Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 2

Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Li Lanqing, aðstoðarforsætísráðherra Kína væntanlegur Kínverjar kanna þjóðfélags- gerð á Norðurlöndum LI LANQING, aðstoðarforsætisráðherra Kína, er væntanlegur í opinbera heimsókn hingað til lands 21. júní nk. ásamt 37 manna fylgdarliði. Heimsóknin er hluti af ferðalagi hans um öll Norðurlöndin. Kínverski hópurinn hefur þriggja daga viðdvöl hér. Varaforsætisráðherrar Kina eru fimm talsins og fer Li Lanqing með viðskipta- og efnahags- mál, en fyrir stuttu var hér á ferð varaforsætis- ráðherra sá sem fer með utanríkismálefni. Með Lanqing eru m.a. á ferð ýmsir fulltrúar ríkisfyrir- tækja í Kína og vararáðherrar af öðrum sviðum stjómsýslu. Norðurlönd sem fyrirmynd „Kínveijar hafa, að því er mér skilst, litið talsvert til Norðurlanda sem fýrirmynd á ýmsum sviðum, um þjóðfélagsgerð og fleira og eru að skoða samfélagið þar, auk þess að leita að sam- starfí um viðskipti og slíkt," segir Hörður H. Bjamason, sendiherra og prótókollstjóri utanrík- isráðuneytisins. Að hans sögn er Lanqing sennilega þriðji eða fjórði valdamesti maður Kína í hinu opinbera stjómkerfí á eftir forsætisráðherra þessa fjöl- mennasta ríkis heims. Lanqing mun meðal annars eiga fund með Halldóri Asgrímssyni utanríkisráðherra, heim- sækja frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, og eiga hádegisverðarboð með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Einnig verður farið í stuttar kynnisferðir út á landsbyggðina. Lanqing kemur hingað til lands frá Noregi. Flutningur reiðhjóla hófst á tveimur leiðum SVR um helgina Starfsmenn óttast tafir o g slysahættu FLUTNINGUR reiðhjóla á leið- um 10 og 115 hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hófst á laugardag í tilraunaskyni. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir að leyfilegt verði að flytja reiðhjól á Ieiðun- um tveimur þar til fer að snjóa. Eftir það verði tekin ákvörðun um hvort slík þjónusta verði tek- in upp til frambúðar og á hversu mörgum akstursleiðum ef af verði. Flutningurinn hófst á leið 10 á laugardag en leið 115 er ekki ekin á helgidögum þannig að fyrstu reiðhjólin voru flutt í vagninum í gær. Hjólunum er komið fyrir aftast í bilnum og þau fest með sérstökum ólum. Hafa vagnstjórar meðal annars mótmælt því að slysahætta geti skapast af festingunum. Sigur- björn Halldórsson, vagnstjóri á leið 115, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði þurft að kalla á ungan farþega að losa sig undan einni ólinni sem hann hafi verið búinn að smeygja um hálsinn á sér. „Ég var búinn að vera með fullan bíl af fólki þannig að ég sá ekkert aftur í kjallarann," Póstur og sími Búið að komast fyrir hnökra í nýja símakerfinu GENGIÐ hefur verið frá öllum laus- um endum vegna símanúmera- breytinganna að sögn Ragnars Benediktssonar yfirdeildarstjóra hjá Pósti og síma. Bilunar varð þó vart í talvél sem tekur á móti hring- ingum í gömul númer frá útlöndum. Ragnar reiknaði með að viðgerð myndi Ijúka snemma í morgun en fylgst verði með talvélinni næstu daga. Ragnar sagði að hringingar í gömul númer dreifðust á margar talvélar á símstöðvunum en ein vél sinni annars vegar öllum hringing- um í gömul aðalnúmer fyrirtækja sem skiptu algjörlega um símanúm- eraraðir á iaugardaginn og hins vegar hringingum frá útlöndum. Stefnt sé síðan að því að sú vél taki við öllum hringingum, innlend- um sem erlendum, þegar frá líður. segir hann og á við rými við öft- ustu dyr vagnsins, sem er nokkr- um þrepum neðar en gangvegur- inn. „Ég var bara svo heppinn að vagninn tæmdist í Grafarvogin- um og sá þá tvær stelpur, Iíklega 11-12 ára. Var önnur þeirra kom- in með ólina um hálsinn. Ég lét færa þetta til bókar í dags- skýrslu hjá okkur. Ef eitthvað er af fólki í vagninum sé ég ekki svona lagað. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði ég þurft að hemla snögglega," segir Sigurbjörn. Að hans sögn eru ólarnar talsvert langar og auð- veldlega hægt að herða þær að. Bókun fyrir sljómarfund Starfsmenn lögðu bókun fyrir sljórnarfund SVR fyrir hálfum mánuði þar sem margvíslegar athugasemdir eru gerðar við reiðhjólaflutningana, meðal ann- ars hvað varðar röskun á tímaá- ætlun og hættu og óþægindi sem hjólin og festingamar geti skap- að öðmm farþegum. í henni er einnig vikið að undirskriftalista gegn framkvæmdinni sem gekk milli starfsmanna einn dag og Banaslys við sum- arbústað BANASLYS varð við sumar- bústað í landi Grímsstaða í Borgarfirði sl. föstudagskvöld. Maður á sjötugs- aldri var að gera við loftnet á sumarbú- stað sínum. Hann er talinn hafa fallið niður úr stiga eða ofan af þaki bústaðarins og borvél, sem hann var að vinna með, hafí stungist í liann og gengið á hol með þeim afleið- ingum að maðurinn lést. Maðurinn hét Sigurður Sól- mundarson, til heimilis að Dynskógum 5 í Hveragerði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. . Morgunblaðið/Golli Olafur Amason vagnstjóri sýnir ólina sem notuð er til að festa reiðhjól í vagni númer tíu. segir Sigurbjörn að 67 hafl sett nafn sitt á listann. Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, segir til- drög atviksins í vagninum í gær- dag ekki ljós. „Atvikið með stúlk- una er mjög óljóst en verður kannað mjög nákvæmlega [í dag],“ segir Lilja. Segir hún ýmsa hnökra hafa verið á fram- kvæmdinni til dæmis hafi nokkur þjól verið flutt samtímis með leið 10 í fyrradag og það valdið töfum þegar Iosa þurfti hjólin sem fyrst vom sett inn. Einnig segir hún hafa borist kvartanir yfir því að festingar væm of fáar eða of litl- ar en einnig hafi hririgt fólk til að þakka fyrir þjónustuna. Kennsla við einsetna skóla Engar ákvarðanir verið teknar MENNTAMÁLARAÐHERRA, Björn Bjarnason, segir engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar í framhaldi af greinargerð og tillögum nefndar kennarasam- takanna og stjómvalda um ráðn- ingu kennara í fullt starf við ein- setna skóla. „Þetta er samningamál á milli ríkisins og kennara," sagði Bjöm. „Mér fínnst eðlilegt að menn skoði þessar leiðir sem þama eru nefndar þegar menn eru að velta fyrir sér hvernig kennsluskyldu kennara verður háttað miðað við ákvarðanir um einsetinn skóla.“ Bjöm bendir á að þessar ákvarð- anir komi ekki endanlega til fram- kvæmda fyrr en árið 2000 þannig að menn hafí tíma til að ákveða sig. Fjögnr rán á þremur dögum FJÖGUR rán vom framin í Reykjavík á aðeins þremur dögum. Tvö málanna em enn óupplýst. Aðfaranótt laugardags veittust tveir ungir menn að fertugum manni í Ingólfs- stræti, slógu til hans og tóku af honum veski hans. í því vom óvemlegir fjármunir og skilríki. Leitað var að árásar- mönnunum en án árangurs. Skömmu eftir klukkan tvö á laugardag var lögreglu til- kynnt um að sænskur maður hefði verið rændur í Hafnar- stræti, gegnt húsi númer 20. Þar vom á ferð tveir menn og hafði annar þeirra ráðist að manninum og rænt hann. Þeir fundust í veitingahúsi við Hverfísgötu skömmu síðar. Á föstudag var veski, sem í vom 70 þús. krónur, skilríki o.fl., hrifsað af tvítugri stúlku á Barónsstíg. Málið er óupp- lýst. Á fimmtudag var full- orðin kona rænd 30 þúsund krónum á Freyjugötu. Ungur piltur gekkst við athæfínu og er málið upplýst. Framsókn Deilur í þingflokki ÓÁNÆGJA er meðal nokk- urra þingmanna Framsóknar- flokksins með tilnefningar á fulltrúum flokksins í nokkrar stjómir, nefndir og ráð og gekk Gunnlaugur Sigmunds- son alþingismaður af þing- flokksfundi vegna málsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fýrir að Stefán Guðmundsson alþingismaður verði áfram í stjóm Byggðastofnunar, en ekki er frágengið hver verður annar fulltrúi flokksins þar. Stjóm þingflokksins lagði til að það yrði Anna Jensdótt- ir, kennari á Patreksfirði. Þá mun Jóhannes Geir Sigur- geirsson varaþingmaður taka sæti í stjórn Landsvirkjunar. Í bankaráð Landsbankans sezt hins vegar Helgi Guðmunds- son, sem starfar hjá Vátrygg- ingafélagi íslands. Nútímavæðing/8 Sáttahugur í bankamönnum SAMNINGANEFND banka- manna lagði fram tillögur til sátta í kjaradeilu þeirra og bankanna á fundi hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Samn- inganefnd bankanna ætlar að svara henni á fundi í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ber ekki mikið á milli aðila. Fjórar gerðir af útskriftarhúfum Æ FLEIRI hópar setja upp húfur í tilefni brautskráningar frá hin- um ýmsu framhaldsskólum. Húf- umar era af fjórum gerðum og í þremur litum að sögn Njálu Vídal- ín starfsmanns i húfugerð og herraverslun P. Eyfelds. Hvítu kollarnir tilheyra nýstúd- entum og er þeim leyfiíegt að bera húfurnar fyrsta árið eftir útskriftina. Að því loknu eru hvítu kollarair teknir af og svartar húfur koina í ljós. Bláar húfur tilheyra nemend- um með verslunarskólapróf úr Verslunarskólanum og rauðar húfur, sem eru nýmæli, fá iðn- nemar úr iðn- og fjölbrautarskól- um þegar þeir Ijúka námi. Svartar húfur með grænum borða næst derinu tilheyra búfræðingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.