Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskuteg móðir okkar, ÞURÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar. Börnin. t Elskulegur bróðir minn, GUNNARA. HUSEBY, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, miðvikudaginn 7. júní, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Afrekssjóð KR, íslands- banka, Bankastræti, nr. 515-26-1240. Britha Huseby. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR, Stöðlakoti, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 3. júní sl., verður jarðsungin frá Breiðabólsstaðarkirkju, Fljótshlíð, laugardaginn 10. júníkl. 14.00. Halla Sigurðardóttir, Ólafur Ó. Jónsson, Anna Sigurðardóttir, Einvarður G. Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR KR. HELGASON, Efra-Apavatni, Laugardal, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 5. júní. Jón Sölvi Helgason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjuvegi 26, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 5. júní. Ólafur Örn Kristjánsson, Roma Kristjánsson, Sigurjón M. Kristjánsson, Anna María Kristjánsdóttir, Hörður Þórðarson, Hrafnhildur K. Kristjánsdóttir, Trausti Kristjánsson, Eygló Eiríksdóttir, Fanney Kristjánsdóttir, Ari Björnsson, Kristján Kristjánsson, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Margrét Elsabet Kristjánsdóttir, Sigurður B. Alfréðsson, Bjarki Kristjánsson, Lára K. Lárusdóttir, Brynjar Kristjánsson, Ragnheiður Borgþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN S. SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hólabraut 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 9. júní kl. 15.00. Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigurður Halldórsson, Viggó Þorsteinsson, Margrét Bjarnadóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Gísli Sigurgeirsson, Sigurbjörn Þorsteinsson, Sigríður S. Þormóðsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Margrét Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. JORUNN SIGURLÍN ÓLAFSDÓTTIR + Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir fæddist á Garða- koti í Mýrdal 12. nóvember 1903. Hún lést á sjúkra- deild Hrafnistu í Hafnarfirði 29. maí sl. Foreldrar Sigur- línar voru Ólafur Bjarnason bóndi í Keldudal í Mýrdals- sveit og Guðrún Dagbjartsdóttir. Systkini Sigurlínar eru: Bjarni, Gunn- ar, Dagbjört (öll látin), Bjarngerður og Anna (sem eru enn á lífi) Sigurlín ólst upp í Keldudal en fluttist í DAG er borin til moldar Sigurlín Ólafsdóttir frá Vestmannaeyjum, eða Lína amma eins og við barna- börnin kölluðum hana. Það er margs að minnast sem hægt væri að skrifa margar bækur um en hér gefst ekki ráðrúm til þess og ætla ég að stikla á stóru úr lífi ömmu. Sigurlín var barngóð og skemmtileg amma. Lína amma og Jón byggðu sér fallegt hús á Skólavegi 45 í Vestmannaeyjum (Kirkjudalur). Og á sumrin var oft gestkvæmt þar því barnabörnunum þótti gott að vera hjá Línu. Þegar börn fóru í sveitina á sumrin þá þótti það jafn eðlilegt að ég færi til Eyja til að vera hjá Línu ömmu og Jóni afa. Mikill og góður andi ríkti ætíð í Kirkjudal og oft mátti finna kleinu- lyktina langt niður eftir götu, því Lína bjó til bestu kleinur sem gerð- ar höfðu verið norðan Alpafjalla. Lína átti líka dágott safn af hljóm- plötum, bæði 78 og 45 snúninga. Það var ætíð gaman að fá að ung til Vestmanna- eyja. Sigurlín gift- ist Jóni Hinrikssyni frá Fáskrúðsfirði og eignuðust þau saman þrjú börn en fyrir átti Sigurlín eina dóttur, Sól- rúnu, f. 1930, sem hún eignaðist með Gesti Gíslasyni. Börn Sigurlínar og Jóns eru: Fríður, f. 1939, Hrefna, f. 1941, og Baldur, f. 1944. Útför Sigurlínar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. júní og hefst athöfnin kl. 10.30. gramsa í plötusafninu og hlusta á fræga kappa s.s. Fats Domino, Hauk Mortens o.fl. Stundum þegar ég var að spila þá átti Lína það til að taka dansspor með mér og held ég að það hafi verið með fyrstu kennslustundum í gömlu dönsunum sem ég fékk um ævina. Lína var alltaf passasöm á peninga og ekki lét hún sér nægja að passa sína eigin peninga heldur gætti hún þess alltaf vel að ég færi vel með þá peninga sem ég vann mér inn úti í Eyjum og held ég að fleiri barna- böm hafi sömu sögu að segja. Lína og Jón bjuggu í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu árið 1973. Eins og hjá mörgum öðrum Vestmanna- eyingum þá setti það djúp spor í líf þeirra. Lína og Jón fluttu þá til Hafnarfjarðar og bjuggu þar síðan. Árið 1983 lést Jón afi og skömmu seinna fluttist Lína á Hrafnistu. Það er ekki annað hægt að segja en að Lína hafi alltaf fylgst vel með, meira að segja þó að hún t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR frá Hlíð, A-Eyjafjöllum, til heimilis íHraunbæ 68, lést í Landspítalanum 4. júní. Jarðarförin fer fram frá Eyvindarhóla- kirkju laugardaginn 10. júní kl. 14.00. Steingrímur Guðni Pétursson, Hugrún K. Helgadóttir, Guðjón M. Ólafsson, Eirfkur I. Sigurjónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurlfn Þ. Sigurjónsdóttir, Einar Jónsson, Sigurgeir H. Sigurjónsson, Eva Helgadóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, EIRÍKUR GRÖNDAL, lést þann 5. júní. Útförin ferfram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 9. júní kl. 10.30. Elín Einarsdóttir, Brynjar Eiríksson, Kolbrún Ingólfsdóttir og systkini hins látna. - hafi verið komin yfir nírætt. Allt hafði hún á hreinu, hver væri sonur hvers eða hver bjó í hinu eða þessu húsinu úti í Eyjum. Margar vinkon- ur átti Lína. Eru þær flestar látnar. Eftir langan ævidag kveðjum við nú Sigurlín Ólafsdóttur. Guð hefur verið henni góður og gefið henni gott og langt líf. Ættkvísl hennar teygir nú anga sína víða og ætt hennar mun lifa um aldur og ævi. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og megi Guð vera með þér að eilífu. Þinn dóttursonur, Sigurjón Haraldsson. Hún amma mín er farin, farin þangað Sem vel er tekið á móti henni. Henni líður örugglega vel núna. Amma var kjarnorkukona. Hún var ætíð dugleg og pijónaði mikið. Lína amma hafði mjög gaman af því að segja sögur frá yngri árum en hún var minnugri en margur þrátt fyrir að vera orðin níutíu og eins árs. Það var á síðasta ári sem amma byrjaði að veikjast alvarlega og átti hún erfitt með að sætta sig við það, því hún vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Eftir að hún var farin að sjá að veikindin háðu henni var hún vilj- ugri til þess að leyfa mér að stjana við sig og var hún virkilega þakklát fyrir það. Það var gaman að vera hjá henni og kom hún mér oft á óvart með hnittnum setningum og það var greinilegt að það var stutt í kímnina hjá henni. Lína amma var mikið snyrti- menni og vildi alltaf vera vel til fara. Þegar ég heimsótti hana eydd- um við yfirleitt góðum tíma saman í að snyrta neglurnar, andlitið og ekki spillti fyrir að fá smá nudd. Hún kallaði mig snyrtikonuna sína. Amma var lítið fyrir að tjá tilfinn- ingar sínar og gerði það yfirleitt aldrei mér vitandi. En fyrir nokkr- um mánuðum fékk hún mig til þess að tárast, en þá sagði hún við mig að hún væri heppnasta amma á Hrafnistu því það ætti enginn eins gott barnabarn og hún sem nennti að hugsa svona vel um gamla konu og bætti svo við, að henni þótti svo rosalega vænt um mig. Það var ekki oft sem hún talaði svona og eru þessi orð hennar geymd en ekki gleymd. Eg er mjög ánægð að hafa feng- ið tækifæri til þess að eyða góðum tíma með henni ömmu minni til hinsta dags. Ég mun sakna hennar og varð- veita vel þær minningar sem ég á um hana. Að lokum er hér ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi en við lásum saman ijöldann alian af ijóð- um eftir hann, enda var hann henn- ar uppáhalds ljóðskáld. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi). Þín sonardóttir, Sigurlín Jóna Baldursdóttir. AÐALNUMER |HiOr0tml4ílí>ÍÍ> - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.