Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Sól í stað stórhríðar Samkomur og sýningar í Hrafnagili Síðsumar í Eyja- firði undirbúið Aðstoð við fjölskyldur fatlaðra FORELDRAFÉLAG barna með sérþarfír heldur hádegisverðar- fund með starfsfólki á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra á Hótel KEA næstkomandi laugardag, 20. maí, frá kl. 12.00 til 14.00. Á fundinn mæta Bjami Kristjánsson, framkvæmda- stjóri, Lone Jensen og Karólína Gunnarsdóttir forstöðumenn Leikfangasafns og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Til umræðu verða stuðnings- úrræði og afleysing fyrir for- eldra/fjölskyldur fatlaðra barna 0-6 ára. Kynnt verður ný reglu- gerð um þjónustu við fötluð börn og flölskyldur fatlaðra og hún tengd aðstæðum á svæð- inu. Mæður lýsa reynslu sinni og ij'alla um óskir foreldra um stuðning og einnig talar ein- staklingur sem hefur reynslu af því að gegna hlutverki stuðn- ingsfjölskyldu. Fundurinn er einkum ætlað- ur foreidrum fatlaðra barna, stuðningsflölskyldum, starfs- fólki skammtímavistunar og sumardvalarinnar að Botni. Málverk og teppi boðin upp GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing halda uppboð í Sjallanum á sunnudag, 21. maí, kl. 20.30. Boðin verða upp um 50 mál- verk, flest eftir gömlu meistar- ana, en einnig verða boðin upp um 30 handofin persnesk teppi, þau eru af ýmsum stærðum og gerðum og er verðmatið allt frá 15 þúsundum til 450 þúsunda króna. Uppboðsverkin verða sýnd í Mánasal Sjallans um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 14.00 til 18.00. Hálf milljón í sund- laugarsjóð FULLTRÚAR Sparisjóðs Akur- eyrar og Arnarneshrepps af- hentu yfirmönnum á Krist- nesspítala hálfa milljón króna í gær, en fjárhæðin fer til söfn- unar sem í gangi hefur verið til byggingar sundlaugar við endurhæfingardeild spítalans. Þegar hafa safnast um 6 milljónir króna en áætlaður kostnaður við fullbúna sund- laug á staðnum er tæplega 30 milljónir króna. Hafist verður handa við framkvæmdir nú í sumar. BRÚNIN lyftist ögn á Akureyring- um þegar þeir gáðu til veðurs í gærmorgun. Veðurspáin hefði víst ekki verið upp á marga fiska, norðanátt og jafnvel stórhríð ef allt færi á versta veg. Menn kætt- INNRITUN í sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni í Eyjafirði stendur nú yfir, sn starfsemin hefst 6. júní næstkomandi. I sumar verða 7 dvalarflokkar að Hólavatni. Tveir verða fyrir drengi og fjórir fyrir stúlkur og er dvalartími hvers flekks 7 dagar. Einnig verður unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur í ágúst. Að Hóla- vatni geta dvalið drengir og stúlkur sem eru átta ára gömul, fædd 1987 eða eldri. Hólavatn er í innanverðum Eyja- ust mjög þegar spáin rættist ekki og mörgum fannst tilvalið að eyða deginum utandyra eins og þessar ungu konur sem spjölluðum um daginn og veginn á Hamborgar- horninu. firði, í skjólgóðum krika. Vatnið hefur upp á marga kosti að bjóða, bátsferðir, stangveiði og baðstrand- arlíf á heitum dögum. Kvöldvökur eru fastur liður og ýmsar íþróttir eru stundaðar, auk þess sem börnin fá að fara í heimsókn á bóndabæ og kynnast störfum þar. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17.30 til 18.30. Anna Ingólfsdóttir og Astrid Hafsteinsdóttir veita nán- ari upplýsingar. „SÍÐSUMAR í Eyjafjarðarsveit“ er yfirskrift á samkomu- og sýningar- haldi sem efnt verður til að Hrafna- gili í Eyjafirði í ágúst í sumar, en staðurinn hefur verið að festa sig í sessi sem sýningarstaður. Þar hafa verið haldnar handverkssýn- ingar síðustu tvö ár og á liðnu sumri var þar haldin landbúnaðarsýningin Auðhumla ’94. Fyrirtækið Lifandi land hf. í Eyjafjarðarsveit sér um „Síðsumar í Eyjaíjarðarsveit“ að undanskildu „Handverki ’95 sem Samstarfshóp- ur um handverkssýningu annast.“ Það eru hjónin Jóhannes Geir Sigur- geirsson og Kristín Brynjarsdóttir og Hreiðar Hreiðarsson og Þórdís Bjarnadóttir sem standa að Lifandi landi. Hátíðin hefst með ijölskyldusam- komu um verslunarmannahelgina, 4. til 7. ágúst sem ber nafnið „Ætt- armót Helga magra“. Því næst verður „Handverk ’95“ sem verður dagana 10. til 13. ágúst og að lok- um verður sýningin „Iðnaður 95“ sem stendur í fjóra daga, frá 16. til 20. ágúst. Byggt á fyrri reynslu „Við munum byggja á þeirri reynslu sem fengist hefur hér af sýningarhaldi, handverkssýningun- um og landbúnaðarsýningunni," sagði Jóhannes Geir. „Þetta verður eins konar syrpa, eitthvað verður um að vera þrjár helgar í röð á þessum stað. Hugmyndin með því að velja þennan tíma í ágúst er að reyna að lengja ferðamannatímann, fá ferðafólk til að dvelja lengur hjá okkur með því að bjóða upp á vand- UNNUR og hundurinn hennar hún Sunna létu tækifærið þegar sólin fór að skína sér ekki úr aðar sýningar en inn í þær fléttast margs konar dagskrá og hliðarsýn- ingar.“ Meginhugmyndin með þessum samkomum og sýningum er að leggja áherslu á að saman fari al- menn fræðsla, fagleg umfjöllun og sölustarfsemi sem tengd er saman við menningar- og skemmtiatriði, en aðstandendur Lifandi lands telja vart hægt að hugsa sér betri að- stæður til að ná þessu markmið en einmitt að Hrafnagili. Dagskrá „Ættarmóts Helga magra“ hefur enn ekki verið mót- uð, en aðstandendur telja tíma til kominn að ættingjar landnáms- mannsins komi saman. Handverkssýningar vinsælar Töluverð reynsla er komin á handverkssýningarnar, sem haldn- ar hafa verið að Hrafnagili síðustu tvö ár og hlotið hafa góðar viðtökur gesta sem voru um 5.000 talsins í fyrra. Þar er um að ræða sölusýn- ingu handverksfólks af öllu landinu, þar sem því gefst kostur á að sýna og selja framleiðslu sína, en Elín Antonsdóttir atvinnuráðgjafi hjá Byggðastofnun sem borið hefur hita og þunga af fyrri sýningum sagði ástæðu til að stefna að því að gera sýningarnar að árlegum viðburði. Jóhannes Geir sagði að sýningin „Iðnaður 95“ væru hugsuð á lands- vísu, þar gæfist íslenskum iðnfram- leiðendum og iðnaðarmönnum færi á að kynna sína framleiðslu og starfsemi. Viðtökur hafi þegar verið góðar, en á næstu dögum yrði geng- ið í undirbúning af fullum krafti. greipum ganga, þær héldu út í góða veðrið og böðuðu sig í geisl- um sólarinnar. Hólavatn Innritun hafin í sumarbúðirnar Sólskin Morgunblaðið/Rúnar Þór Grunnskólinn yfir til sveitarfélaga Fundur fyrir sveitarstjórnarfólk, skólafólk og foreldra á Dalvík, Olafsfir&i, Hrísey, Svarfa&ardal og Árskógsströnd verður mánudaginn 22. maí kl. 19.00 í Dalvíkurskóla. Dagskrá: 1. Frá Fræðsluskrifstofu N-eystra: Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri. 2. Frá Kennarasambandi Islands: Guðnín Ebba Olafsdóttir, varaformaður. 3. Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Valgarður Hilmarsson, varaformaður Samtaka sveitarfélaga. 4. Kaffiveitingar. 5. Almennar umræður. Undirbúningsnefnd. Bæjarráð um Háskólann Nám á sviði íþrótta og tómstunda BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur beint þeim tilmælum til stjórnenda Háskólans á Akureyri að vinna að því að skólinn geti boðið upp á nám á sviði íþrótta og tómstunda. - kjarni málsins! Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri og Jón Þórð- arson forstöðumaður sjávarútvegs- sviðs ræddu við bæjarráð í gær um framkomna hugmynd um íþrótta- háskóla á Akureyrí og framtíðar- uppbyggingu Háskólans. Flutning- ur Iþróttakennaraskólans frá Laugavatni er ekki fyrirhugaður, en bæjarráð telur áhugavert að Háskólinn geti boðið upp á nám sem tengist sviði íþrótta og tómstunda og beindi á fundinum þeim tilmæl- um til stjórnendanna að vinna að því að svo gæti orðið. Karlakór í Blöndu- óskirkju KARLAKÓR Akureyrar- Geysir heldur tónleika í Blönduóskirkju á morgun, laugardaginn 20. mai kl. 16.00. Sama dag kl. 20.30 verður kórinn með tónleika í bók- námshúsi Fjölbrautaskóians á Sauðárkróki. Efnisskráin er fjölbreytt. Einsöngvari með kórnum er Michael Jón Clarke, undir- leikari Ricliard Simm og stjórnandi Roar Kvam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.