Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995___________________________________________________________ MOKGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úthlutunarreglum LÍN breytt Meginágreiningsefni bíða endurskoðunar SAMSTAÐA náðist milli fulltrúa námsmannasamtaka og ríkisvalds- ins um fáeinar breytingar á úthlut- unarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna á fundi stjómar LÍN fyrir skömmu sem gilda munu fyrir skólaárið 1995-1996. Á skrifstofu Stúdentaráðs fengust þær upplýs- ingar að ákvörðunum í megin- ágreiningsefnum námsmanna og ríkisins hafi aftur á móti verið frest- að en á næstunni fari fram undir- búningur vegna endurskoðunar laga um Lánasjóðinn. Ný skilgreining Breytingar á úthlutunarreglum LÍN fela m.a. í sér nýja skilgrein- ingu á framhaldsháskólanámi. Nú telst framhaldsnám lánshæft eftir þriggja ára háskólanám en áður var miðað við nám eftir flögur ár. Ef nám er stundað í Bandaríkjunum er áfram miðað við fjögurra ára nám enda er litið á fyrsta ár í þeim sem almennt undirbúningsnám. Þá verður framvegis heimilt að veita lán fyrir skólagjöldum vegna undir- búningsmálanáms. Það verður þó aðeins gert ef námsmenn hafa áður lokið háskólanámi og hyggjast stunda framhaldsnám. Samkvæmt nýju reglunum verð- ur heimilt að veita námsmönnum lán vegna framfærslu maka en skil- yrt er að þeir séu í hjónabandi eða sambúð og með bam á framfæri. Barnlausir námsmenn geta eftir sem áður ekki fengið lán vegna framfærslu maka. Þá var samþykkt að framfærslustyrkir frá Rannsókn- arsjóði námsmanna og Vísindasjóði verði ekki lengur skilgreindir sem tekjur og komi þannig til lækkunar á lánum frá LÍN. Endurskoðunar laga beðið Sigríður Gunnarsdóttir, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ágreining- ur námsmanna og ríkisins standi einkum um atriði sem eru bundin í lög en búast mætti við frumvarpi til breytinga á lögum LÍN á kom- andi haustþingi. Námsmenn vonist til að þar verði tekið á helstu baráttumálum sínum; að teknar verði upp samtímagreiðsl- ur í stað eftirágreiðslna og að end- urgreiðslubyrði verði létt. Einnig vinni stúdentar að því að í tilvikum hjóna- og barnafólks verði skatta- lög og lög um LÍN samræmd. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Reykjavíkur í gær Morgunblaðið/Sverrir FYRSTA skemmtiferðaskip sum- arsins kom til Reykjavíkur í gær- morgun. Skipið heitir Kazakhstan II og er skráð á Kýpur en er leigt til þýskrar ferðaskrifstofu. Áhöfn- in er að mestu Ieyti frá Úkraínu og Þýskalandi. Um fjögur hundr- uð farþegar eru um borð, flestir Þjóðverjar. Skipið er 16.600 tonn og getur tekið um fimm hundruð farþega. Það er búið margvíslegum þæg- indum, m.a. er þar að finna íþróttavöll, kvikmyndasal, versl- anir, næturklúbba og fjölmarga bari. Stöðug skemmtidagskrá er um borð. T.d. er boðið upp á leik- fimi, tískusýningar og dansleiki. Jafnvel hafa verið settir upp heilu * Island vinsæll við- komustaður söngleikirnir um borð. Farþegun- um var í gær boðið í skoðunarferð- ir á Þingvöll, Gullfoss og Geysi og einnig fór hópur í jeppasafarí áKaldadal. Að sögn Hildar Jónsdóttur ly'á Samvinnuferðum/Landsýn, sem skipuleggur skoðunarferðir inn- anlands, njóta skemmtisiglingar hingað á norðurhjarann vaxandi vinsælda og fólk er einkum áhuga- samt um að fá að sjá miðnætursól- ina, jökla og hraun. Einnig sé Is- land sífellt að verða vinsælli við- komustaður skemmtiferðaskipa sem sigla á milli Evrópu og Amer- íku. Hildur sagði að Samvinnuferð- ir/Landsýn skipuleggðu skoðun- arferðir fyrir 14 skip á þessu sumri en í heildina kæmu um 40 skemmtiferðaskip hingað í sumar og koma tíl hafna víðsvegar um landið, allt eftir stærð. Kazakhastan II fer héðan á hafísslóðir við Jan Mayen með við- komu I Vestmannaeyjum. Skipið mun koma fjórum sinnum til Is- lands á þessu sumri. Morgunblaðið/ PPJ FLUGVELIN er mjög illa farin eins og sjá má. Hún er af gerðinni Aeronca Campion AC 7 með einkennisstafina TF- HRB. Eins hreyfils flugvél brotlenti Flugmaðurínn skreið ómeiddur úr flakinu LÁN þykir að flugmaður eins hreyfils tveggja sæta flugvélar af gerðinni Aeronca Campion AC 7 með einkennisstafina TF-HRB hafí sloppið við meiðsl þegar drapst á mótor vélar- innar í lendingar- keppni Flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubakkaflugvelli síðdegis á laugardag. Flugvélin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Loftferðaeftirlitið vinnur að rannsókn slyssins. Skreið út um glugga Jón Karl Snorrason, flugmaður vélarinn- ar, sagðist hafa verið sá fýrsti til að fara af stað í lokahópi keppninnar. „Ég gaf til norð- vesturs uppí vindinn af styttri brautinni og beygði rólega til hægri í um 150 til 200 feta hæð til að fara áleiðs að lend- ingarbrautinni. Þá missti flugvélin afl. Ég byijaði að dæla inn bens- íni en náði henni ekki upp. Stutt var í jörðu, hraðinn lítill og flugvél- in lét ekki mjög vel að stjórn á svo litlum hraða. Því var ekki annað að gera en að reyna að halda henni beint án þess að beygja. Ég hitti þarna á grasb- ala,“ sagði Jón Karl. Hann sagði að sér hefði auðvit- að brugðið þegar hann áttaði sig á því að ekki var allt með felldu. „Á leiðinni niður varð mér hugsað til þess hvort ég ætlaði að fara meiða mig á þessu. Síðan, þegar ég lendi eiginlega með nefið og hjólin um leið meðJ( þeim afleiðingum að hjólin brotna og flugvélinn rann áfram á nefinu eftir bakkanum, rann í gegnum hug- ann; Nei, þetta var ekki svo slæmt,“ segir hann. Hann segir áð flugvélin hafi runnið til hliðar og aðeins aftur. Hluti vængs- ins hafí lagst yfir og hann hafi þurft að skríða út um gluggann. Jón Tynes, eigandi vélarinnar, sagði að hætt væri við að verr hefði farið hefði ekki jafn vanur flugmaður og Jón Karl stýrt vélinni. Hann sagði að vélin væri frá árinu 1946, en hefði verið undir ströngu eftirliti eins og aðr- ar flugvélar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN Karl sagðist telja öruggt að hann hefði hafnað í síðasta sæti í keppninni enda hefði flugvélin brot- Ient langt frá áætluð- um lendingarstað. Friðunarsjónarmið síst veikari innan Alþjóða hvalveiðiráðsins að mati fiskistofustj ór a Rannsóknir án þess að hvalir séu drepnir FRIÐUNARÞJÓÐIR innan Alþjóða hvalveiðiráðsins lögðu fram tillögu á ársfundi ráðsins í Dublin um að þannig bæri að standa að vísinda- rannsóknum að hvalir yrðu ekki drepnir. Tillagan var samþykkt. Ráðið krafðist þess í atkvæða- greiðslu að Japanir stöðvuðu allar hvalveiðar í vísindaskyni við Suður- skautslandið_. Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri, sem var áheyrnarfulltrúi ís- lands á fundinum, sagði að fjöldi ályktana sem allar gengu í frið- unarátt hefðu verið lagðar fram á fundinum. „Það var einkum verið að leggja fram ályktunartillögur um flest annað en það sem við viljum tala um. Við viljum að ráðið standi við þær samþykktir að endurskoða „núllkvótann" sem var settur á alla stofna árið 1982, þ.e.a.s. hvalveiði- bannið. Við teljum að það liggi frammi mat á stofnunum sem eigi að gera mönnum kleift að ákveða kvóta,“ sagði Þórður. „Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins hefur lagt fram nýja reikni- formúlu til þess að reikna út kvóta. Það var samþykkt á síðasta árs- fundi, fyrir einu ári, að innleiða þessa formúlu sem fyrst, en þó ekki fyrr en búið væri að sam- þykkja reglur um eftirlit. Það hefur hins vegar ekki þokast neitt í sam- komulagsátt um eftirlitið seni er forsenda þess að formúlan verði tekin í gagnið. Haldinn var sérstakur vinnu- nefndarfundur um þetta efni í Lo- foten í janúar síðastliðnum sem stóð í eina viku. Einnig var haldinn fundur um eftirlit í þessari sömu vinnunefnd vikuna fyrir fundinn í Dublin og þá var talað um það á fundinum sjálfum. Fundurinn af- greiddi þennan lið með því að sam- þykkja að áfram yrði fjallað um hann. Mér sýnist að það geti orðið umræður um þetta í mörg ár áður en þar næst nokkurt samkomulag." Lítið erindi í ráðið „Málum er drepið á dreif með því að leggja fram ályktunartillög- ur um þá hættu sem hvölum stafi af mengun og hvernig eigi að standa að vísindarannsóknum. Friðunarþjóðirnar fengu það sam- þykkt að þannig bæri að standa að þessum rannsóknum að hvalir séu ekki drepnir," sagði Þórður. Þórður sagði að mjög langt væri í það að íslendingar gætu vænst þess að Alþjóða hvalveiðiráðið leggði blessun sína yfir hvalveiðar hér við land. Út, frá þéim kringum- stæðum ættu íslendingar lítið er- indi í ráðið. Einnig muni ákaflega litlu hvort atkvæði íslendinga bæt- ist við atkvæði Japana, Norðmanna og kannski fjögurra annarra þjóða á móti því mikla ofurefli sem Al- þjóða hvalveiðiráðið er. Hann sagði að Japanir hefðu lagt fram á fundinum í áttunda skipti tillögu um að þeir fengju að veiða 50 hrefnur á fjórum svæðum í Japan þar sem byggð hefur verið tengd hvalveiðum. „Það viðurkenna allir að hvalveiðibannið hefur skap- að afar mikla erfiðleika á þessum svæðum og ráðið samþykkti fyrir tveimur árum ályktun þar sem þetta er viðurkennt og því beri að vinna bráðan bug á því að leysa þetta mál. Þessi tillaga var felld eina ferðina enn núna,“ sagði Þórð- ur. Þórður sagði að einmitt mætti hugleiða þá spurningu hvort íslend- ingar ættu að ganga í ráðið á ný með fyrirvara sem geri þá óbundna af hvalveiðibanni. „Norðmenn geta stundað sínar veiðar áfram vegna þess að þeir gerðu á sínum tíma fyrirvara sem gerir þá óbundna af banninu. Það eru kannski fremur minni líkur á því að við getum gert það en hitt.“ Hann segir að verndunarsjón- armið séu algjörlega ríkjandi innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. „Mikill meirihluti ríkja í Alþjóða hvalveiði- ráðinu eru þar eingöngu til þess að reyna að viðhalda hvalveiðibann- inu og tala allar tillögur um annað í hel. Að minnsta kosti þokast ekk- ert í þá átt sem við viljum sjá mál þróast og friðunarsjónarmið eru ekki að veikjast," sagði Þórður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.