Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Anne Linnet Thorvaldsen í rokkóperu Kaupmannahöfn. Morgunbladid. BERTIL Thorvaldsen, mynd- höggvari af íslensku bergi brot- inn, er á leiðinni að verða efni í rokkóperu. Tónlistin verður sam- in af Anne Linnet, einni af þekkt- ustu rokktónlistarmönnum Dana og óperan verður flutt í garði Thorvaldsenssafnsins næsta sumar. Óperan er framlag spari- sjóðsins Bikuben til Kaupmanna- hafnarborgar í tilefni af því að borgin er menningarhöfuðborg Evrópu næsta ár. Bertil Thorvaldsen var mynd- . höggvari á síðustu öld. Eins og fleiri listamenn axlaði hann sín skinn og hélt til Italíu þegar hann fékk ferðastyrk List- akademíunnar 1796. Hann kom til borgarinnar 9. mars og kall- aði síðan þann dag rómverska afmælisdaginn sinn. Óperan ger- ist á rómverska afmælisdegi listamannsins og gestir hans eru skáldin H.C. Andersen, Ludvig Bödtcher og Henrik Hertz, sem eins og Thorvaldsen dvöldu allir í Róm um Iengri eða skemmri tíma í leit að innblæstri. Auk þessara fjögurra koma ýmsar konur til sögunnar og lítill kór. í 25 ár hefur Anne Linnet ver- ið fastur gestur á dönskum dæg- urlagalistum, ýmist ein eða í fé- lagi með öðrum, auk þess sem hún hefur dvalið í New York og Berlín. Hún hefur undanfarið verið í Róm og unnið að textan- um, ásamt Kjeld Zeruneith rit- höfundi. Óperan verður frum- sýnd næsta sumar og verður Iík- lega sýnd 14-18 sinnum í húsa- garði Thorvaldsenssafnsins. Garðurinn hefur verið í niður- níðslu um árabil, en nú er unnið að því að gera hann upp. Um 400 gestir munu rúmast í garðinum á sýningum. Fyrirlestur á vegnm Stofnunar Sigurðar Nordals Skjald- meyjar á Vínlandi PRÓFESSOR Kirsten Wolf flytur opinberan fyrirlestur um skjaldmeyjar á Vínlandi í boði Stofnunar Sigurðar Nordals á morgun, fimmtudag, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans. Fyrirlesturinn kallast „Amazons in Vínland“ og fjall- ar einkum um Freydísi Eiríks- dóttur og lýsingu á Vínlands- för hennar í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en á undan skýrir Kirst- en efni hans á íslensku. Dr. Kirsten Wolf er prófess- or í íslensku við Manitobahá- skóla í Winnipeg. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla íslands og doktorsprófi frá University College London. Doktorsrit- gerð hennar fjallar um Gyð- inga sögu og birtist hún endur- skoðuð í útgáfu Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi innan skamms. Kirsten var meðritstjóri alfræðiorðabókar- innar Medieval Scandinavia. Hún hefur einnig fengist við vestur-íslenskar bókmenntir og gefíð út ásamt Árnýju Hjaltadóttur í enskri þýðingu safn smásagna eftir vestur- íslenska höfunda. Kirsten vinnur nú að rann- sóknum á sögum heilagra kvenna og hefur lokið við handrit að útgáfu á Sögu heil- agrar Önnu sem Árnastofnun mun gefa út. „Ottinn við listina“ SÚSANNA Svavarsdóttir heldur fyririestur í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b á morg- un, fimmtudag, kl. 20.30 og ber fyrirlesturinn yfirskriftina „Óttinn við listina." í fyrirlestrinum fjallar Sús- anna um viðbrögð við list og viðtökur. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Kirkju- listahátíð TONLIST Hallgrímskirkja SETNINGARATHÖFN Orgelleikari: Hörður Áskelsson. Barnakórar úr Reykjavíkurpróf- astsdæmum. Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Undirleikur á orgel: Jón Stefánsson. Karlaraddir úr Mótettukórnum. Stjórnandi: Hörð- ur Áskelsson. Flutt voru verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og frumflutt 9 sálma- lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson við sálmtexta eftir Kristján Val Ingólfsson. Laugardagur 3. júní, 1995. HÁTÍÐIN hófst með flutningi Harðar Áskelssonar á orgelverki eft- ir Hafliða Hallgrímsson, er hann nefnir Legg þúr á djúpið, dulúðugt en þó einfalt verk, sem var mjög vel flutt. Eftir ávarp sr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups sungu barnakóranir Te Deum (Þig Drottinn) eftir Þorkel Sigurbjömsson. í ávarpinu fjallaði biskup um þema hátíðarinnar börn og engla, þar sem hann meðal ann- ars vitnaði í fleyg orð Krists, „Leyfið bömunum að koma til mín og bann- ið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríki". Þóra Kristinsdóttir, tfor maður Listvinafélags IJallgríms- kirkju, ávarpaði kirkjugesti en fþai eftir hófst frumflutningur nýrrí sálmalaga eftir Hjálmar H. Ragnárs son, við sálmtexta eftir Kristján Va Ingólfsson Skálholtsrektor. Ljóða- bálkurinn nefnist Sálmar um Ijpsit og lífíð en á milli sálmanna, jSerr barnakórarnir sungu, fluttu karla- raddir Mótettukórsins tilvitnanir úi Biblíunni. Þrátt fyrir samfelldar flutning sálmanna og tilvitnananna er hver sálmur sérstök tónsmíð, sen vel má syngja eina og sér. Það kann að hljóma sem öfug- mæli, þegar því er haldið fram ac það geti verið jafnerfítt að búa ti eitt lítið sálmalag og langt og viða- mikið tónverk. í tónverkinu býr höf- undurinn við frelsi hugmyndanná' er í sálmalaginu er hann bundin vic einfalt tónferli, er hentar t.d. alþýð- legri söngiðkun. Sálmalagið í ein- faldri gerð sinni, þarf að standa serr sjálfstætt tónverk, þar sem engu mí vera ofaukið en allt falið í eintónánd ferli laglínunnar, bæði er varðar stef- gerðir og formskipan. í þessu sam- bandi má geta þess, að lútherski sálmalögin og margþætt útfærk þeirra, er í raun megininntak þýskrai kirkjutónlistar (og veraldlegrar) alll Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur franska tónlist TONLIST IHjómdiskur THE REYKJAVÍK WIND QUINTET French Wind Music — The Reykjavik Wind Quintet. Bernharður Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Ein- ar Jóhannesson (klarinet), Joseph Ognibene (horn), Hafsteinn Guð- mundsson (básúna). Höfundar: Dam- ase, Dcbussy, Fauré, Francaix, Ibert, Milhaud, Pierné, Poulenc. Chandos Chan 9362 HÉR er um að ræða ágæta tón- list (eins og við er að búast) og skemmtilega í mjög góðum flutn- ingi Blásarakvintetts Reykjavíkur. Ég hef áður fjallað um framúr- skarandi leik þessa kvintetts í verkum eftir amerísk tónskáld (ef ég man rétt) og umsögn mín núna yrði varla annað en endurtekning á fyrri umfjöllun. Allir eru þeir meðlimir í Sinfóníuhljómsveit ís- lands og koma reglulega fram í íslensku sjónvarpi og útvarpi, fyrir utan tónlistarferðir í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýlega hafa þeir leikið í Færeyjum, Beethovenhalle í Bonn og í London (Barbican, The Wigmore Hall og St. Martin-in- the-Fields). Einnig hafa þeir tekið þátt í tónlistarhátíðum erlendis og gert hljóðritanir fyrir erlendar út- varpsstöðvar, þ. á m. BBC. Varla er hægt að hugsa sér ánægjulegri tónlist fyrir litla blás- arasveit en franska, allt frá Fauré og Debussy til seinni tíma. Frönsk tónhugsun er eins og franska málverkið (impressionistarnir), full af (hæfilega djörfum) sjarma og elsku til mannlífsins og náttúr- unnar. Ekki spillir hinn gallíski húmór. Fauré (kannski enginn sérstakur húmoristil), Debussy og Poulenc, sem lét andagiftina ráða ferð fremur en reglur, hafa ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá undir- rituðum. Fáa veit ég „franskari“ en Poulanc (gleymum ekki söng- lögunum hans!) Milhaud hefur mér alltaf þótt skemmtilegt og mjög áhugavert tónskáld og hér fáum við fínlegar myndir frá Aix-en- Provence (fæðingarstaður tón- skáldsins), þar sem kóngafólk og greifar spranga um í þessu unaðs- lega umhverfi. Ekki má heldur gleyma því ágæta tónskáldi, Jacques Ibert, sem á hér þijú smástykki. Þó held ég að ég hafi haft mesta ánægju af verkum tveggja tón- skálda frá þessari öld (báðir enn á lífi), þeirra Jean Francaix og Jean-Michel Damase. Sá fyrr- nefndi á hér veigamesta verkið, kvintett í fjórum þáttum. Hér höf- um við alla kosti franskrar tón- hugsunar, skýrleika, húmor og skemmtilega hljóma. Mjög vel skrifað verk. Það sama má raunar segja um tilbrigðin sautján eftir Damase, frábærlega vel samin og skemmtileg. Oddur Björnsson ★ ricROPRINT TIME RECORDER CD. Stimpilklukkur fyrir nútfft og framtíð ur ) J. ÁSTVRLDSSON HF. SKIPHOIII33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.