Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 17 Nfrgervi- hnattasími kynntur Atlanta. Reuter. BANDARÍSKT fjarskiptafyrirtæki hefur kynnt nýjasta gervihnattasíma sinn, sem er jafnframt hægt að nota eins og faxtæki og til gagnafjar- skipta. Fyrirtækið Scientific-Atlanta kall- ar þetta tæki TerraStar-M Model 9826A og það tengir notendur við svokallað Inmarsat-M eða stafræna fjarskiptaþjónustu um gervihnetti. Síminn er á stærð við skjalatösku, vegur tæp 18 pund og kostar innan við 13.000 dollara. Fyrirtækið segir að síminn sé hentugt tæki þegar slys beri að hönd- um eða hamfarir eigi sér stað og í blaðamennsku, orkuleit, hemaðarað- gerðum og alþjóðaviðskiptum. Mjólkur- drykkur frá Pepsi CoIr Somers, New Yorkríki. Reuter. PEPSICo hefur í fyrsta skipti hafið markaðsetningu á mjólkurdrykk. Um mjólkurhristing er að ræða og kallast hann Smooth Moos Smoothies. Hann er ætlaður ungl- ingum og honum er dreift í tilrauna- skyni í Texas og Oklahoma. Talsmenn Pepsi segja að með þessu sé ceynt að nota síðustu ónýttu möguleikana, sem fyrir hendi séu á drykkjarmarkaði. Mjólk er fjórði vinsælasti drykk- urinn í Bandaríkjunum og Pepsi telur nýjungar tímabærar á 19 milljarða dollara stöðnuðum mjólk- urmarkaði. Smooth Moos-hristingur verður fáanlegur með súkkulaði-, vanillu-, jarðabeija- og bananabragði. Handelsbanken kaupir SKOP Li Paulnp Helsinki. Reuter. SAMRUNI banka á Norðurlöndum heldur áfram, því að Handelsbanken (SHB) í Svíþjóð mun taka við rúm- lega helrhingi fjármuna ríkisrekna bankans SKOP í Finnlandi að því er tilkynnt var í síðustu viku. Handelsbanken, annar stærsti banki Svíþjóðar, tekur við fjármun- um upp á 13 milljarða finnskra marka. Eigið fé SKOP nam alls 23.75 milljörðum í marzlok. Ekki er fulljóst hve mikið SHB mun greiða í raun og veru, en bankastjóri SKOP, Hannu Puhakka, sagði að endanlegt kaupverð yrði um 3.5 milljarðar marka. Hann sagði að bráðabirgðaverð upp á um 3.3 milljarða marka mundi líklega hækka. Carl-Axel Olsson, sem stjómar umsvifum SHB í Finnlandi, sagði að stefnt yrði að umtalsverðri og alhliða bankaþjónustu þar. Um 8.000 fyrirtæki í Finnlandi munu skipta við bankann. SHB hefur aðallega skipt við fyr- irtæki í Finnlandi og rekið fá útibú þar, en gefíð er í skyn að nýjum útibúum verði komið á fót. Finnski bankinn Postipankki Oy, sem er í ríkiseign, og japanska fyrirtækið Nomura Securities buðu einnig í SKOP — sem heitir réttu nafni Saa- stopankkien Keskus-Osake-Pankki. Að samkomulagi varð að Hand- elsbanken taki við lánum og ábyrgð- um SKOP upp á 4,4 milljarða marka og auk þess iðnvæðingarsjóði Finn- lands, en eigið fé hans er um 7.6 milljarða marka. Sænski bankinn kaupir einnig hlutabréf SKOP Fin- ance, en eigið fé þess dótturfyrir- tækis nemur einum milljarði marka. Gjaldþrot Finnlandsbanki tók við rekstri SKOP 1991 eftir gjaldþrot, sem skók undirstöður banka hvarvetna á Norðurlöndum. Síðan í júní 1992 hefur Ríkisábyrgðasjóður Finnlands (GGF) átt meirihluta í SKOP. Bankinn var rekinn með tapi upp á 1.7 milljarða marka 1993 og einn milljarð 1994. Lada rekin með tapi ’94 Moskvu. Reuter. LADA-framleiðandinn AvtoVAZ tapaði 53 milljörðum rúblna (11 milljónum dollara) 1994 og greiðir ekki arð af hlutabréfum í ár að sögn talsmanns fyrirtækisins. Framleiðsla jókst þó fyrstu fjóra mánuði þessa árs í 186.657 bíla úr 163.307 á sama tíma í fyrra að sögn talsmannsins. AvtoVAZ mætir harðri sam- keppni frá innfluttum bílum og hefur orðið að draga úr fyrirætlun- um um framleiðslu á „alþýðubíl." Fjárfestingarsamtökum var komið á fót í fyrra til þess að afla 3 milljarða dollara til verkefnisins, en aðeins 60 milljónir hafa safn- azt. Á þessu ári hyggst AvtoVAZ flytja út 184.000 bíla samanborið við 196.000 í fyrra. Einnig verða framleiddir 250 bílar af nýrri, rennilegri gerð á þessu ári og framleiðslan aukin í 56.000 1996. Ráðgert er að fram- leiddir verði 220.000 nýir bílar a/y&duct ÚSi'Gofii QmpaAJ/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.