Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STEFNURÆÐA FOR- SÆTISRÁÐHERRA ISTEFNURÆÐU sinni á Alþingi í gærkvöldi gerði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, velferðarkerfið sérstaklega að umtalsefni og sagði: „Um allan hinn vestræna heim ber nú mjög á ótta um, að velferðarkerfið sé að komast í þrot. Forystumenn í stjórnmálalífi, sem og leiðtogar launþega- hreyfingar og forráðamenn atvinnulífs, hafa af þessu vax- andi áhyggjur. Nú má halda því fram, að velferðarkerfið sem slíkt njóti nánast óskoraðs stuðnings allra stjórnmálaafla í landinu, rétt eins og raunin er í nálægum löndum. Það er því ekki vegið að velferðarkerfinu utan frá, á pólitískum forsendum, heldur er meinsemdin innvortis, liggur í kerfinu sjálfu og stjórnlitlum vexti þess, langt umfram það, sem hagvöxtur hefur gefið tilefni til á hveijum tíma. Velferðar- kerfinu verður hvorki haldið við hér á landi né annars stað- ar með auknum lántökum, hvort sem er erlendum eða inn- lendum. Auðvitað er sá kostur til að ýta vandanum á undan sér einhver misseri eða jafnvel ár með stórkostlegum halla á ríkissjóði og söfnun skulda. Það verður ekki gert enda- laust. Slík stefna mundi springa fyrr en síðar. Þá mundi blasa við, að sársaukafullur og stórfelldur niðurskurður væri óhjákvæmilegur. Núverandi ríkisstjórn vill ekki fara þá leið. Hún vill stöðva sjálfvirkni í útgjöldum ríkissjóðs á þessum sviðum sem öðrúm í tæka tíð án þess að raska vel- ferðarkerfinu sjálfu. Hún vill með kerfisbreytingum nýta þá fjármuni, sem varið er til stærstu útgjaldaráðuneyta og ein- stakra framkvæmda með sem beztum hætti til þess að undir- staða velferðar verði treyst og takast megi með ráðdeild og skilvirkni að veita sambærilega þjónustu og sambærilegt öryggi með svipuðum fjármunum og nú er gert.“ Þessi ummæli forsætisráðherra verða ekki skilin á annan veg en þann, að hann telji það lykilþátt í því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs að koma böndum á útgjöld vegna vel- ferðarkerfisins. Það er rétt. Stærsti hluti útgjalda ríkisins gengur til heilbrigðis- og tryggingamála, menntamála og landbúnaðarmála. Ríkisstjórnin mun engum árangri ná í því að draga úr og stöðva hallarekstur ríkissjóðs nema útgjalda- aukning til þessara málaflokka verði stöðvuð. Það á svo eftir að koma í ljós hvað Davíð Oddsson á við með kerfis- breytingum í velferðarmálum og hvaða áhrif sú stefnumörk- un Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, í umræðunum { gærkvöldi, að líta eigi á framlög til menntamála sem fjár- festingu en ekki sem útgjöld, hefur á fjárframlög til mennta- mála. í stefnuræðu sinni fjallaði Davíð Oddsson einnig um sjávar- útvegsmál og sagði: „í kosningaslagnum, sem nýlega er afstaðinn, gáfust okkur þingmönnum fjölmörg tækifæri til að eiga skoðanaskipti við fjölda kjósenda. Við tókum eftir því, að nokkurs óróleika gætir um skipan sjávarútvegsmála víða um land.“ Þrátt fyrir þessi ummæli er enga vísbendingu að finna í stefnuræðu forsætisráðherra um að stjórnarflokk- arnir hyggist koma til móts við aðal óánægjuefnið, sem er að sjálfsögðu, að eigandi auðlindarinnar fái ekkert greitt fyrir afnot útgerðarmanna af henni. Hins vegar lýstu tals- menn Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Kvennalista allir stuðningi við gjaldtöku í einhverri mynd. Þar sem vitað er, að stuðn- ing við gjaldtöku er einnig að finna í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins verður að ætla að fylgi við veiðileyfagjald fari vaxandi innan þings ekki síður en utan. Umræðurnar að lokinni stefnuræðu Davíðs Oddssonar ein- kenndust fyrst og fremst af harðri gagnrýni núverandi stjórn- arandstöðuflokka á Framsóknarflokkinn fyrir að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnarandstaðan er aug- ljóslega ekki búin að ná áttum eftir stjórnarmyndun Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að öðru leyti en því, að búast má við harðri stjórnarandstöðu af hálfu Alþýðuflokks- ins, ef marka má ræður forystumanna flokksins á Alþingi í gærkvöldi. Ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, mátti skilja á þann veg, að hann hyggist beita sér fyrir eins hvers konar samstarfi vinstri flokkanna á Al- þingi, en það á eftir að koma í Ijós. Vinstri menn hafa ára- tugum saman talað mikið um sameiningu vinstri rnanna eða jafnaðarmanna í einum flokki, en sundrung þeirra hefur sjaldan verið meiri en nú. Ekki er lengur ágreiningur um, að efnahagsbatinn í ís- lenzkum þjóðarbúskap er kominn vel á veg. Hagvöxtur er sambærilegur við það, sem tíðkast í nálægum löndum. Dav- íð Oddsson taldi í stefnuræðu sinni, að þorskafli mundi fara „hægt en örugglega vaxandi og sæmilegar vonir eru um að álver í Straumsvík verði stækkað". Þetta og margt annað bendir vissulega til að betri tíð sé í vændum. Hæstiréttur telur stöðu dómarafulltrúa ekki uppfylla grunnreglur stjórnarskrár lýðveldisins og mannréttindasáttmála ÞURFTIEKKIAÐ HLÍTA ÞVÍ AÐ FULLTRÚIDÆMDI Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að staða dómarafulltrúa, eins og henni er nú fyrir komið, uppfylli ekki grunnreglur stjórn- arskrár um sjálfstæði dómsvaldsins, svo sem þær verða skýrðar með hliðsjón af 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálf- stæða og óvilhalla dómara. Alain Juppé nýskipaður forsætisráðherra Frakklands Afburðamaður af alþýðufólki kominn Reuter ALAIN Juppé forsætisráðherra og Jacques Chirac forseti snæddu morgunverð saman í Elysée-höllinni í gærmorgun. HÆSTIRÉTTUR telur að staða dómarafulltrúa, eins og henni er nú fyrir komið hér á landi, upp- fylli ekki grunnreglur stjórnarskrár lýðveldisins íslands um sjálfstæði dómsvaldsins, svo sem þær verða skýrðar með hliðsjón af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Af þeim sökum ómerkti Hæstiréttur í gær dóm sem dómarafulltrúi við Héraðsdóm Austurlands kvað upp í minniháttar sakamáli. Hæstiréttur telur að'ákærði í málinu hafi ekki átt að þurfa að hlíta því að dómarafulltrúi dæmdi í máli hans. Um var að ræða mál þar sem vöruflutningabíl- stjóri hafði verið dæmdur í 9.000 kr. sekt fyrir að aka með of þungt hlass á bíl sínum. Fyrir Hæstarétti krafðist Sigurð- ur G. Guðjónsson hrl. þess fyrir hönd mannsins að málsmeðferðin yrði ómerkt þar sem það að fela fulltrúa meðferðina væri ósamrým- anlegt ákvæði 2. greinar stjórnar- skrár Islands svo og fimmta kafla hennar og í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 6. greinar Mannréttindasátt- mála Evrópu. Dómarafulltrúinn hafði verið ráð- inn til starfa við dómstólinn af hér- aðsdómara Austurlands með ótíma- bundnum ráðningarsamningi sem dómsmálaráðuneyti og fjármála- ráðuneyti höfðu staðfest. Dóms- málaráðherra hafði síðan löggilt full- trúann ótimabundið til að fram- kvæma þær dómsathafnir, sem hér- aðsdómari fæli honum, líkUog aðrir þeir 12-13 dómarafulltrúar 'sem starfandi eru við héraðsdómstóla landsins, að Héraðsdómi Norður- lands vestra undanskildum. Um það bil helmingur fulltrúanna mun starf- andi við Héraðsdóm Reykjavíkur. í dómi Hæstaréttar er vitnað til bréfs dómsmálaráðuneytisins þar sem segir að starfssvið dómarafull- trúa sé mjög fjölbreytt.' Þeir séu í reynd mjög sjálfstæðir í dómstörfum og riti sjálfir undir dóma sína og aðrar afgreiðslur án þess að tilgreina að þeir framkvæmi dómsathafnir í umboði dómstjóra eða annars héraðsdómara. Þrígreining ríkisvalds Þá segir að í stjórnar- skrá lýðveldisins sé byggt á þeirri meginreglu að ríkisvaldið sé þríþætt, sérstakir dóm- arar fari með dómsvaldið og séu þeir jafnframt óháðir öðrum hand- höfum ríkisvaldsins. Samkvæmt lögum beri dómara- fulltrúar ábyrgð á dómaraverkum sínum þar sem aðrir dómarar og forstöðumaður dómstóls geti aðeins borið ábyrgð á dómstörfum fulltrúa hafi hann sjálfur komið þar nálægt. Dómsverk fulltrúa séu svo margs háttar og umfangsmikl að forstöðu- mönnum sé ekki ætlandi að komast yfír það að leiðbeina um þau hvert og eitt eða að hafa eftirlit með þeim. Dómarafulltrúar hafi aldrei verið taldir njóta þeirrar verndar sam- kvæmt stjórnarskrá, sem allir dóm- arar njóti eftir aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds, að þeim verði að- eins vikið úr embætti með dómi. Embættisdómarar séu skipaðir í starf sitt ótímabundið og þeir undir- riti drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins. Til að hljóta skipun í starf þurfi þeir að hafa nokkurra ára reynslu af ákveðnum störfum. Dómarafulltrúar hafi áður ýmist verið ráðnir tímabundið eða skipaðir ótímabundið í stöður sínar og jafn- framt löggiltir til að framkvæma dómaraverk. Á síðari árum hafi það farið að tíðkast að ráða þá tímabund- ið eða með ákveðnum uppsagnar- fresti, og oftast hafi þeir hafið störf strax að loknu laganámi. Undirrita ekki drengskaparheit Þeir undirriti ekki drengskapar- heit um að virða stjórnarskrána, þegar þeir taki til starfa, og fjöldi þeirra ráðist af fjárveitingum Al- þingis og samþykki dómsmála- og fjármálaráðuneyta en sé ekki ákveð- inn með lögum eins og fjöldi héraðs- dómara. Löggilding þeirra til dómsverka hafí breyst 1. júlí 1992 og þá orðið söm fyrir alla fulltrúana óháð því hvað þeir höfðu starfað lengi, og hætt hafi verið að orða það svo að dómaraverk þeirra séu á ábyrgð dómstjóra eða hér- aðsdómara. „Líta verður svo á lög- gildinguna að með henni mæli dómsmálaráðherra fyrir um hluta af fyrir- komulagi dómsýslunnar. Það er á hans valdi að afturkalla stjórnvalds- ákvörðun sína um löggildingu dóm- arafulltrúa enda er staða þeirra sem slíkra ekki tryggð í lögum. Ráðherra getur þannig fyrirvaralaust svipt fulltrúann heimild til dómstarfa. Þótt ástæður ráðherrans séu ómál- efnalegar á dómarafulltrúinn þess engan kost að endurheimta heimild til að fara með dómsvald," segir Hæstiréttur. Hafa stöðu annarra ríkisstarfsmanna Þá segir að tilgangur löggjafans virðist hafa verið sá að dómarafull- trúar hlytu þjálfun til dómstarfa undir umsjón embættisdómara. Reyndin hafí orðið önnur og fari fulltrúar með umfangsmikinn hluta dómaraverka í landinu í eigin nafni. Ráðherra hafi formlega heimild til að víkja fulltrúa úr starfi án þess að bera það undir dómstóla þótt efnisskilyrði brottvikningar séu hin sömu og um embættisdómara. í raun sé staða dómarafulltrúa ekki önnur en annarra ríkisstarfsmanna sem ráðnir séu með uppsagnar- frest.i. Vitnað er til ákvæðis 6. greinar mannréttindasáttmálans um að þegar kveða eigi á um réttindi eða skyidur manns eða um sök eigi hann rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli og sé skipan hans ákveðin með lögum. Talið hafi verið að samkvæmt þessu verði dómstólar að vera óháð- ir löggjafanum, framkvæmdavalds- höfum og málsaðilum „Dórnstóll verður ekki talinn sjálfstæður í skilningi ákvæðisins nema dómarar séu í störfum sínum óbundnir af fyrirmælum frá öðrum og staða þeirra að öðru leyti ekki ótrygg meðan þeir eru í starfi,“ segir Hæstiréttur. í málinu hafi þó í raun ekki ver- ið gerð tilraun til að sýna fram á ákveðin atvik sem bendi til þess að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi verið vilhallur en skera verði úr um hvort aðstæð- ur fulltrúans hafi verið slíkar að ákærði hafi haft réttmæta ástæðu til að efast um að hann hafi verið sjálfstæður og óvilhallur gagnvart framkvæmdavaldshöfum. Nauðsynlegt hafi verið talið að viðhalda stöðu dómarafulltrúa til að þjálfa lögfræðinga í dómaraverk- um og ráðningarkjör fulltrúans ein og sér skeri ekki úr um að hann teljist svo háður framkvæmdavald- inu að hann geti ekki farið með dómsathafnir í umsjón, á ábyrgð og í nafni embættisdómara. Umfangsmikil dómstörf Eins og framkvæmd þessara mála hafi hins vegar verið háttað verði ekki á það fallist að umfangs- mikil dómstörf fulltrúa geti verið á ábyrgð héraðsdómara. „í raun starfa þeir á sama hátt og embættisdómarar og oft að eins þýðingarmiklum dómstörfum. Þeir hafa þó sjaldnast sambærilega reynslu og hafa ekki þurft að gang- ast við ábyrgð á dómstörfum sínum í upphafi starfs með heiti um að virða stjórnarskrá lýðveldisins. Dómsmálaráðherra hefur formlega heimild til að afturkalla löggildingu þeirra og víkja þeim úr starfi án þess að bera það undir dómstóla og framkvæmdavaldið getur . með áhrifum sínum og ráðstöfunum bundið enda á ráðningu þeirra á skömmum tíma. Verður því að fallast á það að staða dómarafulltrúa, eins og henni er nú fyrir komið, uppfylli ekki grunnreglur stjórnar- skrár um sjálfstæði dómsvaldsins, svo sem þær verða skýrðar með hliðsjón af 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæða og óvilhalla dómara, til þess að þeir geti í eigin nafni og á eigin ábyrgð farið með þau dómstörf sem lýst er í bréfi dómsmálaráðuneytis hér að framan," segir í dóminum. „Af framansögðu leiðir að ákærði þurfti ekki að hlíta því að dómara- fulltrúi dæmdi í máli hans. Ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og alla meðferð málsins fyrir Hér- aðsdómi Austurlands og vísa því heim í hérað til nýrrar dómsmeð- ferðar og dómsálagningar." Dóminn kváðu upp Hrafn Braga- son, forseti Hæstaréttar, og hæsta- réttardómararnir Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henrysson, Pétur Kr. Hafstein og Garðar Gíslason en hann skilaði ítarlegu sératkvæði og var ósammála niðurstöðu meirihlut- ans. Alain Juppé hefur verið traustasti bandamaður Jacques Chiracs Frakk- landsforseta í mörg ár og fær forsætisráð- herraembættið að laun- um, segir Steingrímur Sigurgeirsson. Juppé er jafnframt af flestum talinn hæfasti maðurinn í embættið og ekki van- þörf á, því flókin við- fangsefni bíða nýrrar stjórnar. ALAIN Juppé er afburða- maður. Það er samdóma álit allra þeirra, er ein- hver kynni hafa haft af honum. Frantjois Mitterrand, fyrr- um Frakklandsforseti, lýsti því yfir að hann væri hæfasti ráðherra rík- isstjórnar Edouards Balladurs. Jacques Chirac forseti sagði í ræðu árið 1993 að hann væri „bestur allra“ í flokki nýgaullista, RPR. Þýskur stjórnarerindreki sagði hann vera „vandræðalega framúr- skarandi" við hlið þýska utanríkis- ráðherrans Klaus Kinkels. Þegar er farið að ræða það sem sjálfgefið að hann verði í framtíðinni forseti Frakklands. Miklar væntingar eru því gerðar til Juppé, þegar hann tekur nú við forsæti í ríkisstjórn, en verkefnin framundan eru að sama skapi erfíð. Juppé er 49 ára gamall og ung- legur þrátt fyrir skallann. Hann fæddist í ágúst árið 1945 í Mont-de- Marsan í héraðinu Landes i suðvest- urhluta Frakklands og ólst upp í bændafjölskyldu í lægri millistétt. Hann bar snemma af í skóla og vann landskeppni franskra gagn- fræðaskóla í frönsku og grísku. Hann lauk kenn- araprófi í klassískum fræðum árið 1967 og hóf að því búnu nám við tvær af virtustu menntastofn- unum Frakklands. Fyrst Institut d’Études Politiques og síðar École National d’Administration, en sá skóli menntar alla æðstu embættis- menn landsins. Samstarf í tvo áratugi Að loknu námi hóf hann störf sem skattaeftirlitsmaður og starf- aði við Skattaeftirlitsstofnun Frakklands þar til að hann hóf störf sem ræðuritari í forsætisráðuneyt- inu hjá Jacques Chirac árið 1976. Hafa þeir Chirac og Juppé átt náið samstarf á þeim tæpum tveim- ur áratugum, sem síðan eru liðnir. Hann hefur starfað í ráðhúsi París- ar með Chirac, jafnt sem embættis- maður og borgarfulltrúi, verið Evr- ópuþingmaður (1984-1986), þing- maður (frá 1986), aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu (1986-1988) og jafnframt talsmaður ríkisstjórn- ar Chiracs á árunum 1986-1988. í forsetakosningunum árið 1988 stjórnaði hann stuðningsmanna- nefnd Chiracs og var jafnframt tals- maður hans í kosningabaráttunni. I júní 1988 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri flokksins RPR og hefur verið starfandi formaður hans frá því að Chirac lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann gæfí kost á sér sem forseti. Stefnt er að því að Juppé verði brátt kjörinn formaður RPR og einnig stefnir hann að því að taka við sem borgarstjóri Bordeaux, er sveitarstjórnakosningar fara fram í júní, af Jacques Chaban-Delmas, sem gegnt hefur því embætti um áratugaskeið. Dýrmætur bandamaður Oft hefur Juppé reynst Chirac dýrmætur bandamaður auk þess að hafa temprandi áhrif á hinn oft og tíðum bráðláta Chirac. Hann barði niður uppreisn yngri stjórn- málamanna í RPR árið 1989 eftir að Chirac tapaði forsetakosningun- um og aftur 1990 er þeir Charles Pasqua og Philippe Seguin lögðu til atlögu við Chirac. Á síðasta ári er hver hægrimaðurinn á fætur öðrum ákvað að styðja forsetaframboð Balladurs eða neitaði að gefa upp afstöðu sína stóð Juppé sem klettur við hlið vinar síns Chirac. Þegar úrslitin lágu fyrir í forsetakosning-*’ unum og hann var spurður hvert hefði verið erfiðasta augnablik kosningabaráttunnar svaraði Juppé: „Hinn napri einmanaleiki nóvembermánaðar árið 1994“. Þrátt fyrir þá hörku sem hann hefur sýnt í innanflokksátökum er mannlega hliðin aldrei langt undan. í bók sem hann ritaði árið 1993 lýsti Juppé því yfir að hann hefði stundum alvarlega velt því fyrir sér að yfirgefa stjórnmálaslaginn og gerast munkur í klaustrí í Feneyj- um. Það var þó ekki fyrr en hann tók við embætti utanríkisráðherra árið 1993 af sósíalistanum Roland Dum- as að hæfileikar hans fengu að njóta sín til fulls. Sem utanríkisráðherra varð hann að takast á við fjölda aðkallandi vandamála en jafnframt að stunda viðkvæman línudans gagnvart hin- um sósíalíska forseta, ,sem hafði úrslitaáhrif varðandi mótun utan- ríkisstefnunnar. Að hans eigin mati var eldraun hans sem stjórnmálamanns lokavið- ræðurnar vegna hins nýja GATT- samkomulags þar sem Frakkar stóðu fastir á kröfum sínum í land- búnaðarmálum og menningarmál- um þrátt fyrir andstöðu Bandaríkj- anna. Hann gegndi einnig forystuhlut- verki er Frakkar fóru með foryst- una í ráðherraráði ESB í fyrra og mörg spjót hafa beinst að honum vegna átakanna í Bosníu, þangað sem Frakkar hafa sent mikinn fjölda friðargæsluliða. Þá má nefna aðgerðir Frakka til að reyna að koma í veg fyrir blóðbaðið í Rúanda í júní á síðasta ári. Starfsfólk í utanríkisráðuneyt- inu, Quai d’Orsay, samráðherrar, erlendir ráðherrar, blaðamenn og stjórnarerindrekar eru sammála um að Juppé eigi mikið hrós skilið fyr- ir störf sín sem utanríkisráðherra. Hann er sagður óþreytandi vinnu- þjarkur, bráðgáfaður og með mikla greiningarhæfileika. Þá hikar hann ekki við að taka óvinsælar og erfiðar ákvarðanir. Hann hefur einnig unn- ið að endurskipulagningu utanríkisráðuneytisins og nútíma- væðingu. „Hann er gífurlega kröfu- harður, ætlast til mikils af starfs- fólki og þakkar mjög sjaldan fyrir. Maður veit hins vegar þegar hann er ánægður með vel unnið verk og það er mjög gefandi að starfa fyrir hann,“ sagði háttsettur embættis- maður í ráðuneytinu. Síðari eigin- kona hans, blaðamaðurinn Isabelle Legrand-Bodin, hefur líka ekki síð- ur hrist upp í hinu formlega og stífa ráðuneyti. Daglega kom hún hjól- andi til Quai d’Orsay til að heilsa upp á bónda sinn. Samskipti Juppés við Balladur forsætisráðherra voru hins vegar ávallt fremur stirð. Juppé hafði oft lent í árekstrum við Balladur á ár- unum 1986-1988 er hann var ljár- lagaráðherra í fjármálaráðuneyti Balladurs og hafði aldrei fyrirgefið honuin hvernig hann kom fram við hann þá. Það hafði heldur ekki góð áhrif á samstarf þeirra er Juppé ákvað að styðja Chirac í forseta- slagnum. Helsti andstæðingur hans innan stjórnarinnar var aftur á móti Charles Pasqua innanríkisráðherra. Pasqua hefur aldrei farið troðnar slóðir í stjórnmálum og virtist á stundum reka sjálfstæða utanríkis- stefnu í innanríkisráðuneytinu, m.a. með því að taka á móti háttsettum fulltrúum íraksstjórnar. Pasqua er nú horfinn af sjónar- sviði franskra stjórnmála, að minnsta kosti í bili, þar sem hann gerði þau mistök að styðja Ballad- ur. Það má hins vegar búast við að samskipti þeirra Juppés og Ségu- ins þingforseta verði ekki með besta móti. Er því jafnvel haldið fram að hann þoli ekki Juppé. Juppé telst til hægrimanna í RPR en Séguin er leiðtogi vinstrivængs- ins og á Chirac hina nýju „félags- legu“ ímynd sína honum að þakka. Juppé er mikill Evrópusinni en Séguin helsti hugmyndafræðingur Evrópuandstæðinga á hægri- vængnum. Chirac hefur hins vegar lofað að bæta samskipti forseta og stjórnar við þingið til muna og því er hugs- anlegt að lítið verði úr átökum þeirra Juppés og Séguins, þar sem sá síð- arnefndi mun hafa nóg á sinni könnu. Fær mikið svigrúm Ríkisstjórnar Juppés, sem skipuð var í gær, bíða fjölmörg flókin við- fangsefni jafnt í innanríkis- sem utanríkismálum. Stjórnin verður að móta efnahagsstefnu, sem miðar að því að bæta kjör almennings og draga úr atvinnuleysi, jafnframt því sem halli á fjárlögum verður skor- inn niður til muna til að Frakkland standist kröfur Maastricht-sáttmál- ans um ríkisfjármál. Juppé mun væntanlega leggja mikla áherslu á að viðhalda nánum tengslum við Þjóðverja í Evrópusamstarfinu á sama tíma og sambandið við Breta verður bætt. Forsætisráðherra Frakklands á allt sitt undir forseta landsins. Chirac hefur hins vegar lýst því yfír að hann hyggist veita forsætisráð- herranum mikið svigrúm. Það er ekki síður Chirac sem treystir hinum gamla bandamanni sínum fyrir því að framkvæma þá stefnu, sem hann boðaði í kosningabaráttunni. Starfa í raun á sama hátt og dómarar Fara með mik- inn hluta dóm- araverka „Bestur allra" í flokki ný- gaullista Hefur velt því fyrir sér að gerast munkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.