Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ uxur B olir öermudas ílfýkomnir stakir jakkar og dragtir tískuverslun v/Nesveg, sími 561 1680. Búnaðarbariki íslands, aðalbanki Aiísturstræti 5, Rvk. 525 6400 I Búnaðarbanki íslands, austurbæjarútibú við Hlemiti,Rvk. . Önnur símanúmer bankans breytast samkvæmt nýja símanúmerakeninu. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! IDAG SKÁK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á minn- ingarmótinu um Mikhail Tal í Riga í Lettlandi í vor. Indverjinn Vyswan- athan Anand(2.715) hafði hvítt og átti leik gegn Jan Timman (2.620), Hol- landi. Hvítur virðist vera að tapa biskupnum á c2, en Anand hafði séð lengra: 45. Hxf6! og Tim- man gafst upp. Hann á um tvær leiðir að velja: a) 45. - Dxf6 46. Dh7+ - Kf8 47. g7+ - Ke8 48. Ba4+ og vinnur eða b) 45. - Hxc2 46. Hf7 - Dh8 47. Hh3 og svarta drottningin fellur. Anand vegnaði vel á mótinu, varð í öðru sæti á eftir Kasparov og er það enn ein vis- bending þess að hann muni veita Kasparov mjög harða keppni í heimsmeistaraein- víginu í haust. Timman varð hins vegar með neðstu mönnum og virðist í einum mesta öldudalnum á öllum sínum ferli. Pennavinir NÍTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á listmálun: Maki Fukui, 2-2-13 Obe Kawa- nishi-shi Hyogo-ken 666, Japan. TVÍTUGUR Breti með áhuga á íslandi og tónlist Bjarkar: Daniel Holdsworth, 6 Railway cottage, Ferryroad, Hessle, North Humberside, HU13 OEB, England, TUTTUGU og fimm ára sænskur piltur, vill helst skrifa á sænsku: Hákan Pettersson, HöstvSgen 12, 730 50 Skulltuna, Sweden. FJÓRTÁN ára sænsk stúlka með margavísleg áhuga- mál: Sofia Swahn, Storgatan 93, 57734 Hultsfred, Sweden. ÁTJÁN ára stúlka í Litháen með mikinn áhuga á íslandi og safnar póstkortum: leva Govedaite, Dukstu 12-20, 2010 Vilnius, Lithuania. ÞRÍTUGUR Breti vill eign- ast pennavinkonur: Paul Hambleton, 60 Ash Lane, WeUs, Somerset, BA5 2LS, England. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með marvísleg áhugamál: Fumie Watanabe, 442-3 Umaki-cho, Matsuyama, Ehime 799-26, Japan. ÞÝSKUR háskólastúdent sem getur hvorki um aldur né áhugamál: David Abraham, Löwenstr. 43B, 70597 Stuttgart, Germany. ÍTALSKUR háskólastúdent með mikinn íslandsáhuga: Mariano Pio Spagnoli, via G. Meda 35, 20141 Milano, Italy. ENSK húsmóðir vill skrifast á við konur á fertugsaldri. Áhugamálin eru margvís- leg: Mrs. Carol Jarman, 18 Poplar Close, Biggleswade, Beds. SG18 OEW, England. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Sæmundur þaJkkar fyrir sig- ÉG ÞAKKA fyrir kom- una og gjafir og skeyti í fimmtugsafmæli mínu 4. júní sl. Lifið heil. Sæmundur Kristjánsson, Álfhólsvegi 43a, Kópavogi. Óreiða hjá ríkinu ÞORSTEINN Brynjólfs- son hringdi og kvartaði yfir því hve seint ávísan- ir frá hinu opinbera ber- ist til launþega. Hann er eftirlaunaþegi og segir það bagalegt þegar út- burður dregst úr hömlu. Þetta getur komið illa við marga sem þurfa að standa skil á greiðslum, s.s. húsaleigu, hita o.þ.u.l. Þann 6. júní hafði hann ekki fengið ávísuna senda og hvetur hann hið opinbera til að taka sig á í þessum efnum. Tapað/fundið Peningaveski fannst SVART peningaveski með engum skilríkjum en einhveiju af pening- um fannst á milli Mela- búðarinnar og Sundlaug- ar Vesturbæjar laugar- daginn 27. maí sl. Upp- lýsingar í síma 5517975 á kvöldin. Silfurhringur tapaðist KARLMANNSHRING- UR úr silfri með blóð- steini tapaðist í Hvera- gerði fýrir mánuði, sennilega í námunda við Heilsuhælið. Upplýs- ingar í síma 5539192. Barnakerra í óskilum BARNAKERRA hefur verið í óskilum í tæpan mánuð í Vesturbænum. Uppl. í síma 5528774. Farsi „ Bg btyst vifrþui a5 þú hotfirhtilcL& ao þxr hctfú komist hingab fyrirSiysriu’ Víkveiji skrifar... AÐ VAR mikið um dýrðir í Hallgrímskirkju um hvíta- sunnuhelgina, en sl. laugardag var setingarathöfn Kirkjulistahátíðar þar með glæsilegri dagskrá, þar sem m.a. 9 barnakórar úr Reykja- víkurprófastsdæmum frumfluttu nýja sálma eftir sr. Kristján Val Ingólfsson, við tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson. í kjölfar opnunar- hátíðarinnar var opnuð myndlistar- sýning bama úr Myndlistarskólan- um í Reykjavík, þar sem þema sýningarinnar er englar. Sýningin stendur til loka Kirkjulistahátíðar, þann 18. júní. xxx VÍKVERJI sér fulla ástæðu til þess að hvetja þá sem á annað borð hugsa sér að sækja einhverja af viðburðum Kirkjulistahátíðar til þess að skoða sérstaklega þessa skemmtilegu myndlistarsýningu bamanna og raunar telur Víkvetji að fullt tilefni sé fyrir menn að gera sér sérstaka ferð í Hallgríms- kirkju til þess að skoða sýninguna, þótt ekki sé erindið annað með kirkjuheimsókninni. Mynd af engli sem þeytir lúður eftir Ólöfu Ólafs- dóttur, 14 ára nemanda Mynd- listarskólans í Reykjavík, prýðir auglýsingar og dagskrárrit hátið- arinnar. Fjölmargir aðrir englar prýða veggi anddyris Hallgríms- kirkju, enda var verkefni þetta heildarverkefni allra barnadeilda skólans á haustönn, en þar vora 110 nemendur. Úrval úr verkum þessara nemenda er nú á veggjum kirkjunnar. xxx M HELGINA viðraði vel til útiveru hér á höfuðborgar- svæðinu. Víkveiji hefur í þessum pistlum margrómað fegurð Elliða- árdalsins og hversu ánægjulegt er fyrir útivistarfólk, hvort sem er þá sem era fótgangandi eða á hjól- hesti, að notfæra sér dalinn í góða veðrinu. Á annan dag hvítasunnu var stefnan hins vegar tekin á aðra náttúruperlu við borgarmörkin, þ.e.a.s. Heiðmörk. í Heiðmörk er yndislegt að spretta úr spori eða hjóla á þar til gerðum stígum. Það sem skyggði á þessa Heiðmerkur- heimsókn var að sjá með hvaða hætti óprúttnir skemmdarverka- menn hafa gengið um þessa vin okkar. Það er bókstaflega með ólík- indum að skemmdarfýsn geti verið á svo háu stigi, að ekið sé á tré og þau brotin, eins og gert var í Heiðmörk nú um helgina. Víkveiji telur að herða beri allt eftirlit á stöðum sem þessum, fyrst félags- legur þroski og virðing fyrir náttúr- unni er ekki meiri en raun ber vitni. Raunar er Víkveiji einnig þeirrar skoðunar, að þegar upp um þá kemst, sem fá útrás fyrir skemmd- arfysn sína með svo lágkúrulegum hætti sem þessum, eigi að taka á slíku af fullri hörku. Ætli það væri ekki vísasti vegurinn til þess að koma mönnum til þroska, sem svo stórlega heftir virðast vera, að refsa þeim með þegnskylduvinnu, sem verði ekki lokið, fyrr en þeir hafi að fullu bætt fyrir þann óskunda sem þeir hafa unnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.