Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT > Qður maður skotinn til bana eftir óvenjulegan eltingarleik Stal skriðdreka og keyrði yfir tugi bíla HÁLFFERTUGUR maður var skot- inn til bana eftir að hafa stolið skriðdreka úr vopnageymslu þjóð- varðliðsins í Kaliforníu og ekið sem óður um háskóla- og íbúðahverfi í San Diego á miðvikudag. Atburður- inn þótti minna einna helst á spennumynd frá Hollywood; 20 lög- reglubílar veittu manninum eftirför og hann eyðilagði eða skemmdi að minnsta kosti 40 bíla áður en skrið- drekinn staðnæmdist á fjöifarinni hraðbraut. íslenski námsmaðurinn Rúnar Gústafsson hefur undanfarin tvö ár stundað nám við háskóla skammt frá vopnageymslu þjóðvarðliðsins og kom að skriðdrekanum eftir að hann stöðvaðist. „Ég var á leiðinni í skólann á háannatíma og ég kippti mér ekkert upp við að lenda í um- ferðarteppu. En ég átti alls ekki von á að sjá skriðdreka þarna á miðri hraðbrautinni. Ég fer þarna um á hveijum degi og það hvarfl- aði aldrei að mér að ég ætti eftir að mæta skriðdreka. Ég hélt í fyrstu að hann hefði fallið af tengivagni, en svo reyndist ekki vera.“ Slóð eyðileggingar Maðurinn ók skriðdrekanum, stóru og öflugu stríðstæki af gerð- inni M-60, á allt að 70 km hraða. Að sögn Rúnars skildi maðurinn eftir sig slóð eyðileggingar. „Hann fór fyrst um íbúðahverfi og ók um tvær hraðbrautir, líklega um 4-5 km leið. Hann braut niður síma- staura og brunahana og eyðilagði f|ölda bíla. Skriðdrekinn var hátt í 60 tonn og staðnæmdist ekki fyrr en hann lenti á steyptum kanti á milli akreina. Beltin höfðu spænt steypuna upp.“ Fjórir lögreglumenn klifruðu upp á skriðdrekann eftir að hann nam staðar og þeim tókst að opna loft- hlerann. Þegar maðurinn neitaði að gefast upp og reyndi að ræsa skrið- drekann að nýju skaut lögreglu- maður hann í öxlina og bakið. Mað- urinn lést af völdum skotsáranna á sjúkrahúsi, að sögn Reuters. Talið er að maðurinn hafi verið drukkinn. Hann er nýskilinn og að sögn nágranna hans hafði hann verið drykkfelldur og hegðað sér einkennilega eftir skilnaðinn. Rúnar segir ekkert benda til þess að maðurinn hafi reynt að aka á fólk. „Hann bakkaði upp að húsi en sneri við. Bílarnir sem hann keyrði yfir voru allir kyrrstæðir." Að sögn Rúnars var greinilegt að maðurinn hefði fengið þjálfun í akstri skriðdreka, því það væri all- flókið að ræsa slíkar stríðsvélar. Reuter Jeltsín fékk hest RUSSLAND og Túrkmenistan undirrituðu samstarfssamning í Moskvu í gærdag og fékk Borís Jeltsín Rússlandsforseti hest að gjöf frá túrkmenskum starfsbróður sínum af því tilefni. Japanski sértrúarsöfnuðurinn Gasárásin var undirbúin í 2 ár Tókýó. Reuter. JAPANSKA lögreglan telur, að sértrúarsöfnuðurinn Æðsti sann- leikur hafi lagt á ráðin um eitur- gasárásina í neðanjarðarlestinni í Tókýó fyrir tveimur árum. Var það tilgangurinn að greiða fyrir dóms- deginum, sem leiðtogi safnaðarins, Shoko Asahara, hafði spáð, að yrði árið 1997. Sjálfur neitar hann öllum ásökunum en nokkrir fylgj- enda hans hafa bendlað hann beint við hryðjuverkin. Það var hópur ungra og mennt- aðra manna, sem vann að gerð eiturgassins, og keyptu þeir nauð- synlega búnað og efni í gegnum ýmis pappírsfyrirtæki. Að þeirra sögpi kom hugmyndin upp 1993 eftir að Asahara hafði spáð fyrir um ragnarök í kjarnorkustyijöld, sem enginn myndi lifa af nema félagar í söfnuðinum. Reynt í Matsumoto Rannsóknastofu var komið upp í höfuðstöðvum safnaðarins við rætur Fuji-ijalls og ári síðar var sarin-gasið tilbúið. Telur lögregl- an, að gasið hafi verið reynt í bænum Matsumoto í Mið-Japan í júní á síðasta ári en þá létust sjö manns og 200 urðu fyrir eituráhrif- um. Meðal þeirra voru tveir dómar- ar, sem höfðu til meðferðar deilu um eignarhald á fasteign, sem söfnuðurinn hafði keypt í annars nafni. Á þessum tíma var talið, að um hefði verið að ræða eiturga- sleifar frá því í síðari heimsstyijöld. Lokaæfingin Söfnuðurinn var nú tilbúinn til meiri stórvirkja og að kvöldi 19. mars sl. söfnuðuðst 10 menn, þar af ein kona, saman í húsi í Tokýó þar sem Yoshihiro Inoue, yfirmað- ur leyniþjónustu safnaðarins, gaf sínar lokafyrirskipanir. Síðan var það æft hvernig gasinu skyldi sleppt út en það var í plastpokum vöfðum innan í dagblaðapappír. Var það gert með því að stinga gat á pokann með beittum regn- hlífarenda. Að því búnu fór hópur- inn, tveir og tveir saman, um borð í fimm lestir með það fyrir augum að vinna mesta ofbeldisverk í Jap- an frá því í heimsstyijöldinni. Bandaríkin Kristnir boða siðbót Washington. Reuter. SAMTÖK kristinna manna í Bandaríkjunum hafa fengið stuðning helstu áhrifamanna Repúblikanaflokksins við sið- bótaherferð sína. Ralph Reed, leiðtogi samtaka kristinna, kynnti siðbótarher- ferðina, Samning við bandarísk- ar fjölskyldur, á blaðamanna- fundi í gær. Stóð Newt Gingrich, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, við hlið hans. Herferðin er í 10 liðum og kveður meðal annars á um, að bænastundir verði teknar upp að nýju í skólum og bann verði lagt við fóstureyðingum. Hæsti- réttur hefur bæði úrskurðað gegn bænastundum í skólum og gefið fóstureyðingar fijálsar. Einnig kveður herferðin á um, að ríkið hætti að styrkja menn- ingarmál, m.a. opinberar út- varps- og sjónvarpsstöðvar og takmarkanir verði settar við út- gáfu klámrita. Fjöldi þingmanna demókrata, leiðtogar ýmissa trúfélaga og kvenréttindakonur gagniýndu herferðina. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 19 Islensk viðarsýning og skógardagar í og við PERLUNA dagana 20. og 21. maí Opið báða daganna frá kl. 13:00 til 18:00 Meðal efnis: • Kynning á íslenskum viðartegundum • Ráðgjöf Landslagsarkitekta • Umhverfismál • Handverk og iðnaðarframleiðsla úr íslenskum viði, handverksfólk að störfum • Tæki og búnaður til garð- og skógræktar ■ * • A útisvæði, sögun á bolviði, önnur grófvinnsla o.fl. • Kynnisferðir um Öskjuhlíðina þar sem verða ýmsar uppákomur, harmoníkuleikur o.fl. Boðið verður upp á kaffihressingu á leiðinni Fyrir börnin: • Ævintýraferðir um Öskjuhlíðina þar sem kynjaverur álfar og ýmsar ævintýrapersónur verða á vappi um skóginn. Farið verður í leiki spilað á hljóðfæri og sungið. Kynnir sýningarinnar er Pálmi Gestsson leikari. Hér er um einstakan viðburð að ræða þar sem eingöngu er til sýnis handverk og iðnaðarframleiðsla úr íslenskum viði. SÝNING SEM ENGINN ÆTTI AÐ MISSA AF 9YKO m AÐGANGUR OKEYPIS | \vs WM \ ! iu ÍSIENSKUR LÁNOSÚNAOUR SKDGFVSKTARFÉLAG REYKLAVJKUR Æ Skógrækt meö Skeljungi LANDBÚNAÐAR- RÁÐIJNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.