Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 45 ur maður. í honum var allt stórt í sniðum; útlitið, skapið, aflið, veikleik- inn og hjartað sem var stærst. Hann var eðlisgreindur, barmafullur af bijóstviti, lífsreyndur og skemmtileg- ur. Sögumaður var hann frábær og ekki vantaði efnið til frásagnar. Er eftirsjá að því að hann skyldi ekki skrá ævisögu sína, sem margoft var eftir leitað en hann ljáði ekki máls á. Að vísu kom hann eitt sinn til mín gagngert þeirra erinda að fela mér verkið og var svo sannfærandi að ég held ég hafi lofað að gera það er ég væri hættur störfum. Meira varð ekki úr því en margt merkilegt og ekki síður skemmtilegt sagði hann mér sem vert væri að halda til haga. Síðustu árin voru Gunnari erfíð vegna veikinda af völdum ýmissa sjúkdóma sem hver um sig hefði lagt venjulegan mann að velli fyrir löngu. En líkamlegi styrkurinn var mikill og sá andlegi líka. Mér fannst ég alltaf græða á því að hitta hann, jafnvel sárþjáðan á sjúkrahúsi. Við náðum venjulega að slá á léttari strengi, ekki sízt er ég fékk hann í heimsókn og gat þá stundum tognað úr spjallinu. Þessir fundir verða ekki fleiri og mun ég sakna þess mikið að hitta hann ekki oftar. En þrekið mikla var þrotið og þá er gott að kveðja. Blessuð sé minning Gunnars Huseby. Magnús Óskarsson. Kveðja frá sundfélögum Seltjarnarnesi Farin ertu frækna hetja finnumst við ei hér á ný. Mikil afrek marga hvetja menn til dáða þrautum í. Sáumst oft í sundi glaðir, svo kom lausnin himni frá. Blessa Gunnar góði Faðir, Guð, sem bam þig trúði’hann á. (P.S). Bestu kveðjur og þakkir. Pétur. Guð gefi mér æðruleysi . til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milii. Þessi fallega bæn kemur upp í | hugann þegar við tvær vinkonur Gunnars viljum nú minnast hans. Af mörgu er að taka og margt að þakka. Fyrir tuttugu árum urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að á vegi okkar varð þessi stórbrotni maður. Hijúfur á yfírborðinu en hafði til að bera mikla innri hlýju og gat gefíð mikið af sér. Lífið er nú einu sinni þannig að í því skiptast á skin * og skúrir, og við vinkonur hans höfð- | um lent í erfiðleikum og raunum og I hann rétti okkur hjálparhönd sem við þáðum. Margar minningar leita á hugann frá því er við vorum saman í Litla rauða húsinu sem okkur öllum var svo kært. Þar hittumst við á fundum einu sinni í viku og miðluðum reynslu okkar, og lögðum með því grundvöll að nýju og betra lífi. Sannarlega var Gunnar Huseby mikill gæfumaður, I því hann hefur í gegn um árin hjálp- | að þúsundum manna og kvenna sem . í dag lifa hamingjusömu lífi. Vissu- ’ lega hefur hann fært ljós inn í líf þessa fólks. Einlægar samúðarkveðj- ur sendum við Brithu systur hans og ástvinum öllum. Við kveðjum Gunnar Huseby með þökk og virðingu. Sigríður Heiðberg og Elín Magnúsdóttir. I Það er undirrituðum heiður að vera falið að rita nokkur kveðjuorð frá félagi okkar, nú þegar glæsileg- asti afreksmaður félagsins bæði fyrr og síðar er fallinn frá og laus við það angur, sem heilsuleysi síðustu ára var honum. Mér finnst það næstum jafnmikill heiður og mér fannst það, þegar við Vilhjálmur Vilmundarson klifruðum yfir girðinguna á Melavellinum forð- i um til þess að „kasta á móti“ Gunn- , ari Huseby, sem var að fara á fyrstu útiæfingu vorsins, en völlurinn lokað- ur. Það var ekki lítið fyrir táninginn, sem var lítillega byijaður að fikta INGIÞOR HAFSTEINN GEIRSSON við köst, að fá þannig að kynnast mesta kastara landsins. Þetta var vorið 1944, svo að kynni okkar Bassa, en svo var hann nefnd- ur í vinahópi, spönnuðu rúmlega hálfa öld, og það er margs að minn- ast. Ég hafði svo sem séð af honum myndir og lesið um þennan íslands- meistara og íslandsmethafa í kúlu- varpi og kringlukasti, en hvort ég hafði þá þegar heyrt sögurnar um strákinn, sem var alltaf að sippa í fn'mínútunum í barnaskóla, sem sparkaði á milli marka, þegar hann keppti í 3. flokki í knattspymu og skaraði fram úr öllum strákum á drengjamótum örfáum árum áður, hvort sem það var í köstum eða hlaupum, það man ég ekki nú. En ég horfði á lýðveldismótið 19. júní þetta vor, þegar tveir KR-ingar, Skúli Guðmundsson og hann, unnu afrek, sem skipuðu þeim í fremstu röð fijálsíþróttamanna á Norðurlönd- um, og þá strengdi stráklingur þess heit, að hann skyldi verða kastari og KR-inguv og keppa á 17. júní- móti einhvern tíma í framtíðinni. Það voru án efa margir fleiri en ég, sem hrifust með, því að þetta varð upphafíð að því skeiði, sem nefnt hefur verið gullöld íslenskra fijálsíþrótta. Ég man keppnisferð okkar KR- inga til Húsavíkur seint í ágúst 1946. Það minnisstæðasta er, að staldrað var við á Akureyri, meðan Brynjólfur heitinn Ingólfsson skrapp á símstöð- ina að leita frétta af Evrópumeistara- mótinu í Ósló og færði okkur síðan þá frétt, að Gunnar Huseby hefði sigrað. Við urðum stoltir þá. Og fjórum árum síðar, þegar fé- lagamir þreyttu enn kapp á Evrópu- móti, varð fréttaþörfín mér svo þrúg- andi, þar sem ég dvaldi útvarpslaus í afskekktum sumarbústað við Þing- vallavatn, að ég yfírsteig feimnina og bankaði upp á hjá frægum manni, Lámsi heitnum Pálssyni, leikara, og bað um að fá að hlusta með þeim hjónum á fréttirnar. Og ég var stoltur þá, þegar ég sagði Lárusi, að ég væri KR-ingur og þeir Evrópumeistaramir báðir, Gunnar og Torfi, væra KR-ingar eins og ég. En saga þessa glæsilega íþrótta- manns væri ekki rétt með farin, ef aðeins væri getið þessara glæsu af- reka. Hver hefur sinn djöful að draga, segir máltækið og annað segir: Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Sterkustu bindindisræðu, sem ég hef heyrt um dagana, fengum við félagar hjá Gunnari á hótelherbergi í Hálsingborg á KR-ferð 1957. Ræð- an var ekki löng: Þið þurfíð ekkert að segja mér um áfengi, piltar, ég þekki það allt frá áhrifunum af fyrsta sopanum og ofan í göturæsið. Honum fór sem mörgum öðrum, að allt sem hann sá eftir um dag- ana, gert eða ógert, var tengt áfeng- isneyslu. Hann drakk frá sér þátttöku í tvennum Ólympíuleikum og hann drakk frá sér lífsförunautinn, sem hann unni, þá ágætu konu Rósu Þórðardóttur, sem bjó með honum, þegar honum vegnaði best, blessuð sé minning hennar. Það var okkur sárt, sem þótti vænt um hann, en sárast honum sjálfum. Ekki má þó gleyma því, að Gunn- ar hóf æfíngar að nýju eftir langt hlé, og vann sér enn rétt til þátttöku í Evrópumeistaramóti 1958, 34 ára gamall, en þá vora breyttir tímar, og árangur sem dugði til sigurs 12 árum áður, nægði nú ekki til aðal- keppni. Síðasta keppnisár Gunnars var 1962, og varð hann þá Islandsmeist- ari í kúluvarpi, varpaði 15,75 m, 18 cm lengra en á Evrópumeistaramót- inu 1946, en 99 cm styttra en Norð- urlandamet hans 16,74 m, sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Briissel 1950. Þetta var í 10. sinn, sem hann varð íslandsmeistari í kúlu- varpi, 6 sinnum varð hann meistari í kringlukasti og tvisvar í sleggjuk- asti, eða alls 18 sinnum. Eftir það var Gunnar Huseby ekki í sviðsljósinu, nema á hátíðum og tyllidögum, að afreksmannsins var minnst. En stærstu sigrar eru ekki alltaf unnir við lúðraþyt og íjölmiðlafár. Stærsti sigur hvers manns, sem MINNINGAR ánetjast hefur áfengi eða öðram fíkniefnum, er að bijótast úr þeim viðjum, ná tökum á eigin lífí. Það gerði Gunnar Huseby, og síð- asta aldarfjórðung ævi sinnar bragð- aði hann ekki vín. Hann starfaði öt- ull í öll þessi ár í hópi þeirra, sem sameiginlega leitast við að leysa áfengisvandamál sitt og að hjálpa öðram til þess sama. Hann var snjall ræðumaður og ómyrkur í máli. Und- ir hijúfu yfírborði sullu sterkar til- fínningar og trú. Á þeim vettvangi mun því margur maðurinn og konan minnast hans með hlýhug og þakk- læti, og það má vera okkur KR-félög- um hans ánægja að vita, að Gunnar Huseby var ekki aðeins afreksmaður á íþróttavelli, sem varpaði ljóma á íþróttafélag sitt, land og þjóð, heldur vann einnig sín afreksverk í kyrrþey án tillits til sigurlauna. Að lokum skulu Gunnari Huseby færðar þakkir Knattspyrnufélags Reykjavíkur fyrir allt sem hann var félagi sínu, og Brithu systur hans sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars Huseby, mesta afreksmanns íslánds á íþróttasviði á þessari öld. Þórður Sigurðsson. Afreksmaðurinn og goðsögnin Gunnar Huseby hefur kvatt þessa jarðvist, en hann var á 72. aldurs- ári, þegar hann lést. Það kom strax í ljós á unglingsár- um Gunnars, að hann bjó yfir miklum íþróttahæfíleikum. Hann iðkaði knattspyrnu með yngri flokkum KR og þótti mjög liðtækur. Brátt kom þó í ljós, að fijálsar íþróttir heilluðu Gunnar og þar átti hann svo sannar- lega eftir að varpa ljóma á nafn ís- lands. Þó að Gunnar sýndi fljótt ótrú- lega hæfileika í kastgreinunum, sér- staklega í kúluvarpi, var hann fjöl- hæfur og varð t.d. drengjameistari í spretthlaupum. Ég held að á engan sé hallað að halda því fram, að Gunnar Huseby hafí komið íslandi á alþjóðakort íþróttanna, þegar hann varð Evrópu- meistari í kúluvarpi í Ósló 1946 og varði síðan titilinn á Heysel-leikvang- inum í Brassel 1950 með ótrúlegum yfirburðum. Þrátt fyrir mikil afrek og velgengni í íþróttum var þessi sterki maður hógvær og aldrei heyrði ég hann gorta af afrekum sínum. Oft sást hann leiðbeina ungum og efnilegum íþróttamönnum af ein- lægni og áhuga. Þó að kúluvarpið hafi verið sú íþróttagrein, sem Gunnar náði lengst í, margbætti hann íslandsmetið í kringlukasti og var landsliðsmaður. Hann tók að sjálfsögðu þátt í ævin- týrinuí Ósló 1951, þegar ísland sigr- aði bæði Dani og Norðmenn á Bi- slet. Sigur hans í kúluvarpinu var nánast formsatriði, hann varpaði 1,99 m lengra en 2. maður, en í kringlukastinu var baráttan jafnari. Grípum niður í frásögn Jóhanns heit- ins Bernhard frá keppninni í kringlu- kastinu, sem birtist í tímaritinu „Allt um íþróttir". Frásögnin hefst, þegar næststíðasta umferð hófst, en þá var Gunnar í 3. sæti: „Mér varð litið á kempuna, er hann bjóst til að kasta þessu næstsíðasta kasti. Hann beið fyrst andartak, meðan áhorfendumir höfðu sem hæst vegna hlaupanna á vellinum, velti síðan kringlunni nota- lega milli handanna, sneri sér mjúk- lega og náði háu og fallegu kasti, sem lenti alveg við 48 m strikið. Þeir sem ekki voru uppteknir af hlaupunum eða stökkunum urðu þarna vitni að fágætum keppnishæfi- leikum Gunnars Huseby, því að þarna tók hann á síðustu stundu forystuna af manni sem talinn var honum betri og hækkaði sig úr 3. sæti í fyrsta." Þessi skemmtilega frásögn Jóhanns færir sönnur á þýð- ingarmikinn þátt, sem hveijum iþróttamanni er nauðsyn, en það er hið rétta keppnisskap. Fijálsíþróttasamband íslands og öll íslenska fijálsíþróttahreyfíngin stendur í mikilli þakkarskuld við Gunnar Huseby. Hann var sæmdur gullmerki FRÍ á sjötugsafmæli sínu og var sannarlega vel að því að kom- inn. Fijálsíþróttafólkið heiðrar minn- ingu hans best með því að sinna íþróttum af kostgæfni og hógværð. Blessuð sé minning íslenska víkings- ins Gunnars Huseby. Samúðarkveðj- ur til ættingja. Orn Eiðsson. + Ingiþór Hafsteinn Geirsson, slökkviliðsstóri Brunavarna Suðurnesja, fæddist í Höfn, Hópnesi í Grindavík 17.2. 1930. Hann andaðist í Landspítalan- um 23. maí sl. og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 30. mai. ELSKU ástkæri faðir minn er lát- inn. Það er sárt að vita til þess að ástkær faðir minn og afi sonar míns sé dáinn. Ég trúi því ekki enn. Mér finnst eins og hann sé í vinnunni og eigi eftir að koma heim eins og hann gerði svo oft áður. Pabbi fór svo oft í sund og út að hjóla og tók þá stundum barna- börnin með. Hann var svo laginn við allt, það var alveg sama hvað það var þá var hann búinn að gera við hlutina eins og þeir áttu að vera áður. Pabbi var góðhjartaður maður og rólegur að eðlisfari. Ég man þegar ég var lítil þá fórum við fjölskyldan oft í ferðalög og hann sagði okkur systkinunum hvað vötnin og fjöllin hétu. Hann vissi svo margt og alltaf kom pabbi með góð ráð. Við fóram oft á bátinn að leggja netin og veiddum oft í Hlíðar- vatni í Selvognum, þar sem mamma og pabbi voru með hjólhýsi. Ég + Pétur Eiðsson fæddist á Snotrunesi, Borgarfirði eystra, 18. september 1952. Hann lést á Egilsstöðum 29. maí sl. Pétur var jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju 3. júní sl. Er vinimir kveðja og vinimir fara vaknar upp spuming sem illt er að svara og betur við sjáum í bilinu auða hve brúin er veik milli lífs og dauða. Fyrir svo stuttu þú færðir oss gleði í Fjarðarborg, þar sem leiklistin réði. minnist þess þegar Ragnar heitinn bróðir minn dó, þá studdi pabbi við bakið á okkur og huggaði okkur í þeirri sorg, pabbi sagði að tíminn hans væri kominn og einhvem tím- ann muni tími okkar koma. Ég trúi því að tíminn muni lækna öll sár og ég vona svo sannarlega að hann muni gera það hjá mér. Þegar pabbi veiktist og var fluttur á sjúkrahúsið beið ég heima og bað Guð um að taka hann ekki frá okk- ur. Svo kom presturinn heim, hann þurfti ekki að segja mér það, ég vissi þá að pabbi væri dáinn. Ég var reið, reið út í Guð fýrir að hafa ekki hlustað á mig. En nú skil ég það því hlutverkið sem pabba var ætlað hér á jörðu var lokið. Elsku pabbi minn: Ég er stolt af því að hafa átt föður eins og þig. Guð gaf, Guð tók og sá sem á hann trúir mun lifa þótt hann deyi. Elsku pabbi minn, blessuð sé minn- ing þín. Að lokum vil ég þakka séra Ól- afí Oddi Jónssyni, Bertu Grétars- dóttur, Siguróla Geirssyni, læknum og hjúkranarfólki Landspítalans og svo sjúkraflutningamönnum og fjölda annarra sem hjálpuðu mér í gegnum mína sorg. Guð geymi ykkur öll. Ragnheiður Ása Ingþórsdóttir. En nú ertu farinn og frá okkur genginn og fyllt upp í skarðið þitt getur enginn. Við fyrir það þökkum að fá þér að kynnast og framkomu prúðrar við munúm æ minn- ast. Og mikið við geymum í minningarsjóði sem mun okkur ylja, drengurinn góði. Við kveðjum þig Pétur með trega og tárum og til þín við hugsum á ókomnum árum þeim góðu stundum við gleymum eigi er gekkstu með okkur á lífsins vegi. (Andrés Bjömsson) Kveðja frá Leikfélaginu Vöku. + Við viljum þakka af hjarta þeim fjöl- mörgu, sem studdu okkur í veikindum og við fráfall elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖLMU SIGURÐARDÓTTUR, Aðalgötu 6, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðumesjafyrirfrábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Magnús B. Karlsson, Sigurður B. Gunnarsson, Bára Benediktsdóttir, Skúli Þór Magnússon, Magnús B. Magnússon, María Magnúsdóttir, Sölvi Þ. Hilmarsson og barnabörn. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU SIGURÐARDÓTTUR, Hörðalandi 24, Reykjavík. Halldór Valgeirsson, Erna Helgadóttir, Elfsabet Valgeirsdóttir, Sigfús Þór Magnússon, Böðvar Valgeirsson, Jónina Ebenezerdóttir, Þórey Valgeirsdóttir, Eggert Hannesson, Ásta Dóra Valgeirsdóttir, Ægir Ingvarsson, Sigurður G. Valgeirsson, Valgeröur Stefánsdóttir, Þurfður Valgeirsdóttir, Friðbert Friðbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. PÉTUR EIÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.