarta-
hnoði, hjálp við bruna, blæðingum
úr sárum og mörgu öðru. Einnig
verður fjallað um forvarnir gegn
slysum. Að námskeiðinu loknu fá
nemendur skírteini sem hægt er
að fá metið í ýmsum skólum.
Á næstunni verður einnig haldið
námskeið í áfallahjálp (sálrænni
skyndihjálp) og móttöku á slys-
stað. Nánar verður sagt frá þeim
síðar. Þeir sem áhuga hafa á að
komast á ofangreind námskeið
geta skráð sig í síma 688188 frá
kl. 8-16.
Tekið skal fram að Reykjavíkur-
deild RKÍ útvegar leiðbeinendur til
að halda námskeið fyrir þá sem
þess óska.
í fréttatilkynningu segir að efn-
ið skiptist i þijá hluta: Ferð í
Dyngjufjall, fylgt er farvegi Jök-
ulsárs á Fjöllum frá upptökum við
Dyngjujökul og niður að Detti-
fossi og litast verður um á einni
fegurstu gönguleiðinni í Ódáða-
hrauni, úr Herðubreiðarlindum
um Flötudyngju að Bræðrafelli.
Zorbas hjá
Grikkland-
svinum
Á FUNDI hjá Grikklandsvinafélag-
inu Hellas, sem fram fer fimmtu-
dagskvöldið 4. maí kl. 20.30 í Litlu
Brekku, Bankastræti 2, verður fjall-
að um gríska rithöfundinn Níkos
Kazantzakís (1883-1957) og verk
hans, einkum söguna um grallarann
og ævintýramanninn Alexís Zorbas,
sem kom fyrst út árið 1943 og hlaut
mikla frægð, ekki síst eftir að hún
var kvikmynduð árið 1964 af M.
Kakojannis með Anthony Quinn í
aðalhlutverki og með tónlist eftir
Míkís Þeoðorakís.
Þá hafði sagan þegar verið þýdd
á íslensku af Þorgeiri Þorgeirssyni
og lesin í útvarp veturinn 1959-60.
Nú hefur Þorgeir lokið við nýja þýð-
ingu og mun ásamt Vilborgu Dag-
bjartsdóttur kynna hana á fundinum
en síðar verða almennar umræður.
---------» ♦ ♦--
Hádegisverðar-
fundur um mat-
vælamarkaðinn í
Bandaríkjunum
AMERÍSK-íslenska verslunarráðið
heldur hádegisverðarfund fimmtu-
daginn 4. maí á Háteigi í Grand
Hótel í Sigtúni 38.
Þar fjalla Magnús Gústafsson, for-
stjóri Iceland Seafood Corgoration
og fyrrverandi formaður fslensk-
ameríska verslunarráðsins í Banda-
ríkjunum, um efnið: Matvælamark-
aðurinn í Bandaríkjunum — staða
íslenskra fyrirtækja, horfur og
möguleikar. Fundurinn stendur milli
kl. 12 og 13.30.
Ráðstefna norrænu blindrafélaganna hefst í dag
Rætt um aðgang blindra að
upplýsingum og menningu
Samstarfsnefnd norrænu
blindrafélaganna NSK stendur fyrir
ráðstefnu um aðgang blindra og
sjónskertra að menningu og upplýs-
ingum á Hótel Sögu dagana 4.-7.
maí. Blindrafélagið hér á landi sér
um undirbúning 'og framkvæmd
ráðstefnunnar.
Fjallað verður m.a. um hvemig
blint og sjónskert fólk geti með
nútímatækni fengið aðgang að þeim
upplýsingum, sem aðrir eiga að-
gang að. Þá verður fjallað um
menningu, aðgang þessa hóps að
söfnum, leikhúsum, alls kyns opin-
berum menningarstofnunum og
fjallað verður um hvaða hlutverki
almennings- og blindrabókasöfn
gegni í framtíðinni. Þá mun verða
rætt um hljóðbók framtíðarinnar,
en líklegt er að snældan sé innan
skamms liðin tíð á þeim vettvangi.
í fréttatilkynningu frá Blindrafé-
laginu segir m.a:
Miklar tækniframfarir
í því þjóðfélagi, sem við lifum í
nú, vex gildi upplýsinga og mennt-
unar stöðugt. Þeir, sem eru blindir
eða sjónskertir, fara að mestu á
mis við það prentaða mál, sem hin-
um almenna þegn gefst kostur á.
Með tækni nútímans er hægt að
veita sjóndöpru fólki nær óhindrað-
an aðgang að prentuðum upplýsing-
um, sem nú orðið eru settar fram
með tilstilli tölva. Þannig er hægt
að breyta venjulegum texta á skjá
í þreifanlegt letur (blindraletur).
Hægt er að láta tölvu lesa upphátt
það, sem sjáandi sér á tölvuskjá.
Með tilstilli blindraleturs og talandi
tölva eru sjóndaprir tölvunotendur
jafn færir um að nálgast þær upp-
lýsingar, sem aðrir vilja fá og eiga
rétt á. Nú er farið að gefa dagblöð
út á stafrænan hátt, svo að
sjóndaprir geti fengið þau um leið
og fullsjáandi, og er ísland sjöunda
landið í Evrópu, þar sem slík út-
gáfa er hafin.
Ráðstefnan verður sett á Hótel
Sögu fimmtud. 4. maí kl. 9. Arne
Husveg, formaður norrænu sam-
starfsnefndar blindrafélaganna,
mun setja ráðstefnuna. Forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
ávarpar gesti. Þá mun Blindrafélag-
ið veita Morgunblaðinu viðurkenn-
ingu vegna sérstakrar útgáfu þess
á stafrænu formi fyrir blint og sjón-
skert fólk. Allt að 50 manns munu
sækja ráðstefnuna, þar af 40 full-
trúar frá Norðurlöndum. Slíkar ráð-
stefnur eru haldnar á tveggja ára
fresti, til skiptis á Norðurlöndunum.
EIGENDURNIR Jóhannes Long, ljósmyndari
og Ása Finnsdóttir fyrir framan „Big Image“-
risamyixd í Ásholti 2.
STARFSFÓLK Ljósmyndarans í Mjóddinni, f.v.:
Inga Hulda Guðmundsdóttir, ljósmyndari,
Magnús Fjalar, aðstoðarmaður, Svala Haukdal,
framkvæmdastjóri og Lára Long, ljósmyndari.
■ BREYTING hefur orðið á starf-
semi Ljósmyndarans í Mjóddinni.
Jóhannes Long ljósmyndari hefur
flutt sig um set og opnað ljósmynda-
stofu í Ásholti 2, gengið inn frá
Laugavegi. Aðaláhersla er lögð á
svart/hvítar portrett-myndatökur,
fyrirtækjaþjónustu, hópmyndir o.fl.
Áfram verða til sölu risamyndir „Big
Image“ sem eru stækkanir á hvers
kyns tau og er minnsta stærð 3 m2.
Jóhannes er einnig með myndasafn
af Stór-Reykjavíkursvæðinu og
landsbyggðinni. Lára Long er tekin
við starfsemi Ljósmyndarans í
Mjóddinni, en hún lauk námi í ljós-
myndun á síðasta ári. Ljósmyndarinn
í Mjóddinni leggur enn sem fyrr aðalá-
herslu á barnamyndatökur, brúðar-,
fermingar-, stúdenta- og íjölskyldu-
mjmdatökur, bæði í lit og svart hvítu.
Fyrirlestur
um sjálfsvíg
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, gengst fyrir fyrir-
lestri um sjálfsvíg í Gerðubergi í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.
Wilhelm Norðfjörð, sálfræðing-
ur, mun fjalla í fyrirlestri sínum
um sjálfsvíg ungs fólks og áhrif
þess á aðstandendur. Einnig mun
hann vitna í rannsókn sem gerð
hefur verið á vegum Landlæknis-
embættisins.
Að loknu erindi Wilhelms gefst
þátttakendum er þess óska kostur
á að skrá sig í hópvinnu sem
Wilhelm mun leiða.
FÉLAGSSTARF
Kópavogsbúar
Vorfagnaður
Hinn árlegi vorfagnaður verður haldinn í
Hamraborg 1, 3. hæð, föstudaginn 5. maí
kl. 21.00.
Árni Ragnar Árnason, alþingismaður, mun
flytja ávarp.
Hér er tilvalið tækifæri að ræða málin á
léttu nótunum í lok vetrarstarfsins.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
<
Ai.veg Einstök Gæði
SUMARTILBOÐ
Þegar gamla ryksugan sýgur sitt síðasta,
þá er kominn tími til að endurnýja.
Er þá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana.
AEG AEG AEí
AEG
A EO
AEG
Ryksuga Vampyr 7400 1400 w.
Þrjár sogsfillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97%
hreinu lofti. PokastærS 4 L. Inndraganleg snúra.
Lengjanlegt sogrör. Fylgihlutageymsla.
Verb ábur 18.720,- eba 17.789,- stgr.
Verb nú 15.900,- stgr.
3RÆÐURNIR
=)] OKMSSON HF
Lágmúla 8, Sími 553 8820