Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ELÍSABET ÞORGRÍMSDÓTTIR + Elísabet Þor- grímsdóttir var fædd í Bolungarvík 20. desember 1901. Hún andaðist 26. maí sl. Foreldrar hennar voru Þor- grimur Sveinsson og María K. Jóns- dóttir. Systir Elísa- betar er Þórunn gift Pétri Andrés- syni, sem er látinn. Bróðir Elísabetar Jón, kvæntur Sigr- únu Einarsdóttur, er látinn. Elísabet giftist Halldóri Guðmundssyni skipstjóra 11. júlí 1928, en hann lést 6. janúar 1962. Börn þeirra eru: Jón Ólafur Hall- dórsson, kvæntur Guðrúnu R. Júlíus- dóttur og eiga þau þrjá syni, Fríða Hall- dórsdóttir, gift Guð- mundi Jónssyni og eiga þau fjóra syni, og Maja Veiga Hall- dórsdóttir, gift Al- bert Wathne og þau eiga einn son. Útför Elísabetar fer fram frá Foss- vogskirkju miðviku- daginn 7. júní, og hefst aft- höfnin kl. 13.30. ÁSTKÆR amma mín Elísabet Þor- grímsdóttir er öll. Það er liðið hátt á þriðja áratug síðan hún ál.eit að sínir dagar væru brátt taldir. Það var einn afmælis- daginn hennar er ég var smástrákur að hún tjáði mér að sennilega yrði þetta síðasti afmælisdagurinn henn- ar. Hvaðan hún fékk það hugboð veit ég ekki en hins vegar áttu af- mælisdagarnir eftir að verða margir, sem betur fer. Það eru forréttindi að hafa átt ömmu fram á fimmtugs- aldur, ömmu sem fram á það síðasta var óþreytandi að gefa góð ráð og leiðbeina sér yngra fólki um völund- arhús lífsins. í gegnum tíðina höfum við amma skeggrætt um lífið og til- veruna og var víða komið við. Skemmtilegast var að ræða við hana um lífið eftir dauðann því framhalds- lífið var henni jafnraunverulegt og það jarðneska. Á langri ævi hafði hún séð, heyrt og reynt ýmislegt er nægði henni sem sönnun fyrir því að öll eig- um við það í vændum að ganga í ei- lífri sól og sælu um víðáttur himnarík- is. Nú er hún þar, södd lífdaga því það átti ekki við Elísabetu Þorgríms- dóttur að leggjast í kör. Þó mér hafi aldrei fundist amma svo mjög gömul, aðallega vegna þess hversu ung hún var í anda, þá var hún upprunnin úr þjóðfélagi sem er gerólíkt því _sem nú er, nánast aftan úr öldum. Á langri ævi hafði hún sjálf reynt það sem mín kynslóð las undir formerkjum íslands- eða mannkynssögu. Amma sagði sögur af því er hún GREINAKLIPPUR RUNNAKLIPPUR TRJÁKLIPPUR ÞÓR HF Reykjnvík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sfmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070 ....... .......' • ■ Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir fljótt stíflum Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár j • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu 1 byggingavöruverslanir. Tilbúinn stíflu eyðir Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 sá Hannes Hafstein vestur á ísafirði, af frostavetrinum mikla og spönsku veikinni, fyrri og seinni heimsstyrj- öldinni og þannig mætti lengi telja. Það er talsverð kúnst að verða næst- um níutíu og fjögurra ára, lifa allar þessar breytingar og sættast eins vel við þær og hún gerði. Amma varð örugglega snemma sjálfstæð kona. Frá Isafirði fór hún til náms í Kvennaskólann í Reykja- vík og síðar sigldi hún. Hún dvaldi í Danmörku og gerði síðan víðreist um Evrópu þar sem hún starfaði um tíma. Þessi dvöl setti mark sitt á ömmu því í mínum huga var hún alla tíð dálítill heimsborgari. Hún talaði tungumál, ensku, dönsku og jafnvel þýsku og var fagurkeri á ýmsar listir. Sjálf var hún listamaður í höndum, handavinna hennar prýðir flest heimili í fjölskyldunni. Einnig kunni hún þá list betur en margir aðrir að búa til afburða góðan mat. Af þessari reynslu miðlaði hún til þeirra kynslóða sem eftir komu, jafnt til barna, barnabarna og svo til þeirra langömmubarna sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Amma hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og hennar skoðanir urðu eins konar mælistika á jivað væri rétt og hvað væri rangt. Á unglingsárunum tók ég reyndar mark á fæstum henn- ar skoðunum. Það var prinsippmál að malda í móinn. Meðal annars háði hún óþreytandi baráttu gegn því sem hún kallaði nankinsbuxur en ég nefndi gallabuxur. Slíkur fatn- aður var ekki samkvæmt hennar fagurfræði. Um tónlist ræddum við mikið. Bítlarnir voru samfelldur háv- aði en Mozart var hennar maður. Með aldrinum færðist ég alltaf nær skoðunum ömmu þó enn gangi ég í gallabuxum. En það eru nú örlög minnar kynslóðar. Árið 1928 giftist hún Halldóri Guðmundssyni skipstjóra, sem lést langt um aldur fram árið 1962. Bjuggu þau lengi í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík. Heimili þeirra í Miðtúni 22 var ákjósanlegur staður fyrir barnabörnin, stór garður, tré sem hægt var að klifra í, grænmet- isræktun, rifsbeijatínsla og slátur- + Selma Rún Robertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1991. Hún lést á Land- spítalanum 29. maí sl. Selma var jarðsungin frá Háteigs- kirkju 2. maí. SELMA RÚN kom í heiminn agn- arsmá og veikburða og fékk ég þau forréttindi að vera viðstödd fæðingu hennar. Allt frá því fylgd- ist ég með sífelldri baráttu hennar við erfið veikindi og fötlun. Þrátt fyrir mikil veikindi var Selma Rún einstakur persónuleiki, þar sem brosið og gleðin voru aðalsmerki hennar. Hún var sannkallaður gleðigjafi. Það er hveiju foreldri gerð á haustin. Síðast en ekki síst elskulegt viðmót sem laðaði okkur börnin að. Fráfall afa varð ömmu mikið áfall en áfram hélt lífið, amrna fór að vinna úti og sýndi sem fyrr þá þraut- seigju og ákveðni sem einkenndi hana alla tíð. Á skilnaðarstundu er margs að minnast og skilur hver sá, er hverfur yfir móðuna miklu eftir sig skarð. Skarð Elísabetar Þorgrímsdóttur verður ekki fyllt. Guð blessi minningu hennar. Jón Guðmundsson. Að búa iangt í burtu á svona tím- um er oft ansi erfitt. Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að amma hefði verið lögð inn á spítala og að útlitið væri ekki gott byrgði maður sig á einhvern hátt tilfinningalega. Nú átti ég von á að hún fengi hinstu hvíldina. Það ieið ekki nema sólar- hringur þar til pabbi hringdi aftur og sagði að hún amma væri dáin. Hún var búin að vera mikið lasin í um eitt ár, en ég vonaði að við mynd- um hitta hana í haust þegar við kæmum heim. En við það verður ekki ráðið. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu mína. Pabbi var vanur að taka okkur bræðurna með í sund á sunnudagsmorgnum og á eftir var farið til ömmu í heimabakaðar bollur og pönnukökur. Það kom alloft fyrir að við frændurnir hittumst þar og var þá mikið borðað. Dóttir mín tók svo við og fór með afa í sund og til langömmu á eftir. Þegar ég sagði henni að langamma væri dáin fór hún að gráta og sagði að þá gæti hún aldrei aftur farið með afa til hennar eftir sundið. Amma var sérstök kona í huga okkar sem þekktum hana. Hún var alltaf svo hress og sérstaklega glöð þegar við gáfum okkur tíma til að líta inn til hennar. Undanfarin þijú ár höfum við búið erlendis og annað slagið sent henni Iínu og fékk maður þá símtal frá henni í kjölfarið og alltaf jafn jákvæð og hress og ekki hægt að tala um veikindi hennar, afar erfitt að horfa upp á barnið sitt svona á sig komið. Ólöf og Robert sýndu mikinn styrk og gerðu allt til að létta stúlkunni sinni lífið. Baráttunni er lokið, litla hetjan er sofnuð og allar þrautir horfnar. Elsku Ólöf og Robert. Sorg ykk- ar er mikil og ég bið góðan Guð að styrkja ykkur. Þið eigið minn- ingarnar um Selmu og þann tíma sem ykkur var gefinn með henni. Þær sefa sorg ykkar og ylja um ókomna tíð. Ég votta aðstandendum Selmu samúð mína. Sólveig Guðlaugsdóttir. því alltaf vék hún talinu að einhveiju öðru. Það kemur upp í huga minn viss tómleiki þegar ég hugsa um þessa staðreynd. Elsku pabbi, Fríða, Maja og fjöl- skyldur. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Jónsson og fjölskylda, Gautaborg. Okkur hjónin langar með nokkrum línum að minnast elskulegrar vin- konu okkar, Elísabetar Þorgríms- dóttur. Kynni okkar hófust fyrir 40 árum þegar þau hjónin Elísabet og Halldór Guðmundsson skipstjóri fluttust í Miðtún 22 en við vorum í nr. 24. Húsin eru sambyggð svo nábýlið var algjört. Óhætt er að full- yrða að aldrei bar skugga á þá sam- búð. Halldór var gull að manni, hann andaðist langt um aldur fram og söknuðum við hans mikið. Sæmund- ur minnist þess oft að Halldór ávarp- aði hann oft sem bróður, sæll bróðir, sagði Halldór og þessu gleymir Sæ- mundur aldrei. Elísabet reyndist okkur alltaf sannur vinur og þykir mér sem hún hafi verið hálfgerður örlagavaldur í lífi mínu. Þegar hún heyrði að ég vildi fara að vinna úti eftir að hafa verið heimavinnandi um árabil hjálp- aði hún mér í atvinnuleitinni, mælti með mér við Helga Elíasson fræðslu- málastjóra, sem hún sagði að væri góður maður, og það var svo sannar- lega satt. Hann féllst á fyrir hennar orð að fá mig í viðtal og það varð mér mikið gæfuspor. Hún lagði mikla áherslu á að ég fengi vinnu á „við- kunanlegum stað“ eins og sagt var um umhyggju annarrar konu í allt öðru samhengi. Það var líka fyrir tilstilli Elísabet- ar að ég var tekin í Oddfellowregl- una og hefur það verið mér ómetan- legt að fá að starfa þar með yndis- legu fólki. Elísabet lét sig ekki muna um þó að hún væri komin yfir nír- ætt að standa upp og halda góðar ræður og minna okkur á allt það góða sem við ættum að láta af okk- ur leiða. Mér finnst ég hafa lært mikið af Elísabetu. Hún kenndi mér að kvarta ekki þó að ég þyrfti að stífa 10 hvít- ar skyrtur af manninum mínum, en þakka bara guði fyrir að geta gert það! Börnunum okkar var hún mjög góð enda minnast þau hennar öli með þakklæti. Það var ekki ósjaldan að hún kom út með heitar pönnukök- ur þegar strákarnir, Sigurður Rúnar og vinir hans, voru að sýsla eitthvað í garðinum. Þegar þau flugu úr hreiðrinu fylgdist hún vel með vei- ferð þeirra og vissi allt um börn þeirra og nú líka þeirra börn. Alltaf var hún fyrsta manneskjan til að bjóða aðstoð sína ef eitthvað bjátaði á hjá okkur. Tryggð hennar við okkur fram á síðasta dag var ómetanleg. Við erum öll innilega þakklát fyrir að hafa átt vináttu Elísabetar og Halldórs og barna þeirra og vottum þeim og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Sigríður, Sæniundur og börn. SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR f Athugið, við höfum fengið ný númer: 515 2000 515 2020 TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aðalstræti 6-8 löl Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.