Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
1 94026 Wc >rd námskeið [ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar í Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Diplomat fístölvur
486 DX2 66 MIIz
VESA Local Bus, hljóökort,
$ Mb minni, 240 Mb IIDD
Verö kr. 189.900,-
^BOÐEIND—
Austurströnd 12. Sími 561-2061. Fax 561-2081
Viít þá gem góð kaup?
Þessar glæsilegu aspir verða teknar upp og
seldar á gjafverði dagana 15.-19. maí.
Komið strax og veljið ykkur tré á 5-8 þúsund.
Fossvogsstöðin hf.
- plötusalan í Fossvogi,
sími 564 1777,
Fossvogsbletti 1 - fyrir neðan Borgarspítalann.
Opið ki. 8-18.
Ný lína í heimilistækjum
^rsmeg ^rsmeg
Við flytjum inn vönduð heimilistæki frá
Smeg og Piere Roblin. Tsðkin marka
tímamót í hönnun, eru stílhrein og auðveld
í notkun.
EIRVÍK heimilistæki hf.
Suðurlandsbraut 22, 108 Rvík, sími 91 -588 0200
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Hver tendraði
fyrsta ljósið?
KÆRU landar. Þið sem
voruð í Kaupmannahöfn
stríðsárin 39-45.
I kvöld 4. maí er hálf
öld liðin frá því að þáver-
andi krónprinsessa, Ingrid,
kom í útvarpið og sagði
stutt og laggott: „Aften
4. maí, krigen er slut.“
Hvað gerðuð þið þá? Þið
rifuð burt gluggatjöldin,
sáuð blossann í húsinu á
móti. Þið fóruð strax að
leita að kertum og settuð
í gluggana. Áður en þið
hlupuð út á götu og urðuð
vitni að undrinu sem gerð-
ist þegar myrkvuð borg
breyttist í Drottnanna há-
sal. Þessi sýn mun fylgja
mér á vegsenda. í kvöld
kveiki ég á kertum í minn-
ingu þeirra sem féllu á víg-
vellinum í fangabúðum og
á flótta.
Einnig fyrir þeim millj-
ónum flóttafólks sem
hvergi eiga höfði að halla
vegna óstjórnar og spill-
ingar í heimalandi sínu.
Ég skora á allar lýðræð-
islega kjörnar ríkisstjómir
í heiminum og mannrétt-
indadómstóla Evrópu að
setja fastar reglur og lög
sem gera einstakiingum
kleift að lifa mannsæmandi
lífí í heimalandi sínu, af-
nema ólæsi, byggja skóla
og sjúkrahús og hjálpa
þeim með þessa þrælútp-
índu jörð sem ekkert gefur
af sér. Lögin eiga að ganga
jafnt yflr alla. Þeir sem sóa
eignum ríkisins í munað
sjálfum sér til handa verði
settir í fangelsi.
Með lögum skal land
byggja og með ólögum
eyða. Verðugt verkefni
fyrir 21. öldina. Svo vil ég
minna á að margt smátt
gerir eitt stórt eins og
Hjálparstofnun kirkjunnar
segir.
Gleðilegt sumar.
Sigríður Johnsen.
Hjaltabakka 2.
Flórída hefur
upp á margt að
bjóða
ALLIR vita sem dvalið
hafa á Flórída að þar er
hlýtt og notalegt. Þetta á
bæði við um veðurfar og
viðmót fólks. Ég hef frá
mjög jákvæðri reynsiu að
segja eftir dvöl þar. Uppi-
staða og ívaf í þessari
ánægjulegu dvöl eru hjón-
in Anna Bjarnason og Atli
Steinarsson blaðamenn.
Ég bjó í ljómandi góðu
og vel búnu húsi skammt
frá Orlando sem þau eiga
og leigja ferðamönnum.
Staðurinn féll mér vel og
ekki spillti nágrennið við
eigenduma. Þau eru bæði
einstaklega vel að sér og
upplýst og hafa á taktein-
um hvað eina sem ferða-
maðurinn þarf að vita. Þau
sækja fólk á flugvöllinn og
veita ýmsa þjónustu gegn
vægu verði. Báðum er
þeim einkar lagið að leið-
beina og útskýra.
Það er ómetanlegt fyrir
ókunnuga að fá slíka til-
sögn um hvernig best sé
að snúa sér í hlutunum og
upplýsingar um land og
þjóð.
Fyrir utan þetta allt eru
Anna og Atli gott og
skemmtilegt fólk sem
fengur er í að kynnast. Ég
mæli hiklaust með þessum
stað fyrir þá sem vilja
kynnast Flórída.
Flórídafari
Þagriarskylda á
Selfossi
OKKUR langar að koma
því á framfæri að fólk sem
vinnur á opinberum stofn-
unum er bundið trúnaði við
skjólstæðinga sína og má
ekki hafa þeirra mál í flimt-
ingum út á við. Við erum
þijú á Selfossi sem höfum
misst æruna vegna þess að
fólk þessara stofnana er
ekki starfi sínu vaxið.
Þrír Selfossbúar
Tapað/fundið
Jakki tapaðist
BRÚNN þykkur rúskinns-
jakki tapaðist fyrir utan
Ömmu Lú eða í leigubíl
þaðan að Barmahlíð að-
faranótt sl. sunnudags.
Finnandi vinsamlega
hringi í vinnusíma 637488
eða heimasíma 621537.
Hanna María.
Farsi
SKÁK
llmsjön Margcir
Pctursson
Hvítur leikur og vinnur.
Þótt Gary Kasparov
(2.805), PCA-heimsmeist-
ari, næði að sigra á minn-
ingarmótinu um Mikhail
Tal um daginn sigldi hann
ekki alltaf lygnan sjó. Þessi
staða kom upp í einni af
skákum hans á mótinu.
Rafael Vaganjan (2.615),
Armeníu, hafði hvítt og
átti leik gegn Kasparov.
Armeninn lék 29.
Rxg2? - Hxfl+ 30.
Kxfl - Dcl+ 31.
Kf2 - Bxd7 32.
Dxd7 - Hg8 33.
Dh3 - Dd2+ 34.
Kfl - Dxb4 35.
De3 — Db2 og hvít-
ur gafst upp. I stað-
inn fyrir þessa von-
lausu skiptamuns-
fórn gat Vaganjan
tryggt sér vinnings-
stöðu: 29. Hxf6! -
Hxel+ 30. Hfl +
(E.t.v. hefur honum
yfirsést þessi fráskák frá
drottningunni á d4) 30. —
Kg8 31. Hxel - Bxd7 32.
Dxd7 og hvítur á peði
meira, auk þess sem hann
hefur tvö samstæð frípeð á
miðborðinu.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur oft brjálast
innan í sér, þegar fyrir augu
hans ber auglýsingabæklinga, sem
unnir eru erlendis fyrir íslenzkan
markað. Texti þeirra er í stórum
dráttum misþyrming á íslenzkri
tungu, svo hrikaleg oft á tíðum að
ekki væri vanþörf á að stöðva dreif-
ingu og refsa þeim, sem ábyrgðina
bera.
Víkveiji hefur séð marga auglýs-
ingapésa, sem hafa farið fyrir
bijóstið á honum, en svo sauð upp
úr, þegar á fjörurnar rak auglýs-
ingabækling um barnastóla, sem
nota má á reiðhjól. Islenzku stafirn-
ir þ og ð eru þar hvergi á blaði og
ekki æ, en d, th og ae notaðir í
staðinn. Auk þessa er textinn mor-
andi af prentvillum og slæmt mál-
far er áberandi.
Víkveiji, sem daglega þarf á öllu
sínu að halda til að misstíga sig
ekki í notkun íslenzks máls, veit
vel, hversu auðveldlega mistök
verða. En vísvitandi misþyrmingar,
eins og í framangreindum bæklingi
og fleiri hans líkum, eru allt annað
mál. Slíka hryðjuverkastarfsemi
verður að stöðva.
xxx
GAMAN var að lesa í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins
lýsingu á húsinu númer 43. við Lauf-
ásveg í Reykjavík og innanstokks-
munum þar. Það er lofsvert framtak
að þessi gersemi er nú eign Reyk-
víkinga og falin Árbæjarsafni.
xxx
VÍKVERJI beið þess með
óþreyju að fá svör við því
hvort nýr heilbrigðisráðherra ætlaði
sér að hætta við tilvísanakerfið eða
halda því til streitu, enda var þetta
eitt mesta hitamálið fyrir kosning-
ar.
Nú er komið í ljós að gildistöku
kerfisins hefur verið frestað um
óákveðinn tíma og það á að endur-
skoða frá grunni. En tilvísanakerf-
ið er aðeins eitt af fjölmörgum við-
fangsefnum, sem nýr heilbrigðis-
ráðherra þarf að takast á við. Það
kom Víkveija því á óvart að lesa
forsíðuviðtal DV við ráðherrann
um síðustu helgi, því ekkert var í
því að finna um stefnu ráðherrans
í heilbrigðismálum. Nú átti viðtalið
greinilega að vera á persónulegu
nótunum, en er hluta skýringarinn-
ar ef til vill að leita í þeirri stað-
reynd, að ráðherrann er kona?
Fyrirsögnin var „Mamma ráð-
herra“, en Víkveiji minnist þess
ekki að hafa lesið viðtal undir fyrir-
sögninni „Pabbi ráðherra", þar sem
aðaláherslan var lögð á að ráðherr-
ann hefði ekki haft tíma til að
skipta um föt vegna anna. ítarlega
var farið yfir allar fjölskylduað-
stæður ráðherrans, en faglegri
umfjöllun um heilbrigðismál sleppt.
í sama blaði var nýr menntamála-
ráðherra, karlmaður, í yfirheyrslu
og þar var gengið hreint til verks,
ráðherrann spurður ítarlega um
verkefnin innan ráðuneytisins, en
fjölskyldumálin látin eiga sig. Nú
vill Víkverji ekki hnýta sérstaklega
í DV vegna þessa, heldur notar
þessi dæmi til að vekja athygli á,
að konur fá gjarnan aðra með-
höndlun í fjölmiðlum en karlar,
hvort sem sú meðferð ræðst af
viðhorfi fréttamannsins eða við-
mælandans. Það hlýtur hins vegar
að mega gera þá kröfu að kona,
sem hefur vegna verðleika sinna
verið valin til að gegna mikilsverðu
embætti ráðherra, verði spurð um
stefnumörkun sína og veiti grein-
argóð svör þar um. Þá kröfu á
auðvitað að gera til allra í þessum
sporum.