Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4 FQSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðisráðherra segir að sjúkrahúsin verði að semja við hjúkrunarfræðinga Geta greitt staðar- uppbót í 10 mánuði Sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri fá enga aukaíj árveitingu SJÚKRAHÚSIN á landsbyggðinni fá aukafjárveitingu til að borga staðaruppbætur f 10 mánuði á þessu ári. Sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri fá þó enga aukafjár- veitíngu vegna þess að þau fóru ekki að tilmælum heilbrigðisráðu- neytisins að segja sérkjarasamning- um við hjúkrunarfræðinga upp. „í bréfí mínu til framkvæmda- stjóra sjúkrahúsanna gef ég þeim svigrúm til að semja Við hjúkrunar- fræðinga. Þeir hafa samið um þessi sérkjör hingað til. Ég geri mér grein fyrir að fjárlagaramminn er þröng- ur og veit að sum sjúkrahús eru það illa stödd að þetta verður erfítt fyrir þau. Ég tel þó að skerðingin sem þau verða fyrir sé ekki það mikil að þau eigi ekki að ráða við það innan ársins," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra.' Þarf að skoða aðra starfsmenn einnig „Ég tel að þegar sérkjarasamn- ingum vegna staðaruppbótar er sagt upp sé óeðlilegt að taka eina stétt fyrir heldur verði að skoða þessi mál hjá öllum starfsmönnum. Það er ljóst að sjúkrahús sem greið- ir staðaruppbætur greiðir yfírleitt öllum stéttum einhvetja staðarupp- bót. í bréfínu bendi ég fram- kvæmdastjórunum á að skoða þessi mál í heildina." Ingibjörg sagði að fjárveiting til sjúkrahúsanna til að greiða staðar- uppbætur yrði minni á næsta ári. Hún sagði að heilbrigðisráðuneytið stefndi áfram að því að sjúkrahúsin samræmdu staðaruppbætur. Hún sagðist ætlast til þess að sjúkrahús- in notuðu tímann fram til áramóta til að ganga frá þessum samning- um. Akureyri og Akranes fá ekkert Allt frá því að kjarasamningur við hjúkrunarfræðinga var gerður á síðasta ári hefur staðið til að sam- ræma greiðslur á staðaruppbót til hjúkrunarfræðinga. Upphaflega var rætt um að staðaruppbætur yrði samræmdar og lækkaðar um síðustu áramót. Þar sem ekki vannst tími til að koma því í fram- kvæmd þá fengu sjúkrahúsin fjár- yeitingu fram til 1. júní. Sú auka- fjárveiting sem núna er ákveðin þýðir að sjúkrahúsin fá fjárveitingu til að greiða staðaruppbót í 10 mánuði á þessu ári. Sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri fá þó enga aukatjárveitingu nú vegna þess að þau fóru ekki að tilmælum heil- brigðisráðuneytisns að segja samn- ingum um staðaruppbót upp. Auk- afjárveitingin til þeirra er því aðeins fyrir 6 fyrstu mánuði ársins. Sigurður Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Akra- ness, sagði að þetta setti sjúkrahús- ið í mikinn vanda. Hann sagði að það þyrfti að fá rúmlega 4-5 millj- ónir til að greiða staðaruppbætur síðari hluta ársins. Á ársgrundvelli væru þetta 9-10 milljónir. Hann sagðist ekki sjá fram á að Sjúkra- hús Akraness gæti leyst þennan fjárhagsvanda hjálparlaust. Aftur sagt upp á Akranesi? „Þetta eru það stórar upphæðir að við ráðum ekki við þetta. Það er hins vegar rétt hjá heilbrigðisráð- herra að sjúkrahússtjórnirnar gerðu þessa samninga og þeir eru á þeirra ábyrgð. Það hefur reynst erfítt að ná þessu af. Ég held hins vegar að það sé óhjákvæmilegt að segja þess- um samningum upp,“ sagði Sigurð- ur. Sjúkrahús Akraness sagði upp samningi um staðaruppbót á síðasta vetri. Hjúkrunarfræðingar hótuðu að ganga út og á endanum dró sjúkrahússtjórnin uppsögnina á samningnum til baka. Þegar til- mæli komu frá ráðuneytinu um að öll sjúkrahúsin segðu upp staðar- uppbót neitaði stjórn Sjúkrahúss Akraness að verða við þeim tilmæl- um. Þroskaþjálfar óánægðir með ný- gerðan kiarasamning A Ihuga úr- sögnúr SFR MEGN óánægja er meðal félags- manna í Félagi þroskaþjálfa með nýgerðan kjarasamning Starfs- mannafélags ríkisstofnana (SFR) og ríkisins og er nú til skoðunar að félagið segi sig úr SFR og stofni sjálfstætt stéttarfélag þroskaþjálfa. Forystumenn Félags þroska- þjálfa boðuðu til blaðamannafundar í gær á 30 ára afmælisdegi félags- ins en þeir telja að eftir samninga SFR og ríkisins séu laun fyrir umönnunar- og þjálfunarstörf með fötluðum gjörsamlega óviðunandi. Störf þroskaþjálfa séu svo lágt metin til launa að þau haldi launum annarra niðri. Þroskaþjálfar nái ekki viðunandi árangri í kjaramál- um með því að vera einungis fagfé- lag innan SFR, sem innihaldi svo níarga og ólíka starfshópa, þar sem launakjör þroskaþjálfa séu borin saman við laun annarra starfshópa sem séu á engan hátt sambærilegir varðandi nám eða eðli starfa. Forystumenn félagsins segjast finna mikinn þrýsting frá félags- mönnum að stíga skrefið til fulls og ganga úr SFR. Var skipuð nefnd til að kanna leiðir til stofnunar sjálf- stæðs stéttarfélags á seinasta aðal- fundi félagsins, sem á að skila nið- urstöðum í nóvember. Gagnrýna reglugerð um starfsemi leikskóla Þroskaþjálfar gagnrýna einnig nýsetta reglugerð um starfsemi leikskóla þar sem ekkert sé getið um hlutverk þroskaþjálfa, þó þar sé íjallað um þjálfun barna sem þurfa sérstaka aðstoð. Benda þeTr á að eins árs framhaldsnám leik- skólakennara um fatlanir sé engan veginn sambærilegt við sérnám þroskaþjálfa, sem hafi að baki þriggja ára sérnám á þessu sviði. Morgunblaðið/Sverrir KRISTIN A. Olafsdóttir, formaður framkvæmdanefndar sögn og menningarhátíðar í gamla Vestur- bænum, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, aðalhönnuður sýningarinnar „Gamii Vesturbærinn“ í Ráðhús- inu, og þau Einar Örn Stefánsson og Inga Jóna Þórðardóttir, sem sæti eiga í framkvæmdanefnd- inni. Þau standa við líkan af gamla Vesturbænum sem verður á sýningunni í Ráðhúsinu. Á MORGUN verður formlega opnuð sögu og menningarhátíð í gamla Vesturbænum, sem standa mun yfir til 28. maí, en samnefnari hátíðarinnar verður sýningin „Gamli Vesturbærinn, mannlif og saga“, sem opnuð verður í Ráðhúsi Reylyavíkur í dag kl. 16.30. Á sýningunni, sem verður opin til 11. júní, verða til sýnis yfirlitskort og skipulags- uppdrættir, margvísleg skjöl, líkön, ljósmyndir og texti, sem eiga saman að auðvelda gestum sýningarinnar að gera sér mynd af þróunarsögu gamla Vestur- bæjarins. Á Vesturbæjarhátíðinni verða auk margskonar sýninga ýmsir menningarviðburðir sem íbúa- samtök, fyrirtæki og stofnanir auk einstaklinga standa að. Með- al þess eru tónlistarviðburðir á Vesturgötu 7 og í Hafnarhús- portinu, upplestur og djass í Hlaðvarpanum og sýning í Héð- inshúsinu á leikverkum, sem samin voru sérstaklega í tilefni af hátíðinni. Sögn- og menningar- hátíð í gamla Vesturbænum Gönguferðir verða skipulagð- ar flesta daga hátíðarinnar og margvíslegar útihátíðir setja svip sinn á hátíðardagana, en hitann og þungann af þeim bera Landakotsskóli og Vesturbæjar- skóli ásamt íbúasamtökunum, BYKO og Nóatúni. Aðdragandann að Vesturbæj- arhátíðinni má rekja til sam- hljóða samþykktar tillögu þeirra Kristínar Á. Ólafsdóttur og Guð- rúnar Jónsdóttur í borgarstjórn í fyrravor um tilraunaverkefni af þessu tagi. Að afloknutn kosn- ingum skipaði svo borgarstjórn þriggja manna framkvæmda- nefnd til að hafa yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd. í nefndinni eiga sæti þau Inga Jóna Þórðardóttir, Einar Orn Stefánsson og Kristín Á. Ólafs- dóttir, sem er formaður fram- kvæmdanefndarinnar, en fram- kvæmdastjóri Vesturbæjarhátíð- arinnar er Tryggvi Þórhallsson. Vesturbæjarhátíðin verður opnuð formlega við Stýri- mannaskólann kl. 14.30 á morg- un, og verður skrúðganga að opnuninni lokinni. Auk sýning- arinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur verða aðrar sýningar haldnar i í tengslum við Vesturbæjarhá- tíðina, en þær eru „Gijótaþorp frá ýmsum tímum“, sem er sýn- ing hjá Sögufélaginu, Fischer- sundi 3, „Húsin í gamla Vestur- bænum“, sem er myndverkasýn- ing í Fischersundi 1, „Skólastarf í gamla Vesturbænum", sem er sýning í Stýrimannaskólanum, „Sögudagar" á EIli- og hjúkrun- arheimilinu Grund, og sjóminja- sýningin „ísland og hafið“ í Hafnarhúsinu. Breiðskífu Bjarkar frestað ÚTGÁFU á væntanlegri breið- skífu Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, hefur verið frestað fram til 15. júní, vegna frágangs á umsiagi. Að sögn Nicky Fyson hjá One Little Indian, útgáfu Bjarkar, ytra var útgáfunni frestað vegna þess að hönnuður umslagsins var ekki ánægður með litprentunina. Platan verður gefín út í fjór- um útgáfum, sem svokallað „digipack", sem er að mestu úr pappa, með bæklingi og vegg- mynd, í burðarpoka, á bleikum vínyl og venjulegri geisladisks- útgáfu, auk snælduútgáfu. Að sögn Fyson nálgast fyrir- frampantanir á Post hálfa millj- ón eintaka; pantanir í Bretlandi eru 150.000 eintök, sem er vel yfir gullsölu, en annars staðar í Evrópu ríflega 300.000 eintök. Engin stúlka í 58 ár Tilviljun líklegasta skýringin LÆKNAVÍSINDIN geta ekki skýrt hvers vegna aðeins fæðast sveinbörn eða meybörn í ein- stökum fjölskyldum svo áratug- um skiptir samkvæmt upplýs- ingum frá Reyni Tómasi Geirs- syni prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómum. Morgunblaðið hefur skýrt frá því að aðeins hafí fæðst sveinbörn í fjölskyldu nokkurri í 58 ár. Reynir Tómas sagði að líta verði svo á að um tilviljun sé að ræða. „Ekkert er vitað um tilhneigingu til að eiga stráka frekar en stelpur. Aðeins er vit- að að eftir meðgöngueitrun er aigengara að fæðist stelpur en strákar. Konurnar virðast missa frekar karlfóstur og fyrir því geta verið ákveðnar erfðafræði- legar og ónæmisfræðilegar or- sakir. Það er það eina sem vitað er um. En svona skipting er ekki þekkt í náttúrunni nema fyrir tilviljun.“ Uppgjöri vegna bak- vakta lokið UPPGJÖRI til tíu starfsmanna Sjúkrahúss Vestmannaeyja, í samræmi við dóm Hæstaréttar frá því í fyrra, vegna vangold- inna greiðslna fyrir bakvaktir, lauk í síðustu viku. Samkvæmt dómnum áttu starfsmennirnir rétt á greiðslum fyrir bakvaktir frá 1. janúar 1986 til loka nóvember 1993, og að sögn Sólveigar Adólfs- dóttur, formanns stjómar sjúkrahússins, námu greiðslurn- ar með dráttarvöxtum um 60 millj. kr. Sólveig sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt fjáraukalögum frá því í desem- ber hefði verið gert uPP v;ð meinatækna og röntgentækna, en í síðustu viku hefði lokið uppgjöri við hjúkrunarfræðinga. Staðfesti hún að hæstu greiðsl- urnar til einstaklings væru á bilinu 12-14 milljónir króna að meðtöldum dráttarvöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.