Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C/D wttttnHiiMfe STOFNAÐ 1913 112.TBL.83.ARG. FOSTUDAGUR 19. MAI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Chirac Frakklandsforseti og Kohl kanslari Þýskalands funda í Strassborg Heita þ ví að treysta sam- skipti ríkjanna Stra&sborg. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, áttu í gær fund í Strassborg þar sem Chirac hét því að treysta samskipti ríkjanna innan Evrópusambandsins. Þá reyndu leiðtogarnir að gera lítið úr munin- um á stefnu ríkjanna hvað varðar lausn á atvinnuleysisvandanum, gengismálum og samrunaferlinu í Evrópu. Valið á Strassborg er tákn- rænt, borgin er við landamæri ríkj- anna og þar hefur Evrópuþingið aðsetur sitt. - Leiðtogarnir lögðu allt kapp á að sýna hversu vel færi á með þeim, brostu breitt og heilsuðust margoft í upphafi og lok fundarins, sem stóð í um klukkustund. „Ég sé engin vandkvæði og alls enga hættu fólgna í leiðtogaskiptunum í Frakk- landi," sagði Kohl en þeir Chirac eru gamlir vinir. Chirac sagði að náin samskipti Þýskalands og Frakklands væru hefð, sem styrkt- ist með hverjum deginum. Kohl sagði að vissulega greindi stjórnir landanna stundum á, en hvorug þjóðin myndi framfylgja stefnu sem byggðist á „persónuleg- um eða þjóðernislegum metnaði" sem hefði leitt til tveggja styrjalda. Reuter KOHL, kanslari Þýskalands, og Chirac Frakklandsforseti fengu' sér bjór að loknum fundi sínum í Strasbourg. Brugðu þeir sér inn á krána „Hjá Yvonne" sem var að vonum ánægð með gestina. Þá vísaði Chirac algerlega á bug fréttum þess efnis að hann hygðist leggja til við Kohl að hrist yrði upp í gengismálunum til að veikja frankann og draga á þann hátt úr atvinnuleysi. Leiðtogarnir hefðu verið sammála um nauðsyn stöðug- leika í gengismálum til að ná mætti fram markmiðum Maastricht-sátt- málans um einn gjaldmiðil. Chirac hefur áður sagt að ómögulegt muni reynast að koma á sameiginlegum gjaldmiðli fyrir 1997. ¦ Ungir ráðherrar/19 ¦ Afburðamaður/29 Stjórnar- herinn ísókn Zagreb, London, New York. Reuter. UM 1.500 óbreyttir borgarar og um 500 serbneskir hermenn flúðu yfir til Króatíu undan hersveitum stjórn- arinnar í Sarajevo í gær er fimmta stórdeild stjórnarhersins sótti suður frá-héraðinu Bihac. Sveitirnar hafa náð svæðum í Bi- hac sem Serbar hafa haft á valdi sínu. Svöruðu þeir fyrir sig með stór- skotaliðsárásum á Bihac-borg. Owen lávarður, sáttasemjari Evr- ópusambandsins í Bosníu, sagði í gær, að viðurkenndi Slobodan Mil- osevic, forseti Serbíu, sjálfstæði Bos- níu yrði það mikilvægur áfangi í þá átt að stöðva stríðið í landinu. Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta sagði í fyrradag, að líkur væru á því að Milosevic myndi viðurkenna sjálfstæði Bosníu. Við það myndu Bosníu-Serbar einangrast og þrýst- ingur á þá að leysa Bosníudeiluna með samningum aukast. Frjálsir demókratar í Þýskalandi Kinkel fer frá sem formaður Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnti í gær, að hann myndi segja af sér formennsku í flokki frjálsra demókrata, FDP, í næsta mánuði. Er ástæðan hérfilegt gengi flokksins í kosningum að und- anförnu. Kinkel ætlar samt að sitja áfram sem utanríkisráðherra og varakanslari í stjórn Helmuts Kohls. Kinkel hafði aðeins verið félagi í flokki frjálsra demókrata í tvö ár þegar hann tók við formennskunni 1993 en síðan hefur flokkurinn beðið hvern ósigurinn öðrum meiri í þing- kosningum og í kosningum í þýsku sambandslöndunum. Um síðustu helgi þurrkaðist flokkurinn út af þingi í Nordrhein-Westfalen og í Brimum. Á blaðamannafundi, sem Kinkel boðaði til í skyndi í höfuðstöðvum flokksins í Bonn, sagði hann, að flokkurinn þyrfti á nýjum manni að halda við stjórnvölinn en sjálfur kvaðst hann ætla að einbeita sér að störfum sínum í ríkisstjórninni. Nefndi hann ekki hugsanlegan eftir- mann sinn en Wolfgang Gerhardt, leiðtogi frjálsra demókrata í Hessen, er talinn líklegastur. Reuter Tsjetsjenar flýjatilfjalla ÍBÚ AR fjallahéraða i suðurhluta Tsjetsjníju flýðu þorp sín í gær vegna stórskotaárása Rússa sem hafa lagt til atlðgu við vígi upp- reisnarmanna í suðurhiutanum. Segja Tjsetsjenar átta manns hafa látið lífið í árásunum. Helsti yfirmaður uppreisnarmanna á vigvellinum, Aslan Maskhadov, hvatti á miðvikudag til þess að efnt yrði til fundar hans og Pa- vels Gratsjovs, varnarmálaráð- herra Rússlands, til að binda enda á stríðið í Kákasushéraðinu. Uppreisnarmenn höfnuðu í apríl vopnahlésboði Rússa og hafa áður sett sem skilyrði fyrir við- ræðum að Moskvustjórnin kveðji herlið sitt á brott. Gratsjov sagð- ist í gær vera reiðubúinn til við- ræðna með því skilyrði að upp- reisnarmenn féllust á „algert vopnahlé, uppgjöf með skilyrðum og að afhenda vopn sín". Myndin er tekin á markaðstorgi í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær. Afstaða Bandaríkjanna í öryggisráðinu ergir araba Sögð rýra traustið á iLdarfcjastjórn Sameinuðu þjóðunum, Gaza, Kaíré. Reuter. LEIÐTOGAR Palestínumanna og fleiri arabaþjóða brugðust í gær ókvæða við þeirri ákvörðun Banda- ríkjastjórnar að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna gegn ályktun þess efnis að Isra- elar hættu við áform sín um að taka 53 hektara lands eignarnámi í Aust- ur-Jerúsalem. Talsmaður Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO), sagði ákvörðun- ina rýra traust Palestínumanna á Bandaríkjastjórn, enda gengi hún í berhögg við friðarsamning ísraels og PLO og alþjóðasamninga. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði araba gera of mikið úr málinu og Yitzhak Rabin forsætisráð- herra lýsti ánægju með niðurstöðuna. Marwan Kanafani, talsmaður Ara- fats, kvaðst ekki vita hvemig Banda- ríkjastjórn gæti haldið áfram að hafa milligöngu í friðarviðræðunum við ísrael þar sem „Bandaríkjamenn sjálf- ír taka þessa afstöðu, sem gengur ekki aðeins í berhögg við friðarsam- komulagið og alla samninga sem síð- an hafa verið gerðir, heldur einnig allar ályktanir og alþjóðasamninga [sem koma málinu við]". „Siðleysi og hræsni" Abdul-Karim al-Kabariti, utanrík- isráðherra Jórdaníu, iýsti ákvörðun Bandaríkjamanna sem „siðleysi og hræsni". Hann kvaðst hafa kallað bandaríska sendiherrann í Amman á sinn fund og mótmælt þessu harðlega. Stjórnarerindrekar í Kairó sögðu að afstaða Bandaríkjastjórnar yrði nær örugglega til þess að arabar efndu til sérstaks leiðtogafundar til að ræða deiluna um Jerúsalem. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta ákveður að beita neitunarvaldinu í öryggisráðinu. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði að það hefði verið gert á þeirri forsendu að ísra- elar og Palestínumenn ættu sjálfír að leysa slík deilumál í samningaviðræð- um, án íhlutunar Sameinuðu þjóð- anna. Fulltrúar allra annarra ríkja í ör- yggisráðinu greiddu atkvæði með ályktuninni. Dansarinn Godunov látinn Los Angeles. Reuter. RÚSSNESKI ballettdansarinn Alexander Godunov, lést í gær á heimili sínu í Hollywood, 45 ára að aldri. Ekki var gefið upp hver dánarorsökin var, aðeins sagt að hann hefði „hlot- ið eðlilegan dauðdaga". Godunov var aðal- dansari við Bolshoj-bal- lettinn og komst í • heimsfrétt- irnar árið 1979 er hann flýði vestur yfir jámtjald. Var hann gestadansari hjá mörgum af þekktustu ballettum Vestur- landa áður en hann sneri sér að kvikmyndaleik. Alexander Godunov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.