Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 21 Keuter Réttarhöldin í Simpson-málinu Tveim vikið úr dómi Los Angeles. Reuter. DÓMARINN í Simpson-málinu í Los Angeles, Lance Ito, bjó sig undir það í gær að víkja tveim kvið- dómendum frá. Var þá ljóst að enn myndu réttarhöldin tefjast því að verjendur 0. J. Simpsons voru stað- ráðnir í að reyna að koma 5 veg fyrir brottvikningu annars dómand- ans. Lögfræðingar knattspyrnuhetj- unnar, sem grunuð er um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nic- ole, og vini hennar, sögðu í gær að sakborningurinn vildi ekki vera í réttarsalnum þegar réttarlæknir- inn yrði látinn lýsa í smáatriðum og með ljósmyndum sjálfum morð- unum. Aðalveijandinn, Johnny Cochran, taldi að það yrði „afar erfitt" fyrir Simpson að hlusta á frásagnir af því hvernig dauða móður barna hans hefði borið að höndum. Ekki var búið að skýra frá því hverjir kviðdómendurnir tveir væru en talið að annar væri 28 ára göm- ul kona úr röðum spænskumælandi Bandaríkjamanna. Hún er sögð hafa reynt að vara annan kviðdóm- anda, Francine Florio-Bunten, við því að verið væri að rannsaka vænt- anleg bókarskrif hennar um réttar- höldin. Florio-Bunten var síðar vik- ið úr dóminum. Hinn dómandinn er karl, starfs- maður hjá póstþjónustu og munu aðrir í kviðdóminum hafa kvartað undan því að hann væri uppivöðslu- samur. Fórnar- lamba Stal- íns minnst LECH Walesa, forseti Póllands, vottar minningu 15.000 pólskra liðsforingja, sem sovéski einræð- isherrann Jósef Stalín lét myrða vorið 1940, virðingu sína. Athöfn- in fór fram í Katyn-skógi, skammt frá Smolensk í Rússlandi, á sunnu- dag. Framan var þýskum nasistum yfirleitt kennt um morðin á liðs- foringjunum, sem voru handtekn- ir er Pólland gafst upp 1939 fyrir sameinuðum heijum Stalíns og Adolfs Hitlers, en Pólveijar vissu betur og hafa morðin varpað skugga á samskipti Pólveija og Rússa um áratuga skeið. ------»■ ♦------- Leysir Bildt Owen af hólmi? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LENA Hjelm-Wallén, utannkisráð- herra Svía, hefur staðfest að Carl Bildt, formaður sænska Hægri- flokksins og fyrrum forsætisráð- herra, sé einn af þeim, sem nefndir eru sem hugsanlegir eftirmenn Ow- ens lávarðar, sáttasemjara Evrópu- sambandsins (ESB) í Bosníudeilunni. Owen hefur ákveðið að láta af störf- um, eftir að hafa freistað þess und- anfarin ár að miðla málum í Bosníu. Hjelm-Wallén sagði að Bildt væri einn þeirra, sem hugsanlega kæmu til greina sem eftirmenn Owens, en hún vildi ekki tjá sig um hvort sænska stjómin styddi tilnefningu Bildts. Af hálfu Breta hefur verið látið í veðri vaka að best færi á að eftirmað- ur Owens væri ekki frá einu af stóru löndunum, heldur einhveiju öðru landi. Bildt þykir afburða vel að sér á sviði utanríkismála og hefur fylgst vel með þróuninni í Bosníu. ......■»-♦-■»---- Vatn á sólinni London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN hafa uppgötvað, að vatn eða vatnsgufu er að finna á yfirborði sólar, í sólblettum þar sem hitinn er 2.765 gráður á selsíus og helmingi minni en hann er annars staðar á yfirborðinu. Það voru starfsmenn Kitt Peak- rannsóknastöðvarinnar í Arizona í Bandaríkjunum, sem fundu vatns- gufuna með tækjum, sem greina efnasamsetningu með ljósöldumæl- ingum. „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu og sýnir hve lítið við vitum um hegðun vatns við mikinn hita,“ sagði dr. William Livingston við há- skólann í Tucson en hann er einn af höfundum greinar um þessa upp- götvun í tímaritinu Science. Segir hann, að súrefni og vetni verði að vatni í sólblettunum enda hafi þau mikla tilhneigingu til að mynda efna- samband. Nýr, einfaldur, ódýr og öruggur kostur fyrir gjaldeyrissendingar til Evrópulanda íslandsbanki býbur nú upp á nýjan möguleika vib ab koma greibslu í erlendri mynt til móttakanda innan Evrópu*. Þessi nýjung hefur verib nefnd Samsending og hentar vel fyrir þá sem vilja koma fjárhœb undir ákvebnu hámarki til skila á skömmum tíma. Hámarksfjárhœb send- ingar er mismunandi eftir löndum eba frá 200.000 - 700.000 kr. Kostnabur vib Samsendingu er lœgri en fyrir abrar sambœrilegar greibslur. Sendandi greibir abeins 400 kr. gjald og getur jafnframt tryggt þab ab greibslan komist til skila án aukakostnabar fyrir móttakanda meb 400 kr. aukagjaldi. Meb þessum nýja möguleika er verib ab tryggja örugg skil meb lœgri tilkostnabi og ab móttakandi verbi ekki látinn greiba kostnab óski sendandi greibslunnar þess. Allar nánari upplýsingar fást í útibúum Islandsbanka. ÍSLANDSBANKI - í takt vib nýja tíma! *Þegar hefur verið samið við banka í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.