Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 39 .. MINNINGAR ég að hún var, en hún fór ákaf- lega vel með það, því hún var mjög vel greind og athugul, og alla jafna var hún létt og glaðleg og með hnyttiyrði á vörum. Hún sagði líka oft mjög skemmtilega frá. Hún var heiðvirð, trúuð og væn kona. Mæður okkar voru góð- ar vinkonur um langa ævi og Unnur var h'ka ein af bestu vinkon- um konu minnar. Því söknum við Helga hennar, nú þegar hún er horfin á æðri braut. Eftir eigum við góðar og ógleymanlegar minn- ingar um Unni frá liðnum árum og þökkum henni samfylgdina og biðjum henni Guðs blessunar. Már Jóhannsson. Unnur okkar er farin. Það verð- ur skrítið að labba fram hjá horn- inu á Bergstaðastræti og Baldurs- götu, eftir leikskólann seinni part dags, og eiga þess ekki lengur kost að líta inn. Þar var alltaf heitt á könnunni handa mér og súkkulaði handa Unni Svövu. Enda er Unnur Svava þegar farin að tala um að þegar Unnur frænka komi til baka frá Guði verðum við strax að heimsækja hana. Þó Unnur frænka (dóttur minnar) hafi verið orðin 81 árs leit ég aldrei á hana sem gamla konu. Þegar ég kynntist henni fyrir um fimm árum var hún enn að vinna í fyrirtækinu sínu, Fel- skeranum, við viðgerðir og annað. Reyndar leiddust hennar orðið við- gerðirnar. Pelsarnir voru ekki lengur þeir sömu og áður og ekk- ert fór meira í taugamir á henni en illa klippt eða sútað skinn og lélegur saumaskapur. Hún var fádæma vandvirk sjálf og krafðist þess sama af þeim sem með henni unnu. Hún var einnig hörkudug- leg. Hún fór til Danmerkur til að nema feldskurð 1936 og kom til baka sem ein af Petsamó-förunum 1940. Þá hóf hún störf hjá Feldin- um á ný, stofnaði síðan sitt eigið fyrirtæki, Feldskerann, upp úr 1950. Henni varð sjaldan misdæg- urt, en á síðasta ári veiktist hún í fyrsta skipti alvarlega. Hún reif sig þó upp úr þeim veikindum og sagði mér síðar að það litla sem amaði að sér hefði læknunum tek- ist að lækna. Það var ekki fyrr en fyrir u.þ.b. mánuði síðan að ég heyrði hana kvarta yfír því að kannski væri hún ekki alveg búin að ná sér eftir veikindin í fyrra. En auðvitað töldum við hana vera á batavegi, ekki öfugt. Unnur var alltaf vel til höfð og hafði gaman af að vera fín. Hún átti falleg og vönduð föt og keypti sér aldrei neitt nema að vel at- hugðu máli. Heimili hennar var líka sérlega smekklegt og þrifa- legt. Þar átti hver einasti hlutur sinn ákveðna samastað og við honum var ekki hreyft. Það var t.d. ekki fyrr en nafna hennar, Unnur Svava, fór að ganga að opnað var inn í stofu á virkum dögum! Mér hefur reyndar skilist að nöfnu Unnar hafi liðist margt sem engum hafði liðist áður. Hún mátti rogast með stóra bangsa um alla íbúð, rugga sér í fína ruggu- stólnum og raða í sig nammi úr súkkulaðiskálinni í stofunni. En síðan átti stofan eftir að opnast einn meir, því í fyrra keypti Unnur sér sjónvarp. Theodóri og Helga, vinir hennar og nágrannar, sem höfðu drukkið með henni kvöld- kaffi í mörg ár frammi í eldhúsi, var nú boðið upp á kaffi inni í stofu. Reyndar er ekki hægt að tala um Theodór og Helga án þess að minnast á sambýlið á Bergstaða- strætinu. Unnur fiutti inn árið 1952 og þó ég viti ekki hvenær nágrannar hennar fluttu í húsið, veit ég þó að þau voru nágrannar í einhveija tugi ára: Unnur, Helgi, Theodór og Petrína. Allt voru þetta sjálfstæðir einstaklingar en stóðu sem eitt ef eitthvað bjátaði á. Þær voru ófáar ferðirnar sem Unnur fór fyrir nágranna sína í hinum ýmsu erindagjörðum. Það ríkir því mikil sorg á Bergstaða- strætinu. Mér er heiður það því að hafa fengið að kynnast Unni Huldu Eiríksdóttur og stolt af því að dóttir mín beri nafn hennar. Ég sendi vinum og vandamönnum Unnarsamúðarkveðjur mínar, sér- staklega Tedda, Helga, Petrínu og síðast en ekki síst, Siggu frænku hennar, sem nú hefur misst mikla vinkonu. Við munum öll sakna hennar. Megi hún hvíla í friði. Jóhanna Kristín Tómasdóttir. STEFÁN RAFN ÞÓRÐARSON + Stefán Rafn Þórðarson fæddist í Hafnarfirði 27. júní 1924. Hann lést á Borgar- spítalanum 14. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 23. maí. OKKUR langar til að minnast Stebba afa okkar í örfáum orðum. Hann Stebbi afi er dáinn. Það er erfítt að skilja það, að hann afí komi ekki oftar til okkar á laugar- dagsmorgni með gotterí í poka, og að hann haldi ekki oftar um litlu hendurnar okkar. Við eigum góðar minningar um góðan afa sem hafði alltaf tíma til að hlusta á okkur. En við vitum að honum líður vel uppi hjá Guði. Elsku afí, takk fyrir allt. Við kveðjum þig nú með bæninni okk- ar. Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær. Svo vil ég glaður sofna nú sætt í nafni Jesú. (Guðbjörg B. Jóhannesdóttir) Eva Dís og Sigríður Dúna. VILBORG BJARN- FREÐSDÓTTIR + ViIborg Bjarn- freðsdóttir, verkakona á Sel- fossi, fæddist á Efri- Steinsmýri í Meðal- landi 19. júní 1915. Hún lést í Ljósheim- um, sjúkradeild aldraðra á Selfossi, 30. maí sl. áttatíu ára að aldri, eftir nokkurt heilsuleysi hin siðari ár. Vil- borg var önliur í röðinni af 20 börn- um þeirra Efri- Steinsmýrar-hjóna, Ingibjargar Sigurbergsdóttur og Bjamfreðs J. Ingimundar- sonar. Vilborg ólst upp í for- eldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá að heiman til frekara náms og fermingarundirbún- ings. Vilborg var gift og í sam- búð með þremur mönnum og átti eitt barn með hveijum þeirra. Fyrri eiginmaður Vil- borgar var Lárus Hjaltalín og slitu þau samvistum. Dóttir þeirra er Hansína, búsett í Reykjavík. Þá var Vilborg í sambúð með Bjarna Guðjóns- syni, en hann lést af slysför- um. Þeirra dóttir er Guðrún Helga, bú- sett í Keflavík. Seinni maður Vil- borgar var Amund- ur Siggeirsson, ætt- aður frá Baugstöð- um í Stokkseyrar- hreppi, en einnig oft kenndur við Gaulveijabæ. Þeirra sonur er Kristinn, rafvirki á Selfossi. Þau Vil- borg og Ásmundur giftust á vordögum 1953 og hófu þá búskap að Svanavatni við Stokkseyri. Árið 1961 fluttu þau að Selfossi og bjuggu lengst af á Heiðarvegi 6. Fyrir fáum árum fluttu þau svo í þjónustu- íbúðir fyrir aldraða við Grænu- mörk á Selfossi þar sem þau bjuggu æ síðan. Asmundur lést 18. júlí 1991, en hann vann lengst af hin síðari ár sem verkamaður við Búrfellsvirkj- un. Útför Vilborgar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. í FÁTÆKLEGUM kveðjuorðum mínum um þessa látnu vinkonu mína verður ekki rakin æfísaga hennar, svo gagnmerk sem hún kann að vera frá fyrri tíð, heldur þakkir fyrir samstarfið og ógleym- anleg kynni er við vorum sam- verkafólk í allt að tvo áratugi við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Vilborg eða Bogga Bjarnfreðs, eins og við kölluðum hana, vann sem starfsstúlka við sjúkrahúsið öll þessi ár, síðast í eldhúsi, en lét þar af störfum fyrir aldurs sakir fyrir tíu árum. Vilborg var vinmörg og vinsæll vinnufélagi og vinnugleðin ætíð í fyrirrúmi þar sem hún fór. Hún var með afbrigðum góður þénari sínum vinnuveitanda og átti afar gott með að viðurkenna það sem henni fannst vel gert á vinnustað bæði af vinnuveitandanum og samverka- fólki. Ástæðan var auðvitað sú að hún hafði lifað tímana tvenna, var af „gamla skólanum“ eins og sagt er stundum, með dýrmæta reynslu og mat svo að verðleikum það sem nýi tíminn hafði fært til betri vegar á vinnustað. Nokkuð sem fleira starfsfólk í fleiri starfsstéttum mætti tileinka sér. Þegar ég nú sest niður og hugsa til baka minnist ég ánægjulegra viðræðustunda við þessa gagn- merku alþýðukonu, sem eins og svo margir af hennar kynslóð var haf- sjór af fróðleik og það sem meira var, hafði mikla og góða frásagnar- hæfileika og gott minni. Þakkir skulu henni færðar fyrir ánægjulegt og farsælt samstarf og veit ég að ég mæli þar fyrir munn fleira samstarfsfólks við Sjúkrahús Suðurlands. Sameiginlega áttum við þá hugsjón að byggja upp og standa okkur í því þjónustuhlut- verki sem við höfðum tekið að okk- ur. Bogga Bjarnfreðs verður okkur æfínlega minnisstæð sem traustur hlekkur í þeirri keðju. Ekki verður merkiskonunnar minnst án þess að þakka henni elskulegt og gott atlæti við börn og unglinga, bæði skylda og vanda- lausa. Bogga var alltaf tilbúin að ræða við ungviðið, hrósa því og þegið rétta því eitthvert góðgæti sem var vel þegið. Þessi eiginleiki Vilborgar varð til þess að hún eignaðist fjöl- marga vini úr ungmennahópnum. Kannski var það einmitt þessi eiginleiki, að sjá og rækta það góða í fari samferðafólksins, eldra sem yngra, sem yljar okkur og bregður ljóma á þær elskulegu minningar sem við eigum nú um þessa látnu samverkakonu. Blessuð sé minning hennar. Eftirlifandi aðstandendum öllum sendi við, ég og fjölskylda mín, innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínuhil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttncfni undir greinunum. AFMÆLISTILBOÐ, iH í tilefni 30 ára afmælisárs okkar bjóðum við sérstakan afslátt frá 1. til 9. júní nk. af 20 gerðum BLOMBERG eldavéla og ofna. Láttu ekki þessa kjarabót fram hjá þér fara. Einar Mms Farestveit&Co.lif. Borgartúni 28 tr 562 2901 og 562 2900 Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Nissan Sunny 16001 SR ’94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ. km., rafm. í rúöum, álfelg- ur, spoiler (2). Einn meö öllu. V. 1.260 þús. Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25 þ. km. Tilboðsverö 780 þús. Sk. ód. Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 740 þús. MMC Lancer GLXi ’94, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 9 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.450 þús. Sk. ód. Citroen BX 19 GTi '87, rauöur, 5 g., ek. 104 þ. km. Toppeintak. V. 650 þús. Chevrolet Blazer S-10 Thao '86, sjálfsk., ek. 75 þ. míiur. Góður jeppi. Tilboösverð 730 þús. Ford Broco II '84, rauður, 4 g., ek. 110 þ. km., nýsk. '96. Tilboðsverö 490 þús. Subaru Legacy Artic Edition 4x4 '93, hvítur, 5 g., ek. 29 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.890 þús. MMC Colt GLXI '93, rauður, 5 g., ek. 42 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu. V. 1.150 þús. Citroen BX 14E '87, blár, 5 g., ek. 140 þ. km. Mikiö endurnýjaöur, gott eintak. Tilboðsv. 230 þús. Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 87 þ. km. Tilboðsv. 890 þús. Subaru E-10 4x4 Minibus ’88, 7 manna, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús. Nissan Patrol diesei Turbo langur '91, 5 g., ek. 106 þ. km. Gott eintak. V. 2.650 þús. Toyota Hi Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33“ dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 720 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '91, Hlaöbakur, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. V. 990 þús. MMC Pajero langur bensfn '90, V-6, 5 g., ek. aðeins 68 þ. km. 31“ dekk, álfelg- ur. V. 1.850 þús. Sk. ód. Honda Prelude EX '87, grásans., 5 g., ek. 90 þ. km., sóllúga olf. V. 690 þús. GMC Jimmy S-10 '89, blár og grár, sjálfsk., ek. 84 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboðsverð 1.290 þús. Sk. á ód. fólksbíl. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesel '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Toyota Corolla XL Sedan '91, Ijósblár, sjálfsk., ek. 30 þ. km. V. 800 þús. Toppein- tak. Suzuki Swift GTi '88, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 480 þús. VW Vento GL '93, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.350 þús. Höfum kaupendur að: ’92-’94 árg. af MMC Paj- ero, Toyota D. Cap, Landcruiser og 4Runner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.