Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 45

Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 45 BREF TIL BLAÐSIIMS Körfuboltaíþróttín í tilvistarkeppu Frá Stefáni Ingólfssyni: KÖRFUBOLTI á í vandræðum í höfuðborginni því Reykjavíkurfé- lögin eiga sér engan málsvara. Iþróttagreinar starfa í svonefndum sérráðum innan íþróttabandalags Reykjavíkur. Sérráð körfubolta- manna er Körfuknattleiksráð Reykjavíkur, KKRR. Innan þess eiga körfuknatleiksdeildirnar að vinna að hagsmunamálum sínum eins og gerist í öðrum íþróttagrein- um. KKRR hefur hins vegar verið í lamasessi lengi. Aðalfundur hefur ekki verið haldinn svo árum skiptir. Eina verkefni ráðsins er að halda Reykjavíkurmót en framkvæmd mótmælendanna. Bjórsölu áHM mótmælt VIÐ UNDIRRITUÐ, kennarar og starfsfólk Víðistaðaskóla í Hafnar- firði, viljum hér með lýsa mikilli óánægju með þá ákvörðun þeirra sem standa að HM að leyfa sölu á áfengum bjór á leikjum Heims- meistarakeppninnar í Laugardal og vonum að önnur íþróttahús þar sem keppnin fer fram leyfi það ekki. Leikir heimsmeistarakeppninn- ar verða sóttir af unglingum og börnum jafnt sem fullorðnum. Við teljum að það sé afar óheppilegt að tengja saman íþróttir og vímu- efnaneyslu með þessum hætti og vandséð að hægt verði að koma í veg fyrir að unglingar undir lö- galdri neyti áfengisins sem í boði verður. Kennarar og starfsfólk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. ZERO-3" 3ja daga megrunarkúrinn - kjarni málsins! þeirra er með ólíkindum. Mótið 1994 er dæmigert. Fyrir nokkru sendi formaður KKRR félögum nið- urröðun í Reykjavíkurmót 1994. Þá hafði ekkert samráð verið haft við félögin í nokkra mánuði. Fjórum dögum síðar átti Reykjavíkurmót A-liða í ellefu aldursflokkum að vera lokið! Þetta er svipuð fram- kvæmd og undanfarin ár. Niðurröð- un leikja og framkvæmd mótsins er ámælisverð. Ótal dæmi má taka. til dæmis var leikjum fermingar- barna nú raðað á sunnudag. Eitt lið gat aðeins mætt með 5 leikmenn vegna ferminga og léku þeir sam- fellt í þijá klukkutíma. Körfuknatt- leikssambandinu er fullkunnugt um ástandið í KKRR. Formaður KKÍ er auk þess starfsmaður íþrótta- bandalags Reykjavíkur og öllum hnútum kunnugur. Það er fullreynt að stjórn KKÍ mun ekki hafa neitt frumkvæði að því að koma reglu á starf KKRR því sambandið hefur lítinn áhuga á höfuðborgarsvæðinu. Til marks um það eru ársþing sam- bandsins núorðið alltaf haldin úti á landi, nú á Flúðum. Yfírstjórn íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík er í höndum ÍBR. Henni ber að koma lagi á skipulag ákveðinna greina þegar starfið fer úr skorðum. Meðjiessari grein er athygli stjórn- ar Iþróttabandalags Reykjavíkur vakin á því ástandi sem áður er lýst og hún hvött til að kynna sér aðstæður og boða til aðalfundar í KKRR. STEFÁN INGÓLFSSON, körfuknattleiksdeild ÍR. EINSTAKT TÆKIFÆRI! NÚ BÝÐST ÞÉR EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST SÉRÚTBÚINN GOLF, GOLF GRAND, HLAÐINN AUKABÚNAÐI. AUK ÞESS BJÓÐUM VIÐ UPP Á GREIÐSLUKjÖR TIL ALLT AÐ 5 ÁRA. BÚNAÐURINN SEM PRÝÐIR GOLF GRAND ER M.A.: • 1400ÍVÉL • ÁLFELGUR • BLAUPUNKT GEISLASPILARI • SÉRSTAKLEGA STYRKT YFIRBYGGING • ÞJÓFAVÖRN • FJARSTÝRÐAR SAMLÆSINGAR • GL - INNRÉTTING • SNÚNINGSHRAÐAMÆLIR • 4 HÖFUÐPÚÐAR • TVÍSKIPT AFTURSÆTI • VÖKVA- OG VELTISTÝRI • HÆÐARSTILLANLEGT BÍLSTJÓRASÆTI • RAFSTÝRÐIR SPEGLAR • LITAÐ GLER • SAMLITIR STUÐARAR OG SPEGLAR VW GOLF GRAND 2JA DYRA KOSTAR AÐEINS 1.290.000 HEKIA -////e///a Laugavegi 170-174, sími 569 5500 Völkswagen Öruggur ó alla vegul

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.