Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 24
24 “MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FLÓÐIIM í NOREGI HERMENN varna öllum óviðkomandi innkomu í hverfin í bænum Lilleström þar sem hættast er við flóðum. Allir verða að gera grein fyrir ferðum sinum. Víða hafa verið reistir garðar úr sandpokum í kringum bygging- ar. Minnir ástandið einna helst á stríðshrjáðar borgir sunnar í álfunni. IVAR Fredriksen var í hernum árið 1967 og vann m.a. við að verja hús flóðunum. Hann gefur ekki mikið fyrir skipulag yfirvalda nú. ÞAÐ ríkir stríðsástand í Lille- ström. Um 1.000 hermenn eru í borginni og tugir trukka í felulitum, mannhæðarháir veggir úr sandpokum og sandbyngj- um umlykja galtómar verslanir í miðbænum og þriggja og hálfs kíló- meters varnarveggur, „Berlínarm- úr“ rís í þeim hverfum sem lægst standa. Umferð inn í borgina er bönnuð öðrum en íbúum sem þurfa að sýna sérstök skilríki til að kom- ast inn. íbúar bæjarins eru margir hverjir reiðir stjómvöldum, sem þeir segja ekki hafa gert nóg. Voru sumir hveijir lítt hrifnir af heimsókn dómsmálaráðherrans, Grethe Far- emo, til Lilleström á mánudag. „Hún ætti miklu frekar að sinna sínu starfi og reyna að draga úr tjóninu fyrir fólkið hér, í stað þess að koma hingað til að skoða,“ sagði Sverre Bredal. Bredal, eiginkona hans, Anita, og þijú böm þeirra búa fyrir neðan garðinn sem reistur hefur verið í hverfunum til að halda vatninu frá húsunum. Hann verður að ná ákveðinni hæð til að halda vatni frá og verði hann reistur næst vatninu, er hætta á að hann hrynji saman. Flæði inn í íbúðahverfin, verður m.a. þeirra húsi fómað. Og það er erfitt að horfast í augu við það. Fjölskyldan hefur notað helgina til að fl;rtja húsgögnin burt og smærri hluti upp á efri hæðina. Húsið er nær tómt og þau hafa ákveðið að flytja út. Hjónin vinna í Ósló og vilja ekki eiga á hættu að lokast inni í bænum, fljóti yfir vegi. „Okk- ur finnst við innilokuð hér,“ segir Anita. Hún segir að verði húsið fyrir skemmdum, muni þau ekki vilja búa í því, heldur muni þau flytja til Ósló. Fari allt vel, verði þau áfram. Ibúar hverfisins höfðu ekki hug- mynd um að til stæði að reisa varn- argarðinn fyrr en hafíst var handa og voru mishrifnir. Að minnsta kosti tóku þeir sem bjuggu neðan við garðinn ekki þátt í að reisa hann. Friðsælar og þröngar íbúða- göturnar fylltust af hertrukkum sem erfitt var að koma inn í hverf- ið og ungir hermenn stóðu vaktir á gatnamótum og roguðust með sandpoka. Þegar Anita er spurð um hvaða áhrif veggurinn, sem gárung- arnir í hverfinu kalla „Berlínarmúr- „Stríðs- ástand“ í Lilleström Margir íbúa bæjaríns Lilleström eru ævareiðir. Vamargarðar úr sandi hafa verið reistir í þeim íbúðahverfum sem standa lægst og þau hús sem eru „röngu“ megin við þá, munu að öllum líkindum fara undir vatn. Morgunblaðið/Kristinn LIV Moulson og bróðir hennar, Arvid Löhre, hafa komið húðkeip fyrir við æskuheimilið. Tíkin Cindy víkur ekki frá húsmóður sinni. inn“ muni hafa á samskipti ná- grannanna sitt hvorum megin hans, verður fátt um svör. „Samskiptin eru góð og ég vona að það verði svo áfram.“ Skammarlegt Ibúar Lilleström hafa áður upp- lifað flóð, síðast árið 1967. „Þá lof- uðu stjórnvöld að þetta myndi aldr- ei gerast aftur. Grafa átti jarðgöng til að hleypa vatni af Öyaren en ekkert varð úr því,“ segir Sverre. Kunningi hans, sem staddur er í heimsókn, Ivar Fredriksen, tekur dýpra í árinni. „Þetta er skammar- legt og það er allt stjórninni að kenna. Hún hefur ekki staðið sig í stykkinu, forsætisráðherrann hugs- ar meira um megrun en að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst," segir Ivar, sem er sannfærð- ur um að koma hefði mátt í veg fyrir flóð, hefðu verið reistir varnar- garðar og gerðar ráðstafanir til að hleypa vatni úr Öyaren. „Menn eru hættir að trúa á norskt hyggjuvit og leggja þess í stað allt sitt traust á tölvur,“ hnussar í honum. „Ég kenni stjórnmálamönnum um hvernig hefur farið. Þeir hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig og þegar mönnum kemur vernd í hug, hugsa þeir fyrst og fremst um nátt- úruvemd en ekki um öryggi íbú- anna. Málið hefur verið „yfirdra- matíserað“ og fólk hefur verið hrætt að óþörfu. Ég hef ekki trú á að flóðin verði eins mikil og spáð hefur verið.“ Liv Moulson hefur bundið kajak við húsið sitt, tæmt kjallara og fyrstu hæð og er tilbúin með árar, þurfi hún að róa burt. „Það spáir sitt á hvað, að hér fari allt á flot, eða að flóðið verði mun minna en spáð hefur verið. Við erum því við öllu búin,“ segir Liv. Hún býr í húsinu sem var æskuheimili hennar og hefur ásamt eiginmanni sínum nýlokið við að gera það upp, setja panel á-veggi, leggja parket á gólf og kaupa nýja eldhúsinnréttinu. „Tiifínningin að hafa þetta yfirvof- andi er ólýsanleg, ég hef ekki sofið mikið. Og biðin er ömurleg," segir Liv. Tíkin Cindy er heldur umkomu- laus, uppáhaldsstólnum hefur verið komið fyrir í geymslu og hún víkur ekki frá húsmóður sinni, finnur að eitthvað er í uppsiglingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.