Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 44

Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Smáfólk Svolítið vandamál hérna, Magga. IVE BEEN WORKING ON THIS 6REAT REPORT... WRITIN6 PA6E AFTER PA6E AFTER PAGE.. Ég hef verið að vinna að þessari mikiu ritgerð, skrifað blaðsíðu eftir Skyndilega gerðist það. Ég gleymdi um hvern ég var að skrifa. blaðsiðu. fKwgunÞlattfe BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hinn mildi maður Frá Sigurði Gunnarssyni. Á MEÐAN fulltrúinn afgreiddi málefni okkar á sinn kvenlega hátt, með því að benda á vegvillur okkar í smáa letrinu og með því að ítreka fyrir forsvara okkar hina sjálfsögðu refsingu, þá sátum við vindhanarn- ir frammi á gangi og hlustuðum á vísindalegar nið- urstöður mælinga á heilastarfsemi karla og kvenna. Daman i hópnum uppfræddi okkur um það að karl- menn nota aðeins 10% heilans með- an konur nota 50 til 100%. - Ó, þú yndislega kona, hví ertu svona grimm? Ég þekki heilaskurðlækni, hann hefur heila á við krækiber og tilfinningalíf eftir því. Og þannig er það með heilastarfsemina. Skyn- semin tekur sáralítið. Starfsemi heilans fer nær öll í tilfinningalífið, tjáninguna. Eru það því ekki óheyri- leg tíðindi að karlmaðurinn skuli vera svo bældur að nákvæmustu mælitæki skilningsins nema ekki nema 10% virkni? Eru víðáttur karl- mannsins svona bældar af hinu sterka kyni tilfinninganna? Bera rannsóknirnar vitni um kúgun? Aðrir tímar Hin íslenska kona er fögur og hún er stolt. Hún er ungfrú alheim- ur, sönggyðja, veislustjóri meðal þjóðhöfðingja og nú forseti fram- kvæmdavaldsins. Fegurð hennar er hins vegar ekki bara náðargjöf guðanna óháð aðstæðunum, heldur þroskast hún og/eða hrörnar, allt eftir tilvistinni. Þessi fagra og fijós- ama kona verður til úr samskiptum sínum við hinn íslenska mann, sig- urvegarann, hina hlið tilvistarinnar, þann sem kom að ónumdu landi. Óvíða hefur sigurþorstanum ver- ið ríkulegar svalað ep á íslandi síð- ustu 100 árin. Við strákarnir sigld- um á árabáti inn á heimsmarkaðinn og höfðum sigur, við yfirtókum landstjórnina og sköpuðum fram- leiðslugetu allsnægtanna og við rákum heimsveldin af veiðilendum okkar. Við gerðum vinnuna að stríðslist og við færðum konunni afurðirnar. Við byggðum henni hreiður og við fengum sigurlaunin og börnin. Mildir frammi fyrir sköp- unarverkinu. Nú eru aðrir tímar, sigrar skyndi- lega fátíðir en áföllin mörg og stór. Starfsvettvangurinn er breyttur og hermaður lögmála ávöxtunarinnar er enginn riddari á hvítum hesti. Hann gerir illt með öflun sinni en er samt mælikvarði samfélagsins um árangur. Og nú vilja konurnar fá völdin okkar, í nafni réttlætisins. Þá réttum við henni þau, það eina sem við eigum eftir, hitt er komið í pant. Við tekur hin hagsýna rétt- láta móðir. Ástrík og ströng gætir hún hreiðursins, borgarinnar eða ríkisins. En fái hreiðurvistin ekki tilgang sinn í draumórum karl- mannsins þá er tilgangurinn týnd- ur. Týndur er með y, það er tjón. Og ef maðurinn er óþarfur þá er hann ekkert. Það er hins vegar ekki með y og því kannski einskis- vert. Maðurinn og konan Hinn særði maður birtist í ástandinu ekki sem einstök fyrir- bæri sérstakra aðstæðna, heldur sem víðtæk neyð. í ýtrustu tilvikum brotnar persónuleikinn og maðurinn breytist í tortímanda. Atakanleg- asta dæmið eru barsmíðar og nauðganir á fjölskyldunni. Hvílík sjálfsfyrirlitning, hvílík skelfing. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig siðferði dómstólanna getur liðið slíka ógn í samfélaginu, allra síst innan heimilisins. Ég þekki ekki einn einasta karlmann sem gæti ímyndað sér að framkvæma slíkan gjörning. Og ég veit að ef slíkt tilvik kæmist upp, þá væri sá gjörsamlega útskúfaður meðal vina minna. í hinni opinberu umræðu og í opinberu framferði konunnar er hins vegar svo að skilja sem við strákarnir séum allir sem einn haldnir kvalalosta og að við missum taumhaldið þegar ósköpin dynja yfir. Hvílík fásinna, við höfum dýpstu fyrirlitningu á fýrirbærinu og við viljum fyrir alla muni að það verði fjarlægt og þannig gert sam- félaginu óskaðlegt. En í deilunni um launamuninn eru mikilvægir þættir ótilgreindir. Þegar konan fer til vinnu þá fer hún frá heimilinu. Því meira sem hún fær fyrir útivinnuna því meira getur hún veitt fjölskyldunni og því skemmri tíma þarf hún að vera fjar- verandi. Enda snýst kjarabarátta kvennagreina mest um styttingu vinnutímans. Vinnumarkaðurinn er manninum allt annað og meira. Á starfsvettvanginum vinnur hann sína sigra, þaðan öðlast hann sína sjálfsvirðingu. Heima gerir hann bara það sem frúnni finnst eða fær ávítur fyir að taka ekki þátt í fjöl- skyldumálum. En hann er einnig skart fjölskyldunnar, verndari hennar og veiðimaður. Ástin er í eðli sínu hans sigurlaun. Á veiði- lendum viðbjóðsins firrist maðurinn og án starfsvettvangs, undir oki skuldanna, bugast hann. Hann er þá í eigin augum ekkert, engrar ástar verður. Sigurinn handan hengiflugsins. Vandamál konunnar eru vandamál mannsins og vanda- mál mannsins eru einnig konunnar. Konan er hins vegar ekki maður og lausn hennar felst ekki í því að yfirtaka stöðu karlmannsins. Full- komnun aðstæðnanna er ekki fólgin í hlutskipti karlmannsins heldur í mismun kynjanna, tilvist þeirra og tilgangi í gegnum hvort annað.. Ástin mín, ég er bara einn tónn, saman erum við báð- ir tónarnir, öll verk veraldar og allt umfram það. Einn er tór.ninn þögn, óp án viðmiðunar, saman eru þeir öll tjáningin, handan vits- munanna. Eitt er ekkert en með hinu er það allt, allir litimir, allir söngvarnir, ástin og örvæntingin, fortiðin og framtíðin, maðurinn og konan. SIGURÐUR GUNNARSSON, Kaplaskjólsvegi 33, Rcykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og^Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.