Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 21 LISTIR Fíngerður leikur TONLIST íslcnska ópcran SAMLEIKUR Á FLAUTU OG PÍ ANÓ Martial Nardeau og Peter Máté fluttu verk eftir Farkas, Enesco, Prokofíev, Bizet, Milhaud, Poulenc og Bourdin. Þriðjudagurinn 16. mai 1995. ÞAÐ ER í raun fátt eitt að segja um leik Martial Nardeau og Peter Máté, annað en að allt var glæsilega gert, bæði er varðar tæknileik og fallegan flutning. Tónleikarnir hófust á sónatínu eftir Ferenc Farkas, litlausu en ekki illa unnu verki. Annað verk- ið var Cantabile og presto, eftir Enesco, fallegt verk, er var vel flutt, sérlega þó fyrri hluti þess. Flautusónatan eftir Prokofiev er glæsileg tónsmíð og þar fóru báð- ir flytjendur á kostum. Skýr og gagnsær leikur Máté féll einkar vel að fíngerðum flaututóninum hjá Nardeau. Fantasía eftir Francois Borne, um stef úr óperunni Carmen, eft- ir Bizet, er óttalegur samsetning- ur og hálf aum skuggamynd tón- listar Bizets og bjargar það engu, þó flutningurinn væri frábær. Næstur átti „orðið“ Darius Mailhaud, með þriggja þátta són- atínu. Fyrsti kaflinn er góð og vel unnin tónlist en seinni kaflarn- ir frekar lausir í sér. Verkið er samið 1922 en á þeim tíma er hann að semja 5. sinfóníuna sína, sjötta strengjakvartettinn og einnig að reyna sig við að ,jazza“ svolítið í verki sem hann nefnir Þrjár Rag-kaprísur og ballettin- um Sköpun heimsins. Eitt besta verk tónleikanna var flautusónatan eftir Poulenc og þar fóru flytjendurnir á kostum. Cantilenan var sérlega fallega flutt og á þeim fínlegu nótum, sem einkennir allan leik Nardeau. Tónleikunum lauk með „tækni- sprelli'* eftir Roger Bourdin, sem á sér þá einu afsökun, að vera frábærlega leikin af Nardeau. í heild var flutningurinn þeirra félaga óaðfinnalegur, samspilið einstaklega gott og spannaði allt sviðið frá tækni til tilfinninga, er reis hæst í sónötunum eftir Pro- kofiev og Poulenc. Jón Ásgeirsson. Burtfarar- próf í söng INGIBJÖRG Hjördís Einarsdóttir sópransöngkona heldur tónleika sunnudaginn 21. maí kl. 17.00 í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Ingibjargar Hjördísar frá Tónlistarskóla Garða- bæjar. A efnisskránni eru ljóð og aríur eftir Vaugham William, Henri Dup- arc, Franz Schubert, W.A. Mozart, Eyþór Stefánsson, Þórarin Guð- mundsson, Karl Otto Runólfsson, Franz Lahár og Giacomo Puccini. Ingibjörg Hjördís hefur stundað söngnám við Tónlistarskóla Garða- bæjar undanfarin 6 ár hjá Snæ- björgu Snæbjarnardóttur. Aður var Ingibjörg Hjördís í söngnámi hjá Margréti Pálmadóttur við Tónlist- arskóla Sandgerðis og hjá Ragn- heiði Guðmundsdóttur í Tónlistar- skóla Njarðvíkur. Hún hefur sótt námskeið hjá Eugeniu' Ratti frá Italíu. Ingibjörg Hjördís starfar nú sem kórstjóri Barnakórs Grunn- skóla Sandgerðis. Allir eru vel- komnir á tónleikana. ------» ♦ ♦ Webber keypti Picasso KOMIÐ hefur í ljós hver keypti málverk Pablos Picassos fyrir met- upphæð á uppboði í New York í síðustu viku. Það var söngleikjahöf- undurinn Andrew Lloyd Webber sem greiddi 29,1 milljón dollara fyrir verkið „Angel Fernandez de Soto“ en það var mun hærra verð en búist var við. „Mér finnst afar ánægjulegt að koma með þetta verk til Bretlands. Það hefur lengi verið eitt af markmiðum listastofn- unar minnar að eignast eitt af verk- um Picassos frá bláa tímabilinu svokallaða," sagði Webber. „Mér fínnst myndin einstök og hún höfð- ar sterkt til fólks.“ ------♦ ♦ ♦---- Spænsk gítar- tónlist GÍTARNEMENDUR við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar halda tónleika á Sólon Islandus laugar- daginn 20. maí kl. 17.00. Flutt verður klassísk gítartónlist frá ýmsum tímabilum en spænsk tón- list verður þó mest áberandi. Þeir sem fram koma eru: Arngeir Heið- ar Haukssonj Guðmundur Péturs- son, Halldór Olafsson, Kristján Eld- járn, Pálmi Erlendsson, Tyrfingur Þórarinsson og Þröstur Þorbjörns- son. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir en tónleikarnir eru haldnir á efri hæð veitingahússins. ------» ♦ ♦---- Guðmundur í Ásmundarsal GUÐMUNDUR Bjarnason opnar myndasýningu í Asmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Sýndar verða teikningar, pastel- myndir og vatnslitamyndir. Sýn- ingin verður opin daglega frá kl. 14-19 til 28. maí. HEKUIGOS ERHAHB! r r GOS ER HAFIÐ A BILAÞINGSSVÆÐINU. SERFRÆÐINGAR TELJA AÐ G0SIÐ MUNI STANDA YFIR í FJÓRA DAGA, 17.-20. MAÍ. NOTAÐIR BÍLAR MEÐ ALLT AÐ 250.000.- KR. AFSLÆTTI OG Á GREIÐSLUKJÖRUM TIL ALLT AÐ 48 MÁNAÐA FLÆÐA UM ALLT SVÆÐIÐ. BILL A KR0NU ! DAGLEGA VERÐUR DREGIÐ ÚR TILBOÐUM í BÍL DAGSINS. LÁGMARKSTILBOÐ ER 1 KRÓNA. TILB0ÐUM SKAL SKILAÐ Á SÉRSTÖKU EYÐUBLAÐI FYRIR LOKUN DAG HVERN HJÁ BÍLAÞINGI. DREGIÐ VERÐUR ÚR TILBOÐUM Á BYLGJUNNI. ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ TAKA MEÐ SÉR NESTI ÞVÍ VIÐ BJOÐUM UPP Á KAFFI, GOS OG KLEINUR ÞAÐ SKELFUR ALLT OG NÖTRAR. DRÍFÐU ÞIG OG GERÐU GÓD KAUP. BÍLAÞING HEKUJ N O T A Ð I R llllllll l B í L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Símasambandslaust er við svæðið vegna mikils álags • Betra er að koma OPNUNARTÍMI: MIÐVIKUDAGUR, FIMMTUDAGUR 0G FÖSTUDAGUR KL. 9.00-19.00, LAUGARDAGUR KL. 10.00-17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.