Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 15 VIÐSKIPTI Olíufélög keppa við stórmarkaði London. Reuter. KEPPNI olíufyrirtækja og stór- markaða um hylli ökumanna í Bretlandi er komin á alvarlegt stig að sögn kunnugra. Olíufyrirtæki hafa misst marga viðskiptavini vegna þess að risamarkaðir á við Tesco og Asda bjóða benzín á niðursettu verði og verið getur að þúsund- um benzínstöðva verði lokað. Tæplega 1.000 benzínstöðv- ar hafa verið lagðar niður á einu ári og svo kann að fara að loka verði 5.000 stöðvum vegna erfiðleika að því er mark- aðasstjóri Total Oil Great Brita- in Ltd, J Attwood, sagði á blaðamannafundi í London. Ýmsir sérfræðingar telja að stórmarkaðir muhi tryggja sér 30% hlutdeild á þessum mark- aði fyrir árið 2000. Attwood hvatti til ráðstafana stjórnvalda og olíufyrirtækja til þess að draga úr kostnaði vegna lokun- ar benzínstöðva. Microsoft og NBC í margmiðla bandalag W ÆPSeagate Seagate* er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. MICROSOFT, stærsta hugbún- aðarfyrirtæki heims, og NBC-sjón- varpsnet fyrirtækisins General Electric, hafa gert með sér banda- lag á sviði margmiðlunar. Banda- lagið nær meðal annars til sam- vinnu á sviðum beinlínuþjónustu, CD-Rom tölvugeisladiska og gagn- virks sjónvarps. Samvinnan gæti til dæmis náð til upplýsinga, sem byggjast á frét- taflutningi NBC frá ólympíuleikum og forsetakosningum, og CD-Rom tölvugeisladiska, sem byggjast á sjónvarpsþáttum. Stofnun bandalagsins ver vott um vaxandi tengsl milli hefðbund- inna fjölmiðla og hátæknigeirans að því er segir í frétt í Financial Times. Ekki hefur verið gengið frá fjárhagslegri hlið samvinnunnar. NBC kom á beintengdri upplýs- ingaþjónustu fyrst bandarískra sjónvarpsneta með America Online, keppinauti MSN, fyrirhugaðri beinlínuþjónustu Microsofts. Búizt er við að NBC hætti við núverandi beinlínuþjónustu sína þegar MSN verður hleypt af stokkunum. MCI fjárfestir í NewsCorp Bandalag Microsofts og NBC fylgir í kjölfar 2 milljarða dollara ijárfestingar bandaríska langlínu- símafélagsins MCI í News Corpor- ation í síðustu viku. MCI og News Corp — fyrirtæki fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs — stefna að því að koma á fót margmiðla þjónustu. Utgáfufyrirtæki hasla sér einnig völl í hugbúnaðariðnaði. Pearson- fyrirtækið, sem á Fínancial Times, eignaðist í fyrra fyrirtækið Soft- Mindscape, með samningi upp á 400 milljónir dollara. Búizt er við að samkomulag Microsofts og NBC verði MSN veruleg lyftistöng þegar þeirri þjón- ustu verður komið á fót í ágúst. Samningurinn kveður meðal ann- ars á um að NBC útvegi MSN efni. NBC segir að komið verði á fót fjölmennu starfsliði til þess að safna saman efni frá afþreyingar-, íþrótta- og fréttadeildum og öðrum deildum fyrirtækisins til þess að setja þjónustuna á laggirnar. NBC og Microsoft munu einnig vinna að þróun, markaðssetningu og framleiðslu á sviði gagnvirks sjónvarps og margmiðlunar. SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK ——. SfMI: 91-627333 - FAX: 91-628622 CIJ'—A—> *** jKm i.purgaaml WH^mí — ...blabib - kjarni máisins! WSSsbSí1#':-: 1 | Íii ÍM ' Forvarnir eru lykillinn að því að halda unglingum frá áfengi. um helg'1'3 fí tek)Vöfl""{^ns • • • c^ Samtök áhugafólks um áfengls- og vímuefnavandann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.