Morgunblaðið - 19.05.1995, Page 15

Morgunblaðið - 19.05.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 15 VIÐSKIPTI Olíufélög keppa við stórmarkaði London. Reuter. KEPPNI olíufyrirtækja og stór- markaða um hylli ökumanna í Bretlandi er komin á alvarlegt stig að sögn kunnugra. Olíufyrirtæki hafa misst marga viðskiptavini vegna þess að risamarkaðir á við Tesco og Asda bjóða benzín á niðursettu verði og verið getur að þúsund- um benzínstöðva verði lokað. Tæplega 1.000 benzínstöðv- ar hafa verið lagðar niður á einu ári og svo kann að fara að loka verði 5.000 stöðvum vegna erfiðleika að því er mark- aðasstjóri Total Oil Great Brita- in Ltd, J Attwood, sagði á blaðamannafundi í London. Ýmsir sérfræðingar telja að stórmarkaðir muhi tryggja sér 30% hlutdeild á þessum mark- aði fyrir árið 2000. Attwood hvatti til ráðstafana stjórnvalda og olíufyrirtækja til þess að draga úr kostnaði vegna lokun- ar benzínstöðva. Microsoft og NBC í margmiðla bandalag W ÆPSeagate Seagate* er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. MICROSOFT, stærsta hugbún- aðarfyrirtæki heims, og NBC-sjón- varpsnet fyrirtækisins General Electric, hafa gert með sér banda- lag á sviði margmiðlunar. Banda- lagið nær meðal annars til sam- vinnu á sviðum beinlínuþjónustu, CD-Rom tölvugeisladiska og gagn- virks sjónvarps. Samvinnan gæti til dæmis náð til upplýsinga, sem byggjast á frét- taflutningi NBC frá ólympíuleikum og forsetakosningum, og CD-Rom tölvugeisladiska, sem byggjast á sjónvarpsþáttum. Stofnun bandalagsins ver vott um vaxandi tengsl milli hefðbund- inna fjölmiðla og hátæknigeirans að því er segir í frétt í Financial Times. Ekki hefur verið gengið frá fjárhagslegri hlið samvinnunnar. NBC kom á beintengdri upplýs- ingaþjónustu fyrst bandarískra sjónvarpsneta með America Online, keppinauti MSN, fyrirhugaðri beinlínuþjónustu Microsofts. Búizt er við að NBC hætti við núverandi beinlínuþjónustu sína þegar MSN verður hleypt af stokkunum. MCI fjárfestir í NewsCorp Bandalag Microsofts og NBC fylgir í kjölfar 2 milljarða dollara ijárfestingar bandaríska langlínu- símafélagsins MCI í News Corpor- ation í síðustu viku. MCI og News Corp — fyrirtæki fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs — stefna að því að koma á fót margmiðla þjónustu. Utgáfufyrirtæki hasla sér einnig völl í hugbúnaðariðnaði. Pearson- fyrirtækið, sem á Fínancial Times, eignaðist í fyrra fyrirtækið Soft- Mindscape, með samningi upp á 400 milljónir dollara. Búizt er við að samkomulag Microsofts og NBC verði MSN veruleg lyftistöng þegar þeirri þjón- ustu verður komið á fót í ágúst. Samningurinn kveður meðal ann- ars á um að NBC útvegi MSN efni. NBC segir að komið verði á fót fjölmennu starfsliði til þess að safna saman efni frá afþreyingar-, íþrótta- og fréttadeildum og öðrum deildum fyrirtækisins til þess að setja þjónustuna á laggirnar. NBC og Microsoft munu einnig vinna að þróun, markaðssetningu og framleiðslu á sviði gagnvirks sjónvarps og margmiðlunar. SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK ——. SfMI: 91-627333 - FAX: 91-628622 CIJ'—A—> *** jKm i.purgaaml WH^mí — ...blabib - kjarni máisins! WSSsbSí1#':-: 1 | Íii ÍM ' Forvarnir eru lykillinn að því að halda unglingum frá áfengi. um helg'1'3 fí tek)Vöfl""{^ns • • • c^ Samtök áhugafólks um áfengls- og vímuefnavandann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.