Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 55 FÓLK í FRÉTTUM Próflokum fagnað ► FJÖLDI nemenda úr Menntaskólanum við Sund var samankominn í Tunglinu síðastliðið þriðjudagskvöld til að fagna próflokum. Eftir erfiða próftörn var ekkert því til fyrirstöðu að taka lífinu létt. Það vakti svo óvænta ánægju að breski plötusnúð- urinn David Wetherall tók létta skorpu, en hann var þá nýkominn til landsins. Morgunblaðið/Hilmar Þór KRISTJANA Knúdsen, Sigrún Einarsdóttir og Friðrik Strömberg. LILJA Sigurgeirsdóttir, Kristin Róbertsdóttir, Bryndís Alfreðs- dóttir og Berglind Sigurðardóttir. ANDREW Lloyd Webber hristir hvert meistaraverkið af öðru fram úr erminni. GLENN Close með verðlaun sín fyrir hlutverk sitt í „Sun- set Boulevard". Tony-verð- launin afhent TONY-verðlaunin voru afhent síð- astliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Verðlaunin fyrir besta söng- leikinn hlaut Andrew Lloyd Webber fyrir „Sunset Boulevard". Söngleik- urinn er byggður á samnefndri kvik- mynd frá sjötta áratugnum. Auk aðalverðlaunanna hlaut söngleikur- inn sex önnur verðlaun og þar af hlaut Glenn Close verðlaunin fyrir besta leik í kvenhlutverki í söngleik. Verðlaunin hljóta að teljast um- talsverður sigur fyrir Webber, sem margir töldu að væri dauður úr öllum æðum og gæti ekki lengur samið vinsæla söngleiki á borð við „Cats“ og „Jesus Christ Superstar". Þegar allt kom til alls náði „Sunset Boule- vard“ feikna vinsældum og fáir bjuggust við öðru en sigri hans á laugardagskvöldið. Fögnuður leikkonunnar Glenn Close hefur ekki verið minni, en þrátt fyrir langan feril hennar sem leikkona hefur hún ekki áður farið með hlutverk í söngleik af þessari stærðargráðu. Verðlaun fyrir besta leik í karl- hlutverki í söngleik hlaut leikarinn Matthew Broderick. Hann lék ungan mann á uppleið í söngleiknum „Hvemig á að ná árangri í viðskipt- um án þess að leggja sig neitt sér- staklega fram“ eða „How to Succeed in Business Without Really Trying" Velski leikarinn Ralph Fiennes, sem við þekkjum úr myndunum „Lista Schindlers" og „Quiz Show“, fékk Tony-verðlaunin fyrir túlkun sína á Hamlet í samnefndu leikriti Shakespears. Við verðlaunaafhend- inguna var hann hálf utanveltu og ringlaður í æsingnum og blaðafull- trúi hans dró hann á brott án þess að hann næði að svara spurningum blaðamanna. Besta leikritið var valið „Ást! Hugprýði! Samúð!“ eða „Love! Valo- ur! Compassion!,“ en það fjallar um sjö samkynhneigða karlmenn sem eyða helginni saman í sveitasælu. Þetta er þriðja árið í röð sem leikrit um samkynhneigð vinnur Tony- verðlaunin, sem hafa verið nefnd Óskarsverðlaun leikhússins. I ' *s£ | RALPH Fiennes virðist kunna alveg jafn vel við sig á leik- sviði og í kvikmyndum. sk6lav6r&ust>G 15 - sími 551 1505 GULLSMIÐJAN PYRIT-G 15 Handsmiðaðir -kjarni málsins! mðnaða ábyrgð á notuðum Cítroén, Daihatsu, Ford og Volvo bílum I eigu Brimborgar! 1 o o % Abvroo A B I L N U M I ALLT SUMAR O O RÚMLEGA Þ A D ! Opið laugardaga kl. 12:00 - 16:00 t’að getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. t’ú getur auðveldlega sannreynt að útlit bílsins sé í lagi en fæstir hafa gétu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuðum Citroén, Daihatsu, Ford og Volvo bílum (eigu Brimborgar. Ailir notaðir bftar af þessum tegundum eru yfirfamir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem cr í ólagi áður en bftamir eru séldir. Þannig er öryggi þitt tryggt. BRIMBORG Abyrgöln glldlr tll sex mónaöa eöa aö 7500 km. og allt er í ábyrgö nema yflrbygglng bílsins. faxafeni b • sImi 515 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.